Morgunblaðið - 20.12.1989, Síða 52

Morgunblaðið - 20.12.1989, Síða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1989 TIL SÖLU Range Rover Vouge ’88. Til sölu þessi frábæri bíll. Bílnum fylgir útvarp og geislaspilari, góð dekk o.s.frv. Gott stað- greiðsluverð eða skuldabréf til lengri tíma. Upplýsingar í síma 652221. LITLU JÓLIN MEÐ BÍTLA VINAFÉLA GINU á morguti, fimmtudag, á Hótel borg láta gamminn geisa ásamt: Ragnari Bjarnasyni, Sigríði Beinteinsdóttur, Gísla Birgi Ólsen, Geirmundi Valtýssyni, konungum kokkteiltónlistarinnar og tískusýningarflokknum THULE. Litlu jólin hefjast kl. 21.30. Deman tar Þitt er valið Gull og demantar Kjartan Ásmundsson, gullsmiður, Aðalstræti 7. Sími 11290. fclK í fréttum Barnakór Selfosskirkju. AÐVENTAN Barnakórí Selfosskirkju Aaðventukvöldi í Selfosskirkju vakti söngur barnakórs kirkj- unnar undir stjórn starfandi söng- málastjóra þjóðkirkjunnar, Glúms Gylfasonar, sérstaka athygli. Glúm- ur hefur staðið fyrir átaki til þess að efla starfsemi barnakóra við kirkjur landsins og má víða sjá árangur þess starfs. Börnin kynntu sjálf lögin sem kórinn söng. Óli Þ. Guðbjartsson, dóms- og kirkjumálaráðherra, hélt ræðu á aðventukvöldinu og séra Tómas Guðmundsson í Hveragerði flutti hugvekju. Að lokinni dagskrá bauð kvenfélag kirkjunnar til kaffi- drykkju. — Sig. Jóns. HJÓNABANDSBJÖRGUN Tilraun Tysons gekk ekki sem skyldi Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Börnin kynntu sjálf lögin sem kórinn söng. Sagt er að fyrrum hjónakornin Robyn Givens og hnefaleika- meistarinn Mike Tyson hafi'freist- að þess að ná saman á ný fyrir skömmu. Þá hafi Tyson hringt í fyrrum konu sína og boðið henni til rómantískrar helgar með kampavíni, kertaljósum og ljúfri tónlist. Givens þekkist boðið með opnum huga, því þótt skilnaður þeirra hafi á sínum tíma verið harðvítugur hagsmunaslagur, töldu ýmsir nákomnir þeim að kærleik væri að finna hjá þeim í garð hvors annars. En, tilraunin rann hins vegar samstundis út í sandinn. Givens segir svo frá, að hún hafi ekki verið fyrr komin inn fyr- ir dyr í lúxusvillu Tysons en hann var kominn með vísifingurinn á loft, og skipaði henni að sinna þessu eða hinu verkinu. „Farðu með þetta dót niður í kjallara," „Það eru engar ólífur til út í mart- íníið, það er búð úti á horni. Keyptu sígarettur fyrir mig í leiðinni," og fleira ámóta rigndi yfir konuna. Er skammt var liðið kvölds byrsti Tyson sig skyndilega og sakaði Givens um að hunsa sig og víkja sér undan að halda sér selskap! Er konutetrið var að afsaka sig, hún þurfti út í búð og niður í kjall- Tyson er iðulega spjátrungslegur. Hér kemur hann í slíku gervi á frumsýningu í Hollywood fyrir skemmstu. ara og víðar, hringdi síminn allt í einu. Givens svaraði og reyndist vinkona hennar vera á línunni. Sú átti að gæta híbýla Givens í fjar- veru hennar og þurfti að spyija um eitthvert furðuhljóð í kynding- unni. Er Givens byijaði að útskýra fyrir konunni að hún þyrfti engar áhyggjur að hafa, var Tyson skyndilega nóg boðið. Hann spratt á fætur, fnæsti ógurlega og reif símtækið af veggnum og þeytti því út um gluggann. Þar með var Givens einnig nóg boðið sem von var. Hún tók föggur sínar og snar- aði sér heim.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.