Morgunblaðið - 28.11.1989, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28, NÓVEMBER 1989
Húsavík:
Mótmæla mjólkurflutn-
ingum til Akureyrar
Húsavík.
NEFNDARÁLIT um hagræðingu í rekstri innan mjólkuriðnaðarins
hefiir verið mikið rætt hér í sýslu og hörð andstaða er gegn því
að leggja Mjólkursamlag KÞ niður og að þingeysk mjólk sé flutt
til Akureyrar til vinnslu þar. Bæjarstjórn Húsavíkur samþykkti
eftirgreinda ályktun á fúndi sínum 21. þessa mánaðar:
„Bæjarstjóm Húsavíkur mót-
mælir, sem órökstuddum, tillögum
afurðastöðvanefndar um að leggja
Mjólkursamlag Kaupfélags Þingey-
inga niður og flytja starfsemina til
Mjólkursamlags KEA.
MSKÞ er vel rekið fyrirtæki sem
stenst fyllilega samanburð við það
besta sem gerist í þessum iðnaði í
landinu og hefur sýnt frumkvæði í
vöruþróun og vinnslu afurða, en
stillt flárfestingum í hóf. Fráleitt
er að leggja niður slík fyrirtæki til
þess ei'ns að auka vinnslu og veltu
hjá hliðstæðum fyrirtækjum, sem
fallið hafa í gryiju ofijárfestingar-
Það að leggja MSKÞ niður trygg-
ir á engan hátt hagkvæmni í rekstri
mjólkuriðnaðarins og skýrsla
nefndarinnar tekur á engan hátt
tillit til þeirra byggða- og þjóðfé-
lagslegu áhrifa, sem fækkun mjólk-
ursamlaga hefur í för með sér.
Hagræðing er nauðsynleg, en gæta
þarf þess að hagræða ekki á þann
hátt, að það stofni búsetu á lands-
byggðinni í hættu.“
Svipaðar samþykktir hafa starfs-
menn MSKÞ gert og nokkrar
hreppsnefndir í sýslunni.
- Fréttaritari
Stoftifiindur
Krossaness
hf. var í gær
STOFNFUNDUR Krossa-
ness hf. var haldinn í gær,
en á íúndi bæjarstjórnar fyr-
ir skömmu var samþykkt að
breyta rekstrarformi verk-
smiðjunnar og gera hana að
hlutafélagi.
Akureyrarbær er lang-
stærsti hluthafi í Krossanesi
með 99 milljóna og 960 þúsund
króna hlutafé, en aðrir hluthaf-
ar eru Sverrir Leósson og
Bjarni Bjarnason sem gera út
Súluna EA, Hreiðar Valtýsson
sem gerir út Þórð Jónasson
EA og Örn Erlingsson sem
gerir út Örn GK, en þessi
loðnuskip hafa landað mestum
afla hjá Krossanesi undanfarin
ár. Þessir aðilar eiga 10 þús-
und króna hlut hver.
Sigfús Jónsson bæjarstjóri
var kjörinn formaður stjórnar,
Sverrir Leósson varformaður
og Heimir Ingimarsson bæjar-
fulltrúi ritari, en hann kemur
nýr inn í stjómina í stað Franz
Árnasonar hitaveitustjóra.
Meðstjórnendur era Sigurður
Ringsted og Helgi Bergs.
Morgunblaðið/Rúnar Þór og Trausti Þorsteinsson
Slátrun dýranna á Böggvisstaðabúinu hafín
í gærmorgun var hafist handa við slátrun dýra hjá
Pólarpels, loðdýrabúinu á Böggvisstöðum við Dalvík.
Öll dýrin, um 25 þúsund að tölu, verða drepin þar
sem ekki reyndist grandvöllur fyrir áframhaldandi
rekstri búsins, sem varð gjaldþrota fyrr á þessu
ári. Pólarpels var stærsta loðdýrabú landsins. Á
myndinni eru, frá vinstri, þeir Lars og Leif Anders-
son, Bolli Eggertsson, Óskar Sigurpálsson, Alfreð
Þórólfsson, Gunnar Þórisson, Aðalsteinn Már Þor-
steinsson og Friðrik Már Þorsteinsson þar sem þeir
unnu við fláningu í gær. Reiknað er með að búið
verði að slátra öllum dýranum um miðjan desem-
ber, en á milli 1.200-1.300 dýrum er slátrað á dag.
Skinnin verða verkuð í Skagafii'ði.
Forsvarsmenn sveitarfélaga við utanverðan Eyjaflörð:
Áframhaldandi starfsemi há-
skóla á Akureyri verði tryggð
„Undirritaðir forsvarsmenn sveitarfélaga heita á þingmenn sína,
alla sem einn, að vinna að því af fúllum krafti að fjárveiting til
Háskólans á Akureyri verði með þeim hætti að hann geti haldið
áfram starfsemi sem þar er þegar hafin og tekið upp kennslu um
næstu áramót á sjávarútvegsbraut eins og ríkisstjórnin hefúr sam-
þykkt.“
skapar fjölhæfara samfélag en er í
dag, en það sé einn af stærri horn-
steinum traustra og arðbærra sam-
félaga. „Þar með telja þessi sveitar-
félög að þau geti varist byggða-
flótta því að þá er kyrrstaða rofin,
fólk verður fúsara til athafna, reisn
þess verður meiri og byggðarlögin
verða sterk innan frá,“ segir að
lokum í yfirlýsingunni.
Þannig segir m.a. í yfirlýsingu
til þingmanna Norðurlandskjör-
dæmis eystra vegna Háskólans á
Akureyri, en undir hana rita bæjar-
stjórarnir á Dalvík og í Ólafsfirði,
sveitarstjóri Hríseyjarhrepps og
oddvitar Svarfaðardals- og Ár-
skógshrepps. í yfirlýsingunni segir
að málið hafi verið tekið upp og
rætt á samráðsfundi þessara aðila
sem haldinn var í Hrísey sl. föstu-
dag vegna ótta um framtíð skólans.
Vitnað er til dreifibréfs sem rektor
háskólans sendi sveitarstjórnar-
mönnum á Norðurlandi. „Þessa
stundina er þó augljóst að háskólinn
á svo mjög í vök að verjast að ekki
einungis leikur vafi á að unnt verði
að stofna fyrrgreinda sjávarútvegs-
Aðalfundur op fræðslufundur
Hjarta- og æðaverndarfélags
Akureyrar og nágrennis
Aðalfundur Hjarta- og æðaverndarfélags Akureyrar
og nágrennis verður haldinn í Háskólanum á Akur-
eyri við Þingvallastræti, kl. 17.30, fimmtudaginn
30. nóvember, í stofu 16.
Venjuleg aðalfundarstörf og lagabreytingar.
Stjórn félagsins hvetur félaga til að mæta. Að lokn-
um aðalfundi verður haldinn fræðslufundur á veg-
um félagsins og Háskólans á Akureyri.
Fundarefni: Næringarkvillar ívelferðarsamfélagi.
Dr. Inga Þórsdóttir flytur erindi. Umræður og fyrir-
spurnir að erindinu loknu.
Fræðslufundurinn er öllum opinn og hefst hann
kl. 20 í stofu 24.
Háskólinn á Akureyri.
Stjórn Hjarta- og æðaverndarfélags
Akureyrar og nágrennis.
deild heldur er ekki annað sýnna
en þær deildir sem þegar era starf-
andi við skólann séu í bráðri hættu,“
segir m.a. í bréfi rektors til sveitar-
stjórnarmanna.
í yfirlýsingu forsvarsmanna
sveitarfélaganna segir ennfremur,
að flest sveitarfélög byggi fyrst og
fremst á sjávarútvegi og það hljóti
að verða þeim öflugur styrkur að
fá til liðs við sig menntað fólk í
greininni. Upprennandi kynslóðir
geti fengið æðri menntun í þeim
greinum sem þær alast upp við
nálægt sinni heimabyggð og því
líklegt að menn sjái frekar mögu-
leika á að helga dreifbýlinu hæfi-
leika sína og krafta, en einnig sjái
byggðarlögin fram á að innan í'aða
íbúanna verði, með tilkomu háskól-
ans, fólk með góða menntun sem
Gúmmíbátaþj ón-
usta Norðurlands:
Smádóti
var stolið
FARIÐ var inn í Gúmmíbáta-
þjónustu Norðurlands við Hjalt-
eyrargötu einhvern tíma um
helgina, en litlu var stolið.
Ekki er nákvæmlega vitað hve-
nær farið var inn í húsið, en þeir
sem þar voru að verki fóru inn
um bakdyr hússins. Litlu var sto-
lið, eitthvað hafði horfið af raf-
hlöðum og smádóti og hugsanlega
neyðarflugeldum, að sögn lögreglu
á Akureyri. Lítið sem ekkert var
skemmt við innbrotið.
Bjarni Ólafsson AK vélarvana:
Þórður Jónasson EA
dró skipið að Krossanesi
ÞÓRÐUR Jónasson EA kom með Bjarna Ólafsson AK í togi inn
til Krossaness á laugardag, en túrbína í aðalvél Bjarna hafði
bilað þar sem skipið var statt á loðnumiðunum. Skipið er nú í
slipp á Akureyri.
Þórður Jónasson landaði um
170 tonnum hjá Krossanesi á
laugardag og Bjarni Ólafsson um
400 tonnum. Á föstudag landaði
Örn GK um 800 tonnum og þá
um kvöldið kom Súlan EA með
sinn fyrsta loðnufarm til Krossa-
ness, um 570 tonn. „Þetta er strax
í áttina og menn eru jafnvel farn-
ir að brosa,“ sagði Hilmar Stein-
ai-sson verksmiðjustjóri hjá
Krossanesi í samtali við Morgun-
blaðið.
Að sögn Gunnars Arasonar við-
gerðarstjóra Slippstöðvarinnar er
enn ekki vitað hversu mikið vei'k
verður að gera við vélina í Bjarna
Ólafssyni, en svokallaðir afgas:
blásarar í vélinni brotnuðu. í
gærmorgun kom annað loðnuskip
til Slippstöðvarinnar, Fífill GK,
með bilaðan dælugír og aðfara-
nótt mánudags var gert við Þórð
Jónasson EA, en fiskileitartæki í
skipinu höfðu bilað.
, ■ — .....................................................
Mocgunblaðið/Rúnar Þór
Þórður Jónasson EA kom með Bjarna Ólafsson AK að Krossanesi
á laugardag, en skipið hafði orðið vélarvana á loðnumiðunum.