Morgunblaðið - 28.11.1989, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.11.1989, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1989 Nokkrar línur til Ólínu eftir Ólaf Hannibalsson „Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi“ kom mér í hug þegar ég sá allfyrir- ferðarmikla og þykkjuþunga ádrepu þína í garð Heimsmyndar og okkar Herdísar Þorgeirsdóttur í Morgun- blaðinu síðastliðinn þriðjudag. Mér fannst greinin — og þykkjan — nokkuð út úr hlutföllum við tilefnið. Nú skal ég strax falíast á að þú hafðir ástæðu til að óska leiðrétt- ingar á greinarstúf, sem um þig hafði birst í nóvemberblaði Heims- myndar, en eins og þú tekur fram tók ég því vinsamlega þegar þú hafðir samband við mig. Venjan er sú að menn fá athugasemdir og leiðréttingar birtar í þeim ijölmiðli, sem meint glöp framdi, en eftir því segist þú ekki hafa getað beðið. Færð þú því hér með þá leiðrétt- ingu, sem annars hefði birst í næsta tölublaði Heimsmyndar. Tilefnið er semsé það, að í dálki í Heimsmynd, sem nefnist Á kreiki, og er oftast ætlað að íjalla á létt- ari nótum í örstuttu máli um ýmis- legt í þjóðfélaginu, voru því gerðir skórnir að þú hyggðir á þátttöku í prófkjöri framsóknarmanna á Vest- fjörðum, talin hafa góða sigur- möguleika, og ef svo færi vænkaði hagur kvenna í þeim flokki, en þeir framsóknarmenn eiga nú aðeins eina konu á þingi. Ég vona að það sé auðsætt af klausunni að ekki var þetta af illgirni mælt. Fjölmiðlafólk, og einkum sjónvarpsfólk, sem dag- lega er eða hefur verið heima í stof- um okkar, verður að sæta því að margt sé um það rætt og að stjórn- málaflokkar kunni að hafa á því áhuga að fá það til liðs við sig, enda hefur reynslan sannað, að oft er í því efni gagnkvæmur áhugi. Ég hafði öruggar heimildir fyrir því að slíkur áhugi væri. fyrir hendi hvað þig snerti meðal framsóknar- manna á Vestfjörðum. Með orðalag- inu: „Altalað er að Ólína stefnir nú á þing. . .“ gekk ég hins vegar lengra en heimildir mínar leyfðu og þeirra hugmyndir urðu að þínum fyrirætlunum. Bið ég þig hér með afsökunar á því. Sársauki þinn, óþolinmæði með útgáfutíðni Heimsmyndar, og þar af leiðandi ákvörðun um að leita leiðréttingar í Morgunblaðinu, koma mér hins vegar dálítið spánskt fyrir sjónir. Enda þótt ég reyni að láta Framsóknarflokkinn njóta sannmælis í skrifum mínum, sem hann varða, hef ég andstyggð á mörgu í pólitík hans af ástæðum sem hér er of langt að rekja, og mundi persónulega síst af öllu vilja vera við hann bendlaður. En ég átti þess enga von að öðrum kynni að þykja það álíka ærumeiðandi, að gefið væri í skyn, að þeir gætu átt upphefðar von í þeim flokki. Sé sú hins vegar raunin er mér skylt að biðja þig einnig afsökunar á því að hafa með þessu óviljandi valdið þér þeim djúpa sársauka, sem í grein þinni kemur fram. . Satt best að segja hafði ekki hvarflað að mér að reikna dæmið það langt, að sigur þinn í prófkjöri hlyti að þýða atvinnumissi ágæts kunningja míns,'Ólafs Þ. Þórðar- sonar, og að vegna sameiginlegrar veru ykkar í hestamannafélagi fyrir vestan, væri það lúalegt af þér að gefa kost á þér í prófkjör gegn honum. Ég hef litið á prófkjör, sem ágætist aðferð til að skipta um menn í þeim stöðum sem lýðræðis- lega er kosið til, án valdstreitu og undirmála. Það er ágætis aðhald fyrir þingmenn sem aðra að vita að þeim er ekki tryggð ævilöng seta í sínum embættum, þótt flokk- urinn hafi einu sinni valið þá til ákveðinna trúnaðarstarfa. Mér þætti því miður ef þingmenn sæju að með þátttöku sinni í hesta- mannafélögum og öðrum göfgum félagssköpum tryggðu þeir sig gegn gagnframboðum í prófkjörum. Eg er hræddur um að ópólitísk félags- starfsemi í landinu mundi stórlega líða, ef sú yrði raunin á. — Stundum hafa líka framsóknarmenn átt tvo fulltrúa á þingi fyrir Vestfirði. Nú er það líka svo að þegar menn leita að vænlegum frambjóð- Ólafur Hannibalsson „Eg hafði öruggar heimildir fyrir því að slíkur áhugi væri fyrir hendi hvað þig snerti meðal framsóknar- manna á Vestfjörðum.“ anda, þá reyna þeir gjarnan að kanna hug samflokksmanna sinna áður en þeir leita til hans og geta þá skýrt honum frá því, hvort um hóp væntanlegra stuðningsmanna sé að ræða eða bara hugdettu ein- Emmzrn BORÐ-, PALL-, KRÓK-, TELJARA- OG GÓLFVOGIR Margar geröir eða frá 15 kg. aö 6000 kg. með mismunandi nákvæmni. Einnig fáanlegar vatnsvarðar (IP65) og með ryðfríum palli. Möguleikar'á tengingu við tölvur og prentara. Viðgerðir á allflestum gerðum voga og breytum eldri gerðum voga í rafvogir. HAGSTÆTT VERÐ. LEITIÐ UPPLÝSINGA. ÖlAfUR OlSLASOM & CO. flf. SUNDABORG 22 SÍMI 91-84800 VOGAÞJÓNUSTA SUNDABORG 22 SÍMI 91-686970 hvers einstaklings. Óhjákvæmilega spyrst slíkt þá út, áður en það nær til eyrna þess sem um er rætt og fái málið engar undirtektir heyrir hann aldrei um það beint. Þarf því ekki að vera um neitt óhreinlyndi eða „hálfkák" að ræða af hálfu vestfirskra framsóknarmanna, að hafa ekki viðrað þessa hugmynd sína ennþá við þig sjálfa, enda enn nokkuð langt til þingkosninga eins og þú bendir á. Athygli hefur vakið hversu fimlega og fagmannlega þú víkur þér undan því að taka afstöðu til þess sem er efnisatriði klausunn- ar í Heimsmynd, nefnilega mögu- legs framboðs fyrir Framsóknar- flokkinn. Skýrir það ef til viil hvers vegna þú kaust Morgunblaðið að vettvangi fyrir athugasemd þína. Hálf síða í Morgunblaðinu er ágæt- is búbót við auglýsinguna í Heims- mynd. Ég hefði nú ekki orðlengt svo mjög um þetta mál hefðir þú látið nægja að krefjast leiðréttingar af mér fyrir það sem ofsagt var um þínar fyrirætlanir í þessari annars vinsamlegu klausu um þig. En þar sem þú telur þig hafa efni á að vera með móðurlegar umvandanir og kýst í grein þinni að gera tor- tryggileg almenn vinnubrögð Heimsmyndar og ritstjóra þess, frænku þinnar Herdísar Þorgeirs- dóttur, get ég ekki annað en beðið Morgunblaðið um rúm til leiðrétt- ingar á sama vettvangi. Vegna starfa þinna ætti þér að vera vel kunnugt um að jafnvel „vönduð tímarit á heimsmælikvarða" eru sjaldan laus við staðreyndavillur auk þess sem skiptar skoðanir eru meðal lesenda um áherslur þeirra og viðhorf. Ef þú læsir heimsblöðin hefðir þú oft séð í lesendadálkum þeirra stutta athugasemd, eins og „Time (Newsweek) erred“ (Time (Newsweek) skjátlaðist). Á Heims- mynd viljum við hafa það sem sann- ara reynist, og þér var vel kunnugt eftir símtal við mig, að ritstjórinn átti engan hlut að máli um birtingu þessarar klausu. Ég get raunar bætt því við hér, að ritstjórinn innti mig sérstaklega eftir, hvort ég hefði áreiðanlegar heimildir fyrir þessari frétt, og ég kvað já við, án þess að athuga að orðalagið gekk lengra en heimildir mínar leyfðu. Það er hægara að kenna heilræðin en halda þau og þú fellur í sömu gryiju og þú vænir mig um: í stað þess að hringja í „frænku", þá gerir þú Herdísi Þorgeirsdóttur getsakir um afskipti af þessu máli, og skoðanir og vinnubrögð Heimsmyndar yfir- leitt, út frá þessu einstaka dæmi, og eins þótt þú vissir betur eftir okkar samtal. Ég bið þig því~að taka niðurlagsorð þín einnig til sjáifrar þín, „að það er farsælast að hafa það sem sannara reynist“ og að minnsta kosti að sleppa að bera vísvitandi á borð fyrir lesendur víðlesnasta blaðs þjóðarinnar get- sakir, sem hefði mátt eyða strax með einu símtali. Höfundur er ritstjórnarfulltrúi „Heimsmyndar m SKÁLDAKVÖLD verður í Listasal Nýhafnar, Hafnarstræti 18, miðvikudagskvöldið 29. nóvem- ber kl 20.30. Átta skáld lesa úr verkum sínum og er þar um að ræða bæði nýútgefið og eldra efni. Skáldin sem fram koma eru Aðal- steinn Ásberg Signrðsson, Birg- itta Jónsdóttir, Gunnar Kristins- son, Jón Dan, Kjartan Árnason, Steinunn Ásmundsdóttir, Stein- unn Sigurðardóttir og Stefán Hörður Grímsson. Páll Eyjólfs- son gítarleikari mun flytja sígilda tónlist og kynnir er Sigurður Arn- arson. ■ NÆSTU miðvikudagskvöld verður lesið úr nýjum og nýlegum ritverkum íslenskra höfunda í Stúd- entakjallaranum við Hringbraut. Blandað verður saman ljóðum, skáldskap og sögu. Þann 29. nó'v- ember munu eftirfarandi höfundar lesa úr verkum sínum: Thor Vil- hjálmsson, Sigfús Bjartmarsson, Ari Bragason og Elín Pálmadótt- ir. Einnig verður lesið úr verkum Stefáns Harðar Grímssonar. Bók- menntavökur þessar hefjast kl. 21, og er ekki krafist aðgangseyris.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.