Morgunblaðið - 20.03.1990, Page 4

Morgunblaðið - 20.03.1990, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARZ 1990 Áætlaðar lokanir deilda hjá Ríkisspítölum: Líkt og tvær deildir Land- spítala væru lokaðar í ár Morgunblaðið/Sigurgeir Vorboðinn spígsporar í Hlíðarbrekkunni, en þar hélt tjaldurinn sig drjúgan hluta sunnudagsins. Vorboðinn komin til Eyja V estmannaeyjar TJALDURINN er kominn til Vestmannaeyja, en þangað kemur hann fyrstur farfugla. Ingi Sigurjónsson, áhugamaður um fugla sá tjaldinn í Hlíðarbrekkunni við Hástein á sunnudag. ÁÆTLAÐAR lokanir deilda Ríkisspítala í sumar eru svipaðar og í fyrra og samsvara því að tvær deildir á Landspítalanum væru lokaðar nær allt árið, að sögn Davíðs Á. Gunnarssonar, forsljóra Ríkisspítala. Davíð sagði, að ef Ríkisspítalar fengju ekki aukið Qármagn á þessu ári kæmi til enn frekari lokana, en hann vildi ekki nefna neinar upp- hæðir í því sambandi. Lokanir nú má rekja til aðhalds í rekstri Ríkisspítala, líkt og var á síðasta ári, en árin þar á undan réð mann- ekla mestu um lokanir. Á Borgarspítalanum verður heldur minna um lokanir en í fyrra og segir aðstoðarframkvæmdasljóri spítalans ástæð- una þá, að menn treystust ekki til svo harðra aðgerða aftur. Á Landa- kotsspítala kemur ekki til sérstakra lokana, heldur verða 40 rúm að meðaltali ónýtt allt árið. Ingi sagði í samtali við Mor- ugnblaðið, að tjaldurinn kæmi oftast í marz, fyrst einn og einn en síðan bætti í unz fjöldinn væri orðinn anzi mikill. Hann sagði tjaldinn koma fyrstan fugla, en oft væri eitthvað um flækinga af ýmsu tagi í Eyjum á vetrum. Grímur Davíð Á. Gunnarsson sagði að miðað væri við lokanir á Ríkisspít- ölum í 91 deildarviku á þessu ári. Ein deildarvika er lokun einnar deild- ar í eina viku. „Við reynum að dreifa lokunum á deildirnar og loka öðrum deildum nú en í fyrra,“ sagði hann. „Þessar áætlanir standa og falla með því hvort fjárhagur Ríkisspítala verður bættur innan tíðar, því ella þarf að koma til frekari lokana. Þá VEÐUR r *. í DAG kl. 12.00:^ % £ f % (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær) VEÐURHORFUR I DAG, 20. MARZ YFIRLIT í GÆR: Um 300 km austur af Dalatanga er 978 mb lægð á leið austnorðaustur, en hæðarhryggur á Grænlandshafi hreyfist austur. Vaxandi 970 mb lægð um 400 km suðvestur af Hvarfi hreyf- ist austnorðaustur. SPÁ: Allhvöss eða hvöss austanátt um mest allt land. Víða snjó- koma eða slydda sunnanlands, en úrkomulítið norðanlands. Heldur hlýnandi í bili. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUDAG: Austan og norðaustanátt með slyddu við suður- og suðausturströndina, éljum norðanlands, en léttir til suðvestanlands. Hiti nálægt frostmarki á Suður- og Suðaustur- landi, en 1 til 5 stiga frost annars staðar. HORFUR Á FIMMTUDAG: Hæg suðvestlæg átt og dólítil él vestan til á landinu, en hægviðri og léttir til austanlands. Frost á bilinu 1 til 6 stig. x Norðan, 4 vindstig: " Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * 10° 10 gráður á Celsíus y Skúrir * V El — Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —J- Skafrenningur Þrumuveður xn VEÐUR 1fÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti veöur Akureyri +5 skýjað Reykjavík 0 snjóél Bergen 6 skúr Helsinkí 11 mistur Kaupmannah. 12 þokumóða Narssarssuaq 1 skafrenningur Nuuk •5-4 snjókoma Osló 9 þokumóöa Stokkhólmur 15 mistur Þórshöfn 4 súld Algarve 18 skýjað Amsterdam 15 mistur Barcelona 17 mistur Berlín 20 heiðskírt Chicago +4 alskýjað Feneyjar 19 heiðskirt Frankfurt 16 mistur Glasgow 8 skýjað Hamborg 17 skýjaö Las Palmas 24 rykmistur London 12 rigning Los Angeles 12 þoka Lúxemborg 16 léttskýjað Madríd 16 heiðskfrt Malaga 18 mistur Mallorca 20 léttskýjað Montreal +1 léttskýjað New York 7 alskýjað Orlando 13 skýjað París 16 skýjað Róm 16 þokumóða Vín 18 heiðskírt Washington 9 alskýjað Winnipeg +10 heiðskírt munu lokanir samsvara því að þrjár deildir á Landspítalanum verði lok- aðar allt árið.“ Davíð sagði að undanfarin ár hefði þurft að grípa til lokana þar sem ekki hefði tekist að manna deildirn- ar. „Núna er ástæðan hins vegar sparnaður og aðhald, líkt og í fyrra,“ sagði hann. „Það er auðveldara en oft áður að fá fólk til starfa, bæði faglært og ófaglært. Að minnsta kosti eru ekki svipaðar blikur á lofti í þeim málum og stundum áður, heldur virðist andrúmsloftið á vinnu- markaðinum tiltölulega rólegt." Magnús Skúlason, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Borgarspítalans, tók undir að auðveldara væri að fá fólk í vinnu nú en oft áður. Á þriðjudag var ákveðið að loka deildum á spíta- lanum í samtals 47 vikur á þessu ári. í fyrra var hins vegar lokað í 52 vikur, sem samsvarar því að ein deild hafí verið lokuð allt árið. „Þess- ar lokanir í fyrra reyndust okkur mjög erfiðar. Þær deildir sem voru opnar voru yfirfullar og við treystum okkur ekki til svo harðra aðgerða nú,“ sagði Magnús. „Lokanir eru alltaf neyðarúrræði og við sjáum enga aðra leið ef við ætlum að halda starfsemi spítalans gangandi út árið.“ Logi Guðbrandsson, fram- kvæmdastjóri Landakotsspítala, sagði að þar væri ekki gert ráð fyr- ir að til sérstakra sumarlokana kæmi. „Nú eru um 40 sjúkrarúm ónotuð að meðaltali og við höfum ákveðið að svo verði allt árið. í fyrra lokuðum við deildum yfír sumarið, en með því að taka 40 rúm úr um- ferð allt árið vonumst við til að ekki þurfí að koma til sumarlokana," sagði Logi. Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson Báturinn stendur í botni við bryggjuna og bíður þess að verða yfir- farinn. Trillu bjargað efitir þijá daga á hafsbotni ÞÓREY GK 123, 9 tonna trillu, sem sökk í Garðssjó í síðustu viku, var náð af hafsbotni lítið skemmdri á sunnudag. Um borð í bátum voru þijú til fjögur tonn af fiski og fóru þau í vinnslu. Tómas Knútsson, kafari og sjó- maður á Keflvíkingi KE, fann bát- inn, en honum til aðstoðar við að ná honum upp var meðal annars fyrri eigandi hans, Hafsteinn Reynir Magnússon og Jón Bjöm Vilhjálms- son skipstjóri á Haferni KE 14. Tómas sagði í samtali við Morgun- blaðið, að hann hefði einfaldlega verið heppnari en aðrir. Hann hefði verið að loðnuveiðum úti á Flóa, þegar Þórey sökk og fylgzt þar með Nefhjól und- an Fokkervél NEFHJÓL brotnaði undan Fok- kervél Flugleiða við lendingu í Færeyjum síðastliðinn laugar- dag. Engan sakaði, en áætlun tafðist um sólarhring. Óhappið varð með þeim hætti, að í lendingunni sprakk á hjólinu og við það gaf sig lítið stykki á gafflinum, sem hjólið er fest á. Flugvirki var til taks að áliðnum laugardegi, en komst ekki til Fær- eyja vegna veðurs fyrr en á sunnu- dag. gangi mála. Síðan hefði Goðinn leit- að í tvo daga án árangurs og ein- hveijir fleiri hefðu síðan farið af stað eftir leyfi frá tryggingunum. „Við keyrðum yfír staðinn á Keflvík- ingi og fengum .góða lóðningu á ákveðnum stað,“ segir Tómas. „Ég setti staðsetninguna á blað og hafði með í land í helgarfrí. Þegar við komum á staðinn, settum við dreka niður fyrst og svo skellti ég mér niður. Það kom í ljós að ég var rétt við bátinn, það tók fjórar mínútur frá því ég fór niður, fann bátinn og merkti okkur hann, setti í hann taug og var kominn upp aftur. Báturinn lá þarna á um 25 metra dýpi milli tveggja kletta, eins og bíll á bíla- stæði og sá ekki á honum. Eftirleikurinn var síðan auðveld- ur. Jón Björn á Haferni kom og tók bátinn í tog, dró hann í kafi upp að bryggjunni í Garðinum. Þar tók kranabíll við og mjakaði honum upp í flæðarmálið. Báturinn virtist nær heill, aðeins smá gat á byrðingnum, en það á eftir að koma í ljós hvort " hann verður, haffær að nýju. Von- andi verður hægt að gera sér mat úr þessu,“ sagði Tómas Knútsson í gær, en hann var þá að loðnuveiðum um borð í Keflvíkingi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.