Morgunblaðið - 20.12.1989, Side 58

Morgunblaðið - 20.12.1989, Side 58
58 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1989 SKOmmTVELIN IAR TA Gábriele 100 4 Vel útbúinn vinnuhestur fyrir námsmanninn sem velur gæði og gott verð. VERÐ AÐEINS KR. 17.900,- staðgr Komdu við hjá okkur eða hringdu og fáðu frekari upplýsingar, það borgarsig öruggiega. Einar J. Skúlason hf Grensásvegi 10, sími 686933 UMBOÐSMENN UM LAND ALLT Reykjavík: Penninn sf., Skólavörubúð Námsgagnastofnunar, Tölvuvörur hf., Bóka- og ritfangaverslunin Griffill sf., Aco hf., Hans Árnason, Sameind hf., Tölvuland. Garðabær: Bokabúðin Gríma. Hafnarfjörður: Bókabúð Olivers Steins. Keflavik: Bókabúð Keflavikur. Þorlákshöfn: Rás sf. Selfoss: Ösp. Vestmannaeyjar: Bókabúðin Heiðarvegi. Höfn Hornafirði: Kaupfélag A-Skaftfellinga. Egilsstaðir: Traust. Akureyri: Bókaverslunin Edda, Jón Bjarnason úrsmíðavinnustofa. Sauðárkrókur: Stuðull. Hvammstangi: Gifs-mynd sf. ísafjörður: Bókabúð Jónasar Tómassonar. Akranes: PC-tölvan. HANDKNATTLEIKUR Hrafn Margeirsson úr leik til vors með brotinn hálslið: „Erntt að sætta sigviðþetta“ HRAFN Margeirsson varð fyrir óhappi á landsliðsæfingu í fyrradag er hann fékk högg á hnakkann, með þeim afleiðing- um að hálsliður brotnaði iila. Þetta kemur í veg fyrir að Hrafn geti æft eða keppt næstu mánuðina. Hrafn hefur leikið mjög vei með Víkingum að undanförnu og var að flestra mati Ifkleg- urtil aðfara með landsliðinu á heimsmeistarakeppnina í Tékkóslóvakíu en sú ferð er nú úr sögunni hvað Hrafn varðar. Morgunblaðið/Svernr Hrafn Margeirsson á heimili sínu í gær, rned kragann sem hann þarf að bera næstu tvo eða þijá mánuðina. Eg á mjög erfitt með að sætta mig við þetta og hef eiginlega forðast að hugsa um þetta í dag. Ég á að vera með kraga í tvo til þijá mánuði og ég er að gefast upp á fyrsta degi. Ég veit ekki hvernig næstu vikur verða en ég veit að þær verða erfiðar," sagði Hrafn. „Ég man lítið eftir þessu. Við vorum að hita upp og ég lenti illa. Ég heyrði smell og höfuðið og axlirnar dofnuðu. Annars er þetta allt í móðu.“ Hrafn kom í Víking í sumar frá ÍR og hefur leikið vel með Víking- um, þrátt fyrir að gengi liðsins hafi verið verra en flestir bjug- gust við. „Ég vona það bara að Víkingar nái að bjarga sér. Eins og staðan er í dag höfum við bara eitt markmið og það er að halda sætinu. Fyrir mótið vorum við bjartsýnir en það hefur allt gengið á afturfótunum og ég veit ekki hvað við höfum tapað mörg- um ieikjum með einu marki,“ sagði Hrafn. „Er líklega heppinn" Hrafn tekur þessu furðu rólega en á greinilega erfitt með að sætta sig við að öll vinna vetrarins er unnin fyrir gýg. „Ég reyni að sætta mig við þetta og ég veit að ég er líklega heppinn að hafa sloppið svo vel. Hefðu neðri háls- liðir brotnað þá hefði ég lamast. Með það í huga get ég reynt að líta á þetta sem „bara“ þrjá mán- uði,“ sagði Hrafn. „Ótrúleg vonbrigði“ „Þetta eru ótrúleg vonbrigði. Ég hafði sett mér há markmið fyrir veturinn og mér hafði geng- ið þokkalega. En ég verð víst að reyna að bíta á jaxlinn og reyna að þrauka til vorsins," sagði Hrafn Margeirsson. Verkefni fyrir kvennalandslið: Þátttaka tilkynnt á næsta IMorðurlandamót Knattspyrnusamband íslands ákvað fyrir skömmu að 16 ára landslið kvenna tæki þátt í næsta Norðurlandamóti, sem fram fer í Svíþjóð í sumar, og tilkynnti þátt- töku liðsins í gær. ísland hefur ekki tekið þátt í stór- móti í þessum aldursflokki, en árið 1988 tók U-16 liðið þátt í keppni í Danmörku. Verkefni allra kvennalandsliða lágu niðri á þessu ári vegna slæmr- ar fjárhagsstöðu sambandsins, sem reyndar bitnaði á öllum landsliðum KSÍ, en að sögn Eggerts Magnús- sonar, formanns KSÍ, er þetta fyrsta skrefið í að endurvekja A- landslið kvenna í knattspyrnu. Ekki hefur verið gengið frá ráðn- ingu þjálfara fyrir 16 ára liðið, en Eggert sagði við Morgunblaðið að verið væri að vinna í þjálfaramálum sambandsins fyrir öll landsliðin, en gengið yrði frá þeim málum eftir áramót. LJTAVER Grensásvegi • Sími 82444 KNATTSPYRNA / U-16 KVENNA faém FOLK ■ ARNAR Arnarsson, sem lék með Hetti, Egilsstöðum, í knatt- spyrnu á síðasta keppnistímabili, en að öðru leyti með Víkingi, Reylgavík, í yngri flokkunum, hef- ur gengið til liðs við KR. ■ MIKIL spenna ríkir fyrir síðustu umferðina í deildakeppninni í ameríska fótboltanum. Tíu lið komast í úrslit og fyrir síðustu umferðina eru aðeins þijú lið ör- ugg. San Francisco, New York Giants og Denver Broncos hafa tryggt séi\ sæti í úrslitum. Los Angeles Rams, Cleveland og Minnesota eru nokkuð örugg um að ná sæti í úrslitum. Spennan hef- ur líklega aldrei verið meiri í 70 ára sögu deildarinnar en tölfróðir menn hafa fundið út 615 möguleika á niðurröðun í úrslitakeppnina. SUND Fjögur unglinga- met sett á innan- félagsmóti KR Fjögur unglingamet voru sett á innanfélagsmóti KR í sundi sem fram fór um síðustu helgi. Gunnar Ársælsson frá Akranesi setti piltamet í 50 metra flugsundi, synti á 27,35 sekúndum. Arna Þorgeirsdóttir úr Ægi setti hnátumet í 200 metra skriðsundi er hún synti á 2.44,93 mínútum. Þá setti tvö met í boðsundum. Sveit KR setti telpnamet í 4 x 100 metra fjórsundi, synti á 5.18,95 mín. og Sveit Ægis setti meyjamet í sömu grein, synti á 5.48,09 mínútur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.