Morgunblaðið - 28.11.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.11.1989, Blaðsíða 20
ÍS 20 e?si HsraMavov' m auoAau®ðW4 aiöAjavtrjoHOM MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1989 Níu hljómplötur frá Skífunni fyrir jólin SKIFAN gefur út níu hljómplötur nú fyrir jólin. Flytjendur á hljóniplöt- unum eru HLH-flokkurinn, Síðan skein sól, Bjartmar Guðlaugsson, Hilmar Oddsson, Geirmundur Valtýsson, Tómas R. Einarsson og félag- ar, Björgvin Halldórsson og gestir, Brúðubíllinn og loks er gefin út ein safnplata með.ýmsum flytjendum. Hljómplata HLH-flokksins nefnist Sigurður Flosason og Jens Winther. Heima er best og er fyrsta plata sveitarinnar um nokkurt skeið. HLH-flokkinn skipa þeir Haraldur Sigurðsson, Þórhallur Sigurðsson og Björgvin Halldórsson. Hljómsveitin Síðan skein sól send- ir frá sér aðra breiðskífu sína, sem nefnist Ég stend á skýi. Hljómsveitin er skipuð þeim Helga Björnssyni, Eyjólfi Jóhannssyni, Ingólfi Sigurðs- syni og Jakob Magnússyni. Þriðja hljómplata Skífunnar fyrir þessi jól nefnist Það er puð að vera strákur og fiytjandinn er Bjartmar Guðlaugsson. Hann hefur fengið til liðs við sig þá Ásgeir Óskarsson og Björgvin Gíslason. Hilmar Oddsson, sem undanfarið hefur fengist við kvikmyndagerð, sendir frá sér hljómplötuna Og augun opnast. Meðal gesta Hilmar á plöt- unni eru Edda Heiðrún Backman, Bubbi Morthens og Megas. Geirmundur Valtýsson, sem tekið hefur þátt í undankeppni Evrópu- söngvakeppninnar frá upphafi, hefur lokið við hljómplötu, sem nefnist í syngjandi sveiflu. Flytjendur með Geirmundi er hljómsveit hans. Skífan gefur einnig út jassplötu fyrir jólin. Tómas R. Einarsson kontrabassaleikari og félagar senda frá sér hljómplötuna Nýr tónn, þar sem er að finna nokkra ópusa eftir Tómas. Félagar Tómasar eru þeir Eyþór Gunnarsson, Pétur Östlund, Sjöunda hljómplatan er jólaplata, sem Björgvin Halldórsson hefur unn- ið, og nefnist hún Allir fá þá eitt- hvað fallegt. Auk Björgvins sjálfs syngja á plötunni þau Guðrún Gunn- arsdóttir, Eyjólfur Kristjánsson, Ruth Reginalds, Ari Jónsson og Svala Björgvinsdóttir. Bamaplata Skífunnar nefnist Brúðubíllinn—Aftur á ferð. Bruðubíllinn sendi fyrir nokkrun árum frá sér hljómplötu, en nú er bíllinn aftur á ferð. Níunda plata Skífunnar fyrir þessi jól ber heitið Sveitasæla. Þar er að finna safn laga úr bandarískri sveita- tónlist, með ýmsum flytjendum. Frá aðalfundi miðstjórnar Framsóknarflokksins síðastliðinn laugardag. Morgunblaðið/Ámi Sæbcrg Miðstjórn Framsóknarflokksins; Tvö skattþrep veröi virðis- auka fyrir árslok 1990 Telur engin tök á að bæta lífskjör á næstu misserum AÐALFUNDUR miðstjórnar Framsóknarflokksins var haldinn sl. laugardag og ályktaði miðstjórnin m.a. um að ákveða beri lægra skattþrep í virðisaukaskatti fyrir innlend matvæli og að slík breyting komi til framkvæmda fyrir árslok næsta árs. Auk þess samþykkti fúndurinn að engin tök séu á því að bæta lífskjör þjóðarinnar á næstu misserum. Bjartmar Guðlaugsson er einn þeirra sem gefa út hljómplötu á vegum Skífiinnar nú fyrir jólin. Steingrímur Hermannsson for- maður Framsóknarflokksins flutti yfirlitsræðu um störf ríkisstjórnar- innar í upphafi fundarins og um- ræður um hana og störf stjórnarinn- ar fóru fram að því loknu. Fljótlega kom fram í máli fundarmanna mik- il gagntýni á virðisaukaskattinn, eins og hann er ráðgerður af stjóm- völdum. Unnur Stefánsdóttir for- maður Landsambands framsóknar- kvenna lýsti því yfir að flokkurinn gæti ekkert annað samþykkt en tvö þrep í virðisaukaskatti, jafnvel þótt það kostaði það að gildistöku lag- anna um virðisaukaskatt yrði að fresta. Sagði Unnur að ríkisstjórnin gæti ekki hundsað kröfu Alþýðu- sambands íslands, Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, Neyten- dasamtakanna og Stéttarsambands bænda i þessum efnum. Margir fóru í pontu og tóku undir þessi sjónar- mið Unnar, enda fóru leikar þannig að tillaga Steingríms Hermanns- sonar, formanns flokksins og for- sætisráðherra í þessa veru, var samþykkt með einungis tveimur mótatkvæðum. Meðflutningsmenn Steingríms að þessari tillögu voru Unnur Stefánsdóttir, Haukur Hall- dórsson, formaður Stéttarsam- bands bænda og Þóra Hjaltadóttir, formðaur alþýðusambands Norður- lands. í ályktuninni um virðisaukaskatt segir m.a.: „Aðalfundur miðstjórnar leggur áherslu á að í þessu skyni verði lægra skattþrep ákveðið fyrir innlend matvæli enda ráðstafanir gerðar til að tryggja örugga inn- heimtu skattsins. Þessi breyting komi til framkvæmda eigi síðar en í árslok 1990.“ Að vísu þótti sumum fundar- mönnum sem þessi tillaga gengi ekki nógu langt. Alexander Stef- ánsson, alþingismaður flutti tillögu um að nýtt þrep yrði tímasett með lögum, sem Alþingi þyrfti að sam- þykkja nú á næstu dögum og yrði að lögum fyrir næstu áramót, ella Verktakasambandið um virðisaukaskattinn: Eiginflárstaða margra fyrirtækja mun versna Markaðsverð atvinnuhúsnæðis lækkar um allt að 15% og vinnuvéla um allt að 24% MARKAÐSVERÐ atvinnuhúsnæðis sem til er í landinu um næstu áramót mun fyrirsjáanlega lækka um allt að 15% við breytingu úr söluskattskerfi í virðisaukaskattskerfí og markaðsverð notaðra vinnuvéla mun lækka um 20%-24%, að mati Verktakasambands ís- lands. Af þessu leiðir að eiginfjárstaða margra fyrirtækja versnar og veðhæfni eigna þeirra minnkar. „Mér segir svo hugur, að lána- stofnanir sem hafa gengið hart fram eftir að veð séu góð verði auð- vitað að endurmeta veðhæfhi fasteigna," segir Pálmi Kristinsson framkvæmdastjóri Verktakasambandsins. Þetta álit Verktakasambandsins kemur fram í greinargerð með til- lögum sambandsins til fjármálaráð- herra um breytingar á lögunum um virðisaukaskatt. Um atvinnuhúsnæði segir í grein- argerðinni að söluskattur af að- föngum hvíli á því húsnæði sem byggt er fyrir gildistöku vsk. Eftir gildistökuna hverfur þessi skattur og því lækki markaðsverð hús- næðisins sem þessu nemur, um allt að 15%, og fasteignamat húsnæðis- ins muni lækka í kjölfarið. „Ljóst er að þessar breytingar munu hafa neikvæð áhrif á tryggingar lána- stofnana vegna minni veðhæfni fasteigna. Á sama tíma má búast við verulegri hækkun vísitalna og þar með hækkun fjármagnskostn- aðar. Greiðslubyrði og skuldir margra fyrirtækja munu því vænt- anlega aukast nokkuð á sama tíma og eignir þeirra munu rýrna í byij- un næsta árs,“ segir í greinargerð- inni. Þá er spáð að vegna skattkerf- isbreytingarinnar verði 5%-8% hækkun á verði notaðra íbúða og að varlega megi áætla að raun- hækkun á verði notaðra íbúða vegna samverkandi áhrifa skatt- kerfisbreytingarinnar og húsbréfa- kerfis verði um 10%. Greint er frá því, að með gildi- stöku vsk. lækki rekstrarkostnaður vinnuvéla og vörubíla um 15%-17% vegna uppsöfnunar söluskatts í núverandi kerfi. Þetta valdi þvi að kostnaður skattskyldra aðila í vsk.- kerfi vegna kaupa á þessari þjón- ustu lækki um rúm 30%. Hins veg- ar minnkar verðmæti þeirra vinnu- véla sem til eru í landinu um ára- mót vegna lægra markaðsverðs, þar sem kostnaðarverð nýrra véla til atvinnurekstrar lækkar. Því til við- bótar lækka tollar af vinnuvélum um áramót um 5%. „Ljóst er því að verðmæti not- aðra vinnuvéla mun lækka um 20%-24% í byijun næsta árs og því blasir við veruleg eignarýrnun hjá mörgum fyrirtækjum í verktakaiðn- aði,“ segir í greinargerðinni. Þá er sagt að búast megi við lækkun á taxta útseldrar vinnu vélanna og hækkandi rekstrarkostnaði. Pálmi Kristinsson segir að við skattkerfisbreytinguna muni nán- ast allar eignir verktakafyrirtækja, sem bundnar eru í varanlegum rekstraríjármunum, rýrna, hins vegar komi það ef til vill ekki fram á efnahagsreikningi fyrr en við uppgjör næsta árs. Magnús Ólafs- son forstjóri Fasteignamats ríkisins segir að fasteignamat byggist á gerðum kaupsamningum, þannig að áhrif skattkerfisbreytingarinnar muni ekki koma í ljós fyrr en smám saman á næstu árum. hefði flokkurinn enga tryggingu fyrir þvi að þetta fengist í gegn. Tillaga Alexanders var felld í mið- stjórninni - hlaut aðeins 20 atkvæði. Þá ályktaði fundurinn um at- vinnu- og efnahagsmál, undir yfir- skriftinni „Endurreisn atvinnulífs- ins“. Þar segir m.a. „Á næsta ári er því miður enn fyrirsjáanlegur samdráttur í þjóðarframleiðslu ís- lendinga. Því virðast engin tök á því að bæta lífskjör þjóðarinnar á næstu misserum heldur verður að kappkosta að varðveita þann árang- ur sem þegar hefur náðst og að byggja upp fyrir framtíðina, og ná þannig fram raunhæfum og nauð- synlegum kjarabótum. í þeirri stöðu sem nú er í atvinnumálum telur Framsóknarflokkurinn eðlilegast og skynsamlegast að kjarasamningar verði fyrst gerðir á almennum vbinnumarkaði og að aðrir aðilar bíði á meðan slíkir samningar standa yfir. Kunni þjóðin ekki fótum sínum forráð nú, kann öll endur- reisn siðustu 12 mánaða að vera unnin fyrir gíg.“ Aðalfundurinn lýsti yfir ánægju sinni með það starf sem fjögurra þingmannanefnd Framsóknar- flokksins vann í sumar um stefnu- mótun Framsóknarflokksins í efna- hags-, atvinnu- og byggðamálum. Ályktaði fundurinn með hliðsjón af því hver höfuðáherslan skyldi vera á næstu misserum. Þar segir m.a. um gjaldeyris- og peningamál: „Róttækar breytingar verði gerðar á skipan gjaldeyris- og peninga- mála. Undirbúin verði ný fram- kvæmd gengisskráningar sem feli í sér að Seðlabanki Islands skrái grunngengi krónunnar miðað við eðlilega stöðu útflutnings- og sam- keppnisgreina og að betra jafnvægi ríki í framboði og eftirspurn er- lendra gjaldmiðla og í utanríkisvið- skiptum. Heimildir til vísitölutrygg- ingar lánsskuldbindinga verði afn- umdar þegar verðbólgustig hér á landi verður komið niður fyrir 10 af hundraði á ári. Heimilt verði að binda lánssamn- inga við gengi. Heimildir til erlendr- ar lántöku og gjaldeyrisyfirfærslna einstaklinga og fyrirtækja verði rýmkaðar í áföngum en jafnframt verði dregið út beinum eða óbeinum ríkisábyrgðum opinberra lánastofn- ana. gæta verður þess sérstaklega að erlendir aðilar nái ekki eignar- haldi á undirstöðuatvinnuvegunum og auðlindum þjóðarinnar." Þá samþykkti miðstjórnin ein- róma að Islendingar taki þátt í væntanlegum viðræðum EFTA við Evrópubandalagið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.