Morgunblaðið - 28.11.1989, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.11.1989, Blaðsíða 22
Skoðanakannanir í Bretlandi E1 Salvador MORGUNBLAÐIÐ ÞRIDJUDAGUR-28. NÓVEMBEIt 1989 Tveir af hverjum þremur vildu að Thatcher færi frá London. Reuter. MARGARET Thatcher forsætisráðherra á við vaxandi erfiðleika að elja heima fyrir. í skoðanakönnunum sem birtar voru á sunnudag kom fram að vinsældir íhaldsfiokksins hafa ekki verið minni í níu ár og tveir af hveijum þremur kjósendum töldu að hún ætti að segja af sér. Samkvæmt skoðanankönnun sem birtist í The Sunday Times hafði Verkamannaflokkurinn 14% forskot á íhaldsflokkinn, fékk 51% fylgi á móti 37% íhaldsflokksins. Þetta er mesta forskot sem Verkamanna- flokkurinn hefur haft frá árinu 1980 og mesta fylgi sem hann hefur hlot- ið frá því að Thatcher varð forsætis- ráðherra árið 1979. Samkvæmt skoðanakönnun í The Observer töldu tveir þriðju hlutar kjósenda að Thatcher ætti að segja af sér fyrir næstu þingkosningar sem verða í síðasta lagi um mitt ár 1992. 44% aðspurðra töldu að hún ætti segja af sér þegar í stað og 22% töldu að hún ætti að fara frá áður en kosningaundirbúningurinn hæfist. í könnuninni fékk Verkamannaflokk- urinn 47% fylgi, 14% meira en íhalds- flokkurinn. Kosningarnar á Indlandi: Þing rofið Fréttaskýrendur sögðu að Thatch- er gæti engum öðnim en sjálfri sér um kennt. The Sunday Telegraph, sem venju- lega styður Ihaldsflokkinn, sagði að flokkurinn væri „klofinn vegna sund- urlyndis, biturleika og lítillar holl- ustu“. Ekki er talið að mótframboð Sir Anthonys Meyers ógni stöðu Thatch- ers í leiðtogakosningu íhaldsflokks- ins í næsta mánuði. Það getur hins vegar orðið farvegur fyrir þá sem hafa verið óánægðir með forystu Thatchers eftir að Nigel Lawson fjár- málaráðherra sagði af sér í síðasta mánuði vegna ágreinings við forsæt- isráðherann. í skoðanakönnun The Sunday Ti- mes kom fram að Michael Heseltine, fyrrum varnarmálaráðherra, sem sagði af sér fyrir þremur árum vegna ágreinings við Thatcher, átti mestu fylgi að fagna sem hugsanlegur eftir- maður hennar. Hann hlaut stuðning 30% aðspurðra, en aðeins 22% studdu Thatcher. Tékkóslóvakía: Reuter Apar að snæðingi Þúsundir ferðamanna fylgdust með því er hundruð apa gæddu sér á tólf réttum í afmælisveislu hótels í Lopburi í Tælandi á laugar- dag. Apar eru tákn heppninnar á þessum slóðum og njóta mikilla vinsælda á meðal ferðamanna í héraðinu. Stjórnmála- tengslum við Nicaragua riflt San Salvador. Reuter. ALFREDO Cristíani, forseti E1 Salvadors, rifti sljórnmálatengsl- um landsins við Nicaragua á sunnudag og sakaði stjórnvöld í Managua um að hafa séð vinstri- sinnuðum skæruliðum í E1 Salvador fyrir vopnum. Daniel Ortega, forseti Nicaragua, sagð- ist líta á þessa ákvörðun sem mikinn heiður. Cristiani sagði í sjónvarpsávarpi að ákvörðunin hefði verið tekin eft- ir að hermenn hefðu fundið farm af vopnum í flugvél frá Nicaragua, sem hrapaði í E1 Salvador. Fjórir úr áhöfn vélarinnar fórust og sá fimmti framdi sjálfsmorð. í farminum voru sovésk flug- skeyti, sem beitt er gegn fiugvélum. Vestrænir sérfræðingar sögðu að slík vopn gætu reynst hættuleg fyrir stjórnarherinn, sem beitir einkum flugvélum í árásum sínum á skæruliða. Danieí Ortega hvatti ríkisstjórnir annarra landa til að rifta stjóm- málatengslum við E1 Salvador þar til þeir sem myrtu sex jesúítapresta 16. nóvember yrðu handteknir og leiddir fyrir rétt. Hann tjáði sig ekki um ásakanirnar um að Nic- araguamenn hefðu útvegað skæru- liðum í E1 Salvador vopn. Andófsmenn segja umskíptín í forystunni blekkingar einar 750 þúsund manns kröfðust umbóta á útifimdi í Prag á laugardag Prag. Reutcr. MANNASKIPTI í forystu tékkneskra kommúnista á föstudag og laug- ardagsmorgun urðu ekki til að stöðva kröfúr fólksins um lýðræði og frelsi. Nýi flokksleiðtoginn, Karel Urbanek, þykir ekki líklegur til stórræða og þótt tveim verstu harðlínumönnunum væri vikið úr nýskipaðri helstu valdastofnun landsins, sljórnmálaráðinu, eftir nokk- urra klukkustunda setu söfnuðust 750 þúsund manns saman í Prag á laugardag. Þetta var fjölmennasti útifundur í 71 árs sögu ríkisins. Mörg þúsund manns fylltu dómkirkju heilags Vitusar þar sem hinn háaldraði Frantisek Tomasek kardínáli tók undir lýðræðiskröfur andófsmanna undir forystu leikritaskáldsins Vaclavs Havels og Alex- anders Dubceks, fyrrum leiðtoga landsins. Ladislav Adamec forsætis- ráðherra ávarpaði mörg hundruð þúsund manns á sunnudag og hét því að reyna að fá flokksforystuna til viðræðna um umbætur. Boðað var til nýrra viðræðna Ladislavs Adamecs, starfandi forsætisráð- herra, sem talinn er hlynntur umbótum, og andófsmanna í dag, þriðjudag. eftir ósig- ur flokks Gandhis Nýju Delhí. Reuter. ÞING var rofið á Indlandi í gær er ljóst varð að flokkur Rajivs Gandhis forsætisráð- herra, Kongressflokkurinn, hafði beðið mikinn ósigur í þingkosningunum, sem lauk á sunnudag. Talið er að stjórn- arandstaðan fái tækifæri til að mynda nýja ríkisstjórn og er búist við erfiðum stjórnar- myndunarviðræðum. Háttsettir embættis- menn sögðu í gær að það væri aðeins spuming um tíma hvenær Gandhi myndi lýsa sig sigr- aðan. Þeir bættu við að forsætis- ráðherrann hygðist ekki leita eftir stjómarsamstarfi við aðra flokka. Lokatölur verða birtar í dag en talið er fullvíst að enginn flokkur hafi fengið nógu mikið fylgi til að geta myndað stjórn einn. Kongressflokkurinn jók fylgi sitt í suðurhluta landsins en tapaði hins vegar miklu í norðurhlutanum. Embættismennirnir sögðu að sú ákvörðun flokksins að mynda ekki samsteypustjóm merkti að stjórnarandstöðunni yrði boðið að mynda nýja stjórn. Það yrði í annað sinn frá því Indland hlaut sjálfstæði frá Bretlandi árið 1947 sem Kongressflokkurinn yrði í stjómarandstöðu. Talið er að Gandhi verði beð- inn um að gegna forsætisráð- herraembættinu til bráðabirgða þar til stjórnarandstöðunni tekst að mynda nýja stjóm. Stjóm- málaskýrendur spáðu því að samsteypustjóm þeirra myndi springa innan tveggja ára. Mik- ill ágreiningur er á milli stjómar- andstöðuflokkanna og setti hann mark sitt á kosningabaráttuna í þessu fjölmennasta lýðræðis- landi heims. „Enginn ætti að að halda sig utan við rás viðburðanna á svo mikilvægum tímum fyrir þjóðina," sagði Tomasek kardínáli og hvatti menn til að nota jafnt „visku sem hugrekki" til að koma í veg fyrir ofbeldi. Meirihluti íbúa Tékkóslóva- kíu er kaþólskur. Tomasek, sem varð níræður í júní, hefur áratugum saman barist fyrir frelsi kirkjunnar og almennum mannréttindum. Á fundinum á laugardag vísaði Dubcek mannaskiptunum í foryst- unni á bug sem klækjabrögðum. Havel tók undir þetta og sagði and- ófsmenn hafa fengið upplýsingar sem bentu til þess að harðlínumenn væru að ná undir sig helstu valda- stöðum. Hann hvatti fólk til að gera fyrirhugað tveggja stunda allsheijarverkfall að þjóðarat- kvæðagreiðslu um völd kommún- istaflokksins í landinu. Havel og Dubcek lýstu báðir stuðningi við Adamec forsætisráðherra sem fyrr í vikunni hafði átt viðræður við Borgaravettvang, ný samtök helstu andófshreyfinga í Tékkóslóvakíu. Upplýst hefur verið að Adamec vildi segja af sér embætti í júní til að mótmæla afturhaldsstefnu stjórn- valda og aftur í lok október en beiðni hans var hafnað af Milos Jakes og öðrum forystumönnum. Adamec hefur gefið í skyn að hann vilji að fulltrúar andófsmanna fái aðild að ríkisstjórn. Fjölmiðlar ekki lengnr múlbundnir Ríkisfjölmiðlar sögðu undan- bragðalaust frá mótmælunum um helgina og var sjónvarpað frá fjöldafundunum, m.a. heyrðust ræður Dubceks og Havels. Messu Tomaseks var einnig sjónvarpað og hafði slíkt ekki gerst um áratuga skeið. Heimsóknir stúdenta í verksmiðj- ur hafa borið þann árangur að verkamenn flykkjast í mótmæla- göngurnar. Opinbera fréttastofan CTK lýsti stuðningi við allsheijar- verkfallið og sama var að segja um starfsmenn menntamálaráðuneytis tékkneska lýðveldisins, annars hluta ríkisins. Hinn hlutinn er Slóvakía en í sameiningu mynda þau lýðveldið Tékkóslóvakíu. Þátttakendur í íjöldafundunum á sunnudag báru fjölda tékkneskra fána og borða með kröfum um lýð- ræði. Heimtað var að herlögreglan yrði lögð niður og margir hrópuðu hæðnisorð um Gustav Husak for- seta sem misst hefur sæti sitt í stjórnmálaráðinu en heldur forseta- tigninni. Husak lét sex þekkta pólitíska' fanga lausa úr haldi á sunnudag, þ. á m. Jiri Ruml, sem fangelsaður var í síðasta mánuði. „Sjáðu hvað við erum mörg, Gustav!“ kallaði fólkið. „Dubcek í Hradcany-kastalann [embættis- bústað forsetans]!" var kallað eftir að Dubcek hafði sagt að ekkert gæti nú stöðvað lýðræðisþróunina og hvatt til þess að ríki Varsjár- bandalagsins bæðu afsökunar á innrásinni 1968. Vaclav Havel var tekið með dynjandi fagnaðarlátum er hann sté í ræðustól til að skýra frá viðræðum Borgaravettvangs og stjórnvalda þá um daginn. Adamec forsætisráðherra var í fyrstu vel fagnað en hrökklaðist úr ræðustól undan ókvæðisorðum fólksins eftir að hann hafði beðið það um að láta af mótmælafundum og varað við allsheijarverkfalli. Búðargluggar og veggir í Prag og fleiri borgum voru þaktir dreifi- miðum þar sem fólk var hvatt til að taka þátt í verkfallinu. „Við höfum ekki sigrað enn!“ stóð á ein- um miðanum. Það hefur vakið at- hygli erlendra fréttamanna hve vel mótmælafundirnir fara fram en stúdentar hafa átt mestan þátt í að skipuleggja þá. Allir virðast sam- taka um að hafna átökum og of- beldi. Margir láta hringla í lykla- kippum og er hljóðið látið tákna hringingar við útför kommúnism- ans. Ungverskur þátttakandi í mót- mælunum á sunnudag sagði nokkur orð og baðst afsökunar á lélegri kunnáttu í málinu. „Þú talar betur en Jakes,“ var þá hrópað á móti við mikinn fögnuð en Jakés, fyrrum flokksleiðtogi, þykir einstakur bögubósi í ræðustól. Skýrt var frá mótmælunum í sovéskum fjölmiðlum og vitnað til afleiðinga innrásar Varsjárbanda- lagsríkja í landið 1968 er umbætur Dubceks voru kæfðar í fæðingunni. Látið var í það skína með óljósum orðum að Sovétmenn styddu um- bótasinna og sagt frá ræðu Dub- ceks. Reuter Frantisek Tomasek kardínáli veifar til mannQöldans fyrir utan dóm- kirkju Keilags Vitusar á laugardag..Tomasek er níræður að aldri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.