Morgunblaðið - 28.11.1989, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.11.1989, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. NOVEMBER 1989 17 gera sjúklingum og/eða öldruðum kleift að dveljast heima við eðlilegar aðstæður eins lengi og það er unnt miðað við heilsufar og félagslegar aðstæður.“ • I Reykjavík er þessi þjónusta veitt allan sólarhringinn alla daga vikunnar. Heimahjúkrun felst i vitj- unum. Kostur er þó gefinn á meiri þjónustu. í sérstökum tilvikum, sem metin eru hveiju sinni, er verið hjá sjúklingi í lengri eða skemmri tíma, eftir þörfum. Á því skal vakin sérstök athygli, að heimahjúkrun er veitt öllum sem á þurfa að halda. Börnum, ungum og gömlum, hvaða sjúkdómi, sem þeir eru haldnir, langvinnum eða skammvinnum. Við heimahjúkrun starfar aðeins fagmenntað fólk: Hjúkrunarfræð- ingar margir hverjir með fram- haldsnám t.d. í heilsugæslu, geð- hjúkrun, hjúkrun aldraðra; auk sjúkraliða. Alkunna er, að skortur er oft á tíðum á hjúkrunarfræðing- um og sjúkraliðum. Að sjálfsögðu geldur heimahjúkrun þess, eins og önnur heilbrigðisþjónusta. Þróunin hefur verið mjög ör í heimahjúkrun undanfarin ár, og alltaf er vilji til að gera betur. Ljóst er hins vegar að enginn getur verið sérfræðingur í öllu, vegna hinnar gífurlegu þekk- ingar, sem er fyrir hendi. Því er mikilvægt að hjúkrunar- fræðingar — sem og aðrar heil- brigðisstéttir — afli sér sérþekking- ar í hinum ýmsu greinum. Því er það fagnaðarefni, þegar það gerist. En þá vill stundum brenna við að þjónusta sem fyrir er gleymist. Kannski af því að hún er unnin í kyrrþey og lætur lítið yfir sér. Að loknum lestri viðtalsins við Hildi Helgadóttur mætti álykta að engin heimahjúkrun væri fyrir hendi — eða a.m.k. mjög takmörk- uð. Heimahjúkrun þarf að skipu- leggja vel til að markmiðum heil- brigðisyfirvalda verði náð, þjónust- an verði árangursrík, markviss og íjárhagslega hagkvæm. Það er því afar slæmt ef margir aðskildir aðilar sinna sömu þjón- ustu, og sama skjólstæðingi, hver með sitt sérsvið, án skipulegrar samvinnu og að hún sé slitin úr tengslum við heilsugæslustöðvarn- ar, sem lögum samkvæmt bera ábyrgð á heimahjúkrun'. Gefur það augaleið, að þá kemur brestur í þá hugsjón að veita „heildræna" þjón- ustu, jafnframt því, sem skipulag fer úr böndunum og kostnaður vex Árni Helgason „Ég kem oft á Grund, horfi vel í kring um mig og sé brosin á vistmönn- um. Ræði við þá og þeir eru ekkert að luma á þakklætinu og örygg- inu sem þeir búa við.“ björnsson er að hugsun og fram- kvæmdum, þá væri bjartara fram- undan en nú er. Höfundur er fyrrverandi póst- og símstöðvarstjóri í Stykkishólmi. að mun, en þjónusta þessi er að öllu greidd af opinberu fé. Nú virðist sem málin séu smátt og smátt að hverfa aftur til aukinn- ar sérhæfingar. Boðið er upp á sér- staka heimahjúkrun fyrir krabba- meinssjúklinga, aðra fyrir börn, sérstakri verktakaþjónustu er verið að koma á fót og nú er talað um. heimahjúkrun fyrir alnæmissjúkl- inga og má ætla að svo haldi áfram. Spurningin er: Er þetta rétt stefna, má ekki nýta starfsmenn og fé betur? Skynsamlegasta fyrirkomulagið tel ég vera: Heilsugæslustöðvarnar annist heimahjúkrun, svo sem lög gera ráð fyrir. Hins vegar verði sérfræðingarnir bakhjarl starfs- manna þegar þörf er á, þeir fari í vitjanir þegar hjúkrunarfræðingar heimahjúkrunar óska þess, eða sjúklingarnir, þeir þjálfi starfsmenn heilsugæslustöðva, haldi námskeið, kenni þeim og leiðbeini, kynni þeim nýjungar o.s.frv. Þetta tel ég affarasælast fyrir alla aðila, ekki síst skjólstæðingana sjálfa, sem fá markvissa og skipu- lega þjónustu, sem jafnframt verður á þeim hæsta faglega grunni, sem tök eru á. Þetta þurfa heilbrigðisyfirvöld að íhuga þegar þeir semja við þá, sem þjónustunni sinna og skipuleggja hana. Höfundur er hjúkrunarforstjóri Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur. TÖLVUSKÓU STJÓRNUNAHFÉLAGS ISLANDS . tölwíkólarA tAi lmicm'Ai i rici ■ ■ iruucru TÖLVUSKÓLI GÍSLA J. JOHNSEN Námskeið fyrir þá, sem vilja nýta alla möguleika töflu- reiknisins og kynnast því sem nýjasta útgáfan býður uppá. Tími og staður: 4., 6. og 8. des. kl. 13.00-17.00 á Nýbýlavegi 16, Kópavogi Leiðbeinandi: Jón B. Georgsson SKRÁNING í SlMUM 621066 06 641222. Á18 SENTMETRA LEÐ SKAPAST MIKIL VERÐMÆTI FLUTNINGAÞJÓNUSTA EYKUR VERÐMÆTI Flutningur til kaupenda erlendis er loka- skrefið í íslenskri gjaldeyrisöflun en þá er að baki mikil vinna við hráefnisöflun, framleiðslu og markaðsstarf. Vara, sem komin er heilu og höldnu til viðtakenda, er mun verðmætari en þegar hún stóð við verksmiðjudymar hér heima. Því þarf útflytjandi að vanda val á flutn- ingafyrirtæki - ekki síst ef um viðkvæma vöru er að ræða og þegar áreiðanlegrar tímasetningar er krafist. VtÐTÆKT FLUTNINGANET EIMSKIPS Flutningaleiðir EIMSKIPS liggja víða um heim. Aðaláhersla er lögð á flutninga til helstu viðskiptaríkja okkar og er siglt vikulega til áætlunarhafna á meginlandi Evrópu, Bret- landi og Norðurlöndum og hálfsmánaðar- lega til Ameríku. Auk þess sér fyrirtækið um áætlunar- flutninga til fjarlægari staða, svo sem Jap- ans og annarra landa í SA-Asíu. ÖFLUGT DREIFIKERFI GREIÐIR FYRIR VIÐSKIPTUM Forráðamenn fyrirtækja vita að í áætl- unum sínum geta þeir reitt sig á fag- lega þjónustu og þróað flutningakerfi EIMSKIPS. Þeir geta jafnframt litið á hvort tveggja sem hluta af eigin markaðs- og sölukerfi. Kaupandi erlendis getur treyst á að fá vörur sínar reglulega og stillt birgðahaldi í hóf — og þannig vex áhugi á frekari við- skiptum. Reynsla viðskiptavina af þjónustu EIMSKIPS og traust á fyrirtækinu eru tvf- mælalaust meginástæður fyrir sterkri stöðu þess á íslenska flutningamarkaðinum. Það er fyrirtækinu kappsmál að halda þeirri stöðu með þvf að vera vakandi yfir síbreytilegum þörfum viðskiptavina sinna. EIMSKIP VIÐGREIÐUM ÞÉRLEIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.