Morgunblaðið - 28.11.1989, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 28.11.1989, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ VIDSKIPTIAIVINNUIÍF MIDJITDAGUR 28. NÓVEMBER 1989 31 . PTumui.i.iiiJ' Fjölmörg tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki íAlaska — segir Peter Moore, sem verður aðalræðu- maður á fundi um sjávarútveg í Alaska ÚTFLUTNINGSRÁÐ íslands og Kvikk sf. gangast fyrir fiindi á morgun, miðvikudag, á Hótel Sögu um sjávarútvegsmál í Al- aska og þá möguleika sem íslend- ingar kynnu að geta nýtt sér við sölu á vélum og tækjum þar í landi. Á fúndinum mun Peter J. Moore verkeínastjóri hjá þróun- arsjóði á sviði sjávarútvegs í Al- aska flalla um stöðu mála í veiðum og vinnsiu og hvernig unnt sé fyrir íslensk fyrirtæki að selja þarlendum fyrirtækjum vörur og þjónustu. Einnig verður stutt kynning á útgerð íslenska frysti- togarans Andra sem mun hefja veiðar við Alaska innan skamms samkvæmt sérstökum samningi við Bandaríkjamenn. Moore hefur unnið fyrir þróunar- sjóðinn Alaska Fisheries Develop- ment Foundation frá árinu 1986 sem verkefnastjóri. Hann hefur einkum unnið að rannsóknum á bættri nýt- ingu sjávarafla og m.a. átt samstarf við útfiutningshóp íslenskra fyrir- tækja á vesturströnd Bandaríkjanna, Icepro Group. „Við höfum unnið að því að kanna möguleika á notkun Kvikk hausklofningsvélarinnar við vinnslu á laxahausum og munum sækja um fjárstyrk vegna þess í febrúar. Marel vogir eru notaðar um borð í verksmiðjutogurum og við höfum reynt að fá fiskvinnslufyrir- tækin í landi til að koma sér upp slíkum búnaði. Það eru að mínu áliti fjölmörg tækifæri fyrir íslensk fyrir- tæki bæði í Alaska og Seattle," sagði Moorc í samtali við Morgunblaðið. „Ég hef mestan áhuga á vinnslu sjávarafurða vegna þess aflinn er í flestum tilvikum afar illa nýttur. Hluti af mínu starfi er að auka nýt- ingu aflans. Ég held að Kvikk vélin eigi mikla framtíð fyrir sér. Sá lax sem kemur á land í Alaska er ýmist heilfrystur eða niðursoðinn og ég held að það sé einkum við niðursuðu sem hægt sé að nota Kvikk vélina til að auka verðmæti aflans. Hug- myndin er sú að við myndum að- stoða Kvikk fjárhagslega við að þróa vélina fyrir laxahausa. Hún er þróuð fyrir þorskhausa og því þarf nánast að endurbyggja hana frá grunni,“ segir Moore. Peter J. Moore mun á fundinum á morgun ræða um þær breytingar sem átt hafa sér stað í fiskveiðum við Alaska. Lengst af kom megnið af veiðinni við Alaskastrendur í hlut útlendinga. Á undanförnum árum hafa veiðiheimildir hins vegar í æ ríkari mæli verið veittar vegna sam- starfsverkefna bandarískra fiski- manna við aðrar þjóðir sem hafa sent verksmiðjuskip sín á miðin við Alaska. Og á næstu árum er búist við að hlutdeild heimamanna muni aukast með öflugri starfsemi eigin fiskvinnslufyrirtækja. Eignaraðild í fiskvinnslunni í landi er þó að megin- hluta til í höndum Japana sem kaupa mikið af sjávarafurðum frá Alaska. Tölvur Heimilis- bókhald fyrir tölvur KOMIÐ er á markaðinn heimilis- bókhald frá liugKORNI, sem nefn- ist HeimilisKORN og er ætlað fyr- ir IBM PC/XT/AT/386 tölvur með lágmark 512 Kb innra minni og tvö diskadkrif. Allar valmyndir eru örvastýrðar og hjálpartexti birtist jafnóðum með hverri aðgerð, að því er segir í frétt frá hugKORNI. Notandinn getur fært inn bókhald, þar sem fylgst er með eyðslu í mat, bensíni og þeim reikningum, sem hann kann að búa til. Einnig getur hann fært bók- haldið á fullkomnari hátt eins og upplýsingar um greiðslur af lánum, hversu mikið hefur verið greitt í vexti o.fl. Félaosfundur Almennur félagsfundur verður haldinn í fé- lagsheimilinu Víðidal miðvikudaginn 29. nóv. kl. 20.30. Dagskrá: 1. Félagsstarfið - Birgir Rafn Gunnarsson. 2. Staða félagsins - Geir Þorsteinsson. 3. Kynnt drög að lagabreytingum - Sveinbjörn Dagfinnsson. 4. Breytt fyrirkomulag hvítasunnukappreiða - Viðar Halldórsson. 5. Önnur mál. Félagar fjölmennið. Stjórnin. H HágœÖa feröatœki Stereo 80 x 3D Verð frá: 22.100* Stereo feröatœki Með fjörum bylgjum og segulbandi. Verð frá: 8.100* STEREO feröatceki. Með tónjafnara, tvöföldu segulbandi - hraðaupptöku og fjórum bylgjum, einstakt teeki. Verð frá: 13.400* Vasadiskó. JSTEREO, FM, AM og segulband. Góður hliómur. Veröjrá: 5.600* Hljómtœkjasamstœöa Midi HIFI 2 x 60 wött með geislaspilara. Án skáps. Verð frá: 61.900* RÖNNING Ómetanlegt tœkifœri til aö fjárfesta í hljómtœkjum á viöráðanlegu veröi. Mini samstœöa 2 x 50 wött með geislaspilara. Verð frá: 51.900* Við erutn ekki bara hagstceðir.... KRINGLAN ...við erum betri S: 68 58 68 v Póst- og símamálastofnunin AUGLYSINGAR í SÍMASKRÁNNI1990 Undirbúningur vegna prentunar á næstu Símaskrá stendur yfir. Gögn varðandi pantanir á auglýsingum hafa verið send flestum fyrirtækjum landsins. Þau fást einnig á póst- og símstöðvunum. Vinsamlega athugið að allar pantanir, endurpantanir eða afpantanir, eiga að vera skriflegar og hafa borist í síðasta lagi um mánaðamótin nóvember - desember. ■ SÍMASKRÁIN - AUGLÝSINGAR PÓSTHÓLF 311 -121 REYKJAVÍK SÍMI 91-29140 - FAX 91-611221

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.