Morgunblaðið - 28.11.1989, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.11.1989, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. NOVEMBER 1989 5 Bæjarstjórn Sel- Ijarnarness: Guðmar gefur ekki kost á sér GUÐMAR Magriússon, forseti bæjarstjórnar Seltjarnarness, tilkynnti á aðalfúndi Sjálfstæðis- félags Seltjarnarness síðastlið- inn fimmtudag að hann hygðist ekki gefa kost á sér að nýju við bæjarstjómarkosningarnar á næsta ári. Guðmar hefur verið aðalfulltrúi í bæjarstjórn frá 1978, og var áður varamaður frá 1974. Guðmar sagði í samtali við Morgunblaðið að persónulegar ástæður réðu þvi að hann ætlaði ekki að gefa kost á séiv aftur. Hann væri líka búinn að sitja mjög lengi í bæjarstjórninni. Hann hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir bæjarfélagið og Sjálfstæðis- flokkinn. Forseti bæjarstjórnar hefur hann verið frá 1986, og hef- ur einnig verið formaður skóla- nefndar, formaður fræðsluráðs Reykjanesumdæmis, í flárhags- og launanefnd, félagsmálaráði og Grundarfi ör ður: Kaupfélagið gjaldþrota Grundarfirði. STJÓRNENDUR Kaupfélags Grundarfjarðar hafa ákveðið að óska gjaldþrotaskipta, þar sem nauðarsamningar náðust ekki við stærsta kröfúhafann, Sam- band íslenskra samvinnufélaga. Kaupfélagið fékk greiðslustöðv- un í sumar sem var framlengd og er sú framlenging runnin út. Að sögn Aðalsteins Friðfinns- sonar, kaupfélagsstjóra, hefur hár fjármagnskostnaður verulega íþyngt kaupfélaginu síðustu árin og ekki tekist að selja fasteignir til að grynnka á skuldum. Fyrir nokkrum árum hætti kaupfélagið þátttöku í sláturhús- rekstri og hefur síðan einungis rekið verslun. Hjá kaupfélaginu störfuðu 6 manns og hefur þeim öllum verið sagt upp, en starfsfólki hafði verið verulega fækkað vegna hagræðingar í rekstri og minni umsvifa. Kaupfélag Grundarfjarð- ar var síðasta starfandi kaupfélag- ið á Snæfellsnesi. ,, - Ragnheiður Yaxmynda- sýning í Hollywood Stuðmenn leika fyrir dansi STUÐMENN munu skemmta í veitingahúsinu Hollywood um helgar í des- ember og munu þeir koma fram í fyrsta skipti nk. laug- ardagskvöld 2. desember. Stuðmenn hafa fengið tii liðs við sig brass- og blástur- sveitina Eldorado og að auki slagverksmann. Þá hefur frönsk listakona, Dominique Poulin, verið fengin til þess að gera vaxmyndir af nokkrum þekktustu popplistamönnum þjóðarinnar. Verða myndirnar til sýnis í Hollywood. Þá verð- ur sýnd vaxmynd af Gunnari Þórðarsyni, sem Stuðmenn af- hentu íbúum Hólmavíkur að gjöf að lokinni Gunnarsvöku í fæðingabæ hans 1986. Svíar færa Færeyingum fornrit: Ólíklegt að íslendingar fái forn handrit frá Svíþjóð Nokkur merk og gömul íslensk handrit er þar að fínna „ÞAÐ er ekkert útlit fyrir að Svíar færi okkur einhver þeirra íslensku handrita sem er að finna í landi þeirra, en ég myndi svo sannarlega ekki slá hendinni á móti þeim,“ sagði Jónas Kristjánsson, forstöðu- maður Arnastoftiunar. Svíar hafa ákveðið að skila Færeyingum fornu handriti með færeyskum texta, þar sem er að finna lagaákvæði um sauðaeign í Færeyjum. Guðmar Magnússon stjórn Sjúkrasamlags Seltjarnar- ness. Þá hefur hann verið formað- ur Sjálfstæðisfélags Seltirninga. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú fjóra menn af sjö í bæjarstjórn Seltjarnarness. Að sögn Jónasar hafa Danir nú þegar afhent íslendingum 14-1500 handrit, en alls verða afhent milli 1700 og 1800. Hann sagði að hann saknaði ekki þeirra handrita, sem væri að finna í. Svíþjóð. Þó væru þar nokkur merkileg íslensk hand- rit, þar á meðal elsta, heillega, stóra handritið sem varðveist hefur. Það er Hómilíubók, sem er frá um 1200. Hómilíubók er predikanasafn, en ekki er vitað um uppruna þess. Bókin er með mörgum rithöndum og Jónas sagði sennilegast að hún hefði verið rituð af munkum. Þá er að finna í Svíþjóð konungssagna- handrit og elsta handrit Snorra- Eddu, svokölluð Uppsala-Edda. „Konungsbók , Eddu-kvæða, sem Danir færðu okkur 1971, er hins vegar mun merkara rit, þó hitt sé eldra, því textinn í henni er betri," sagði Jónas. Jónas sagði að hann hefði ekki trú á að íslendingar færu í hándrita- mál við Svía. „Það eru til Svíar, sem vilja gjarnan láta okkur fá þessi handrit. Ég held að það verði þó varla, nema ef síðar skyldi verða sú þróun í heiminum að slíkum hlut- um skuli skilað til síns heima- lands,“ sagði Jónas Kristjánsson, forstöðumaður Árnastofnunar. S8 Ármúla 29 simar 38640 - 686100 P. ÞORGRÍMSSON & C0 Armstrong LDFTAPLCfTUR KORKQPIA5T GÓLFFLÍSAR Warmaplast einangrun GLERULL STEINULL Starfsemi og orka húðarinnar gengur í sveiflum allan sólarhringinn. Þessar sveiflur eru einstaklingsbundnar og mynda svokallaðan bioryþma húðarinn- ar. Á daginn fer húðin ekki varhluta af því álagi, sem á okkur hvílir, auk þess sem hún þarf að verjast ýmsum skað- völdum í umhverfinu. Það er á nóttunni, á meðan við erum í hvíld, sem húðin vinn- ur að því að byggja sig upp; að end- urnýja sig. Hæfileiki húðarinnar til endurnýjunar fer hins vegar eftir því, hvernig hún er á sig komin. Ung og heilbrigð húð endurnýjar sig auðveldlega. En við vitum að með aldrinum hægist á endurnýjunarstarf- seminni og þá fer húðin gjarnan að láta á sjá. NOCTOSÖME er fyrsta nætur- kremíð á markaðinum, sem vinnur í takt víð bioryþma húðarinnar. Það er afar mikilvægur kostur. Auk þess sem það í sjálfu sér stuðlar að hraðri ® og öruggri endurnýjun, inniheldur kremið styrkjandi efni fyrir frumustarfsemina, sem byggir upp að nýju þann kraft, sem húðin \ í' ; í ANCOME PARIS NOCTOSOME SYSTEME RENOVATEUR de NUIT /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.