Morgunblaðið - 20.12.1989, Page 1

Morgunblaðið - 20.12.1989, Page 1
72 SIÐUR B/C 291. tbl. 77.árg.________________________________MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1989_______________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Helmut Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands, flutti í gær ræðu við rústir Frúarkirkjunnar í Dresden en áætlað er, að um 40.000 manns hafi komið þar saman til að fagna honum. A fremsta borðanum stend- ur meðal annars: „Þjóðverjar, tökum saman höndum ... Dresden fagnar kanslaranum." Júgóslavneska fréttastofan Tanjug: Leiðtogar þýsku ríkjanna á fundi í Dresden; Kohl fagnað með sameiningarkröfii Bonnstjórnin hyggst verja 10 milljörðum marka til endurreisnar a-þýsku efiiahagslífi Dresden. Reuter. TUGÞÚSUNDIR manna fógnuðu Helmut Kohl, kanslara Vestur- Þýskalands, þegar hann kom til Dresdenar í Austur-Þýskalandi í gær til fúndar við Hans Modrow, forsætisráðherra Austur-Þýska- lands. Hvatti fólkið til, að ríkin sameinuðbst og héldu margir á loft vestur-þýska fánanum. A fúndinum ræddu leiðtogarnir um nánara samstarf og fyrirhugaða aðstoð Vestur-Þjóðverja og ákváðuað hittast aftur i janúar eða febrúar. Tilkynnt hefúr verið, að Brandenborgarhliðið í Austur-Berlín verði opnað næstu daga. „Með Kohl og sameinuðu Þýska- landi“ og „Þýskaland, eitt föður- land“ mátti meðal annars lesa á spjöldunum þegar um 40.000 manns fögnuðu Kohl við komuna til Dresdenar. „Helmut, Helmut, Helmut“ kvað við frá fólkinu og var haft á orði, að aldrei á sínum pólitíska ferli hefði vestur-þýska kanslaranum verið fagnað jafn innilega. í ræðu, sem Kohl flutti eftir að hafa lagt blómsveig í rústum Frú- arkirkjunnar í Dresden, hét hann að vinna að sameiningu ríkjanna ásamt Austur-Þjóðverjum og innan ramma samevrópsks öryggis. Var hverju orði hans ákaft fagnað. Að fundinum loknum kváðust Kohl og Modrow vera mjög ánægð- ir með þessa „sögulegu stund“ og Modrow sagði, að þeir hefðu orðið einhuga um náið samstarf ríkjanna. Vestur-þýskir embættis- menn sögðu í gær, að stjórnin í Bonn ætlaði að leggja fram tíu milljarða marka, rúmlega 350 milljarða ísl. kr., til að greiða fyrir endurreisn efnahagslífsins í Aust- ur-Þýskalandi auk þess sem skip- aðar verði samstarfsnefndir í efna- hags-, fjarskipta- og umhverfis- málum. Segir 2000 manns hafa verið drepin í Rúmeníu Belgrað. Reuter. Júgóslavneska fréttastofan Tanjug skýrði frá því í gær- kvöld, að allt að 2.000 manns hefðu drepin í Rúmeníu síðan her og Iögregla beittu skrið- drekum og þyrlum gegn andófs- mönnum í borginni Timisoara á sunnudag. Sagði fréttastofan, að fólki hefði verið smalað saman á einu torgi borgarinnar þar sem það var rekið í gegn með byssustingjum og austurríska sjónvarpið hafði það eftir vitn- um, að „heilu vörubílsfarmarnir af Iíkum hefðu verið fluttir brott“. Bandaríkin: Ovenjulegar frosthörkur Flórída. Frá Atla Steinarssyni, fréttarit- ara Morgunltlaðsins. MIKLIR kuldar hafa verið í Bandaríkjunum og víða kaldara cn dæmi eru til. Þannig voru sleg- in eða jöfnuð kuldamet í 22 borg- um í 11 ríkjum í byrjun vikunnar. Skýli sem sett hafa verið upp fyr- ir heimilislaust fólk eru troðfull. „Þetta er barátta upp á líf og dauða hjá fólki því mörgum liggur við kali eða króknun," var haft eftir einum umsjónarmanninum en Bandaríkja- menn taka þessu annars furðu létt. í Chicago var talað um „hitabylgju" á sunnudag en þá fór frostið niður í 10 stig á celsíus. Hitinn hefur komist niður fyrir frostmark að næturlagi nyrst í Flórída og Kaliforníu og niður í 3-5 gráður á Celsíus í Mið-Flórída og S-Kalfiforníu. Tanjug kvaðst hafa fyrir því heimildir, að allt að 2.000 karl- menn, konur og börn hefðu verið drepin þegar mótmælin gegn harð- stjórn kommúnista og Nicolae Ce- ausescus forseta hefðu brotin á bak aftur og væri Timisoara nú í rústum að verulegu leyti. Þá sagði fréttastofan, austurríska sjónvarp- ið og ungverska ríkisútvarpið, að heyra hefði mátt skotdrunur frá borginni fram eftir degi en hljóðn- að með kvöldinu. Austurríska sjónvarpið hafði eftir vitnum, að hermenn eltu uppi og tækju af lífi alla, sem grunaðir væru um þátttöku í mótmælunum. „Við landamærin, til dæmis i Cala- fat, og í borgunum er leitað að fólki, sem sloppið hefur frá Timiso- ara, og margir eru skotnir á staðn- um,“ sagði sjónvarpið og bætti því við, að hermenn, sem neitað hefðu að skjóta á fólkið, hefðu einnig verið líflátnir. Austurríska sjónvarpið hafði einnig eftir heimildum, að prestur- inn Laszlo Tokes, sem andófs- mennirnir í Timisoara vildu slá skjaldborg um, væri enn á lífi og hefði verið fluttur í annan lands- hluta. „Svo virðist sem ofsóknirnar beinist aðallega gegn minnihluta- hópum í landinu,“ sagði sjónvarpið. „Fólk er dregið út af heimilum sínum og fjölskyldum tvístrað.“ Ungverska útvarpið og sjónvarpið líktu í gær atburðunum í Rúmeníu við fjöldamorðin á Torgi hins heil- aga friðar í Peking og sögðu, að um 20.000 manns hefðu tekið þátt í andófinu í Timisoara. Sjá „Laszlo . . . “ á bls. 27. Á fréttamannafundi í gær til- kynnti Modrow, að Brandenborg- arhliðið, sem hefur verið eins kon- ar tákn fyrir skiptingu Þýska- lands, yrði opnað gangandi fólki og munu þeir Kohl og Modrow gera það sameiginlega við hátíð- lega athöfn næstkomandi laugar- dag. Þá hefur einnig verið ákveðið, að frá og með aðfangadegi geti Vestur-Þjóðverjar farið að vild til Austur-Þýskalands án vegabréfsá- ritunar. Þá sagði Kohl, að öllum pólitískum föngum í Austur- Þýskalandi yrði sleppt, líklega fyr- ir jólahátíðina, óg þar á meðal mörgum Vestur-Þjóðverjum, sem eru í haldi sakaðir um njósnir eða um að hafa hjálpað Austur-Þjóð- verjum að flýja. Stefiit að því að koma á fót evrópsku efiiahagssvæði Ráðherrar EFTA og EB: Brussel. FVá Kristófer Má Kristinssyni, fréttaritai’a Morgunblaðsins. FULLTRÚAR Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) og Evrópu- bandalagsins (EB) lýstu í gær ánægju sinni yfir þeim mikla ár- angri, sem náðst hefði i viðræðum bandalaganna á síðustu níu mánuðum. Ráðherrar frá aðildarlöndum band.alaganna og flilltrúar framkvæmdastjórnar EB hittust í Brussel í gær til að marka stefn- una í framtíðarviðræðum aðilanna. Var ákveðið að stefna að því að koma á fót evrópsku efnahagssvæði, sem byggðist á auknu frelsi í samskiptum EB og EFTA. Á blaðamannafundi eftir ráð- herrafundinn sem þeir héldu Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis- ráðherra fyrir hönd EFTA, Roland Dumas utanríkisráðherra Frakk- lands fyrir hönd EB-ráðherranna og Frans Andriessen fyrir hönd framkvæmdastjórnar EB, sagði Dumas, að ráðherrafundurinn hefði að mörgu leyti verið tíma- mótaviðburður. Hann ætti eftir að blása nýju lífi í viðræður aðil- anna. Evrópska efnahagssvæðið (EES) ætti eftir að verða þekkt um alla heimsbyggðina. Helsta ágreiningsefnið er um það, hvern- ig staðið skuli að sameiginlegum ákvörðunum um EES. Jón Baldvin Hannibalsson sagði að íslendingar ættu að skoða vandlega þá kosti sem sameigin- legt tollabandalag EB og EFTA hefði að bjóða. Hann taldi að erf- iðasti hjallinn í væntanlegum við- ræðum yrði á leið þess hóps, sem fjallar um frelsi í vöruviðskiptum, m.a. vegna óska íslendinga um fríverslun með fisk. íslendingar láta nú af for- mennsku í EFTA-ráðinu og taka Svíar við af þeim. Sjá nánar á miðopnu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.