Morgunblaðið - 28.11.1989, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUJt 28: NÓVRMBER 1989
Stjörnu-
speki
Umsjón: Gunnlaugur
Guðmundsson
Karl og kona
Ég hef upp á síðkastið velt því
fyrir mér að lítill greinarmunur
er gerður á því í lýsingum á
stjörnumerkjunum hvort um
karlmann eða kvenmann er að
ræða. Að sumu leyti er í lagi
að lýsa merkjum og segja að
upplag þeirra sé hið sama hvort
sem um karl eða konu er að
ræða. Önnur atriði eins og til
dæmis ólíkt hlutverk kynjanna
í þjóðfélaginu og líffræðileg
sérstaða þeirra skapar hins
vegar mun sem vert er að huga
að.
BogmaÖurinn
Þegar talað er um Bogmanninn
(22. nóvember — 21. desem-
ber) er í fyrsta lagi sagt að
hann sé jákvæður, bjartsýnn,
hress í skapi og léttur í lund.
Í öðru lagi er talað um að hann
sé eirðarlaus og þurfi töluvcrða
hreyfingu, sé ævmtýragjam og
á sífelldum þeytingi milli staða
og landa. Hann hefur yndi af
ferðalögum og er Stöðugt að
skipta um umhverfi. Breyting-
ar, frelsi, spenna og nýjungar
einkenna líf hins dæmigerða
Bogmanns. Hann þolir illa
vanabindingu. Einn veikleiki
Bogmannsins er aftur á móti
fólginn í ábyrgðarleysi. Það cr
eðlilegt, því þörfinni fyrir frelsi
og fjölbreytta reynslu fylgir að
hann getur ekki bundið sig nið-
ur á einn ákveðinn stað eða
dvalið of lengi við eitt af-
markað mál.
Léttur í lund
Það er reynsla mín að Bog-
menn, bæði karl- og kvenkyn,
eru jákvæðir og léttir í lund
og eru blessaðir með eðlislægri
bjartsýni og léttri skapgerð,
burtséð frá umhverfi og ytri
aðstæðum, þó slíkt hafi að
sjálfsögðu sitt að segja.
Frelsi og karlar
Þegar eirðarleysi og þörf fyrir
freisi og breytingar er annars
vegar fer að verða sjáanlegur
munur á kynjunum, a.m.k.
. hvað varðar hegðun og það sem
snýr út á við. Astæðan fyrir
því er líkast til fólgin í hlut-
verkaskiptingu kynjanna, í því
að konur hafa þurft að sinna
heimili og barnauppeldi í ríkari
mæli en karlar. Slík störf gefa
lítið svigrúm fyrir brcytingar
og frelsi. Karlmenn eiga á hinn
bóginn mun auðveldara moð
að losa sig undan ábyrgð vegna
heimilis og fjölskyldu, geta til
dæmis notað mikla vinnu sem
afsökun fyrir afskiptaleysi á
því sviði.
Ábyrgð og konur
Það er því svo að hin meinta
eirðarlausa og óábyrga hlið
Bogmannsins verður meira
áberandi hjá karlmönnum í
merkinu. Konur i Bogmanni
verða aftur á móti fastari fyrir
og ábyrgari, ekki endilega
vegna persónulegs upplags,
heldur líffræðilegra og félags-
legra aðstæðna. Þegar karl-
maður leyfir sér að fara út á
land eða llytja erlendis vegna
atvinnu, þarf konan að láta sér
nægja að snúa við húsgögnum
á heimilinu.
Þjóðfélagiö
Það er auðséð þegar upplag
merkja er skoðað, að það er
auðveldara fyrir karlmenn að
þtoska með sér upplag sumra
merkja. Það er auðveldara að
vera í eldsmerkjunum, í Hrútn-
um, Ljóninu og Bogmanni, og
sömuleiðis að einhveiju leyti
þegar Tvíburi og Vatnsberi eru
annars vegar. Eðli þessara
merkja fellur ekki sérlega vel
að hinni stöðluðu og „mjúku"
kvenímynd eða þeim tækifær-
um sem konum bjóðast í at-
vinnulífinu. Þjóðfélagið býður
körlum upp á fleiri tækifæri,
t.a.m. er tiltölulega auðvclt fyr-
ir karlmenn að fá störf sem
fylgir hreyfíng og ferðalög. Á
hinn bóginn er oft erfitt fyrir
karlmenn að þroska alla eigin-
leika vatnsmerkjanna, Krabba,
Sporðdreka og Fisksins. Þessu
fylgir að hegðun karls og konu
verður oft ólík, þó merkið sé
hið sama.
GARPUR
Gorr, þ'AER. \a/e/, l/inos -
Þ/fiO ÞKVEDlO. \&!£>mu JfcCrtf
ÉQ V/L GTAZM//, 15 A/HAH UAA -
spyn?4 0KC4/? NV-Ue> 1AN/>H?
þ/ÐMUDU WNKONU J G£7=/
NOkXUPeA SPURM-Jslu EFTIK
/N&4- HMt/£>/KaI
GRETTIR
^ I K KÖTTU/e ER. ENN
( HUÓAWieEINS
\^ö& &LEI?S«€Ri \r
~NÖ ( HZlN&PU Á LÖ&&UNA
BRENDA STARR
I ÞU VE/S7; sT&fZA/? STE/SEds&srjuP
I 'oh/Se/n/r d/skar. , D/acszT a/euma
IB3ÓRCX3SINHEPi l'sSk&PNUM.
SATTHD SEGDA \"o,/-UÓFA/J.þAB
HLEyPTt HANN \e/Z8AZA HANS
/néeetjc/ /a/n. I h'attdr. ’a ad
HANN ERAB / DAÐHA U/Ð
l/E/ZDA /E \ Þk3
OULA/eryLLEJ
LJÓSKA
FERDINAND
Það er hundur hérna við dyrnar
með teppið þitt eins og slaufu.
Þakka þér fyrir, ég var hrókur alls
fagnaðar.
SMÁFÓLK
I WA5 THE OklLV ONE
NOT 0JEAR1N6 A CLIP-ON í
Ég var sá eini sem ekki var með
klemmuslaufu.
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Austur sér fimm slagi í vörn
gegn tveim spöðum suðurs. Hvar
á hann að fá þann sjötta?
Norður gefur; enginn á hættu.
Norður
♦ KD2
VDGIO
♦ K3
♦ KD1082
Vestur
♦ 65
♦ 2
♦ G109654
♦ 9743
Austur
♦ ÁG
♦ÁK6543
♦ Á2
♦ G65
Suður
♦ 1098743
♦ 987
♦ D87
+ Á
Vestur Norður Austur Suður
— 1 lauf 1 hjarta- 1 spaði
Pass 2 spaðar Pass Pass
Pass
Útspil: Hjailatvistur.
Vörnin á fjóra slagi í toppspil-
um og eina hjartastungu. Þótt
austur sjái ekki allar hendur
verður hann að gefa sér að
makker eigi eitt hjarta — annars
er vonlaust að hnekkja spilinu.
Síðan verður hann að leita leiða
til að virkja spaðagosann.
Fyrsta hugdettan er að spila
þrisvar hjarta og panta tígul til
baka. Spila síðan enn hjarta út
í þrefalda eyðu í þeirri von að
vestur sé með tromptíuna. Þá
uppfærist spaðagosinn. Þetta er
ágæt áætlun, en við sjáum að
hún gengur ekki upp.
Annar möguleiki er að und-
irbúa uppfærsluna með því að
spila tígli strax í öðrum slag.
En það má ekki taka tígulás og
spila meiri tígli, því þá getur
sagnhafi kastað bjarta úr blind-
um niður í tíguldrottningu. En
með því að spila SMÁUM tígli
frá ásnum nær austur stjórn á
spilinu. Hann drepur strax á
spaðaás, tekur tígulás og síðan
hjarta tvisvar. Vestur spilar tígli
og spaðagosinn er orðinn að
slag.
SKÁK
Umsjón Margeir
Pétursson
Á alþjóðlegu móti fyrir ungl-
inga 16 ára og yngri sem Taflfé-
lag Garðabæjar gekkst fyrir í
ágúst kom þessi staða upp í skák
þeirra Alfreðs Haukssonar,
Tafllfélagi Garðabæjar, sem hafði
hvítt og átti leik og Kristian
Glans, Svíþjóð. Svartur lék síðast
24. - Rd5 - c3?
25. Hxg7! - Kxg7, 26. Hgl+ -
Kh7, 27. D15+ - Kh8, 28. Df6+
— Kh7, 29. Dg7 mát. Úrslit á
mótinu urðu þessi: 1. RagnarFjal-
ar Sævarsson, TR v. af 7 mögu-
legum, 2. Heígi Áss Grétarsson,
TR 6 v. 3. Henrik Lönnqvist, Finn-
landi 5 v. 4.-6. Alfreð Hauksson,
TG, Sveinn Reynisson, TG og
Kristján Eðvarðsson, TR 4 v.
7.-9. Brynjar Jóhannsson, SH,
Steinn A. Jónsson, TA og Óli
Steindórsson, TA 4 v. Þátttakend-
ur voru 25 talsins, þar af þrír
Svíar og einn Finni. Búnaðarbanki
íslands studdi Taflfélag Garða-
bæjar til mótshaldsins.