Morgunblaðið - 28.11.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.11.1989, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B 272. tbl. 77. árg. ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Milljónir manna tóku þátt í allsherjarverkfallinu í Tékkóslóvakíu: Stj óraarandstæðingar hætta frekari mótmælum Ungur Tékki með þjóð- fána sinn við brjó.stmynd af Jósep Stalín, fyrrum einræðisherra í Sovétríkj- unum, á Wenceslas-torgi í Prag í gær. A spjaldi sem hengt hefur veirð um háls Stalíns stendur: Ekki að eilífu. Gorbatsjov viss um yfirburði sósíalismans laugardag og vísuðu þeim a sem klækjabrögðum. Sögðu þeir harðlínumenn vera að ná undir sig helstu valdastöðum. Míkhaíl Gorbatsjov, Sovétleið- togi, ritaði grein í Prövdu, málgagn sovéska kommúnistaflokksins, á sunnudag þar sem hann segist jafn viss og áður um yfirburði sósíal- ismans og segir vangaveltur um allar aðrar leiðir tilgangslausa draumóra. Vísaði hann þar kapítal- ismanum á bug og sagði að sósíal- isminn og marxisminn væru skil- getin afkvæmi siðmenningarinnar. Sjá „Andófsmenn segja umskipt- in ...“ og „Gorbatsjov ver marx- ismann ...“ á bls. 22 og 23. Prag. Reuter. JIRI Dienst, einn af leiðtogum Vettvangs borgaranna, samtaka tékk- neskra umbótasinna, lýsti því yfir á blaðamannafundi samtakanna í gær, að allsherjarverkfall, sem milljónir Tékka hefðu fyrr um dag- inn tekið þátt í um land allt, væri ótvíræður dómur þjóðarinnar yfír alræði kommúnistaflokksins. Leiðtogar samtakanna sögðu að ekki yrði hvatt til frekari verkfalla eða mótmæla gegn stjórnvöldum nema sýnt þætti að þau hygðust draga umbætur á langinn. Skömmu áður en hið tveggja klukkustunda langa verkfall skall á voru þrír harðlínu- menn reknir úr sfjórnmálaráði tékkneska konnnúnistaflokksins og tveir umbótasinnar skipaðir í þeirra stað. Á laugardag var tveimur kunnustu harðlínumönnum flokksins vikið úr ráðinu. Allsheijarverkfallið í gær var mjög víðtækt og náði til allra helstu fyrirtækja og stofnana landsins. Almenningssamgöngur lágu niðri í höfuðborginni, kirkjuklukkum var hringt þegar verkfallið hófst á há- degi, og sírenur og bílflautur þeytt- ar. Hálf milljón manna safnaðist saman í miðborg Prag og hundruð þúsunda manna fóru í mótmæla- göngur í öðrum helstu borgum landsins. Að sögn tékkneska sjón- varpsins tóku margar milljónir manna þátt í allsheijarverkfallinu. Ladislav Adamec, forsætisráðherra, sagði það réttmætt og tékkneska alþýðusambandið sagði það lýðræð- islegan rétt manna að taka þátt í því. Talsmenn Vettvangs borgaranna sögðu að mótmælafundum yrði nú hætt en ef ekkert breyttist yrði efnt til aðgerða á ný. Sýnt þætti að þjóðin öll stæði á bak við kröfur um lýðræðisumbætur. Hafnar væru viðræður við stjórnvöld um frekari tilslakanir og umbætur. Tilgangur samtakanna væri ekki að valda efnahagslegu tjóni og því yrði að- gerðum hætt. Andófsmenn höfðu litla trú á mannaskiptum í forystu kommún- istaflokksins sem skýrt var frá á Með lögunum hljóta Eistland, Lettland og Lítháen full yfirráð yfir lendum sínum og náttúruauð- lindum frá og með næstu áramót- um. Einnig fá Eystrasaltslýðveldin nánast alla opinbera fjármálastjórn i sínar hendur. Fyrst um sinn verða þau að skila ríkissjóði Sovétríkjanna helmingi tekna af ríkisfyrirtækjum sem þar eru. í Sovétríkjunum er velmegun mest í Eystrasaltslýðveldunum. Öflug þjóðernisbylgja reis þar i sumar og kom frumvarpið um efnahagslegt sjálfsforræði fram þegar hún náði sem hæst. Krafist var sjálfstæðis lýðveld- Búdapest. Reuter. FJÓRIR stjórnarandstöðuflokk- ar í Ungverjalandi báru sigur úr býtum í þjóðaratkvæða- greiðslunni, sem fram fór á sunnudag. Var niðurstaðan sú, að forsetakosningarnar, sem áttu að verða í janúar nk., verða ekki fyrr en nýtt þing kemur saman að loknum þingkosning- um í júní. Úrslitin valda því, að sigurlíkur Imres Pozsgays, ráðherra i ríkis- stjórninni og eins helsta frammá- manns í Sósíalistaflokknum, áður Kommúnistaflokknum, eru nú litl- ar sem engar. Tillaga stjórnarand- stöðuflokkanna var um það, að forsetinn yrði ekki kjörinn í al- mennum kosningum, heldur af þinginu, og talið er fullvíst, að á næsta þingi verði stjórnarandstað- an í miklum meirihluta. Á kjörskrá voru nærri átta millj- ónir manna og kosningaþátttakan var 58,2%. Eins og fyrr segir er niðurstaðan mikill sigur fyrir stjórnarandstöðuflokkana fjóra en ekki að sama skapi fyrir þann fimmta óg stærsta, Lýðræðisvett-, vanginn, sem hafði hvatt fólk til að sitja heima í fyrstu fijálsu kosn- ingunum, sem haldnar eru í Ung- veijalandi frá þvi kommúnistar komust þar til valda. Ungverskar konur í þjóðbúningi á lyörstað. Þýsku ríkin: Kohl með áætlun um sameiningu Bonn. Reuter. HELMUT Kohl, kanslari Vest- ur-Þýskalands, mun í dag mæla á þjngi fyrir áætlun um sameiningu þýsku ríkjanna í þremur áföngum, að sögn áreiðanlegra heimilda. Áætlunin gerir ráð fyrir fijáls- um kosningum um sameiningar- málið í Austur-Þýskalandi og að í kjölfar þeirra verði stofnaðar sameiginlegar málefnanefndir er undirbúi sameininguna. Kohl kynnti stjórnarþing- mönnum tillögur sínar í gær og lagði hann þar áherslu á að úti- lokað væri að tímasetja einstaka þætti hennar. Sameining myndi taka tíma og dagdraumar væru til einskis. Talsmaður Kohis sagði í gær að hann kynni að fara til Aust- ur-Þýskalands 19. desember. Eystrasaltslýðveldin öðlast eftiahagslegt sjálfsforræði Moskvu. Reuter. ÆÐSTARÁÐ Sovétríkjanna samþykkti í gær lög er veita Eystrasaltslýðveldunum þrem- ur, Eistlandi, Lettlandi og Lithá- en, efhahagslegt sjálfsforræði. Talið er að lagasetningin geti orðið til þess að draga úr sjálf- stæðiskröfum lýðveldanna. Lögin voru samþykkt með at- kvæðum 296 fulltrúa í æðstaráðinu gegn 67. Hjá sátu 37 fulltrúar. Þegar úrslitin lágu fyrir stóðu fulltrúar Eystrasaltslýðveldanna í ráðinu upp, féllust i faðma og fögn- uðu. anna og var litið á vakninguna sem ögrun við umbótastefnu Sovét- stjórnarinnar. Þing lýðveldanna þriggja hafa á undanförnum vikum og mánuðum samþykkt ýmis lög er varða sjálfsákvörðunarrétt þeirra, tungu og þjóðmenningu. Þau voru innlimuð í Sovétríkin 1940. Ungverjaland: Stjórnarandstaðan vann þj óðaratkvæðagreiðsluna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.