Morgunblaðið - 20.12.1989, Side 49
6861 3331/3830 ,0S aUOAaU}IIVaiM QIGAJaVIUOHOM
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1989
8t
49
nám. Hún hefur staðið eins og klett-
ur við hlið hans ásamt foreldrum,
systur og mági hans í baráttunni
við þann sjúkdóm sem leiddi hann
til dauða. Megi minningin um ein-
stakan dreng létta sorg ykkar.
Þess óskar fjölskyldan í Bogahlíð
7.
Kristrún Stefánsdóttir
Frændi minn og góður félagi,
Magnús Blöndal Sigurbjörnsson, er
látinn eftir baráttu við krabbameins-
sjúkdóm. Þetta verða ekki kveðjuorð
til Magnúsar, því Maggi eins og
hann var kallaður, mun alltaf lifa í
hugum okkar sem þekktu hann.
Maggi hefði örugglega ekki viljað
hafa þetta of hátíðlegt og mun ég
því skrifa í anda hans.
Magnús byijaði að þjálfa hjá Val
aðeins sautján ára gamall og þá
gátu fáir ímyndað sér að hann ætti
eftir að breyta unglingastarfinu þar
til hins betra og eignast svo marga
vini. Hann reif strákana áfram með
dugnaði sínum og kímnigáfu.
Reyndar voru það ekki einungis
stundirnar í Valsheimili, því hann
var alltaf að bjóða þeim heim og
gleðja þá á einhvern hátt. Vals-
heimilið varð brátt hans annað heim-
ili og með hveiju árinu bættust fleiri
og fleiri strákar við flokkana hans
og hann náði einnig að virkja for-
eldrana. Það er honum að þakka að
nú er nokkurs konar foreldraráð
starfandi í Val. Ekki leið á löngu
þar til Maggi var orðinn einn virt-
asti og besti unglingaþjálfari á
landinu.
Við í 3. flokki karla vorum svo
heppnir að hafa Magga sem liðs-
stjóra er við fórum í keppnisferð til
Italíu. Þar fengum við tækifæri til
að kynnast honum betur. Framkoma
hans var svo aðlaðandi og skemmti-
leg að eftir tvær vikur fannst okkur
öllum að hann hefði alltaf verið með
okkur, líkt og bróðir. Framkoma
hans heillaði ekki aðeins okkur held-
ur einnig erlendu keppendurna.
Besta dæmið um þetta var, er við
vorum eitt sinn að bíða eftir rútu,
þá var Maggi allt í einu kominn í
hóp Palestínumanna og lét þá syngja
með sér íjöldasöng inn á kassettu.
Maggi átti alltaf svo auðvelt með
að ná til barna og unglinga. Hann
skildi okkur svo vel, var skemmtileg-
ur og bjartsýnn. Hressileiki hans og
hlýja gat drifið hvern okkar í að
gera hvað sem var. Þetta og það
að hann hvorki drakk né reykti gerði
það að verkum að hann var frábær
fyrirmynd okkar strákanna.
Maggi stjórnaði mörgum flokkum
til sigurs og hann hefur mótað og
þjálfað marga framtíðarhandknatt-
leiksmenn og nokkrir hafa spilað
með unglinga- og drengjalandslið-
um. Það var svo margt sem hann
náði að framkvæma áður en hann
yfirgaf okkur aðeins 24 ára að aldri.
Alltaf var eitthvað að gerast hjá
honum og eiginlega má segja að
hann hafi skilað jafn miklu starfi
og gengið í gegnum jafn margt í
lífinu og háaldraður maður. Fáir
gerðu sér grein fyrir hans fórnfúsu
störfum en enginn veit hvað átt
hefur fyrr en misst hefur.
Hann barðist hetjulega gegn sjúk-
dómi sinum og gafst ekki upp fyrr
en dómarinn flautaði til leiksloka.
Þeir sem þekktu hann voru heppnir,
því hann var einstakur og fyrir mitt
leyti var hann mér ekki bara sem
frændi eða þjálfari. Hann var eitt-
hvað miklu meira en það og ég mun
aldrei gleyma honum því hann var
fyrirmynd mín. En það þýðir ekki
að gefast upp, því það hefði hann
alls ekki viljað.
Fjölskylda Magga og unnusta
stóðu með honum í baráttunni gegn
sjúkdómnum og hafa þau staðið sig
með mikilli prýði. Það er mikið lán
að hafa fengið að vera alltaf í ná-
vist við svona góðan dreng eins og
Maggi var.
Hugsjón Magga mun ætíð ríkja í
Valsheimilinu og í hugum okkar sem
vorum svo lánsöm að kynnast hon-
um. Ég vil að lokum þakka Magga
fyrir samfylgdina og allt sem hann
kenndi mér í sambandi við hand-
knattleik og framkomu.
Óskar Bjarni Óskarsson
Fleiri greinar um Magnús
Blöndal Sigurbjörnsson birtast
næstu daga
Eyjólfiir Kristjáns
son — Minning
Nú þegar tengdafaðir minn,
Eyjólfur Kristjánsson, er allur,
langar mig að minnast hans í örf-
áum orðum og þakka meira en
þijátíu ára kynni.
Eyjólfur afi, eins og við kölluð-
um hann öll, var maður af gamla
skólanum, hlédrægur og tillits-
samur og hafði til að bera í ríkum
mæli þann fágæta eiginleika, sem
á frönsku er kallaður „la politesse
du coeur“.
Hann og eftirlifandi kona hans,
Guðrún Emilsdóttir, voru svo sam-
rýnd að í mínum huga eru þau
alltaf sem eitt. Saman stóðu þau
alla tíð og sambúð þeifra, traust
og einlæg, var eins og ósjálfrátt
öðmm til eftirbreytni.
Hver sem kom til þeirra átti
víst ekki aðeins hlýtt viðmót og
góðar veitingar, heldur einnig
áhuga þeirra og velvild. Þau voru
skilningsrík og ráðholl, en predik-
uðu aldrei né töluðu um hve allt
hefði verið betra í gamla daga.
Jafnvel þegar aldur færðist yfir
og heilsan fór að bila, voru þau
aldrei of þreytt né önnum kafin
til þess að taka á móti gestum og
enginn fór frá þeim tómhentur né
með tómarúm í hjarta.
Erfitt er að ímynda sér betri
afa og ömmu og fjöldi barnabarna
og annarra afkomenda sakna nú
Eyjólfs afa, gæsku hans og góð-
vildar. Það gerum við fullorðna
fólkið líka, sem þekktum hann
lengur. Hann mun lifa áfram í
hjörtum okkar allra.
Catherine
Steikt lambalæri með
rjómasveppasósu - fyrir
6 manna veislu.
Ef von er á flelri gestum er
tilvalið að matreiða hrygg-
inn líka.
1 lavibalærí
l/2 tsk rósmarin
2 lárviðarlauf
1 tsk papríkuduft
200 g sveppir
100 g smjör
l/2 l kjötsoö
2 dl tjómi
5 msk sósujafnarí
Nýtt kjöt í nýjum umbúðum
Jólakrásin þarf ekki að kosta mikið ef þú kaupir
nýtt lambakjöt á lágmarksverði í hálfum skrokkum.
Þú faerð það bæði í úrvalsflokki og fyrsta flokki A og
í nýjum umbúðum, þar sem fram koma nákvæmar
upplýsingar um innihaldið. Þegar von er á mörgum
gestum í mat, eins og oft um jólin, er gott að eiga
einn poka eða fleiri.
Einstakir hlutar, sem nýtast þér illa,
hafa i>erið fjarlœgðir.
salt og pipar
Kryddið latnbalœrið með
róstnarín, salti, pipar og
lárviðarlaufum og steikið í
ofnskúffu við 200 °C í 120
mín. Hellið kjötsoðinu yfir
Icerið og sjóðið með síðustu 10
míti Steikið sveppina í
smjörínu og kryddið tneð
paprikudufti, salti og pipar.
Hellið soðinu yfir sveppina og
sjóðið í 15 tnítt Pykkiðsósuna
með sósujafnara og sctjið.
tjómann út í
(í staðinn fyrír kjötsoð má
nota vatn og kjötkraft eða
súputeninga )
Lambahryggurinn er mat-
reiddur á sania hátt og tœrið.
Tvöfaldaðu uppskriftina ef þú
vilt matreiða hryggitin með
latnbalœrínu en steikið bann
í aðeins 60 mitt
Aukin snyrting - betri nýting
Á myndinni sérðu þá hluta sem nú eru fjarlægðir
áður en kjötið er sett í poka. Þú nýtir allt kjötið í
jólamatinn og hversdagsmatinn.
6 kg á aðeins 3-378 kr.
í hverjum poka eru rúmlega 6 kg af „lambakjöti
á lágmarksverði" og kílóið af lambakjöti í í'yrsta
flokki A kostar því aðeins 563 kr. og í úrvalsflokki
586 kr.
Nýttu þér uppskriftina hcr til hliðar og þær sem
liggja frammi í verslunum og hafðu sérstaklega
gott lambakjöt um jólin. Gledilega hátíð!
i einum poka af lambakjöti á lágmarksverði fcerðu beilt lœri,
grillrif súpukjöt og hálfan hiygg. Ini getur vatið um tvenns konar
niðurhlutun á hryggnum; í úrvalsflokki er hann sagaður í
kótilettur og í fyrsta flokki A er hann ósagaður.
SAMSTARFSHOPUR
UM SÖLU LAMBAKJÖTS
Nýtt lambakjöt
á lágmarksverði
góð kaup fyrir
fjölskylduboðið