Morgunblaðið - 30.11.1989, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1989
GLÆSILEGT
JÓLAHLAÐBORÐ
A GÓÐU VERÐI
Nú þegar jólin eru í nánd færist jóla-
stemmningin yfir Skrúð.^Þar er
gestum og gangandi boðið upp á
stórglæsilegt jólahlaðborð,4 heitt og kalt,4
á hagstæðu verði.á Hlaöborðið er á boð-
stólum frá kl.11-23 daglega og að
sjálfsögðu er jólaglögg alltaf til reiðu.4
Ath.4 Við bjóðum upp á jólaglögg og jóla-
hlaðborð í einkasölum - fyrir starfsmanna-
hópa og hvers konar jólagleðskap.4
4 Skrúður kemur öllum í jólaskapið!
Indfrel!-
-lofargóðu!
SÍLDARRÉTTIR «I SV
SOGUR EFTIR HALL-
DÓR STEFÁNSSON
UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002
BÓKAÚTGÁFA Máls og menn-
ingar hefur sent frá sér bókina
Sögur eftir Halldór Stefánsson.
Þetta er „Stórbók" og geymir
öll smásagnasöfn Halldórs, en
þau eru í fáum dráttum (1930),
Dauðinn á þriðju hæð (1935),
Einn er geymdur (1942), Sögur
og smáleikrit (1950), þar sem
leikritunum er þó sleppt, og
Blakkar rúnir (1962).
í kynningu útgefanda segir m.a.:
„Halldór Stefánsson var Austfirð-
ingur, fæddur árið 1892, en bjó
lengst af í Reykjavík og lést þar
árið 1979. Á þriðja áratugnum ferð-
aðist hann talsvert um Evrópu, og
í Berlín lét hann prenta fyrsta safn-
ið sitt árið 1930. Hann var einn
„Rauðra penna“ og stofnenda Máls
og menningar, og átti um langt
skeið sæti í stjórn félagsins. Hann
skrifaði bæði skáldsögur, leikrit og
orti kvæði, en lagði þó alla tíð
mesta rækt við smásagnaformið.
Hann hefur verið talinn til list-
fengustu smásagnahöfunda
íslenskra, og sögur hans hafa verið
þýddar á 15 tungumál. Flestar eru
þær löngu ófáanlegar, og því var
þessi útgáfa gerð. Aftast í bókinni
er eftirmáli um ævi og störf höfund-
arins eftir Halldór Guðmundsson,
og ítarleg ritaskrá.
Stórbók Halldórs Stefánssonar
er 560 blaðsíður að stærð, unnin í
Prentsmiðjunni Odda, en Guðjón
Ketilsson gerði kápu.