Morgunblaðið - 20.12.1989, Side 4

Morgunblaðið - 20.12.1989, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1989 Iðnaðarráðherra í Kaupmannahöfti: A fund með Gránges og Hoogovens í dag JÓN Sig-urðsson, iðnaðarráðherra hélt til Kaupmannaha&iar síðdegfis í gær og í dag mun hann eiga fimd ineð forráðamönnum sænska álfyrirtækisins Granges og hollenska fyrirtækisins Hoogo- vens um byggingu nýs álvers á Islandi. Iðnarráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann hefði í fyrradag átt fund með Sigfúsi Jónssyni, bæjarstjóra á Akureyri um áhuga Eyfirðinga á álveri við Eyjafjörð og vilja þeirra til hafnar- gerðar, til að stuðla að því að álver rísi þar. „Ég hef nú svo sem ekki rhargt um málið að segja, annað en það, að ég hef frá því á sl. sumri hreyft öðrum staðsetningarhug- myndum en Suðvesturhorninu, við þá sem við höfum átt í viðræðum, en ég bendi á að allur undirbúning- ur Atlantalmálsins miðaðist sam- kvæmt samkomulagi við staðsetn- ingu í Straumsvík," sagði iðnaðar- ráðherra. Hann kvaðst m.a. mundu ræða staðsetningarmálin við Hoogovens og Grangres á fundinum í Kaup- mannahöfn í dag, en einkum og sér í lagi hygðist hann ræða þau mál við nýja viðræðuaðila eins og bandaríska álfyrirtækið Alumax. Hann myndi bæði ræða við Alumax um þátttöku í Atlantal og einnig um hugsanlegt nýtt, sjálfstætt ál- ver og þá byði Eyjafjarðarsvæði upp á greinilega kosti. Varðandi áætlanir hans um byggingu nýs álvers, sagði iðnaðar- ráðherra að þær miðuðust við það að upphaf framleiðslunnar gæti orðið í árslok 1993 og full fram- leiðsla yrði síðan 1994. „Til þess að svo geti orðið, þarf að halda á spöðunum," sagði ráðherra, „en því miður verður það að segjast eins og er að viðræðurnar með þátttöku Alusuisse töfðu málið.“ Morgunblaðið/Inga Hraunbrún, Kelduhverfi. Kreisting á norskum eldislaxi fór fram hjá fiskeldisstöð ísnó hf. í Kelduhverfi fyrir skömmu. Þessi lax var fluttur frá Noregi i byijun árs 1984, sem augnhrogn. Sumarið 1985 voru seiðin um 50 grömm og voru þá flutt í sjókvíar, þar sem þau hafa verið í fjögur og hálft ár. Til fróðleiks má geta þess að hrogn úr einni hrygnunni voru rúm 5 kíló og stærsti hængurinn reyndist vera 33,5 kíló eða 67 pund. Það er að öllum líkindum stærsti lax á íslandi í dag. Inga Stærsti hængurinn 67pund VEÐUR / DAG kl. 12.00: Heimild: Veðurstofa Islands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 í gær) VEÐURHORFUR íDAG, 10. DESEMBER. YFIRLIT I GÆR: Yfir N-Grænlandi er 1.022 mb hæð en við LÓfót er 965 mb lægð sem þokast norðnorðaustur. Um 400 km vestur af Snæfellsnesi er 998 mb lægð á hægri hreyfingu austsuðaustur. Önnur álíka lægð er kyrrstæð skammt suðaustur af landinu. Vest- antil á landinu dregur nokkuð úr frosti í nótt og á morgun, en annars verður víðast 8-17 stiga frost. SPÁ: Norðaustanátt um allt land. Stinningskaldi eða alihvass á annesjum norðaustan- og austanlands, en hægari annars staðar. Sunnanlands úrkomulaust, en él í öðrum landshlutum. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTUDAG: Austan- og norðaustanátt, allhvöss norðan- og vestanlands með slyddu eða rigningu, en mun hægari og úrkomulítið sunnan- og suðaustanlands. Hiti 1-3 stig. HORFUR Á FÖSTUDAG: Norðan- og norðvestanhvassviðri og slydda eða él norðan- og vestanlands og einnig suðvestanlands, en hægviðri og úrkomulítið austantil á landinu. Hiti um frostmark. ' TÁKN: Meiðskírt s, Norðan, 4 vindstig: ^ Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. Alskýjað r r r r r r r Rigning r r r * r * r * r * Slydda r * r * * # * * * * Snjókoma ** * * ■J0° Hitastig: 10 gráður á Celstus y Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —J~ Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti veSur Akureyri 410 skýjað Reykjavik v11 léttskýjað Björgvin 2 haglél Helsinkl 3 rigning og súld Kaupmannahöfn 8 rigning Narssarssuaq -i-10 léttskýjað Nuuk <•6 alskýjað Óstó 7 léttskýjað Stokkhólmur 4 þokumóða Þórshöfn 0 alskýjað Algarve 18 skýjað Amsterdam 7 skúr Barcelona 16 léttskýjað Berlín 12 skýjað Chicago +12 snjókoma Feneyjar 14 skýjað Frankfurt 9 skúr Glasgow +2 reykur Hamborg 9 skýjað Las Palmas 21 hálfskýjað Lundúnir 8 skýjað Los Angeles 13 skýjað Lúxemborg 7 skúr Madríd 11 skýjað Malaga 17 skýjað Mailorca 18 léttskýjað Montreal +19 snjókoma New York +7 léttskýjað Orlando 16 bokumóða París 10 skýjað Róm vantar Vín vantar Washington vantar Winnipeg +34 ísnálar Hljómplata með söng Krisljáns Jóhannssonar IÐUNN hefur gefið út hljómplötu með söng Kristjáns Jóhannsson- ar. Platan heitir Með Kristjáni og með honum syngur einn dúett Dorriét Kavanna og Natalia Rom tvo. Með Kristjáni er einnig gefin út á geisladiski og einnig gelúr Iðunn út á geisladiski fyrstu hljómplötu Kristjáns, sem bar nafii hans. A riyju plötunni eru hljóðritanir frá tónleikum Kristjáns í Há- skólabíói árin 1981 til 1989. Þar syngur Kristján verk eftir Bellini; De Curtis, Di Capua, Bizet, Mas- cagni, Donizetti, Gounod, Puccini og Verdi. Dorriet Kavanna syngur einn dúett með Kristjáni á plötunni og Natalia Rom tvo. Sinfóníuhljóm- sveit íslands leikur undir á plöt- unni, stjómendur em Maurizio Barbacini, Páll P Pálsson, Jean - Pierre Jacquillat og Cesare Alfieri. Hljóðritanirnar voru gerðar á veg- um Ríkisútvarpsins. Á geisladiskinum, sem ber nafn Kristján Jóhannsson Kristjáns Jóhannssonar ieikur Lon- don Symphony Orchestra undir söng hans, stjómandi er Maurizio Barbacini. Meðal laga á þessum diski eru Sjá dagar koma, í fjar- lægð og Hamraborgin. Keflavíkurflugvöllur: Hert eftirlit við Flug- stöð Leifs Eiríkssonar FLUGRÁÐ kom saman í gær til að ræða um atvikið sem átti sér stað á Keflavíkurflugvelli, er sto- lið var úr flugvél firá SAS. Eftir þjófiiaðinn, sem er enn óupplýst- ur, óskaði SAS eftir því að land- göngubrú yrði tekin frá ílugvél- um flugfélagsins um nætur og vélunum læst. Rætt var um hvernig hægt væri að tryggja að öryggi væri sem best við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. „Við lítum þetta atvik mjög alvarlegum augum og tökum mið af því þegar við gerum okkar ráðstafanir til öryggi á flugvellinum verði sem best. Það er ekki ætlum okkar að ræða þær aðgerðir í fjölmiðlum," sagði Pétur Guðmundsson, flugvall- arstjóri á Keflavíkurflugvelli, sem var á fundi Flugráðs. Pétur sagði að búið væri að gera við hlið það sem sjónvarpsmenn fóru inn um á dögunum. Það var ekið á hliðið á sínum tíma, en síðan ekki nægilega vel gengið frá því aftur. „Við gerum að sjálfssögðu okkar besta til að öryggið sé sem best í og við fíugstöðina," sagði Pétur. Borgarráð: 12 kaupleigu- íbúðir keyptar BORGARRÁÐ hefur samþykkt að kaupa tólf íbúðir við Skúlagötu fyrir rúmlega 74,5 milljónir króna. Forsendur íbúðakaupanna er ákvörðun borgarráðs um að byggja og selja 40 almennar kaup- leiguíbúðir og greiðir Húsnæðis- málastofhun 85% af kaupverðinu. Um er að ræða tíu 2ja herbergja íbúðir og tvær 3ja herbergja íbúðir í nýbyggingu, sem Steintak hf. er að reisa á hornlóð við Skúlagötu og Klapparstíg. Verð fyrir hveija 2ja herbergja íbúð er tæplega 5,9 millj- ónir og tæplega 7,8 milljónir fyrir hvetja 3ja herbergja íbúð. Að sögn Gunnars Eydal skrifstofustjóra borg- arstjórnar, verða íbúðirnar tilbúnar til aftiendingar 25. ágúst á næsta ári.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.