Morgunblaðið - 20.12.1989, Síða 28

Morgunblaðið - 20.12.1989, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1989 Höfundar: Guðmundur JónssonTjg Þorgeir Guðlaugsson. Meðal efnis er: Ferðasaga á hestum yfir Heljardalsheiði á Tröllaskaga. Bjó alein á Vstu -Nöf og vann við smölun á hálendinu heilt sumar. Setti góminn á smergelið. Faldi skeiðknapann á háaloftinu. Á mótormeri með lögregluna á hælunum um Breiðholtið. Um hverja er verið að fjalla? Alla Aðalsteins, Hinna Braga, Baldvin Ara, Einar 0der, Rúnu Einars, Jón Pétur, borgarböm og Hólabændur á ferðalagi. í bókinni eru hundruð mynda, litmyndir og svarthvítar auk teikninga. Þetta er níunda árbókin um íslenska knattspyrnu. Þessar bækur hafa þegar öðlast fastan sess í bókasafni þeirra er unna knattspymunni. Jafnframt því að vera árbók um íslenska knattspyrnu er ætíð hluti af upphafssögu knattspymunnar rakin í hverri bók. Bókin er prýdd fjölda mynda bæði litmynda og svarthvítra mynda. Höfundur bókarinnar er Víðir Sigurðsson, íþróttafréttaritari og er óhætt að segja að slík árbók getur ekki verið betur komin en í höndum hans. ÍSkjaldborgf^j) Ármúla 23 — 108 Reykjavík ", qL Símar: 67 24 00 67 24 01 315 99 Evrópubandalagið: Aðild Tyrklands er ekki tímabær Brussel. Reuter. Framkvæmdanefnd Evrópu- bandalagsins skýrði tyrkneskum stjórnvöldum frá því á mánudag, Kaupmannahöfti: Róttæk endur- skipulagning á Krisljaníu Kaupmauuahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. FYRIRHUGAÐ er að rífa 60 hús í Kristjaníu-hverfinu í Kaup- mannahöíh og endurskipuleggja stóran hluta þess sem frístunda- svæði fyrir almenning. íbúar núverandi byggðar fá að halda þriðjungi hverfisins áfram, að því er fram kemur í skipulagstillögu umhverfisráðuneytisins sem kynnt var í gær. Allt húsnæði á svæðinu á að verða löglegt eða hverfa. í fyrstu lotunni verða 60 af 200 húsum hverfisins rifin. Hin fá að standa í þéttri byggð á afmörkuðum reit. Þetta eru aðalatriðin i tillögu ráðuneytisins í framtíðarskipulagn- ingu hverfisins. Breytingarnar í Kristjaníu eiga ekki að gerast í ein- um áfanga, heldur smátt og smátt svo að íbúarnir geti „verið sam- ferða". Hljóti skipulagstillagan sam- þykki verður allt húsnæði í hverfinu löglegt um síðir. Samkvæmt tillögunni á að rífa grindverk og tijágróður sem umlyk- ur Kristjaníu, svo að allir íbúar Kaupmannahafnar geti glaðst við að beija hverfið augum. að ekki væri tímabært að ihuga aðild Tyrklands að bandalaginu fyrr en eftir 1993. Þangað til verður reynt að búa í haginn fyrir aðildina með auknu sam- starfi í efnahags- og stjórnmál- um. Tyrkneska stjórnin sagði að áfram yrði unnið að fullri aðild að EB. Abel Matutes, sem fer með mál- efni Miðjarðarhafsríkja innan EB, sagði á fréttamannafundi í Brussel að vegna þess hve Tyrkir ættu enn langt í land í efnahags- og stjórn- málalegri þróun væri tafarlaus aðild þeirra að EB tilgangslaus, jafnt fyrir þá sem bandalagið. Sagði hann, að EB yrði að ljúka nauðsyn- legum breytingum vegna innri markaðarins 1992 áður en farið yrði að ræða um aðild annarra ríkja. Matutes lagði áherslu á, að þetta ætti við um öll ríki, sem hygðust sækja um aðild að Evrópubandalag- inu, nema hugsanlega í „sérstökum tilfellum". Er talið, að með þeim orðum hafi hann verið að víkja að ástandinu í Austur-Evrópu. Tyrkir hafa verið aukaaðilar að EB allar götur síðan 1963 en sóttu um fulla aðild fyrir tveimur árum. Matutes sagði, að í efnahagsmálun- um yrðu Tyrkir að gera tvennt fyrst og fremst, vinna sig út úr 60-70% verðbólgu og bæta lífskjörin, og í stjómmálunum yrði að koma á fullu frelsi flokka og verkalýðsfélaga. Þá nefndi hann einnig deilur Grikkja, sem eiga aðild að EB, og Tyrkja og minnti á, að aðild að EB er háð samþykki allra ríkjanna. :í Bretland: Verkamannaflokkurinn samþykkir takmörkun á valdi verkalýðsfélaga St. Andrews, frá Gudmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. FORYSTA Verkamannaflokksins í Bretlandi ákvað um helgina að samþykkja hinn félagslega sátt- mála Evrópubandalagsins, sem setur valdi verkalýðsfélaga tak- mörk. Vinstrisinnar innan flokks- ins gagnrýndu ákvörðunina harkalega. Tony Blair, talsmaður flokksins í atvinnumálum, gagnrýndi afstöðu stjórnvalda til félagssáttmála EB harkalega, en stjórn Thatcher hefur lagzt eindregið gegn samþykkt hans. Blair sagði forystu flokksins styðja sáttmálann. í honum segir að hver einstaklingur geti ákveðið, hvort hann er í verkalýðsfélagi eða ekki. Hefðbundin stefna Verkamanna- flokksins hefur verið, að menn geti aðeins ákveðið í hvaða félagi þeir séu, ekki hvort þeir séu í verkalýðs- félagi yfirleitt. Flokkurinn hefur líka stutt það að verkamenn þurfi að vera í tilteknu félagi til að geta fengið vinnu, eins og hjá hafnar- verkamönnum. Undir forystu Margaretar Thatcher hefur mark- visst verið unnið gegn þessu kerfi undanfarin ár, til dæmis settu stjórnvöld ný lög á þessu ári um vinnu við hafnimar. Forystumenn í verkalýðshreyf- ingunni eru hlynntir þesari breyt- ingu. Meira að segja Ron Todd, leið- togi Samtaka flutningaverka- manna, sem barðist harkalega gegn breytingunni á lögunum um hafnar- verkamenn fyrr á þessu ári, segir að vefkalýðshreyfingin verði að átta sig á breyttum tímum og er hlynntur þessari breytingu. Eric Heffer, þingmaður flokks- ins, gagnrýndi þessa stefnubreyt- ingu harkalega og sagði að flokkur- inn hlyti að styðja verkalýðshreyf- inguna skilyrðislaust. Flokkurinn ætti uppruna sinn í hreyfingunni og væri nú að yfirgefa.hana. Ný sending af samkvæmisklæðnaöi. Slæður, sjöl, dragtir og kápur í úrvali. Louis Féraud mansfield ESGADA Ffúnk. Uskr

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.