Morgunblaðið - 20.12.1989, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1989
43
Ærgildi verði skóggildi?
Varasamt getur verið að blanda
um of saman fyrirgreiðslu ríkisins
til skógræktar annars vegar og að-
gerðum þess til fækkunar sauðfjár
hins vegar. Þetta eru tveir aðskildir
þættir sem hver og einn verður að
skoða vandlega ásamt ýmsu fieiru
áður en hann tekur ákvörðun um
hvernig hann byggir upp sinn rekst-
ur og lífsviðurværi á hverri jörð. Að
hefja skógrækt sem að mestu eða
öllu leyti er kostuð af almannafé er
ekkert neyðarbrauð og fjöldi fólks
um allt land mun reiðubúið að leggja
bæði jarðnæði sitt og vinnuafl til
skógræktar. í ljósi þess og hinnar
ótryggu stöðu sauðfjárræktarinnar
er því engin ástæða til þess að bera
þurfi á menn fé til þess að þeir
hætti sauðfjárrækt og hefji skóg-
rækt í hennar stað.
Hugmyndir
verkefnisstj órnar
Verkefnisstjórn um eflingu skóg-
ræktar á Fljótsdalshéraði hefur fyrir
sitt leyti markað eftirfarandi megin-
línur í væntanlegum viðræðum við
bændur: „Verkefnisstjórn stefnir að
því að þeim bændum sem afsala sér
fullvirðisrétti í sauðfé verði tryggð
atvinna við skógrækt eftir því sem
umfang verkefnisins gefur tilefni
til. Forgangur til vinnu verði veittur
með hliðsjón af eftirfarandi:
1. Þeir bændur sem afsala sér öllum
fullvirðisrétti í sauðfé.
2. Þeir bændur sem eru reiðubúnir
til að fækka sauðfé verulega og
girða af það fé sem þeir halda
eftir.
3. Bændur sem hafa fasta búsetu á
jörðum sínum.
4. Eyðijarðir.
Tilboð felst í ofangreindum tillög-
um um forgang að vinnu auk þess
sem verkefnið greiði 80-100% kostn-
aðar við skógrækt á jörðum þeirra
bænda sem þátt taka í verkefninu
og stuðli þannig að verðmætaaukn-
ingu jarðanna.“
Sem sjá má af ofangreindri sam-
þykkt verkefnisstjórnarinnar er það
stefna hennar að tengsl milli þess
að draga saman sauðfjárrækt og
auka skógrækt verði fyrst og fremst
fólgin í forgangi að vinnu við skóg-
ræktina en ekki beinum umreikningi
fullvirðisréttar til sauðfjárfram-
leiðslu yfir í einhvers konar skóg-
ræktarrétt.
Eins og áður er getið mun verk-
efnisstjóri fljótlega hafa samband
við bændur og kynna sér aðstæður,
áform og hugmyndir hvers og éins
hvað þetta verkefni varðar. Að þeirri
könnun lokinni er þess fyrst að
vænta að grundvöllur verði til þess
að leggja fram ítarlegar tillögur um
hvernig best verði að því staðið að
draga saman sauðfjárrækt og efla
skógrækt á Fljótsdalshéraði.
HOTEL SAGA óskar landsmönnum gledilegs árs og þakkar fyrir hid lidna.
1. janúar, 1990
Húsið opnar kl. 19.00 með fordrykk
Hátíðarkvöldverður
Rjómalöguö andasúpa
Kryddklattar vafðir reyktum laxi og jómfrúarhumri
Nautaturnar krýndir brauökrúnum
Eftirréttahlaðborð
Fransk-danski dessertmeistarinn Lone Larsen lagar eftirminnilega
ábætisrétti meö alþjóölegu ívafi.
Kaffi
Borðvín
I fyrsta sinn á Islandi:
Hin vlðfræga söngkona
og skemmtikraftur
DONl\A IA \TO\
fer á kostum.
Ræðumaður kvöldsins:
EINAR KARASON rithöfundur
LOFAR GÓÐU
S. 29900
Höfundur er ndstoöarmaður
landbúnaðarráðherra.
Hagnýtar gjafir á góðn verði
Samkort
Einar J. Skúlason hf.
Grensásvegi 10, sími 686933
Greiðslukjör — samningar
J0IAGJAFIR TÖI\IIÓLkSI\S A HllMIIJVl
Handy Scanner 3000 plus Victor tölvur
Verð kr. 23 Q55 VPC llc/2 diskettudrif
Verð frá kr. 93.575
WordPerfect 4.2
ritvinnsla
Verð frá kr. 28.405
Microsoft mýs
Verð frá kr. 5.890
Mannesmann Tally prentarar
Verðfrákr. 18.810