Morgunblaðið - 30.11.1989, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1989
33
TILKYNNINGAR
Auglýsing frá ríkisskattstjóra
Verðbreytingastuðull
fyrir árið 1989
Samkvæmt ákvæðum 26. gr laga nr. 75 14.
september 1981 um tekjuskatt og eignar-
skatt hefur ríkisskattstjóri reiknað verðbreyt-
ingastuðul fyrir árið 1989 og nemur hann
1,2224 miðað við 1,0000 á árinu 1988.
Reykjavík, 30. nóvember 1989.
" Ríkisskattstjóri.
TIL SÖLU
Rækjuverkendur athugið
Til sölu afþýðingartæki fyrir rækju.
Tækið er framleitt af Cabin Plant AS Dan-
mörku árið 1984.
Nánari upplýsingar veitir Stefán Sigurður í
símum 20059 og 678910.
Lyftari
og loðnuflokkunarvél
Til sölu Lansing, DC-diesel, 5 tonna vörulyftari
og Sjötech-loðnuflokkunarvél árgerð 1986.
Upplýsingar gefur Stefán Sigurður í símum
20059 og 678910.
VEIÐI
Veiðiá
Laxá, Miklaholtshreppi, Snæfellsnesi, er til
leigu sumarið 1990.
Tilboð sendist fyrir 10. des. til formanns
veiðifélagsins, sem gefurnánari upplýsingar.
Ásgrímur Stefánsson,
Stóru-Þúfu,
sími 93-56775,
311 Borgarnesi.
Utankjörstaðakosning í
Hafnarfirði
Utankjörstaðakosning vegna prófkjörs Sjálfstæðisflokksins i Hafnar-
firði dagana 2. og 3. desember fer fram i Sjálfstaeðishúsinu við
Strandgötu milli kl. 17.00 og 18.00 alla daga vikunnar.
Kjörstjóm.
Kópavogur - Kópavogur
Sjálfstæðiskvennafélagið Edda
Okkar árlegi jólafundur verður haldinn laugardaginn 2. desember í
Sjálfstæðishúsinu, Hamraborg 1, 3. hæð. Fundurinn hefst með borð-
haldi kl. 19.00.
Eddukonur fjölmennið og takið með ykkur gesti.
Stjómin.
ATVINNUHÚSNÆÐI
Skrifstofuhúsnæði
Ráðuneytið óskar eftir að taka á leigu nú
þegar skrifstofuhúsnæði, 100-150 fm eða
4-5 herbergi.
Til greina kemur að taka á leigu í sama húsi
geymsluhúsnæði allt að 100 fm með mikilli
lofthæð.
Tilboð sendist aðalskrifstofu ráðuneytisins í
Arnarhvoli fyrir 7. desember nk.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið,
28. nóvember 1989.
LÖGTÖK
Týr í afmæli Stefnis
Föstudagsrabbfundur Týs fellur niður að þessu sinni. Félagar eru
hvattir til að mæta í afmæli elsta starfandi félagsins, Stefnis í Hafnar-
firði. Afmælið er auglýst nánar hér á síðunni.
Týr.
/
Skattheimta og
réttlæti
Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna
í Reykjavik, heldur rabbfund um skatt-
heimtu og réttlæti í kjailara Valhallar, Háa-
leitisbraut 1, fimmtudaginn 30. nóvember.
Framsögumaður verður dr. Hannes Hólm-
steinn Gissurarson, lektor í stjórnmála-
fræði. Fundurinn hefst kl. 20.30 og er hann
öllum opinn.
Stjórnin.
IIFIMDAU Ul<
F ■ U S
Einstaklingar - fyrirtæki
Vegna flutninga eru til sölu ódýrir stólar,
ísskápar, eldhúsborð, skrifborð og skrif-
borðskálfar. Ennfremur peningaskápur Tann
A90-1200 og annar lítill, ryksugur og fata-
skápar.
Á sama stað er til sölu ný, lítil eldhúsinnrétt-
ing, tilvalin í sumarbústað, hleðslugler 24 x 24,
hvítar flísar og hurðir. Allt nýjar og góðar vör-
ur, sem seljast með miklum afslætti.
Hlutirnir eru til sýnis og sölu í Bolholti 4, 4.
hæð, fimmtudaginn 30. nóvember milli kl.
15 og 19.
Fiskeldisstöð til sölu
Til sölu eru allar eignir þrotabús íslandslax
hf. Meðal eigna er fiskeldisstöðin að Stað í
Grindavík, þ.e. mannvirki og eldisfiskur.
Helstu mannvirki eru: Klakstöð, seiðaeldis-
stöð og fullbúin aðstaða til matfiskeldis.
Ennfremur borholur með heitu og köldu vatni
(og sjóblöndu) með tilheyrandi dælumann-
virkjum og lögnum að stöðinni, spennistöðv-
ar, vatnstankur, skrifstofuhúsnæði og
margvíslegir lausamunir.
Helstu fiskbirgðir eru:
Matfiskeldi:
Ca. 172.000 stk. seiði ca. 40.000 kg.
(árg. 1989).
Ca. 164.000 stk. matfiskar ca. 276.000 kg.
(árg. 1987).
Ca. 2.000 stk. klakfiskar ca. 28.000 kg.
(árg. 1986 + 1987).
Seiðaeldi:
Ca. 136.000 stk. ca. 16.600 kg.
(árg. 1988).
Ca. 700.000 stk. sumaralin ca. 4.000 kg.
(árg. 1989).
Klakstöð:
Ca. 116.000 stk. seiði ca. 20.000 kg.
(árg. 1988).
Ca. 300 stk. klakfiskar ca. 3.000 kg.
(árg. 1986).
Ca. 1.000 stk. klakfiskar ca. 20.000 kg.
(árg. 1985).
Fiskurinn er að mestu af norskum stofni.
Nánari upplýsingar (þó ekki í síma) gefa:
Sigurmar Albertsson hrl., Klapparstíg 27,
Reykjavík, Garðar Garðarsson hrl., Hafnar-
götu 31, Keflavík, og Bjarni Sigurðsson,
framkvstj., Stað við Grindavík.
Lögtaksúrskurður
Eftir beiðni Ólafsvíkurkaupstaðar úrskurðast
hér með lögtök fyrir útsvörum, aðstöðugjöld-
um, lóðarleigu, gatnagerðargjöldum, vatns-
sköttum og aukavatnssköttum til bæjarsjóðs
Ólafsvíkur og skipagjöldum, vörugjöldum,
leigugjöldum fyrir not af tækjum hafnarinn-
ar, leyfisgjöldum og lóðargjöldum til hafnar-
sjóðs Ólafsvíkur álögðum á árinu 1989 og
ógreiddum eldri gjöldum.
Lögtök mega fara fram að liðnum átta dögum
frá birtingu úrskurðar þessa á ábyrgð gerðar-
beiðanda en kostnað gerðarþola hafi skil
ekki verið gerð fyrir þann tíma.
Stykkishólmi, 22. nóvember 1989.
Lögtaksúrskurður
Hér með úrskurðast að lögtök mega fara
fram til tryggingar eftirtöldum vangoldnum
opinberum gjöldum, álögðum 1989 á ein-
staklinga og lögaðila á Seyðisfirði og Norð-
ur-Múlasýslu að liðnum átta dögum frá birt-
ingu þessa úrskurðar.
Gjöldin eru þessi: Vanskilafé staðgreiðslu,
eindagað fram til 16. nóvember 1989, og
áfallinn og ógreiddursöluskattur, eindagaður
fram til 3. nóvember 1989.
Lögtök fara fram án frekari fyrirvara en að
ofan greinir, á kostnað viðkomandi gerðar-
þola en á ábyrgð gjaldheimtu Austurlands.
Seyðisfirði 29. nóvember 1989.
Sýslumaðurinn í Norður-Múlasýslu.
Bæjarfógetinn á Seyðisfirði.
SJALFSTÆDISFLOKKURINN
F É L A G S S T A R F
Hafnfirðingar athugið
Skrifstofa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði er opin frá kl. fO.OO og
fram eftir kvöldi næstu viku. Komið og heilsiö uppá starfsmenn og
fáið ykkur kaffi við Strandgötuna.
Starfsmenn.
Akureyringar
- Akureyringar
Fundur með Friðriki Sóphussyni i Kaupangi
við Mýrarveg laugardaginn 2. desember
kl. 15.00. Friðrik mun fjalla um virðisauka-
skattinn, ríkisstjórnina og önnur mál.
Allir hvattir til að mæta.
SUS,
Vörður FUS,
Sjálfstæðisfélag Akureyrar.
Sjálfstæðisfólk, Hafnarfirði
Afmælisfagnaður Stefnis
í tilefnj 60 ára afmælis Stefnis, FUS, verður hátíðarveisla haldin í
veiting'ahúsinu Firðinum, föstudaginn 1. des. nk. kl. 20.00.
Hátíðarræður, skemmtiatriöi og glæsilegur matseðill. Dansað til kl.
03.00.
Allt sjálfstæðisfólk velkomið.
Nánari upplýsingar gefur Valdimar i Sjálfstæðishúsinu, sími 50228.
Ath.: Samkvæmisklæðnaður.
Stjórn Stefnis, FUS.
Austur-
Skaftfellingar
Almennur stjórnmálafundur verður haldinn
í Sjálfstæðishúsinu á Höfn, föstudaginn 1.
desember kl. 20.30. Málshefjendur verða
Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðis-
flokksins, og Ólafur G. Einarsson, formaður
þingflokks sjálfstæðismanna. Ennfremur
mæta á fundinn alþingismennirnir Egill
Jónsson og Kristinn Pétursson.
Allir velkomnir.
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins i Austurlandskjördæmi.
Höfóar til
.fólks í öllum
starfsgreinum!