Morgunblaðið - 28.11.1989, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1989
t
Móðursystir mín,
GUÐBJÖRG HALLGRÍMSDÓTTIR,
lést í Hrafnistu 25. nóvember.
Fyrir hönd aðstandenda,
Margrét S. Einarsdóttir.
1 Móðir okkar og tengdamóðir, m
JÓHANNA BJÖRG AÐALSTEINSDÓTTIR,
lést í hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, Kópavogi, 18. nóvember sl. Útförin hefur farið fram.
Axel Rögnvaldsson, . Ragna Rögnvaldsdóttir, Kristin Rögnvaldsdóttir, Pálmi Rögnvaldsson, Ingvaldur Rögnvaldsson, Sigriður Jóhannsdóttir, Hafdís Gústafsdóttir.
t
Systir okkar,
MATTHILDUR GUÐMUNDSDÓTTIR,
lést 24. nóvember i Hrafnistu, Hafnarfirði.
Systkini hinnar látnu.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur og bróðir,
INGVAR BALDVINSSON,
Heiðagerði 17,
Vogum,
varð bráðkvaddur 25. þessa mánaðar.
Fyrir hönd dætra, foreldra og annarra aðstandenda,
Jóhanna Jóhannsdóttir.
Faðir okkar, + JÓN EINARSSON
frá Berjanesi íVestmannaeyjum,
Haukshólum 3,
er látinn. Börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
GUÐRÚN PÉTURSDÓTTIR,
Bárðarási15,
Hellissandi,
andaðist á heimili sínu fimmtudaginn 16. nóvember. Jarðarförin
hefur farið fram.
Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn.
t
JÓNA GUÐJÓNSDÓTTIR,
fv. formaður verkakvennafélagsins Framsóknar,
lést í Hrafnistu í Hafnarfirði 24. nóvember sl. Jarðarförin fer fram
frá Víðistaðakirkju i Hafnarfirði fimmtudaginn 30. nóvember kl.
13.30.
Fyrir hönd vina og ættingja,
Þórunn Valdimarsdóttir,
Kristin Bjarnadóttir.
t
Fósturfaðir minn,
ÁGÚST PÉTURSSON •
fyrrum kaupmaður,
Aðalstræti 25,
Isafirði,
andaðist á Fjórðungssjúkrahúsi ísafjarðar 26. nóvember.
Fýrir hönd aðstandenda,
Petrína Georgsdóttir.
Minning:
Kristín Hjartardótt-
ir frá Hellissandi
Fædd 21. nóvember 1902
Dáin 22. nóvember 1989
Þegar barst sú sorgarfregn að
Kristín amma væri látin, komu
margar minningar upp í huga minn,
en hún verður lögð til hinstu jjvíldar,
við hlið afa í kirkjugarðinum á
Hellissandi þriðjudaginn 28. nóvem-
ber.
A þeim árum sem amma ólst upp
var dugnaður og áræði þær dyggð-
ir sem mesta á reyndi í lífsbaráttu
þeirra tíma og voru þetta ríkir
þættir í hennar fari. Hún var gift
Guðmundi Sæmundssyni og eignuð-
ust þau 5 börn, þrjú þeirra eru á lífi
í dag. Afi féll frá ungur að aldri,
stóð þá amma uppi ekkja með óupp-
komin börn sín. Lá þá fljótlega leið
hennar frá Hellissandi til
Reykjavíkur þar sem hún stundaði
við hin ýmsu störf.
Heimsóknum okkar systkinanna
sem börn til ömmu á Seltjarnarnes-
ið gleymum við aldrei, alltaf ríkti
yfir henni þessi fjörlegi og káti
andi sem náði svo vel til okkar
barnanna.
Amma var 87 ára og síðustu
æviár sín dvaldi hún á sjúkradeild
Droplaugarstaða, og sérstakar
þakkir eiga hjúkrunarfólk sem hef-
ur annast hana þar af mikilli alúð.
An efa voru viðbrigðin mikil við að
flytjast þangað, þrátt fyrir að hún
væri mjög heilsulítil og ófær að
hugsa um sig sjálf. Flestir sem
heimsóttu hana fundu að hún sakn-
aði að geta gefið af sér alla þá
gestrisni sem hún áður sýndi á
heimili sínu. En í hjarta hennar var
ávallt mikill hlýleiki til Droplaugar-
staða, ekki síst þegar hún hafði
dvalið á spítala og kom aftur. Fram
á síðasta dag var amma mjög hress
andlega og fylgdist vel með öllum
ættingjum og vinum.
Ég þakka ömmu minni öll þau
góðu ár sem ég naut samvista við
hana og við ömmubörnin kveðjum
hana þakklát í huga. Megi guðs
blessun vaka yfir henni um alla
eilífð.
Birna og fjölskylda
Hugur minn reikar á vit glaðra
og áhyggjulausra æskudaga og í
minningunni er sífellt sólskin, allt
umvafið hlýju og yl góðra ættingja
og vina. í dag kveð ég konu sem
er til í þessari minningu minni,
Kristínu Hjartardóttur frá Bifröst á
Hellissandi, hún var eiginkona
frænda míns Guðmundar Sæ-
+
Maðurinn minn og faðir okkar,
KNUDA. KAABER,
Hæðargarði 7,
lést föstudaginn 24. nóvember.
Jónina Ásgeirsdóttir,
Guðrún Elín Kaaber, Ásgeir Kaaber,
Eva Kaaber, Kári Kaaber,
Birgir Kaaber.
t
Ástkær eiginkona mín og móðir okkar,
INGIBJÖRG INGIMUNDARDÓTTIR,
lést í Borgarspítalanum að morgni 26. nóvember.
Jarðarförin auglýst síðar.
Sigurður Sveinbjörnsson,
Sveinbjörg Sigurðardóttir,
Guðmundur Már Sigurðsson,
Karl Sigurðsson.
+
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
ANNA KRISTINSDÓTTIR,
Hólsgötu 8,
Neskaupstað,
lést 17. nóvember.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Elisa Kristbjörg Rafnsdóttir og fjölskylda,
Svandís Rafnsdóttir og fjölskylda,
Einar Rafnsson og börn,
Auður Rafnsdóttir og fjölskylda,
Hörður Rafnsson og fjölskylda,
Þröstur Rafnsson og fjölskylda.
+
Móðir okkar, tengdamóðir, a.mma og langamma,
ÁSGERÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR,
Hjallalandi 17,
Reykjavik,
lést föstudaginn 24. nóvember sl.
Útför hennar fer fram frá Fossvogskapellu föstudaginn 1. desem-
ber kl. 15.00.
Þórunn Óskarsdóttir, Eiríkur Árnason,
Guðmundur Óskarsson, Svava Gísladóttir,
Sæmundur Óskarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
mundssonar og voru þau ævinlega
kennd við húsið sitt, Bifröst.
Hún var fædd 21. nóvember
1902. Foreldrar hennar voru Hjört-
ur Gíslason og Sigríður Pálsdóttir
og var Kristín ein úr hópi níu barna
þeirra hjóna, tveir bræður eiu nú
eftirlifandi af þessum hópi, Hjörtur
og Pétur. Kristín giftist ung Guð-
mundi Sæmundssyni, formanni frá
Gufuskálum, og eignuðust þau
fimm börn, Sigríði, Þorbjörn, Jó-
hönnu, Sæmund og Guðrúnu. Tvö
elstu börnin eru látin.
Þegar ég var lítil stúlka átti ég
því láni að fagna að geta dvalið í
sveit hjá langömmu minni Elín-
borgu sem bjó á Gufuskálum á
Snæfellsnesi, öll fyrstu sumur ævi
minnar, en þegar hennar naut ekki
lengur við var dvöl minni á nesinu
ekki lokið, því skyldfólk mitt á
Sandinum tók mig þá til sín til sum-
ardvalar, tvö næstu sumur og átti
ég hjá þeim góða vist, fyrst hjá
sæmdarhjónunum Sólborgu og
Magnúsi í Ásgarði og síðar hjá
Kristínu og Guðmundi í Bifröst, en
Sólborg og Guðmundur voru börn
þangömmu minnar á Gufuskálum.
Á báðum þessum heimilum var mér
tekið opnum örmum, umvafin um-
hyggju og kærleika. Get ég ekki
komist hjá því að minnast beggja
þessara heiðurshjóna í sömu andrá
svo samofin eru þau minningum
mínum af Sandinum.
Það eru nú liðin rúm 40 ár síðan
ég dvaldi sumarlangt í Bifröst hjá
Kristínu og Guðmundi. Þetta var
yndislegt sumar, fullt af sólskini,
glaðværð og hlýju. Kristín átti
stærstan þátt í hversu vei mér leið
þetta sumar, því hún átti til að
bera eiginleika, sem eru mikilsverð-
ir, hún var hlý, einlæg og kát og
hún hló svo elskulega, augun urðu
full af glettni og kímni og gerðu
lítilli stúlku tilveruna bjarta og
skemmtilega. Kristín var einnig góð
húsmóðir í orðsins fyllstu merkingu.
Hún bjó til afburða góðan mat og
allt var fallegt og snyrtilegt í kring-
um hana. Já, það var sannarlega
gott að vera í Bifröst.
Á Sandinum átti hún án efa bestu
árin sín. Þar var hún fædd og uppal-
in, þar átti hún börnin sín og bjó
þeim hlýtt og gott heimili og síðast
en ekki síst þar naut hún ástríkis
eiginmanns síns. En fljótt skipast
veður í lofti. Árið 1949 fellur Guð-
mundur frá á besta aldri, á andar-
taki breytast hagir, eldri börnin eru
þá flogin úr hreiðrinu, en yngsta
dóttirin Guðrún er barn að aldri og
í foreldrahúsum. Flytjast þá mæðg-
urnar suður til Reykjavíkur, örygg-
ið í Bifröst er ekki iengur til stað-
ar. Kristín stendur sig vel þó um-
skiptin séu mikil, vinnur við hin
ýmsu störf og sér'litlu dóttur sinni
vel farborða og gerir það besta úr
tilverunni.
Nú er þessi aldna vinkona mín
öll og er hún síðasti hlekkur þeirrar
kynsfóðar sem ég man svo Vel frá
þessum ylríku árum og var uppi-
staða lífs míns þá.
Eg þakka Kristínu nú af alhug
það sem hún veitti mér á þessum
sumardögum æsku minnar. Guð
blessi hana. Börnum hennar sendi
ég sain úðark veðj u r.
Útför Kristínar fór fram frá Ingj-
aldshóli í dag, 28. nóvember.
Mjöll Sigurðardóttir