Morgunblaðið - 28.11.1989, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 28.11.1989, Blaðsíða 52
býður góðan dag NYTTUÞER ELDHÚSTÆKJA TILBOÐIÐ FRÁ damixa /// ÞRIÐJUDAGUR 28. NOVEMBER 1989 VERÐ I LAUSASOLU 90 KR. Morgunblaðið/Sigurgeir Sprengjusérfræðingur Landhelgisgæslunnar kannar sprengjuna í Vestmannaeyjum. Á inn- felldu myndinni má sjá hvemig virk sprengjan lá í fiskikarinu í þrjá daga. Y estmannaeyjar: Virk sprengja var á bryggjunni í 3 daga Vestmannaeyjum. Sprengjuhleðsia úr tundurdufli fannst liggjandi í fiskikari á bryggjukantinum í Friðarhöfh í Vestmannaeyjum í gær. Sprengjusérfræðingar frá Landhelgisgæslunni vom þegar kvaddir til og eyddu þeir sprengjunni seinnipart dags. Vörubílstjóri sem leið átti um bryggjuna í gærmorgun veitti at- hygli sprengjunni sem lá í fiski- kassa á bryggjunni, ásamt ýmsu öðru drasli. Gerði hann lögreglu þegar viðvart og var settur vörður við sprengjuna þar til sprengjusér- fræðingar Landhelgisgæslunnar komu til Eyja, seinni part dags í gær. Sprengjan var virk og eftir að sprengjusérfræðingamir höfðu rannsakað hana var hún flutt austur á nýja hraun, þar sem henni var eytt. Sprengjan kom í vörpu Sigur- borgar VE austur af Eyjum í síðustu viku og var búin að liggja á bryggjukantinum í Friðarhöfn í þrjá daga þegar lögreglunni vyr tilkynnt um hana. Lögreglan í Vestmannaeyjum sagði í samtali við Morgunblaðið að það væri hrikalegt kæruleysi að tilkynna ekki þegar komið væri með svona hluti að landi. Sagði lögreglan að sjómenn sýndu oft fullmikið kæruleysi í þessum efnum og þeir virtust ekki gera sér grein fyrir hvaða hætta staf- aði af þessu. Oft á tíðum til- kynntu þeir ekki til lögreglu þó þeir kæmu með hluti eins og sprengju þessa til lands og létu þá liggja á bryggjukantinum ásamt öðru drasli sem þeir skildu þar eftir. Grímur Umræðu um EFTA og EB frestað: Skyndifundur í ut- anríkismálaneftid Utanríkisráðherra frestar utanför UMRÆÐUR um samskipti EFTA og Evrópubandalagsins, sem átti að ljúka á Alþingi í gærkvöldi, voru rofnar er ákveðið var að halda skyndifund í utanríkismálanefnd þingsins að kröfu þingflokks sjálf- stæðismanna og hefiir þeim verið frestað. Á fundinum var fjallað um máls- meðferð í viðræðum EB og EFTA. Mikið var rætt um tillögu sjálfstæð- ismanna þess efnis að nefndin beini því til forsætis- og utanríkisráðherra að undirbúnar verði tvíhliða viðræð- ur íslands og EB um fríverzlun með fisk. Áherzla yerði lögð á að heildar- tollgreiðslur íslendinga til EB-ríkja verði ekki hærri hlutfallslega en þær voru áður en fleiri ríki gengu í bandalagið. Þetta felur í sér að toll- ar á saltfiski, sem nú eru í gildi, verði lækkaðir. Samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins er meirihiuti fyrir þessari tillögu efnislega í nefnd- inni. Fundi lauk þó án samkomulags og verður framhaldið á morgun. Samkvæmt heimildum blaðsins tilkynntu sjálfstæðismenn á fundin- um að þeir hygðust stuðla að flutn- ingi þingsályktunartillögu um fram- hald viðræðnanna, og buðu öðrum flokkum að vera með. Sjálfstæðis- menn vilja að stefna ríkisstjórnarinn- ar í málinu komi skýrt fram og að ráðherrar Alþýðubandalagsins greini sérstaklega frá afstöðu sinni. Steingrímur Hermannsson forsætis- ráðherra sagði í umræðunum að það væri afstaða ríkisstjórnarinnar að ekki þyrfti að leita til Alþingis um umboð. Hann sagði utanríkisráð- herra hafa umboð stjórnarinnar til að halda viðræðunum áfram. Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra hefur frestað utan- ferð sinni, sem átti að verða í dag, fram á fimmtudag vegna ósam- komulags um virðisaukaskatt í ríkis- stjórninni. Þorsteinn Pálsson for- maður Sjálfstæðisflokksins sagði að fráleitt væri að ráðherra færi úr landi fyrr en umræðan væri til lykta leidd og þingmeirihluti kominn fyrir afstöðunni til viðræðnanna. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Sóleyjar springa út í hlýindunum í hlýindunum að undanförnu hafa sóleyjar tekið upp á því að springa út eins og myndin að ofan ber með sér en hún var tekin í gær skammt frá staðar- haldarahúsinu í Viðey. Ágreiningur í stjórnarliðinu: Alþýðuflokkur vill fresta gild- istöku virðisaukaskattsins ÁGREININGUR er kominn upp í ríkisstjórninni um gildistöku og tilhögun virðisaukaskattsins. Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins, segir að það samkomulag, sem stjórnarflokkarn- ir hafi gert, hafi ekki þingmeirihluta lengur og vill hann fresta gildistökunni um nokkra mánuði á meðan tillögur um tvö skatt- þrep verði skoðaðar. Ólafúr Ragnar Grímsson fjármálaráðherra og Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra vilja að virðisauka- skattur í einu þrepi taki gildi um áramótin, en síðan verði skoðað- ar leiðir til að taka upp tveggja þrepa kerfi og því komið á þegar líða fer á næsta ár, eða í síðasta lagi um Önnur áramót. Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins tók málið upp utan dag- skrár á Alþingi í gær. Hann sagði að ríkisstjórnin væri ófær um að framkvæma lögin, sem Alþingi hefði samþykkt, og það væru þjóðarhagsmunir að hún færi firá. Forsætisráðherra sagðist í gæri ekki sjá neina alvarlega erfiðleika í því að fresta gildistöku virðisauka- skatts um þrjá til fjóra mánuði, á meðan málið verði skoðað. Ef Al- þýðuflokksmenn hafa sitt fram mun söluskattskerfið gilda eitthvað fram á næsta ár. Stjórnarandstaðan gerði harða hríð að ríkisstjórninni í snarpri ut- andagskrárumræðu á Alþingi í gær og var stjórnin krafin um stjórnar- stefnuna í virðisaukaskattsmálinu. Júlíus Sólnes formaður Borgara- flokksins sagðist í raun hafa efa- semdir um virðisaukaskattinn, en ekki væri ástæða til að ganga gegn vilja atvinnulífsins um upptöku hans. Stefán Valgeirsson sagðist telja að annaðhvort ætti að fresta gildistöku skattsins eða að láta samkomulag stjórnarinnar taka gildi um áramót. Enn hillir ekki undir samkomulag í stjórnarliðinu um framhald máls- ins. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, kallaði með- ferð stjórnarinnar á málinu „sápu- óperu“. Sjá viðtöl við formenn stjórn- arflokkanna á miðopnu og frá- sögn af umræðum á þingsíðu bls. 33. Að sögn Guðmundar Hafsteins- sonar veðurfræðings stafa hlýind- in af hæð sem legið hefur yfir landinu að undanfömu. Sagði Guðmundur að hæðin væri að eyð- ast og byggist hann við að lægðir færu að leggja leið sína yfir landið og mætti þá búast við suð- og suðvestlægum áttum um miðja vikuna. Á veðurfarsdeild Veður- stofunnar fengust þær upplýsing- ar að nóvembermánuður hefði ekki verið neitt tiltakanlega hlýr en hins vegar hefði komið veralegur hlýindakafli dagana 13.-16. nóv- ember og svo aftur nú síðustu daga. Stal af presti MAÐUR, sem leitaði sálusorgunar hjá presti í Reykjavík um helgina, þakkaði fyrir sig með því að stela seðlaveski prestsins. Maðurinn kom til viðtals við Síðar um daginn handtók iög- prestinn, sóttist eftir og fékk leið- regla mann þennan. Þá hafði hann sögn og fyrirbænir. Þegar maður- meðal annars notað feng sinn til inn hafði kvatt saknaði presturinn að kaupa sér mat og drykk á úr jakka sínum seðlaveskis með veitingahúsi. greiðslukorti og ávísanahefti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.