Morgunblaðið - 30.11.1989, Page 4

Morgunblaðið - 30.11.1989, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1989 Borgarspítalinn: Sjúkradeild fyrir 27 aldraða opnuð Ný vararafstöð sett upp fyrir spítalann ÞRIÐJA sjúkradeildin í B-álmu Borgarspítalans hefúr verið tekin í notkun og er þar rými fyrir 27 aldraða hjúkrunar- og bæklunarsjúkl- inga. Er þá samtals 81 rúm ætlað öldruðum í B-álmu spítaians. Kostnaður við innréttingu deildarinnar er um 57 milljónir króna. Þá hefur verið keypt ný vararafstöð fyrir spítalann og hefúr hún verið sett upp í nýbyggingu sunnan við spítalann. Áætlaður kostnað- ur vegna kaupanna er um 10 milljónir króna og um 8 milljónir vegna framkvæmda við rafstöðvarhúsið. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Davíð Oddsson borgarstjóri ræsir nýja vararafstöð Borgarspítalans en henni hefúr verið komið fyrir í sérstöku vélarhúsi sunnan við spítalann. „Það er mikil gleði og ánægju- stund þegar þessi deild er tekin í notkun og langþráðum áfanga náð,“ sagði Davíð Oddsson borgar- stjóri við vígslu sjúkradeildarinnar. Sagði hann að fjárveitingarvaldið hefði stundum verið tregt til að leggja fram fé svo að takast mætti að Ijúka framkvæmdum, sem væri •skiljanlegt þegar á sama tíma hefur verið gripið til þess að loka deildum vegna skorts á starfsfólki. Menn teldu að núna væru að meðaltali um 150 rúm lokuð á sjúkrahúsum þegar sumarlokunum væri dreift yfir allt landið. „í þeim lokuðu rúm- um eru náttúrlega bundnir gríðar- legir fjármunir eins og menn sjá þegar reiknaður er fram meðaltals- kostnaður við hvert rúm eins og stundum er gert varðandi spítala,“ sagði Davíð. Guðmundur Bjamason heilbrigð- isráðherra, sagði að því miður væru fjárveitingar, sem veittar hefðu ver- ið til framkvæmda við Borgarspítal- ann á undanförnum árum, og tillög- ur fyrir fjárlagafmmvarp næsta árs þess eðlis að ef til vill tækist ekki að ljúka framkvæmdum fyrr en um aldamót. „Vonandi líður ekki of langur tími áður en okkur tekst að ljúka næsta áfanga því þjónusta við aldraða er eitt af áhersluatriðum í heilbrigðisþjónustunni um þessar mundir,“ sagði Guðmundur. „Öldr- uðum fer fjölgandi og við verðum að gera mun betur en okkur hefur tekist að undanförnu." Framkvæmdir við byggingu B-álmu spítalans hófust árið 1977. Álman er á sjö hæðum og er hver hæð um 800 fermetrar. Enn er eft- ir að innrétta þrjár hæðir en kostn- aður við þær framkvæmdir er áætl- aður um 414 milljónir króna. Vegna alvarlegs rafmagnsleysis á haustmánuðum 1988 tók stjórn Borgarspítalans ákvörðun um að keypt yrði ný vararafstöð, eftir að í ljós kom að ekki var hægt að treysta á vararafstöð spítalans. Hún brást þegar síst skyldi. Þá reyndist aflnotkun spítalans hafa aukist verulega og því þörf á nýrri og stærri vél, auk þess reyndist nauð- synlegt að endurbætaverulega allar aðaltöflur spítalans og verður því verki lokið á næstu tveimur árum. Áfengi og tó- bak hækkar um rúm 6% ÁFENGI og tóbak hækkaði í gær. Áfengi hækkaði að meðaltali um 6,2% en tóbak um 6,3%. Þetta er þriðja hækkunin á þessum vörum á árinu. I febrúar nam hækkunin 11,5% og í júlí 8%. Hækkunin nem- ur því samtals tæplega 26% á þessu ári. Flaska af íslensku brennivíni kost- ar nú 1.500 krónur en kostaði 1.400 krónur fyrir hækkun. Flaska af al- gengri tegund af viskí hækkar úr 2.070 í 2.240 krónur, vodka úr 1.780 í 1.920 krónur, rauðvín úr 790 í 840 krónur, hvítvín úr 650 í 670 krónur og sex dósir af algengum bjór úr 700 í 730 krónur. Pakki af algengri tegund af sígar- ettum hækkar úr 188 krónum í 199 krónur. Gústaf Níelsson, skrifstofustjóri Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins, sagði að við hveija hækkun minnki sala á áfengi nokkuð fyrstu vikurnar en fari þá aftur í fyrra horf. Hann sagði að tilgangurinn með þessari hækkun væri að ná markmiði fjár- laga, en þar er gert ráð fyrir að hagnaður ríkissjóðs af áfengisversl- uninni nemi rúmum sex milljörðum króna. VEÐUR / DAG kl. 12.00: Heimild: Veðurstofa Islands (Byggt á veðurspá U. 16.15 i gær) VEÐURHORFURIDAG, 30. NOVEMBER. YFIRLIT ( GÆR: Suð- og suðvestan átt á landinu, víða stinnings- kaldi eða allhvass. Vestanlands og sums staðar á Suðurlandi var rigning en þurrt og nokkuð bjart veður um norðaustanvert landið. Hiti 5 til 9 stig. Yfir Norðursjó er 1033ja mb hæð en 983 mb lægð yfir suðausturströnd Grænlands fer norðaustur og grynnist. Vax- andi 978 mb lægð yfir Nýfundnalandi hreyfist norðnorðaustur. SPÁ: Suðvestlæg átt um mestallt landið, víðast kaldi. Rigning verð- ur við suðausturströndina framan af degi, skúrir um vestanvert landið en þurrt að mestu og nokkuð bjart veður norðaustanlands. Annað kvöld fer að rigna suðvestanlands með vaxandi suðaustan- átt. Heldur kaldara en í dag, einkum vestanlands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG: Suðlæg átt, víða nokkuð hvöss og hlýtt um allt land. Rigning um sunnan- og vestanvert landið en úrkomu- lítið norðaustanlands. HORFUR Á LAUGARDAG. Suðvestanátt og heldur kólandi í bili. Skúrir eða slydduél um vestanvert landið en léttir líklega til austan- lands. TÁKN: Heiðskírt x Norðan, 4 vindstig: * Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma 10" Hrtastig: 10 gráður á Celsius Y Skúrir * V El = Þoka — Þokumóða ’ , 5 Súld CO Mistur —J- Skafrenningur |~^ Þrumuveður VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12:00 i gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 8 skýjað Reykjavík 8 rigning og súid Bergen 4 skýjað Helsinki 4-0 skýjað Kaupmannah. 2 skýjað Narssarssuaq +5 snjóél Nuuk 4-4 snjókoma Osló 4-2 téttskýjað Stokkhólmur 4-0 léttskýjað Þórshöfn 8 skýjað Algarve 16 þokumóða Amsterdam 3 heiðskírt Barcelona 13 þokumóða Berlín 3 mistur Chicago 440 heiðskirt Feneyjar 7 heiðskirt Frankfurt 2 léttskýjað Glasgow 4 þoka Hamborg 3 mistur Las Palmas 22 skýjað London 7 iéttskýjað Los Angeles 9 heiðskirt Lúxemborg 2 heiðskírt Madríd 13 skýjað Malaga 17 þokumóða Mallorca 16 rigningás.kl.st. Montreal 4-15 lésttskýjað New York 2 skýjað Orlando 20 þokumóða París 3 heiðskírt Róm 13 heiðskírt Vin 4-0 heiðskírt Washington 4 alskýjað Winnipeg 4-6 heiðskírt Mikill verðmunur á bökunarvörum MIKILL verðmunur á bökunar- vörum kom fram í könnun Verð- lagsstofúunar á verði í 34 verslun- um í Reykjavík og á Norðurlandi. í könnuninni kom fram að tveggja kílóa hveitipoki kostaði 68-97 krónur sem er 43% verðmunur. Tvö kíló af sykri kostuðu 133-198 krónur sem er 49% munur. Möndlur án hýðis, 100 grömm, kostuðu 49-130 krónur sem er 165% munur. Kókosmjöl, 250 grömm, kostaði 39-77,50 krónur sem er 99% munur. Á sama vörumerkinu munaði mestu á Lyle’s sírópi í 1 kg dós, en það kostaði 173-351 krónu sem er 103% munur. Verslunin Bónus í Faxafeni var oftast með lægsta verð á vörutegund- um eða 10 sinnum. KEA á Akureyri var 9 sinnum með lægsta verð og Fjarðarkaup 8 sinnum. SS Háaleitis- braut var oftast með hæsta verð eða 9 sinnum og Laugarás og Skagfirð- ingabúð voru 8 sinnum með hæsta verð. Kona fyrir bíl KONA slasaðist er hún varð fyr- ir bil á Hringbraut um klukkan 18 í gær. Konan gekk yfir Hringbraut móts við Ljósvallagötu og varð þá fyrir bíl sem ekið var eftir Hring- braut. Hún var flutt með sjúkrabif- reið á slysadeild. Ekki tókst að afla upplýsinga um líðan hennar í gær- kvöldi. Forsætisráðherra: Framtíðarnefiid- in hefiir störf á ný Framtíðarnefnd svokölluð, sem Steingrímur Hermannsson skip- aði í fyrri forsætisráðherratíð sinni fyrir nokkrum árum, mun hefja störf aftur um áramótin og ljúka verkefni sínu, sem er að spá fyrir um þróun flestra þátta þjóð- mála fram til ársins 2010. Þetta kom fram í máli forsætis- ráðherra á fyrsta fundinum í funda- röð um mótun stefnu í atvinnumál- um, sem Júlíus Sólnes hagstofuráð- herra stendur fyrir. Forsætisráð- herra sagði að sér fyndist mjög mik- ilvægt að framtíðarnefndin lyki störfum, en starfsemi hennar hefur legið niðri um allnokkurt skeið. Júlíus Sólnes sagði á fundinum að fundaherferðin væri fyrst og fremst ætiuð til að fá hugmyndir frá almenningi um ný tækifæri í at- vinnumálum. Hugarflugsnefndin svokallaða, sem á að starfa með ráðherranum að mótun atvinnu- stefnunnar, mun að sögn Júlíusar velta upp ýmsum möguleikum, en síðan verður atvinnulífið að taka við og framkvæma hugmyndir nefndar- innar. Júlíus sagði að þegar hefðu leitað til sín fjöimargir aðilar með hugmyndir. Hann sagði að beztir möguleikar í framtíðinni væru í þjónustuiðnaði fyrir sjávarútveg. Hann spáði því einnig að skipasmíðar myndu rísa úr öskustónni. Þá þyrfti að athuga möguleika á því að komast inn á markað Evrópubandalagsins með því að íslenzk fyrirtæki stofnuðu systurfyrirtæki í Danmörku, sem bæði er aðili að samnorrænum vinnumarkaði og að Evrópubanda- laginu. Hettumanni mistókst rán MAÐUR með grímu eða lambhúshettu fyrir andliti reyndi að fremja rán í söiut,- urni við Laugalæk laust fyrir klukkan 8 í fyrrakvöld. Hann stökk innfyrir afgreiðsluborð og sló afgreiðslumann í and- litið. Afgreiðslumanninum tókst að forða sér bakvið læstar dyr og hringja í lögreglu. Á meðan átti maðurinn skamma stund við peningakassa verslunarinn- ar en hljóp á braut þegar hann varð var við viðskiptavin á leið í söluturninn. Lögreglan hafði ekki haft hendur í hári þessa manns í gær. Afgreiðslumaður- inn hlaut ekki alvarlega áverka af höggum hins grímuklædda ræningja.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.