Morgunblaðið - 28.11.1989, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 28.11.1989, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1989 37 Jólabegónía — afr. Marina. Jólabegónía — Begonia x cheimantha — Blóm vikunnar Umsjón: Ágústa Björnsdóttir 150. þáttur Ættkvíslin Begonia sem nefnd hefur verið skákblað vegna lög- unar blaða er gríðarstór. Teg- undafjöldinn virðist þó mjög á reiki. Sumir telja fjöldann ním- lega 800 en aðrir nefna 1.000 tegundir. Heimkynni þessa gróð- urs er í Asíu, Afríku og Suður- Ameríku, á breytilegum vist- svæðum þar sem gætir hlýju og raka en lítillar sólríkju. Býsna margar blómlegar teg- undir hafa verið teknar til rækt- unar ýmist sem innijurtir eða sem garðplöntur, bæði vegna blóm- og blaðskrauts. Einna þekktastar hér eiu hnúðbegónía og sumar- begónía, öðru nafni ísbegónía, sem sumir fást við að reyna á skýldum og hlýjum blettum í görðum sínum eða þá í sólskál- um. í vistarverum er aftur gælt við kóngabegóníu, silfurbegóníu, tígurbegóníu, vetrarbegóníu og vaxbegóníu svo örfá dæmi séu nefnd. Blómviljug begónía sem ætíð hefur verið mikil uppáhalds innijurt víða í nálægum löngum, er jól fara að nálgast, er jólabeg- ónía. Hérlendis er hún hinsvegar fágæt í ræktun. Fræðiheiti henn- ar er Begonia cheimantha. í Noregi er hún nefnd jóla- gleði en þar hefur hún lengi ver- ið afar vinsæl í skammdeginu. Þessi begónía finnst ekki villt í náttúrunnar ríki, heldur varð hún til í Frakklandi árið 1891 við víxlfijóvgun á milli B.socotrana og B.dregei, en sú síðari þekktist hér sem stofublóm áður fyrr. Jólabegónía hefur líka gengið undir nafninu Lorrainbegónía. Að undanförnu hefur aðeins vott- að fyrir jólabegóníu í blómaversl- unum hér. Þetta er falleg jurt með þreknum stönglum og all- stórum blöðum sem hylja vel pott og stöngla. Blómin eru íjöldamörg, rauðbleik eða hvít, og lyfta sér upp fyrir blaðhjúp- inn. Jólabegónía er skammdegis- jurt sem myndar blómvísa þegar daglengd er heldur skemmri en 12 klst. Standi plantan mjög svalt hendir það oft að blómhnappar fari að sjást á meðan dagar enn eru langir. Meðferð: Það væri rangt að segja að jólabegónía sé auðveld í ræktun, síst af öllu þegar dagar eru orðn- ir eins stuttir og raun ber vitni. Kjörskilyrði hennar er frekar svalt og rakt loft. Hagkvæmastur hiti er um 18°. Sé unnt að upp- fylla þessi skilyrði og gefa góða raflýsingu að auki má búast við góðri blómgun, jafnvel langt fram eftir vetri. Meginástæðan fyrir því að jólabegónía endist oft skamman tíma er þurrt loft og þurr mold. Þær mega þó aldr- ei gösla í bleytu, þá verða þær fljótt lasburða og missa blóm og blöð. Yfirleitt borgar sig ekki að halda í plöntu að aflokinni blómg- un en henni er fjölgað með græð- lingum. Sjúkdómavandamál eru fá. Mjölsveppur getur þó stund- um angrað blöð. Óli Valur Hansson ~I VERZLUNARSKOLI ÍSLANDS ÖLDUNGADEILD Innritun á vorönn öldungadeildar Verzlunarskóla Islands fer fram á skrifstofu skólans dagana 27. - 30. nóvember kl. 08.30-19.00. Ráðgert er að kenna eftirtalda námsáfanga á vorönn: Bókfærsla: BÓK204, BÓK404, BÓK613 Danska: DAN404 Enska: ENS204, ENS404, ENS804 Farseðlaútgáfa: FAR114 Franska: FRA403, FRA803 Hagfræði: ÞJÓ203, REK415 íslenska: ÍSL102, ÍSL214, ÍSL404, ÍSL804 Landafræði og saga íslands: LAN213 Líffræði: LÍF204 Mannkynssaga: SAG602 Ritvinnsla: VÉL403 Stærðfræði: STÆ204, STÆ404, STÆ804, STÆ814 Tölvubókhald: TÖB214, TÖB414 Tölvufræði: TÖL113, TÖL203, TÖL403, TÖL614 Vélritun: VÉL102, VÉL201 Þýska: ÞÝS403, ÞÝS803 Áföngum ofangreindra námsgreina er hægt að safna saman og láta mynda: Próf af bókhaldsbraut Próf af ferðamálabraut Próf af skrifstofubraut Verslunarpróf Stúdentspróf Umsóknareyðublöð og námslýsingar fást á skrifstofu skólans, Ofanleiti 1. Kátt er á jólununt-koma þau ®ði jólasveinanna í Kring^ inarnir búnir að setja upp verkstæðið sitt \ Dæði litlir og fullorðnir, geta nú fylgst me< itlum jólasveinum pakka inn jólagjöfum. ^gardagínn uSardaginn 'Rardaginn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.