Morgunblaðið - 28.11.1989, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 28.11.1989, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1989 51 Hafliðabúð vígð á Þórshöfii Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Haíliðabúð, hið nýja hús slysavarnadeildarinnar á Þórshðfii. Þórshöfn. HÚS björgunarsveitarinnar Haf- liða á Þórshöln var vígt mánu- daginn 11. nóvember og tekið formlega í notkun. Hlaut húsið nafnið „Hafliðabúð". Opnunarathöfnin hófst með því að sr. Gunnar Siguijónsson vígði húsið og eftir það voi-u flutt ýmis ávörp; félagar í sveitinni og í kvennadeildinni tóku til máls, full- trúar slysavamadeilda í nágranna- byggðunum auk Hannesar Hafstein forstjóra Slysavarnafélags íslands. Hann lýsti ánægju sinni með fram- tak deildarinnar og kvaðst hann sjá, að þar væri vel á málum hald- ið, enda stjórnað frá sama kodda undir sömu sæng, en formenn deild- anna, kvennadeildar og björgunar- sveitar, eru hjón! Slysavarnadeildin fékk margt góðra gjafa, allt frá dýrindis tertum upp í fegurstu blómaskreytingar, farsíma og stórar peningagjafir. Mikil undirbúningsvinna hefur verið hjá kvennadeild og björgunar- sveit vegna hátíðarinnar. Karlmenn lögðu síðustu hönd á smíði hússins að innan og konur bökuðu, því öllum þorpsbúum og íbúum nágranna- sveita var boðið upp á kaffi í tilefni dagsins enda hafa þeir allir stutt félagið meira og minna við hús- bygginguna. Mjög aðkallandi var að koma upp skýli yfir tækjakost félagsins og smíði hússins, sem er 150 fm, hófst árið 1985 og liggur þar mikil vinna félagsmanna að baki. Ýmislegt hef- ur verið gert til íjáröflunar, t.d. tók félagið að sér fyrir nokkrum árum að hreinsa Heiðarfjallið, en þar voru gamlar leifar af 'varnarliðseigum, sem þurfti að fjarlægja. Hafliðamenn og kvennadeild sjá nú fram á ánægjustundir í hinni nýju Hafliðabúð og hyggjast nýta sér hana bæði til gagns og gamans í framtíðinni. — L.S. Suðureyri; Lítið um rjúpu fyrir vestan Suðureyri. Rjúpnaveiðin hefúr verið held- ur dauf undanfarnar vikur og muna menn sjaldan eftir svona IítiIIi veiði. „Ég hef farið fjórar ferðir og fengið 15 upp í 18 í ferð sem telst ekki mjög mikill afli hjá mér, því ég hef stundað þetta með búskapn- um undanfarin ár og hef dálitlar tekjur af þessu. Ég hef verið að skreppa tvo til þijá tíma í senn og finnst vera mjög dauft yfir tjúpna- veiðinni í ár,“ sagði Indriði Aðal- steinsson bóndi á Skjaldfönn í ísa- fjarðardjúpi. „Nú menn eru með ýmsar kenningar varðandi þetta og ein þeirra er sú að, 50-60% af varp- lendi rjúpnanna hér fyrir vestan var undir snjó langt fram yfir varptím- ann og að hún hafi hreinlega farið á annað svæði til að koma ungum upp. Ég hef verið að heyra fréttir af veiði hér um Vestfirðina og það er sömu sögu að segja alls staðar, menn hafa verið að fá mest 8-10 ijúpur eftir daginn, en yfirleitt 1-3 tjúpur sem er slakur afli,“ sagði Indriði. Þess má geta í framhaldi af þessu samtali að Indriði á líklega lands- met í tjúpnaveiði. Það var veturinn 1987 þá veiddi hann 201 tjúpu á fáeinum tímum í nágrenni heima- lands síns. Indriði veiðir mikið af ijúpu og á síðasta ári fékk hann um 600 fugla, en hefur fengið meðst 1.200 fugla á einu tímabili, sem verður að teljast óvenjulega há tala, en hann tók það fram að þetta væri mjög sveiflukennt og færi mik- ið eftir árferði hveiju sinni. - R.Schmidt BÆNDASKÓLINN á Hvanneyri hefur gefið út Umhverfisfræði fyrir bændaskóla. Um er að ræða 80 síðna rit og umsjón með Morgunblaðið/Róbert Schmidt Menn verða að gera sig ánægða með 1-3 ijúpur eftir daginn fyrir vestan, en þar er lítif rjúpnaveiði þessa dagana. ritun verksins hafði Magnús Óskarsson kennari á Hvanneyri. Kennsla í umhverfisfræði hófst i bændaskólum landsins í haust. Ritinu er skipt í tólf kafla sem hver um sig fjallar um afmarkað svið umhverfisfræðslu. Höfundar verksins eru þrír, Magnús Óskars- son, Þorsteinn Guðmundsson jarð- vegsfræðingur og Aðalsteinn Geirsson örverufræðingur. Bjarni Stefánsson bútæknir var fenginn til að skrifa um úrgang frá loðdýr- um. í fyrsta kafla ritsins er fjallað um samspil á milli náttúru og land- búnaðar. Viðfangsefni bókarinnar er meðal annars notkun áburðar og votheys og fiskrækt, svo eitt- hvað sé nefnt. Lokakafli ritsins fjallar um umhverfisrétt. í formála bókarinnar segir að lítið hafi verið um erlendar fyrir- myndir að þessari kennslubók en höfð hafi verið hliðsjón af norskri kennslubók fyrir bændaskóla. Þá hefur ný námsskrá verið samin fyrir Bændaskólann á Hvanneyri fyrir árin 1989-’91. í greinargerð með námsskránni seg- ir meðal annars að áhersla verði lögð á að nemendur auki hæfni sína í að beita hagfræði til að meta fjárfestingu og rekstur búa eða fyrirtækja. Aukin áhersla verði lögð á að kynna nemendum nátt- úruvernd, landnýtingu og um- hverfismál vegna þeirrar hættu sem umsvif mannsins skapa í náttúrunni. Þá er í greinargerðinni bent á að íslenskur landbúnaður sé í óbeinni samkeppni við land- búnað annarra þjóða og að búa þurfi nemendur undir að takast á við þá samkeppni. Höfii: Á rölti í Þinganeslandi Höfn. FÉLAG aldraðra á Höfii starfar af miklum dugnaði. Meðal annars koma félagar saman á laugar- dögum í kirkjunni, þar sem þeir spila, og spjalla yfir kaffibolla. Einnig hittast þeir árdegis á laugardögum og fá sér smá göngutúr. Fréttaritari rakst á þennan hóp fyrir skömmu er hann var að leggja í klukkustundar rölt í Þinganeslandi í Nesjum. Það var við hæfi því sund- lauginni hafði verið lokað deginum áður, en margir félaganna eru dug- legir að mæta í sundið. - JGG Morgunblaðið/Jón Gunnar Gunnarsson Ásgeir Gunnarsson, Hannes Erasmusson, Ari Háifdánarson, Guðrún Hálafdánardóttir, Agústa Vignisdóttir, Regína Stefánsdóttir, Aðal- heiður Sigurjónsdóttir, Jón Gíslason, Ragna Stefánsdóttir, Signý Guðmundsdóttir, Álfhildur Magnúsdóttir. Bændaskólinn á Hvanneyri: Kennslubók í um- hverfisfræði komin út H MEGAS heldur tónleika í Stúd- entakjallaranum við Hringbraut fimmtudaginn 30. nóvember. Tón- leikarnir eru upphafið að 1. des. fagnaði stúdenta í ár, og mun Meg- as flytja bæði nýtt og gamalt efni í bland. Aðgangseyrir er 500 krón- ur, og eru allir velkomnir á meðan húsrúm Ieyfir. UBIRGIR Björnsson heldur mál- verkasýningu í Unge Kunstneres Samfund, Ósló. Á sýningunni eru 12 málverk unnin í olíu á léreft. Sýningin stendur til 3. desember. Þetta er fyrsta einkasýning Birgis. Áður hefur hann tekið þátt í sam- sýningu í Riise-kunstgallerí í Bergen. Birgir stundaði nám í málun við Vestlandets kunstaka- demi í Bergen 1986-’88. Birgir Björnsson. ■ FIMMTU háskólatónleikar verða á morgun, miðvikudaginn 29. nóvember, klukkan 12.30 í Norr- æna húsinu. Flytjendur verða Ólöf Kolbrún Harðardóttir, sópran, Sigurður I. Snorrason, klarínetta, Óskar Ingólfsson, bassethorn og Kjarta Oskarsson, bassaklarí- netta. Á efnisskránni verður bar- okktónlist. svíta fyrir þijú chalume- au eftir Jóhann Christian Graupn- er og sálmaforleikir eftir J. S. Bach útsettir af Harrison Birtwistle. ■ KARL G. Kristinsson læknir, sérfræðingur í sýklafræði á Sýkla- deild Landspítajans, heldur fyrir- lestur á vegum Örverulræðifélags íslands miðvikudaginn 29. nóvem- ber kl. 17.15 í húsi Verkfræði og raunvísideilda við Hjarðarhaga, stofu V-157. Fyrirlesturinn nefnist „Meingerð klasakokkasýkinga við gerviliði og önnur framandi efni í mannslíkamanum." ■ STYKKISHÓLMI. Slátrað var í Stykkishólmi í haust eftir miklar vangaveltur þeirra sem þar ráða um framtíðina en eins og vitað er, er nú hugmyndin að fækka sláturhúsum um allt land og úrelda þau sem ekki eru talin heyra betri i. nýtingu til. Þetta er eini staðurinn á Snæfellsnesi þar sem slátrun fór fram og mega menn í því muna tvenna tímana. Hólmkjör hf., sem er hér mesta þjónustumiðstöð og þó víðar væri leitað, hefir haft slátr- un og sláturhús með höndum í mörg ár. Þar var í haust slátrað átta þúsundum fjár, auk þess að þar hefír farið fram slátrun naut- gripa og Qr það mikill liður í rekstri sláturhússins. Þetta mun nú vera í síðasta sinn sem sláturhúsið verður notað í þessu skyni nema eitthvað sérstakt komi til og því ekki vitað hver framvinda mála verður, en það er ákveðið að sláturhúsið fari í úr- eldingu. Er víst að mörgum bregður við, og heyrst hefir að bændur séu nú að hugsa sig um og reyna að vita hvort ekki sé hægt að halda áfram slátrun næsta haust. Hin hliðin sem snýr að bæjarbúum er, ef þeir þurfa nú að fara langar leið- ir til að ná sér í sláturafurðjr. - Árni ■ STYKKISHÓLMI. Það voru góðir gestir sem heim- sóttu Stykkishólm 8. nóvember síðastliðinn og héldu hér tónleika í félagsheimili Stykkishólms, en það voru Viðar Gunnarsson, bassa- söngvari, sem söng hér við undir- leik Selmu Guðmundsdóttur. Mik- ið af efni söngskrárinnar var til- einkað íslenskum höfundum og vakti meðferð Viðars á þeim sér- staka athygli. Þá voru á söng- Milutin Kojic, ræðismaður Júgóslavíu (t.h.) tekur við Þjóðarorðunni. ■ RÆÐISMAÐURJúgósla.\íu á íslandi, Milutin Kojic, hefur verið sæmdur Þjóðarorðu Júgóslava með gullstjörnu í viðurkenningarskyni fyrir mjög árangursrík störf í þágu aukinna og góðra samskipta milli íslendinga og Júgóslava, en hann hefur verið ræðismaður Júgóslava á íslandi síðan 1967. Zlatan Kikic, sendiherra Júgóslava á íslandi með aðsetur í Stokkhólmi, afhenti Milut- in Kojic orðuna fyrir hönd Forseta- embættis Júgóslavíu í síðustu heim- spkn sinni til Islands. ■ LOKIÐ er söfnun álloka af jóg- úrt og sýrðum ijóma frá Baulu hf. sem stóð yfir í rúmlega einn og hálfan mánuð. Alls bárust fyrirtæk- inu 2530 umslög með um það bil 76.000 dósalokum. Baula hf. býður 14 þátttakendum úr lokasöfnuninni með Plugleiðum til Luxemborgar þar sem þeir aðstoða m.a. við val á nýrri tegund af jógúrt sem sett verður á markað eftir áramótin. Dregin voru út 7 nöfn og fær hver hinna heppnu sem taldir eru upp hér að neðan farmiða fyrir tvo ásamt hótelgistingu. Lagt verður af stað í ferðina 1. desember og komið aftur 4. desember. Fanney Gísladóttir, Hafnarfirði, Ómar Garðarsson, Mosfellsbæ, Herdís Gunnarsdóttir, Keflavík, Guðrún Kjartansdóttir, Reykjavík, Katrín G. Hilinarsdóttir, Vestmannaeyj- um, Ófeigur Jóhann Guðjónsson, Reykjavík, Árný Erla Svein- björnsdóttir, Reykjavík. skránni lög erlendra höfunda og ekki færst lítið í fang með að túlka meistarana svo sem Mozart o.fl. Þeir sem voru á söngleikunum fóru allir ánægðir heim og kváðust ekki viljað hafa misst af þessum ágæta viðburði, því túlkun Viðars á verk- efnunum var með afbrigðum góð og er ekki að efa að hann á góða framtíð fyrir sér ef áfram heldur sem nú horfir og undirleikur Selmu var bæði nákvæmur og fínn. Það sýnir að hún kann vel að fara með hljóðfæri og ná þeim tilþrifum sem þurfa þykir. - Árni ■ VERKAL ÝÐSFÉLAGIÐ VAKA lýsti áhyggjum sínum, á fúndi sem haldinn var 17. nóvem- ber síðastliðinn, yfir því sem nú er að gerast í atvinnumálum bæjarins. I yfirlýsingu Vöku seg- ir að með stöðvun rækjuverksmiðj- unnar sem Siglunes hf. hafði á leigu vegna gjaldþrots Sigló hf. séu nú um þijátíu manns atvinnulausir. „Stjóm Verkalýðsfélagsins skorar á fj ármálaráðuneytið að bregðast nú fljótt við og sjá svo til að rekst- ur verksmiðjunnar geti hafist aftur hið fyrsta og þetta sérhæfða fólk geti fengið atvinnu sína að nýju.“ Fróóleikur og skemmtun fyrirháa semlága!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.