Morgunblaðið - 20.12.1989, Side 36

Morgunblaðið - 20.12.1989, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1989 svtlá auglýsingar TILKYNNINGAR Fataúthlutun verður miðvikudeginn 20. des- ember kl. 16.00-19.00 hjá Hjálp- ræðishernum, Kirkjustræti 2. Allir eru velkomnir! Hjálpræðisherinn. Rf.ClA MIISTERISRIDDARA RMHekla 20.12. VS. JM. I.O.G.T. St, Verðandi nr. 9 og Frón nr. 227. Fundur í kvöld kl. 20.30. ÆT. Wélagslíf □ GLITNIR 598912207 Jólaf. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma i kvöld kl. 20.00. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Almennur biblíulestur verður í kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Ræðumaður Garðar Ragnarsson. Jólagjöfin fyrir örbylg jwof naeigendur y«MNrmNM gerir gæíumuninn í matreiDslunni í töfrapottinum geturðu matreitt kjúklinga, svína- kjöt og lambakjöt með góðum árangri í örbylgjuofn- inum þínum og fengið fallega brúningu á steikina. Töfrapottarnir fást í þremur stærðum fyrir alla ofna. Verð kr. 1.425 - kr. 1.865 - kr. 2.390. íslenskar leiðbeiningar fylgja. < í' ti Einar Farestveit&Co.hf. BORQARTÚN 28. SÍMAR: (91) 16995 OQ 622900 - NÆQ BÍLASTÆÐI KÍMINN ÓHUGNAÐUR Hijómplðtur Árni Matthíasson Ham, Buffalo Virgin, One Little Indian. Rokksveitin Ham sendi frá sér tólftommuna Hold snemma á síðasta ári á vegum Smekkleysu. Á þeirri plötu sigldi sveitin á milli skers og báru græskulausrar kímni og óbeislaðs óhugnaðar. Viðbrögð við plötunni voru ýmist óblendin hrifning og aðdáun, eða afdráttar- laust ógeð, en þeir sem sem ekki skildu kímnina voru helst á seinni skoðuninni. Breska útgáfufyrirtækið One Little Indian gerði við Ham samn- ing og gaf út breiðskífuna Buffalo Virgin í sumar. Sú plata hefur fengið frábæra dóma í Bretlandi og ekki að furða því hana verður að telja með bestu plötum íslenskra hljómsveita síðustu ára þrátt fyrir nokkra ágalla. Aðal Ham er samsöngur for- söngvaranna tveggja, Sigurjóns Kjartanssonar og Ottars Proppé, en Siguijón semur öll lög á plöt- unni utan eitt og Óttar nær alla texta. Ef til vill er það rödd Óttars sem vekur blendastar tilfinningar hjá áheyrendum, en 'nenni verður trauðla lýst. í bestu lögum plötunnar, Slave, Svin, Whole Lotta Love, Voulez vous, Misery og Egg ya Hummie, næst nær fullkomið jafnvægi tóna og texta og gamli Abba-slagarinn Voulez vous er reyndar eitt það albesta sem íslensk rokksveit hefur tekið upp og aðdáunarvert hvernig sveitinni tekst að breyta afkáralegu ástarhjali í óhugnanlegan bak- grunn fyrir mannfómir sem passað hefði í Cronenberg-mynd. Svin sker sig úr með texta sem gerir mis- kunnarlaust grín að mökun manna og textinn í Egg ya Hummie er stórskemmtilegur ástaróður til eggjahommans. Eins og fram kom hefur platan sína ágalla og þá helst hljóminn, sem er fullloðinn. Á plötunni er sveitin og að ganga í gegnum mannabreytingar, sem styrkt hafa hana mjög, en gera plötuna sundur- lausari fyrir vikið og þau þijú lög sem lenda á milli spilla heildar- myndinni. í stuttu máli: Plata fyrir alla sem unna ágengri rokktónlist í þyngri kantinum og hafa snefil af kímni- gáfu. TILDURSL AU ST ÞUNGAROKK Bootlegs, WC Monster. Smekkleysa s.m. hf. Speed metal-tónlist, sem er hratt þungarokk án tildurs og pijáls, hefur sótt mjög í sig veðrið á seinni árum, enda er það helsti vaxtar- broddur rokks í þyngri kantinum og felur í sér alla bestu þætti þess, óbeislaða orku, eftirminnilega gítarfrasa og einlægni. Fremsta speed metal-sveit í heimi er Met- allica, en hér á landi starfar Boot- legs; sveit sem skipar sér á bekk með því besta sem gerist ytra. Bootlegs sendi nýverið frá sér sína fyrstu breiðskífu, WC Monster, sem er tvímælalaust besta þungarokk- plata sem gefin hefur verið út hér á landi. Bestu lög plötunar, At the End, Void, 1 out of 3, Stairway to Hell, Þú og WC Monster, eru reyndar með því besta sem ég man eftir að hafa heyrt af þyngra rokki á árinu. Þar fer saman fyrirtaks hljóðfæraleikur framúrskarandi þéttrar sveitar, sem hleður upp hveijum klassískum gítarfrasanum á eftir öðrum. Textar eru yfirleitt á ensku en nokkrir á íslensku. Heiti laganna eru þó öll á ensku utan eitt og á köflum virðast þau heiti í litlu sam- ræmi við texta. Til að mynda er ómögulegt að gera sér grein fyrir því hvernig 1 out of 3 og Void fengu nöfn sín, þegar hlýtt er á textana. Það skiptir þó líklega litlu máli, enda eru textarnir flestir frekar uppfylling en innblástur. Þó bregð- ur fyrir mjög góðum sprettum eins og í laginu WC Monster sem rekur átakanlega sögu, og Þú sem felur í sér snarpa ádeilu. Nýverið bárust fregnir af því að WC Monster verði að öllum líkind- um gefin út í Bandaríkjunum og vekur litla furðu. Vonandi taka íslenskir rokkáhugamenn þá við sér, en WC Monster hefur ekki náð þeirri sölu sem hún ætti að ná miðað við áhuga á erlendum þungarokksveitum hérlendis. SUNDURLAUST Bítlavinafélagið, Konan sem stelur Mogganum mínum. Stein- ar. Þó að plata Bítlavinafélagsins, Tólf íslensk bítlalög, sem út kom fyrir síðustu jól, hafi verið alllangt frá því að vera besta plata ársins, verður því ekki neitað að hún var besta hugmynd ársins og seldist því best. Ætluðu því margir að jólaplata sveitarinnar, Konan sem stelur Mogganum mínum, myndi seljast vel. Einkenni á Kona sem stelur Mogganum minum er að á henni eiga allir sveitarmenn lög. Það gerir plötuna meiri hljómsveitar- plötu en ella, en líka sundur- lausari, enda eru þeir sveitarmenn misgóðir lagasmiðir og ólíkir. Lag Haraldar Þorsteinssonar, 2+2, sem minnir á löngu liðna sveit, kemur til að mynda eins og skrattinn úr sauðarleggnum innan um létt popp- lög og Sætar nætur, lag Rafn Jóns- sonar sem er ágætt, passar og illa. Á plötunni er sitthvað vel gert, til að mynda Breyskur maður, hluti af Teldu upphátt, Ég þekki nætur og Einskis manns landið, sem eru mátulega hallærislegar stælingar á tónlist áttunda áratugarins. Alltaf er hinsvegar ekki gott lag og Kon- an sem stelur Mogganum, geldur fyrir það hvað það á að vera snið- ugt. Útsetningar eru almennt skemmtilegar þó ekki séu þær frumlegar. Því miður bendir Konan sem stelur Mogganum mínum ekki til þess að Bítlavinafélagið hafi neitt sérstakt fram að færa í íslenskri popptónlist. A Mark útvarpsvekjarar frá 1.945 stgr Melissa ryksugur frá 8.300 stgr. Kitchen Aid hrærivélar 22.686 stgr. Melissa örbylgjuofnar, 18 lítra 18.981 stgr. ^SAMBANDSINS HOLTAGÖRÐUM SÍMI 68 55 50 VIÐ MIKLAGARÐ Nova rafmagnshandþeytarar 2.600 stgr.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.