Morgunblaðið - 30.11.1989, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1989
LYFTU
ÞÉR UPP
OG
OPNAÐU
PILSNER
Sgils
...að sjálfsögðu!
6. áskriftartónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands:
Nýtt íslenskt verk og
einleikur á klarinett
efbirRafti Jónsson
SJÖTTU áskriflartónleikar Sin-
fóníuhljómsveitar Islands verða
í Háskólabíói í kvöld, 30. nóvem-
ber og hcfjast klukkan 20.30. Á
eftiisskránni verða þrjjú verk,
Reflex eftir Kjartan Ólafsson,
Klarinettukonsert eftir Carl Ni-
elsen og Sinfónía nr. 4 eítir Beet-
hoven. Einleikari í þetta sinn
verður Einar Jóhannesson klar-
inettuleikari og hljómsveitar-
stjóri er írinn Colman Pearce.
Reflex er fyrsta verkið, sem Sin-
fóníuhljómsveitin flytur eftir Kjart-
an Ólafsson. Hann lauk námi frá
Tónfræðideild Tónlistarskólans í
Reykjavík 1984 og hélt þá til fram-
haldsnáms í Hollandi í raftónlist.
1986 hélt hann svo til náms í raf-
tónlist við Sibelíusar-akademíuna í
Helsinki, þar sem hann er nú við
nám. Hann vinnur þar að lokaverk-
efni, Licentiate, sem er hljómsveit-
arverk. Reflex skrifaði hann í Finn-
landi í fyrra. Þetta verk byggir á
tveimur meginhugmyndum, ann-
arri, sem er mjög flókin, en hinni,
sem er mjög einföld. Verkið hefst
á annarri hugmyndinni en lýkur
með hinni. Kjartan hefur áður
skrifað kammerverk, einleiksverk
og kórverk, auk raftónlistar.
Danska tónskáldið Carl Nielsen
lærði á fiðlu og trompet á ungl-
ingsárum sínum. Hann hefur
stundum verið kallaður Sibelius
Danmerkur, þótt sú samlíking eigi
ekki fyllilega við. Á yngri árum
samdi hann tónlist í anda Griegs,
Brahms og Liszt, en er fram liðu
stundir hreifst hann af nútímatón-
list, þótt enn mætti heyra áhrif
alþýðutónlistar. Klarinettukonsert-
inn var síðasta hljómsveitarverk
hans, frumflutt í Humlebæk í Dan-
mörku í september 1928.
Síðasta verkið á tónleikunum er
Sinfónía nr. 4 eftir Beethoven.
Verkið var frumflutt í Vínarborg í
mars 1807. Á árunum 1802-1808
var Beethoven mjög afkastamikill
og skrifaði þá mörg stærstu og
mikilfenglegustu verka sinna, s.s.
sinfóníurnar nr. 4, 5 og 6, Fiðlukon-
sertinn, Þríkonsertinn og fjöldann
allan af píanósónötum.
Einleikarinn á tónleikunum í
kvöld er Einar Jóhannesson. Einar
þarf vart að kynna. Hvar sem hann
hefur komið fram, hefur leikur
hans á klarinettu vakið verðskul-
daða hrifningu. Nýlega kom út í
Lundúnum bók sem nefnist „Clari-
nett Virtuosi of Today“, þar sem
tilgreindir eru 45 fremstu klarinett-
leikarar heimsins í dag. Þar er
kafli um Einar og hann hiklaust
talinn í hópi fremstu klarinettleik-
ara.
Einar stundaði nám við tónlistar-
skólánn í Reykjavík undir hand-
leiðslu Gunnars Egilson og hélt til
framhaldsnáms í The Royal College
of Music í Lu'ndúnum 1969. Einar
hefur unnið til fjölda verðlauna
fyrir leik sinn, m.a. vann hann sam-
keppni sem Yehudi Menuhin efndi
tii í Lundúnum 1976 og árið 1979
hlaut hann verðlaun þau sem Sonn-
ingsjóðurinn danski veitir ungum
norrænum einleikurum. Einar hef-
ur komið fram sem einleikari víða
Einar Jóhannesson
í löndum Evrópu og einnig í Japan
og Kína. Einar mun leika með Sin-
fóníuhljómsveit Missisippi í Banda-
ríkjunum í apríl á næsta ári og
með útvarpshljómsveitinni í Dublin
á írlandi og taka þátt í Tónlistarhá-
tíðinni í Flandern í Belgíu í septem-
ber á næsta ári.
Hljómsveitarstjórinn Colman
Pearce er írskur. Hann fæddist í
Dublin og nam við tónlistarskólann
þar og lauk námi frá Tónlistar-
háskóla írlands 1960. Framhalds-
nám stundaði hann í Hilversum og
Vínarborg. Frá því að hann hóf
hljómsveitarstjórn hefur hann
starfað fyrir Utvaipshljómsveit ír-
lands og jafnframt verið aðalhljóm-
sveitarstjóri hennar. Colman Pe-
arce starfar þó mikið utan írlands
og hefur hann stjórnað á Spáni, í
Þýskalandi, Belgíu, Ungverjalandi,
Búlgaríu, Brasilíu og Bandaríkjun-
um, auk þess sem hann er regluleg-
ur stjórnandi hjá BBC í Bretlandi.
Höfimduv er kynningarfulltrúi
Sinfóníuhljómsveitarinnar.
Colman Pearce
innréttingum
" j í tilefni af komu hátíöanna ætlum
við aö veita 30% afslátt af
baöinnréttingum fram til jóla.
Norsku FOSSBAD
í baöinnréttingarnar eru sérlega
vandaöar og glæsilegar og
möguleikarnir eru ótæmandi.
Aö sjálfsögöu eigum viö allt annaö
sem þarf í baðherbergið og það í
miklu úrvali og á hreint frábæru
veröi. Líttu viö hjá okkur og þú
kemst í sannkallað hátíöarskap !
w«ESðSH»n*aria
WŒhffi
í AUT A BADID
Suðuriandsbraut 20 • Sími 83833
■ PHYLLIS A. Withney er
fastagestur á jólabókamarkaðin-
um. Iðunn hefur gefið út sextándu
'bókina á íslenzku og heitir hún
Týndar slóðir. Sagan segir frá
Jennifer Blake, sem getur ekki
gleymt þeim afdrifaríka degi þegar
þriggja ára dóttir hennar hvarf
sporlaust og neitar að gefast upp
við leit að henni. Þórey Frið-
björnsdóttirþýddi.
H BETRA LÍF nefnist bóka-
flokkur, sem Mál og menning
hefur hafið útgáfu á. Fjórar bækur
eru komnar. Fitusnautt fæði eftir
Margréti E. Jónsdóttur er mat-
reiðslubók fyrir þá sem þurfa að
lækka blóðfitu sína. Gunnar Sig-
urðsson yfirlæknir Lyflækninga-
deildar Borgarspítalans ritar form-
álsorð. Bókin er 235 bls. Mynd-
skreytingar gerði Anna V. Gunn-
arsdóttir. Næst hannaði kápu, en
Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði.
Fyrirburar — Bók íyrir foreldra
er eftir W.H. Kitchen, J.V. Liss-
enden, M.M. Ryan og A.L. Rick-
ards er bók, sem fjallar um börn
sem fæðast fyrir tímann. Gunnar
Biering, yfirlæknir á Vökudeild
Barnaspítala Hringsins ritar form-
ála. Sigríður Sigurðardóttir
þýddi bókina sem er 92 bls. Næst
hannaði kápu, en Prentsmiðjan
Oddi hf. prentaði.Listin að elska
er þriðja bókin í þessum flokki.
Hún er eftir Erich Fromm, sem
var bæði sálfræðingur og félags-
fræðingur og byggði hann bókina
á þeirri sannfæringu að ástin sé
svarið við vandamálum mannlífs-
ins. Þýðandi er Jón Gunnarsson
en þetta er þriðja^útgáfa bókarinn-
ar á íslenzku. Utbrunninn? - -
Farðu betur með þig heitir fjórða
bókin í þessum flokki. Hún er eft-
ir Barbro Bronsberg og Ninu
Vestlund og Ólafur G Kristjáns-
son þýddi. Bókin fjallar um álag
í vinnu og heima fyrir og benda
höfundar á ráð til að koma í veg
fyrir það að menn gangi fram af
sér. Bókin er 170 blaðsíður og
prentuð hjá Odda.