Morgunblaðið - 11.03.1990, Page 25

Morgunblaðið - 11.03.1990, Page 25
ATVINNURAD- OG SMÁAUGLÝSINGAR A TVINNUAUGi ÝSINGAR Stýrikerfisforritari óskast til IBM IBM auglýsir í blaðinu í dag eftir stýrikerfisforritara til starfa í tæknideild fyrirtækisins. Viðkomandi verður að hafa einhveija þekkingu á MVS, VM eða CICS kerfum IBM. Einnig er tekið fram að æskilegt sé að hafa grunn- þekkingu í fjarvinnslu og UNIX. Það sem starfsmaður kemur aðallega til með að gera er bilanagreining og lag- færingar á þessum kerfum. Einnig mun viðkomandi hljóta sérþekkingu á áðurnefndum kerfum hérlendis og erlend- is eftir því sem þörf krefur. Viðskiptafræðingar óskast til starfa Fjármálafyrirtæki óskar eftir viðskiptafræðingi eða hag- fræðingi til ráðgjafarstarfa. Starfssvið viðkomandi yrði ýmis sérfræðileg verkefni, s.s. mat á lánshæfni umsækj- enda, skoðun ársreikinga, mat á rekstrar- og greiðsluáætl- unum, heimsóknir í fyrirtæki og viðtöl við forráðamenn fyrirtækja og skýrslugerð. Þá auglýsir eignarhaldsfélag, sem hefur hætt beinum daglegum rekstri, eftir viðskipta- fræðingi af endurskoðunarsviði, lögfræðingi eða aðila með góða reynslu í veðskuldabréfa- og víxlavafstri, ásamt skilningi á bókhaldi til að sjá um íjárreiður fyrirtækisins. Ýmis störf hjúkr- unarfólks laus Um fjörutíu störf hjúkrunarfólks á ýmsum sviðum eru auglýst laus í blaðinu í dag. Ýmist er um að ræða afleys- ingastöður eða framtíðarstöður hjúkrunarfræðinga, störf sjúkraliða, sjúkraþjálfa, ljósmæðra og lækna. Einnig er laus prófessorsstaða í handlæknisfræðum við læknadeild Háskóla íslands. Laust starf í leið- beiningastöð rekstr- arsviðs SKÝRR Starfsmaður með góða menntun á sviði tölvufræða og/eða íjarskiptatækni ásamt reynslu af því að vinna við tölvu óskast í krefjandi starf í leiðbeiningastöð rekstrarsviðs SKÝRR, sem er miðstöð aðstoðar og upplýsinga fyrir notendur sívinnslunets SKÝRR. Starfsmaðurinn þarf að hafa þjónustuvilja og vera fylginn sér. Atvinnuhúsnæði í Danmörku Til leigu er 625 fm. skemma með meiru, ásamt stóru svæði utanhúss í um 60 km. fjarlægð frá Kaupmanna- höfn. Milliganga um flutnings- og afgreiðslusambönd, t.d. til EB-landa ef óskað er. Vetrarfagnaður FÍ Vetrarfagnaður Ferðafélags íslands verður haldinn í Ris- inu, Klúbbnum, Borgartúni 32, laugardaginn 17. mars nk. og hefst kl. 19.30. Tunglskinsganga í Engey Útivist stendur fyrir tunglskinsgöngu í Engey mánudag- inn 12. mars. Brottför er kl. 20 frá Grófarbryggju, þar spm Akraborgin leggur að. Fjörubáj verður.kynt........ Frá Hvammstanga, þar sem um 40 einstaklingar og smáfyrirtæki hafa nú þegar skráð sig fyrir rúmlega einni milljón króna hlutafé í Orðtaki. hf. Hvammstangi: Fjarvinnslustofan Orðtak hf. stofnuð Tilgangurinn að skapa ný atvinnutækifæri á sviði upplýsingatækni og gefa ungu fólki kost á að læra á tölvur í raunhæfu umhverfi STOFNFUNDUR hlutafélagsins Orðtaks hf., íjarvinnslustofu var haldinn á Hvammstanga laugardaginn 24. febrúar. Um 40 einstakling- ar og smáfyrirtæki hafa nú þegar skráð sig fyrir rúmlega einni milljón króna, en hlutaQár- söfnun er ekki lokið. Þessi fjarvinnslustofa er sú fyrsta sinnar tegundar á Islandi. Nýkjörin stjórn Orðtaks hf. hef- ur skipt með sér verkum og er formaður sr. Kristján Björnsson, Brún í Víðidal, en aðrir í stjórn eru Egill Gunnlaugsson, Páll Sigurðs- son og Bjarney Valdemarsdóttir, öll á Hvammstanga, og Bjöm Ein- arsson, Bessastöðum. Forstöðu- maður Orðtaks hf. verður Steingrímur Steinþórsson og verð- ur starfsemin á Höfðabraut 6 á Hvammstanga. Morgunblaðið náði tali af Kristjáni Björnssyni form- anni og innti hann frétta. — Hver er forsaga þessa máls? - „Starfshópur hafði unnið að framkvæmd þessarar hugmyndar frá því í október 1989 að frum- kvæði Átaksverkefnis V-Hún. Megintilgangurinn er að skapa ný atvinnutækifæri á landsbyggðinni á sviði upplýsingatækni og auka þjónustu við fyrirtæki og félög sem eru í sýslunni og síðast en ekki síst að gefa ungu fólki kost á að læra á og umgangast tölvur í raun- hæfu umhverfi. Fyrirmyndin er komin frá Norð- urlöndum og byggist í einfaldleik sínum á því, að fjarlægðir skipti ekki orðið máli fyrir verkkaupa og verktaka á sviði ritvinnslu, þýð- inga, prófarkalesturs né annarra slíkra verkþátta, þegar aðilar taka í sína þjónustu nýjustu tækni á sviði síma og tölvusendinga. Sá sem verkið vinnur getur þess vegna búið í öðru landi. Ekki hefur verið unnið að öflun verkefna að marki, en mjög víða í opinbera geiranum, svo og hjá stofnunum og fyrirtækj- um, er þessi háttur hafður á, að kaupa utanaðkomandi þjónustu." — Hvenær hefst starfsemin? „Fyrst verður aðeins maður í hlutastarfi, sem sinnir markaðs- málum og samskiptum við starfs- hópinn í héraði, en þeir aðilar, sem koma til með að vinna fyrir stof- una, verða eins konar verktakar, þ.e. ekki á launaskrá. Þannig fara umsvifin að mestu eftir verkefnum hveiju sinni. Einnig verður efnt til námskeiða bæði fyrir fólk i starfs- hópnum og aðra, sem áhuga hafa. Þessi stofa gefur einnig bændum og búaliði verulegan möguleika til heimavinnu, en nú munu vera til tölvur á 15 sveitaheimilum í sýsl- unni. Starfshópurinn leitaði tilboða í tölvubúnað stofunnar og hefur stjórnin nú ákveðið að að ganga til samninga við Einar J. Skúlason hf. um tækjakaup og þjónustu. í þessum samningi er einnig sá möguleiki að verktakar stofunnar eiga auðveldara með að kaupa sér tölvubúnað,“ sagði Kristján Björnsson að lokum. Karl Stóriðja: Akumesingar bendaá Grundartanga AkranesL Á Akranesi hafa menn áhyggj- ur af því hversu Grundartangi fellur í skuggann í umræðunni um hentugan stað fyrir nýtt álver eða aðra stóriðju. Málið kom til umræðu í bæjarstjórn fyrir skömmu og voru menn sammála. um að ekki væri hentugri stað að fínna á landinu undir slíkt mannvirki þótt lítið færi fyrir því sjónarmiði í (jölmiðlum. Grund- artangi væri kjörinn staður fyrir stóriðjufyrirtæki, þar væri þegar fyrir góð höfh auk þess sem að- veitulína fyrir rafmagn væri til staðar. Bæjarstjórn Akraness hefur samþykkt áskorun til iðnaðar- ráðherra í framhaldi af umræðum um staðsetningu nýs álvers. I áskor- uninni kemur fram að ráðhen-ann láti meta hagkvæmni staðarins fyr- ir orkufrekan iðnað með hliðsjón af þeim mannvirkjum sem fyrir hendi eru, og þeim áhrifum sem uppbygging iðnaðar á þessu svæði mun hafa á byggðaþróun. Minnl er á samþykktir bæjarstjórnar og aðalfundar Samtaka sveitarfélagr á Vesturlandi um hvað aðstaðar. við Grundartanga er ákjósanleg fyrir hvers kyns iðnað. - J.G. Þórshöfii: Þokkalegt at- vinnuástand Þórshöfn. ATVINNUÁSTAND á Þórshöfh er þokkalegt miðað við árstíma. I febrúar voru 122 atvinnuleysis- dagar og eru konur í meirihluta á atvinnuleysisskrá. Togarinn Stakfell landaði fýrir skömmu 80 tonnum af ísfiski og vinna nú milli 70 og 80 manns í hraðfrystistöð Þórshafnar. Afli heimabáta hefur verið lítill enda bræludagar margir. Er það Stak- fellið sem sér Hraðfrystistöðinni fyrir hráefni og fólkinu fyrir vinnu. ‘ - L.S.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.