Morgunblaðið - 28.11.1989, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 28.11.1989, Blaðsíða 44
44 MOBGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28; NQVEMBER 1989 t Gólfbvottavélar með vinnubreidd frá 43 til 130 cm. Gólfþvottavélardrifnarmeðrafgeymum. i Gólfþvottavélar með sæti vélará íslandi HuHo IBESTAl Nýbýlavegi 18, sími 64-1988. félk í fréttum ROKK Spring- steen leysir upp sveit sína Ætlar þú að hefja GOLF leiki þína næsta vor eins og á vordegi eða vilt þú aoka frekar við GOLF leikni þína með því að æfa öðru hvoru í GOLF herminum okkar í vetnr? KEILU S ALURINN ÖSKJUHLÍÐ S: 62 15 99 Ath! Frúartímar - kennslutimar Betra verð en nokkru sinni fyrr Dæmi: Leiki 4 menn í tl 2 klst. greiðir hver um sig aðeins kt. 500,- Rokkarinn Bruce Springsteen hefur ákveðið að næsta sóló- plata hans skuli standa undir því nafni. Hann ætlar að glamra sjálf- ur á öli hljóðfæri, rita texta, semja lög og útsetja. Það er skoðun kapp- ans að sólóplötur séu það ekki nema að umræddum skiiyrðum sé fullnægt. Þetta þýðir í raun og veru, að hljómsveit Springsteens verður leyst upp og lögð til hliðar eftir 15 ára samstarf. Bruce hefur séð það í hendi sér að tónlistin sé ekki svo flókin, gripin ekki svo mörg að hann geti ekki leikið þau sjálfur inn á plötu og ráðið sér aðstoðarmenn í hljómleikaferðalög fyrir brot af þeim launum sem fé- lagar í E Street bandinu þáðu fyr- ir greiðann. Scialfa og Springsteen. FRAMABRAUT Lenny brýst úr skugga Lisu Auk Springsteens eru félagar í sveitinni sjö talsins. Foringinn hringdi samdægurs í þá alla og greindi frá þróun mála. Engum sögum fer um viðbrögð, en Springsteen mun hafa hvatt hvern og einn til að taka hvaða tilboði sem gæfist. Það er mál manna að einn hljómsveitarmeðlimur hafi fengið að hlýða á tíðindin undir fjórum augum. Söngkonan Patti Scialfa, sem er lagskona rokk- goðsins hin seinni misseri. Tónlistarmaðurinn Lenný Kra- vitz hefur náð skammt á ferli sínum til þessa, en þó er nú að rofa til, en fregnir herma að nýút- komin breiðskífa hans „Let love rule“ seljist eins og heitar lumm- ur. Kravitz hefur lent í því að gagn- rýnendur hafa afgreitt tónlist hans kuldalega, tilkynnt að hún sé svik og prettir. Að hún sé „ekki nógu svört“. Til að bæta gráu ofan á svart giftist hann kunnri leikkonu, Lisu Bonet, og hefur verið svo kirfilega negldur í skugga hennar, að kaldhæðnir hafa kallað vesal- ings Lenny Herra Bonet. En nú hefur gæfan snúist- á sveif með Kravitz og plata hans fengið 3 til 4 stjörnur af 5 mögu- legum hjá gagnrýnendum. Hefur honum verið líkt við nokkur risa- nöfn poppsins svo sem John Lenn- on og Prince. Hann er ákveðinn í því að fylgja meðbyrnum eftir og er farinn að ástunda hljómleika- ferðalög í gríð og erg. Morgunblaðið/Sigurður Gunnarsson. Leikfélag Hornafjarðar og Ungmennafélag Ármanns á Kirkjubæjarklaustri stóðu fyrir skemmtun í Hofgarði í Öræfum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.