Morgunblaðið - 28.11.1989, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 28.11.1989, Blaðsíða 50
50 MQRGUNBLAÐIÐ l»RID,)UPAGUR 28. NÓVEMBER 1989 Þjónustukjarni opnaður í Sunnuhlíð Sunnuhlíðarsamtökin í Kópavogi hafa opnað fyrri áfanga í þjónustukjarna og aðstöðu íyrir aldraða. Um er að ræða verslun, hársnyrtingu, fótsnyrtingu, sjúkraþjálfun og matsal sem rúmar um 70 til 80 manns auk dagdvalar fyrir 18 til 20 manns. í siðari áfanga er gert ráð fyrir sjú- kraböðum, heitum þottum og þvottahúsi með þvottavélum. „Dásamlegur dugnaðarforkur! “ SIEMENS MK 4450 hrærivélin er engin venjuleg „hrærivél". Hún hrærir, hnoðar, þeytir, blandar, brytjar, rífur, hakkar og sker - bæði fljótt og vel. Að hætti vestur-þýskra framleiðenda er hún einkar vel hönnuð. Létt, lipur, hljóðlát og kröftug. Jafnauðveldlega og að skipta um gír á vestur-þýskum sportbíl, skiptir þú henni úr hakkavél í hrærivél og í grænmetiskvörn upp í blandara. Hún^r draumaverkfæri í eldhúsinu. Fáðu þér (-eða gefðu Tyy ) fjölhæfan dugnaðarfork í eldhúsið. 12.950,- krónur er heldur ekki mikið verð fyrir þennan líka bráðlaglega dugnaðarfork. (tarlegur leiðarvísir og uppskrifta- hefti á íslensku fylgja með. SMITH&NORLAND NÓATÚNI 4 • Sfmi 28300 Bréf Sadruddins Aga Khans til forsætisráðherra: Háhyrningaveiðum ís- lensks fyrirtækis mótmælt SADRUDDIN Aga Khan, fyrrum yfirmaður flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna sem jafnframt er forseti umhverfisverndar- samtakanna Bellerive í Sviss, hefur ritað Steingrími Hermanns- syni forsætisráðherra bréf þar sem hann mótmælir veiðum á há- hyrningum hér við land í ábataskyni. Fjallað var um bréf Sadrudd- ins Aga Khans á ríkissfjórnarfundi á fostudag og sagði Halldór Asgrímsson sjávarútvegsráðherra að bréfí hans yrði svarað. Aga Khan segir meðal annars að það sé íslensku ríkisstjóminni til mikils vansa að hún skuli með afskiptaleysi leggja blessun sína yfir háhyrningaveiðar fyrirtækis- ins Faunu í Hafnarfirði, sem hafi sætt ámæli á alþjóðavettvangi fyr- ir gróðahyggju og illa meðferð á háhymingum. í bréfinu segir Aga Khan að fyrirtækið Fauna hafi staðið fyrir veiðum á að minnsta kosti 43 háhyrningum frá árinu 1974 undir því yfirskini að um vísindaveiðar væri að ræða. Dýrin hefðu verið seld til sædýrasafna í Japan. Aga Khan segir í bréfinu að ævi háhyrninga sé um 80 ár en hins vegar iifi þeir sjaldnast lengur en í 10 ár í sædýrasöfnum. Á al- þjóðamörkuðum fáist um 250.000 dalir fyrir einn háhyrning og að stutt æviskeið og hátt verð leiði til þess að bæði eftirspurn og framboð sé mikið. Hann segir allar aðstæður fyrir háhyrningana í keijum Fauna í Hafnarfirði afleit- ar og bendir á að árið 1980 hafi fimm dýr drepist úr kulda vegna þess að ker stöðvarinnar hafi ver- ið of grann. Aga Khan lýkur bréfi sínu með því að hvetja til alþjóðlegs banns við veíði á háhyrningum og segir að íslendingar, sem nú séu síðasta þjóðin sem veiði háhyrninga í ein- hveijum mæli, séu í ákjósanlegri stöðu til að lögleiða slíkt bann. Helgi Jónasson, framkvæmda- stjóri Faunu, sagðist ekkert hafa heyrt um þetta bréf og gæti þar af leiðandi ekki tjáð sig um þær ásakanir sem þar kæmu fram. NU GETUR ÞU BORGRD RAFMAGNS- OG HITAVEITUREIKNINGINN SAMKORTS Stílhrein og vönduð hlaðrúm úr furu sem börnunum líkar. Henta vel í barnaherbergið og sumarbústaðinn. Þú færð ekki betri og ódýrari lausn. Vönduð íslensk framleiðsla með góða reynslu FURU HÚSID Grensásvegi 16 108 Reykjavlk Slmi 687080 ÞETTA ER HÚN... Hafðu samband við skrifstofur Rafmagnsveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Reykjavíkur. RAFAAAGNSVEITA REYKJAVÍKUR SUÐURLANDSBRAUT 34 SÍMI 68 62 22 HITAVEITA REYKJAVÍKUR GRENSÁSVEGI 1, SÍMI 600100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.