Morgunblaðið - 30.11.1989, Qupperneq 34
.34
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1989
Afinæliskveðja:
Sólveig S. Páls-
dóttir frá Höfða
Hún fæddist í Bæjum á Snæ-
fjallaströnd 30. nóvember 1899.
Foreldrar hennar voru hjónin Páll
H. Halldórsson og Steinunn Jó-
hannsdóttir. Þau bjuggu í Bæjum
og á Höfða í Grunnavíkurhr. For-
eldrar Páls voru Halldór Hermanns-
son bóndi á Nauteyri og í Bæjum
og kona hans María Rebekka Krist-
jánsdóttir. Faðir Halldórs var Her-
mann Halldórsson bóndi í Hattar-
dalshúsum Jónssonar og Rannveig-
ar Hermannsdóttur frá Görðum í
Aðalvík. Móðir Halldórs var Guðrún
Jónsdóttir Bjarnasonar á Marðar-
eyri Jónssonar „hrekks“ í Æðey.
Móðir Guðrúnar var Guðfinna Jóns-
dóttir. Faðir Maríu Rebekku var
Kristján bóndi og dbr. í Reykjar-
firði, Ebeneserssonar Guðmunds-
sonar Innri-Hjarðardal, Ön.friði
Bárðarsonar í Arnardal. Kona
Ebenesers var Margrét Bjarnadóttir
Jónssonar frá Marðareyri (systir
Jóns Bjarnasonar sem fyrr er get-
ið). Móðir Maríu Rebekku var
Kristín Pálsdóttir Halldórssonar í
Arnardal Pálssonar bónda á Selja-
landi. Kona Halldórs var Margrét
Sigfúsdóttir frá Kvíanesi, Súganda-
firði. Kona Páls í Arnardal var
Margrét Guðmundsdóttir, Bárðar-
sonar, Arnardal og Sigríðar Björns-
dóttur Jónssonar frá Núpi. Foreldr-
a'r Steinunnar á Höfða voru Jóhann
Jónsson bóndi á Svanshóli, Str. og
kona hans, Guðrún Stefánsdóttir.
Faðir Jóhanns á Svanshóli, var Jón
Níelsson bóndi á Kleifum í Gilsfirði
Sveinssonar og Sesselju Jónsdóttur
frá Barmi í Gufudalssveit. Móðir
Jóhanns var Helga Jónsdóttir Jóns-
sonar á Grænanesi og Helgu Jóns-
dóttur frá Djúpadal. Faðir Guðrún-
ar á Svanshóli var Stefán Stefáns-
son bóndi á Hrófbergi, Str. Guð-
mundssonar bónda á^Melstað í Mið-
firði og Guðrúnar Árnadóttur frá
Hömrum í Haukadal. Móðir Guð-
V
§
fc
o
Úrval og Útsýn bjóða
ferð frá 28. desember til 2. januar
til Interlaken í Sviss fyrir aðeins |
með hótelgistingu, hálfu fæði
„gala“ balli á gamlárskvöld.
Þar með kosta áramót í svissneskri ferða-
mannaparadís svipað og áramót á Fróni en
þau fyrrnefndu hljóma meira spennandi.
Kringum Interlaken er stórbrotin náttúru-
fegurð. Bærinn liggur milli tveggja vatna og
fyrir ofan gnæfa mikilfenglegir tindar eins og
Jungfrau og Eiger. Steinsnar frá er Grindel-
wald, draumur alls skíðafólks.
m•
Farið verður með leiguflugi til Basel og
þaðan haldið til Interlaken. Með f för verð;
Ása Maria Valdimarsdóttir og landsfrægir
skemmtikraftar sem munu sjá til þess að
fjörinu linni aldrei allan tímann og nái hámarki
á miðnætti á gamlárskvöld.
Verð í tvíbýli á Hotel Weisses Kreuz er 39.400 kr. og á
Park-Hotel Mattenhof 41.500 kr. Innifalið ergisting í 5
nætur, hálft fæði og "gala" ball á gamlárskvöld.
- '■ :i 1.
hyggúu pá/ h/ úúú/ ujj uJJj ’ju/úu/ uppuaJj
FíRDASKRIFSTOFAN ÚRVAl
ÚTStN
Feniaskrifstofan Vtsýn hf
Álfabakka 16, s: 603060 Pósthússtræti 13, s: 26900 Austurstræti 17, s: 26611
rúnar var Engilráð Ólafsdóttir,
Gunnlaugssonar bónda á Brands-
stöðum og Skerðingsstöðum, Reyk-
hólasveit, Árnasonar og Ingibjargar
Eyjólfsdóttur.
Móðir Engilráðar var Þorbjörg
Aradóttir Jónsssonar Ólafssonar pr.
í Tröllatungu og Sigríðar Teits-
dóttur sýslum. Arasonar. Móðir
Þorbjargar Aradóttur var Helga
Árnadóttir pr. í Gufudal Ólafssonar
Jónssonar lögs. á Eyri. Móðir Helgu
var Guðrún Jónsdóttir. Þorbjörg
Aradóttir var systir Sigríðar föður-
móður Matthíasar Jochumssonar.
Sólveig Pálsdóttir ólst upp með for-
eldrum sínum og systkinum í Bæj-
um og á Höfða. Systkini hennar
eru: Guðmundur bóndi á Oddsflöt
í Grunnavík, síðar á ísafirði, hann
er látinn. Kona hans Elísa G. Ein-
arsdóttir frá Dynjanda, hún er lát-
in. Halldór bóndi á Höfða, síðar á
ísaf. hann er látinn. Kristín lést á
fyrsta ári. Rebekka húsfreyja á
Dynjanda og í Bæjum, hún er látin.
M. h. Jóhannes Einarsson, hann er
látinn. Jóhann Ágúst b. á Höfða,
nú í Bolungarvík, k. h. Sigríður
Pálsdóttir frá Skálavík, hún er lát-
in. María Kristín húsfreyja í
Reykjavík, nú í Hafnarfirði, m. h.
Maríus Jónsson frá Eskifirði. Guð-
rún húsfreyja á Höfða, nú í
Reykjavík. Helga húsfreyja á Eski-
firði, h. m. Leifur Helgason, hann
er látinn.
Sólveig giftist Friðbirni Helga-
syni b. á Sútarabúðum í Grunnavík
15. 4. 1922. Hann fæddist 5. 10.
1883, d. 24. 9. 1946. Foreldrar
hans voru hjónin Helgi Helgason b.
í Barðsvík o. v.Ólafssonar b. í Furu-.
firði og Þuríðar Jónsdóttur. Kona
hans var Kristín Tómasdóttir Ás-
grímssonar b. á Nesi og Rebekka
Jónsdóttir.
Sólveig var seinni kona Frið-
bjarnar, fyrri kona hans var Ragn-
heiður Veturliðadóttir f. 5. 10.
1881, d. 29. 7. 1915, Vagnssonar
á Nesi og Margrétar Magnúsdóttur.
Börn þeirra voru 5: Kristján Helgi
f. 26. 9. 1906, hann er látinn, k.h.
Bjarnveig Jakobsdóttir. Petrína f.
16. 5. 1908, m. h. Kristinn Björns-
son, hann er látinn. Indriði f. 25.
12. 1909, fyrri kona Árnína Hjálm-
arsdóttir, hún er látin, seinni kona
Sigríður Egilsdóttir. Rebekka f. 17.
6. 1911, m. h. Jón Guðmundsson,
hann er látinn. Ragnheiður Margrét
f. 2. 7. 1915, hún er látin, h. m.
Sigurður Húnfjörð Pálsson, hann
er látinn.
Sólveig og Friðbjörn bjuggu allan
sinn búskap á Sútarabúðum og
Sólveig með sonum sínum eftir lát
hans til 1948, þá flutti hún í Hól-
hús í Bæjum og bjó þar til 1957
að hún fer til Hnífsdals. Hún er nú
á Elliheimili ísaijarðar, hefur verið
þar í nokkur ár.
Sólveig á miklu barnaláni að
fagna, þau hjón eignuðust 10 syni,
sem allir eru á lífi og búa þeir flest-
ir í nágrenni við hana. Synirnir eru
þessir: Friðbjörn "f. 11. 3. 1923, k.
h. Aðalheiður Árnadóttir, börn
þeirra eru 5. Páll Marías f. 16. 4.
1924, hann á 1 barn. Jón Jakob f.
13. 12. 1925, k. h. Erla Friðjóns-
dóttir, börn þeirra eru 4. Öskar
Aðalsteinn f. 5. 11. 1927, k. h. Fjóla
Hannesdóttir, börn þeirra eru 4.
Sveinn Halldór Hermann f. 23. 4.
1929, k. h. Jóhanna Ingvarsdóttir,
börn þeirra eru 3. Ólafur Ingvar f.
22. 6. 1931, k. h. Guðmunda Bene-
diktsdóttir, börn þeirra eru 3. Hall-
dór Páls f. 22. 6. 1936, k. h. Sigrún
Sigurðardóttir, börn þeirra eru 4.
Kristinn Pétur f. 22. 6. 1936, k.
h. Kristín Kristjánsdóttir, börn
þeirra eru 3. Eiríkur f. 18.10.1937,
k. h. Konný Garibaldadóttir, börn
þeirra eru 2. Kristján Hafsteinn f.
2. 5. 1942, k. h. Arný Oddsdóttir,
þau eiga 1 barn.
Það var hvorki hátt til lofts né
vítt til veggja í litlu baðstofunni á
Sútarabúðum, þó rúmaðist vel í
henni, fjölskyldan öll og oft auka-
fólk. Það var mikið verk að fæða
og klæða allan hópinn. Hún var oft
ein heima með börnin á vorin, þeg-
ar húsbóndinn fór í atvinnuleit til
að drýgja tekjurnar, en hann vann
víða við smíðar, enda lagtækur vel
og snyrtimenni.
Sólveig var forkur dugleg, hún
var ein röskasta rakstrarkona sem
sögur fóru af í sveitinni. Hún var