Morgunblaðið - 28.11.1989, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.11.1989, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1989 21 Félag íslenskra rithöfunda: Svipting höfimda- réttar fordæmd ÍÞRÓ™- OG ÚTIVISTARSVÆÐI HAUKA m r Pium okKur raa\ 'ŒSS&*** yyj KAU STAÐUR /MIKLIG4RDUR ÍMJÓDD OG EDDUFELLI MARKAÐUR VIÐ SUND ■ VESTURÍBÆ ENGIHJALLA ■ MIÐVANGI Bændur á hvunndagsfotum: Þetta eru eng- in spariviðtöl - segir Helgi Bjarnason blaðamaður „NAFNIÐ vísar til þess að í bókinni eru viðtöl við starfandi bændur, meðal annars um dag- leg störf þeirra. Þetta eru eng- in spariviðtöl," sagði Helgi Bjarnason blaðamaður og höf- undur viðtalsbókarinnar Bændur á hvunndagsfötum sem Hörpuútgáfan hefúr gefið út. í bókinni eru viðtöl við sex bændur, víðsvegar að af landinu, fimm karla og eina konu. Bændur á hvunndagsfötum er fyrsta bók Helga. Hann sagði um ástæður þess að hann tók viðtölin í bókina að það hefði verið að frumkvæði útgefandans, Braga Þórðarsonar í Hörpuútg- áfunnj á Akranesi. „Bragi hefur gefið út viðtalsbækur á undanf- örnum árum, meðal annars sjó- niannábækurnar Aflakóngar og athafnamenn eftir Hjört Gísla- son. Hann leitaði til mín með þetta verk og ég sló til, meðal annars vegna áhuga míns á land- búnaðarmálum, en ég hef skrifað töluvert af fréttum af þeim vett- vangi í Morgunblaðið á undanf- örnum árum. Bragi hefur staðið myndarlega að útgáfu bókarinn- ar og á þakkir skilið fyrir það og að gefa út þessar viðtals- bækur sem verða er fram líða stundir heimildir um störf manna í þessum höfuðatvinnuvegum þjóðarinnar. Ég vonast til að viðtölin gefi sanna mynd af lífi og starfi nútímabænda og að bókin veki áhuga fleiri en bændafólks. Fólk- ið í sveitinni vinnur mikilvæg Helgi Bjarnason störf að mestu í kyrrþey, fram- leiðir meðal annars vörur sem allir landsmenn neyta daglega. Það er því ekki skrítið að mikil umræða skuli vera um land- búnaðarmál. Eg vona að þessi bók sé gott innlegg í þá umræðu og sýni nýja hlið á bændum, þá hlið sem frekar hefur snúið að gestum á bóndabæjum en alþjóð. Auk búskaparins segir fólkið frá lífshlaupi sínu almennt, áhuga- málum, félagsstörfum og skoð- unum,“ sagði Helgi. Viðmælendur Helga eru: Aðal- steinn Aðalsteinsson á Vað- brekku í Jökuldal, Guðrún Egils- dóttir í Holtsseli í Eyjafirði, Pálmi Jónsson á Akri í Húnavatnssýslu, Ólafur Eggertsson á Þorvalds- eyri undir Eyjafjöllum, Jóhannes Kristjánsson á Höfðabrekku í Mýrdal og Þórólfur Sveinsson á Feijubakka í Borgarfirði. Framhaldsaðalfundur Félags íslenskra rithöfunda lýsir undr- un sinni yfir að samtökum um höfúndarétt skuli leyfast að svipta á fjórða tug rithöfúnda höfimdarétti að undirlagi Rit- höfúndasambands Islands. í frétt frá félaginu er bent á að höfundaréttur er óskertur og bundinn í alþjóðlegum og íslensk- um lögum, og að engin stofnun geti samþykkt eða ákveðið að hann gildi ekki um einstaka höf- unda og verk þeirra. Þá segir: „Þar sem samið var við Mennta- málaráðuneytið á sínum ‘tíma um greiðslur til Fjölís, en Fjölís hefur síðan neitað að virða höfundarétt á fjórða tug höfunda, gerir félagið og hver einstakur höfundur, sem höfundarétti hefur verið sviptur samkvæmt þessu, Menntamála- ráðuneytið ábyrgt fyrir greiðsl- um.“ Fram kemur að höfundarnir, hver um sig, eða sem hópur neyð- ist til að sækja mál sitt fyrir dóm- stólum verði ekki þegar bundinn endir á það lagabrot, sem Fjölís er sekt um í þessu tilliti á ábyrgð Menntamálaráðuneytisins. Haukar fá tíu hektara svæði: Morgunblaðið/Arni Sæberg Steinþór Einarsson, formaður Hauka, tendrar íyrsta kyndilinn á Landnámshátíð Hauka á sunnudaginn. Landnámshátíð að fornum sið KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ Haukar tók við tíu hektara svæði á sunnudaginn sem félaginu var úthlutað af HaftiarQarðarbæ. Að lokinni formlegri afhendingu helguðu Haukar sér land að forn- um sið með því að tendra elda á landamerkjunum svæðisins, sem hlotið hefúr nafnið Asvellir. Vinna við skipulag svæðisins hófst í byijun þessa árs og í októ- ber samþykkti bæjarstjórn skipu- lagstillögur Hauka. Á svæðinu er gert ráð fyrir fyrir alhliða íþrótta- og útivistarsvæði fyrir almenning. Þar verða grasæfingasvæði og full- kominn gervigrasvöllur, sem taka á í notkun á 60 ára afmæli Hauka árið 1991, íþróttahús, félagsheimili, sundaðstaða, skokkbrautir og tenn- is- og handboltavellir. Þá verður einnig á svæðinu aðstaða til iðkun- ar vetrarírþótta s.s. skauta- og skíðagöngu. Ásvellir eru á hraunsléttunni milli Reykjanesbrautar og Ástjarn- ar. Svæðið er um 130 metrar á breidd og 1.300 metrar á lengd og liggur suður frá jaðri bæjarins neð- an við Stekk. Pétur Jónsson, landslagsarkitekt, hefur teiknað svæðið og í fram- kvæmdanefnd eru Sturla Haralds- son, formaður, Guðmundur Ingi Karlsson og Hlöðver Kjartansson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.