Morgunblaðið - 30.11.1989, Síða 42

Morgunblaðið - 30.11.1989, Síða 42
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. NQVEMBER 1989 42 + Eiginmaður minn og faðir okkar, INGIBERGUR J. JÓNSSON frá Drangsnesi, lést á Hrafnistt í Reykjavík 28. nóvember. Jónína S. Pálmadóttir og börn. t Systir okkar, MARGRÉT SIGURÐARDÓTTIR frá Skammbeinsstöðum, sem lést 23. nóvember, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 1. desember kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast henn- ar er vinsamlega bent á Hlífarsjóð S.Í.B.S. Systkini hinnar látnu. t Útför móðursystur minnar, GUÐBJARGAR HALLGRÍMSDÓTTUR, Garðastræti 47, fer fram frá Áskirkju föstudaginn 1. desember kl. 10.30 fyrir hádegi. Fyrir hönd aðstandenda, Margrét S. Einarsdóttir. t Útför MATTHILDAR GUÐMUNDSDÓTTUR, frá Norðfirði, sem lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, 24. nóvember, fer fram frá Víði- staðakirkju föstudaginn 1. desember kl. 10.30. Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er góðfúslega bent á heilsugæslusjóð Hrafnistu. Systkini hinnar látnu. t Eiginkona mín, systir mín og móðir okkar, SVANHILDUR JÓHANNA ÞORSTEINSDÓTTIR, verður jarðsunginn frá Áskirkju, föstudaginn 1. desember kl. 13.30. Karl Lúðvíksson, Sylvfa Þorsteinsdóttir, Anna Þóra Karlsdóttir, Sigurður Karlsson, Ingibjörg Karlsdóttir og fjölskyldur. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN MAGNÚSSON, fyrrv. forstjóri Rafgeyma hf., Arnarhrauni 47, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 1. desernber nk. kl. 15.00. Edith Magnússon, Agnar Magnússon, Úlla Magnússon, Kristín Magnússon, Halldór S. Kristjánsson og barnabörn. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, JÓN EINARSSON frá Berjanesi i Vestmannaeyjum, Haukshólum 3, er lést 27. nóvember, verður jarðsunginn frá Fella- og Hólakirkju föstudaginn 1. desember kl. 16.00. Elísa G. Jónsdóttir, Ragnheiður Jónsdóttir, Gunnar Sv. Jónsson, Einar Þ. Jónsson, Ólöf J. Sigurgeirsdóttir, Jón Hannesson, Ernst Backman, Guðrún Bergsdóttir, Erla Blöndal, Jón Sigurðsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Minning: Magnús G. Jónsson Fæddur 23. desember 1908 Dáinn 18. nóvember 1989 Magnús Guðjón Jónsson var fæddur 23. desember 1908 í Krýsuvík. Hann lauk stúdentsprófi 1927 og var við nám erlendis til 1933, lengst við Sorbonne-háskóla í París þar sem hann lauk prófi lic- ence-és-lettres, í frönsku og spænsku 1933. Heimkominn gerð- ist hann ritari á aðalræðismanns- skrifstofu Frakka í Reykjavík og var þar allt til ársins 1941 er hann hóf kennslu í frönsku við Mennta- skólann í Reykjavík og var þar yfír- kennari frá 1958 uns hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Magnús var kennari í frönsku við Háskóla íslands, dósent frá 1963 og gegndi því starfi til 1979. Hann var um áratugaskeið í stjórn Alliance Frangaise og forseti félagsins í 10 ár. Hann gaf út kennslubækur í frönsku og spænsku, skrifaði bók um Frakkland í bókafiokknum Lönd og lýðir. Hann þýddi að minnsta kosti þijár kennslubækur í skák. Svona er hin þurra lýsing á löng- um ferli þessa merkilega manns sem við kveðjum í dag. Magnús G. Jónsson var menntamaður í þess orðs bestu merkingu: Hafði trausta þekkingu á sögu og bókmenntum og fylgdist með af eldlegum áhuga og var skákunnandi í fremstu röð og var framarlega í sveit íslenskra skákmanna um langt árabil. Eftir- lifandi kona Magnúsar er Jóna Kristín Magnúsdóttir. Þau áttu tvo syni: Magnús Sigurð og Jón Ingólf. Kona Magnúsar er Ágústa Svein- björnsdóttir en kona Jóns Ingólfs er Ellen Larsen. Þau Magnús og Jóna áttu fimm barnabörn. Minningargreinar eru yfírleitt mest um höfunda þeirra. Þessi verð- ur engin undantekning. Það var haustið 1962. Undirrit- aður hafði verið í síld sumarið áður með heldur mjóslegið veski og leigði þá hjá Óla og Hólmfríði vestur í bæ í einu herbergi á ellefu hundruð krónur á mánuði. Sem þótti gott. Sijmarhýran dugði skammt og því urðu það mikil gleðitíðindi þegar Ólafur Hannibalsson tók mig í vinnu við Alþýðusambandsþingið. Hvað er þetta mikil vinna, spurðu menn og vonuðust eftir því að vinnan væri allan sólarhringinn minnst svo aldrei yrði lát á yfirtíðinni. Svo varð. Þetta voru uppgrip, en sem betur fer ekki aðeins í peningum heldur líka í reynslu og kynnum af verkalýðssamtökunum. Samt varð þetta til þess að undirritaður var rekinn úr skóla. Um þetta urðu átök á kennarafundi og með knöpp- um meirihluta var ákvörðun tekin. Umsjónarkennarinn minn, Magnús Finnbogason cand. mag., tilkynnti mér þessi ótíðindí heldur dapur að heyra. En margir kennarar voru áreiðanlega fegnir að losna við þennan kjaftfora dreng vestan úr Dölum sem var eins og villigras ofan af heiði í annars vel hirtum skrautgarði latínuskólans. Tilkynn- ingu Magnúsar Finnbogasonar taldi ég til marks um mannvonsku borg- arastéttarinnar sem kom mér ekki á óvart. Skipti það engu þó að ég hefði verið að vinna mér fyrir brauði í bókstaflegri merkingu því menn höfðu þá lifað á lieldur þröngum kosti um skeið. Rekinn. Sama dag hringdi annar Magnús í Hólmfríði og spurði á ný eftir þessum leigj- anda hennar. I símanum var þá Magnús G. Jónsson frönskukenn- ari. Þann mann hafði ég aidrei heyrt eða séð og vissi ekkert um hann. Hann segir mér að hann vilji bjóða mér til sín í fæði á kvöldin um vetur- inn ef ég vildi þiggja. Skortur á stolti við svona aðstæður hefur aldr- ei verið mín veikasta hlið. Eg taldi tilboðið til marks um vonda sam- visku yfirstéttarinnar sem ætlaði nú að múta mér með mat. Það yrði aldrei að. eilífu. Sagði því nei að bragði- Ura kvöldið átti ég að lesa upp ljóð á ljóðakvöldi í Tjamargötu 20 og gerði það að sjálfsögðu. Það var ljóð eftir Þorstein frá Hamri. Rétt þegar því er lokið kemur til mín maður, Jón Böðvarsson, einn af leiðtogum okkar ungra sósíalista. Hann biður mig tala við sig eins- lega. Það geri ég. Erindið var ekki heimsbyltingin eins og ég átti von á heldur mataræði greinarhöfund- ar. Var Jón þarna kominn eins og útsendari Magnúsanna úr Mennta- skólanum í Reykjavík en kollegar þeirra höfðu þennan viðburðaríka sólarhring bytjað dagsverkið á því að reka mig úr skólanum. Ég neit- aði Jóni stöðugt, en hann kunni ráð sem hefur síðan dugað nokkuð vel á mig. Jón sagði að það væri betra „fyrir málstaðinn og hreyfinguna“ að ég lyki menntaskólanum, en ég ætlaði að sjálfsögðu að yfirgefa þann stað eftir brottreksturinn. Þessi röksemd Jóns dugði og reynd- ar hef ég oft fallið fyrir henni síðan. Og þar með fór ég í mat til Magnúsar og Jónu Kristínar (sem reyndist svo vera frænka niín úr Borgarfirðinum) og þarna var ég í tvö ár og kynntist þessu góða fólki, þeim hjónum og sonum þeirra. Og af hveiju er þessi saga nú sögð? Af því að hún skipti miklu í mínu lífi og ég er þakklátur Magn- úsi og Jónu. En líka vegna þess að þarna var Magnúsi rétt lýst: Hann var ekki einasta vandaður fræði- maður og glöggur á skáklistir. Hann var einnig manneskja með stórt hjarta. Og þeir voru reyndar fleiri úr menntaskólanum sem þannig var bjargað inn á heimili þeirra í Tjarnargötu 40. Einn þeirra var Össur Skarphéðinsson og þegar hefur hvesst á milli okkar félaganna í flokknum höfum við báðir átt skjól í endurminningum um þetta heimili sem hirti okkur upp nokkuð nauð- stadda á ungum aldri. Samúðarkveðjur til Jónu, sona hennar, tengdadætra og barna- barna. Svavar Gestsson Enn erum við minnt á hve skammt er milli lífs og dauða. Síst kom mér til hugar fjórtánda þessa mánaðar þegar ég var á meðal gesta í afmælisveislu húsfreyjunnar í Tjarnargötu 40, Jónu Kristínar að eiginmaður hennar, Magnús G. Jónsson, ætti aðeins fáa daga til vistaskiptanna miklu. En hann lést á Borgarspítalanum laugardaginn átjánda nóvember. í veislunni á þriðjudagskvöldið var Magnús hress og glaður að vanda og naut þess á sinn eiskulega og ljúfmannlega hátt að blanda geði við fjölskyldu og vini. Svo vel hittist á að eldri sonur hjónanna, Magnús Sigurður, var nýlega kom- inn heim, en hann hefur um árabil búið í París. Þessa kvöldstund, eins og jafnan á heimili þeirra hjóna, ríkti glað- værð og andi menningar og lista sveif yfir vötnunum. Það var taiað um nýjar bækur, húsbóndinn fór með ljóð og rifjaði upp spaugileg atvik frá löngum kennaraferli. Hjónin voru samtaka að láta gest- um sínum líða vel, enda gestrisin með afbrigðum, fróð og skemmti- leg. Heimili þeirra er notalegt og fallegt, piýtt gömlum fáséðum munum og veggir í ^skrifstofu Magnúsar eru þaktír bókum íslenskra og erlendra höfunda. Ég var svo lánsamur að vera oft gestur á heimili þeirra hjónanna og fór ætíð ríkari af þeirra fundi. En Jóna Kristín og kona mín, Guðrún Runólfsdóttir, voru miklar vinkonur allt frá bernskuárum. Senn tendrum við jólaljósin. Ljúf- ar minningar leita á hugann. Er ég skrifa þessi fáu kveðjuorð er mér Þorláksmessa fyrri ára í fersku minni, afmælisdagur Magnúsar. Þá var venjan að við hjónin og dæturn- ar færum í bæinn til að versla. Seint um kvöldið var haldið heim- leiðis, pinklum hlaðin og þreytt af búðarrápi. Þá var venjan að koma við í Tjamargötunni til að heilsa upp á afmælisbarnið, hvíla lúin bein og njóta góðra veitinga. Þótt komið væri fram undir miðnætti biðu rjómatertui' og margskonar köku- sortir á borðum og ijúkandi súkku- laði í könnum. En síðast en ekki síst ríkti hér í björtu fagurlega skreyttu stofunum-hin rétta jóla- stemmning. Þá skipti ekki máli hvort utan dyra væri gustur og frostbirta, rauð eða hvít jól. Að sjálfsögðu jók það hátíðablæinn ef stjörnur tindruðu frá húmbláum himni og glitruðu í hvítri mjöllinni. Jafnvel orð voru óþörf, gleðin og birtan í augum barna og fullorðinna töluðu sínu máli. Það var ekki um að villast, jólin voiu byijuð. Svo ég víki aftur að fyrrgreindum afmælisfagnaði fyrir fáum dögum, líða mér ekki úr minni síðustu orð Magnúsar er hann fylgdi mér til dyra og við kvöddumst: Já, hún Jóna mín er perla. Þessi orð undirstrikuðu vel ást- ríki hans og hrifningu. Hjá þeim hjónum var sú ást og virðing gagn- kvæm, lýsandi dæmi um gott -og kærleiksríkt hjónaband. Magnús kvæntist 1947 Jónu Kristínu Magnúsdóttur, þau eign- uðust tvo syni, Magnús Sigurð sál- fræðing, sem er kvæntur Ágústu Sveinbjörnsdóttur og eiga þau tvö börn, og Jón Ingólf, doktor í stærð- fræði, en hann er kvæntur Ellen Larsen hjúkrunarfræðingi. Þau eiga þrjú börn. Aðrir kunnugri munu rekja ættir Magnúsar. En í þessum kveðjuorð- um langar mig að lokum að geta um námsferil hans og lífsstarf. Hvort tveggja var giftudijúgt og með glæsibrag, enda hæfileikar Magnúsar miklir og fjölþættir. Magnús lauk stúdentsprófi frá ■ MR 1927. Næstu sex árin var hann við nám erlendis, lengst við Sor- bonne-háskóla í París. Síðan dvaldi hann við nám í Madrid og Róm. Nokkru eftir að Magnús kom heim eða árið 1940 verður hann frönskukennari við Menntaskólann í Reykjavík og því starfi gegndi hann á fjórða áratug, lengst af sem yfirkennari. Magnús var einnig frönskukennari yið háskólann frá 1942-1962 og dósent frá 1963 til 1979. Eins og þessi starfsferill gef- ur til kynna var Magnús mikilhæfur kennari, virtur og vinsæll. Vegna tungumálakunnáttu í rómönskum málum var oft leitað til Magnúsar í margvíslegum tilvik- um. Hann var greiðvikinn og bón- góður og leysti úr hvers manns vanda ef hann mátti. Magnús var í eðli sínu félagslynd- ur og það hlóðust á hann tímafrek störf. Einkum lagði hann fram mikla vinnu fyrir Alliance Fran- caise. Hann var ritari félagsins frá 1934 til 1965 og forseti félagsins 1965-1975. Magnús var heiðurs- félagi Alliance Francaise og Félags frönskukennara, en hann var fyrsti formaður þess. Hann var sæmdur orðum frá franska ríkinu fyrir kennslustörf og félagsstörf sín. Magnús var löggiltur skjalaþýð- andi í frönsku, spænsku og ítölsku. En hann lét sér ekki nægja þurr og nákvæm réttarskjöl. Magnús var unnandi fagurra bókmennta og las mikið. Meðal annars leiðrétti hann og las yfir þýðingar íslenskra ljóða á franska tungu. Geta má þess að Magnús var skákmaður góður og fylgdist af lífi og sál með öllu sem gerðist í heimi skáklistarinnar. Hann var skák-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.