Morgunblaðið - 20.03.1990, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARZ 1990
Konsó - nýr kaf li í
íslenskri kirkjusögu
eftir sr. Kjartan
Jónsson
Brautryðjendur
„Hópur kristniboðsvina stóð á
hafnarbakkanum og söng, þegar
skipið lét úr höfn. Þeir yngstu
hlupu síðan út að vitanum við
hafnarmynnið, og þar héldu þeir
áfram að syngja:
Þótt skilji löpr lönd,
ei lýð Guðs skilja höf.
í álfum heims sú eining sterk
er andans sigurgjöf.
Söngur þeirra hefur fylgt okkur
síðan.“ (Lifandi steinar, bls.
177-178.)
Þannig kemst sr. Felix Ólafsson
að orði, er hann og kona hans,
frú Kristín Guðleifsdóttir, héldu
af stað frá Reykjavík áleiðis til
Eþíópíu til kristniboðsstarfa í
janúarbyijun 1952. Þau voru að
fara til starfa á nýjum íslenskum
kristniboðsakri í Eþíópíu. Þetta
var í fyrsta sinn í íslenskri kirkju-
sögu, að íslendingar tóku að sér
að manna og reka kirkjustarf í
svo fjarlægu landi. Hér var tekið
stórt og mikið trúarskref. Heimur-
inn var miklu stærri þá en nú og
samgöngur mun erfiðari. Þau
sigldu til Eþíópíu nýgift, aðeins
rúmlega tvítug. Ekki skyldi mann
undra þó að einhvern landann
hefði þótt þetta uppátæki nýgiftra
hjónanna undarlegt í meira'lagi,
að taka sig upp frá ástkærri fóst-
uijörðinni til að setjast að á
meðal frumstæðs þjóðflokks ein-
hvers staðar inni í myrkviðum
Afríku, meira og minna vega- og
símasambandslaus við umheim-
inn. Hversu margir nú á dögum
gætu hugsað sér að eyða bestu
ánim ævi sinnar við slíkar aðstæð-
ur?
En þau höfðu köllun frá Guði
til þessa starfs. Þegar Guð kallar,
er erfitt að þverskallast. Það þarf
mikið hugrekki borið uppi af
sterkri trú til að vera fyrstur til
að fara út í óvissuna, kanna að-
stæður og nema nýtt land. Það
er alltaf erfitt að vera brautryðj-
andi og beijast við erfið ytri skil-
yrði og fordóma þeirra, sem skilja
ekki rök og ástæður kristniboðs-
starfsins. En Guð lét það falla í
hlut Felixar og Kristínar í
Eþíópíu. Þau voru reyndar ekki
ein. Það var hópur fólks hér á
landi, sem hafði sömu köllun og
stóð að baki þeim, bæði í fyrirbæn
og með því að standa straum af
öllum kostnaði. Þessi hópur fól
þau Guði á vald, er lagt var upp
í þessa löngu för og umvöfðu
þau bænum sínum hvern dag upp
frá því.
Til Konsó
Felix hafði stundað nám í 6 ár
á skóla fyrir verðaridi kristniboða
í Osló í Noregi. Kristín var kenn-
ari að mennt, en sótti auk þess
námskeið í hjúkrunarfræðum. Á
leiðinni út dvöldu þau um alllangt
skeið í Englandi við enskunám.
Addis Abeba náðu þau 25. sept-
ember 1953. Þar beið þeirra
tæplega árs nám í amharísku.
Rúmu ári síðar, eða 26. október
1954 komust þau á leiðarenda
alkomin til Konsó, einu ári og níu
mánuðum eftir að þau lögðu af
stað í þessa miklu för. Reyndar
hafði Felix farið á undan um
vorið til að kynna sér aðstæður.
Þá leigði hann m.a. eitt skásta
húsið í einu þorpinu þar. Þetta
var lítiifjörlegur moldarkofi í þorpi
þar sem húsin standa mjög þétt.
Felix getur þess á einum stað, að
þau hjónin hafi kallað þetta hús
Bæjarbíó, því að koma þeirra í
þorpið vakti að vonum óskipta
Þakklæti
Sr. Felix og frú Kristínu var
boðið til Islands sl. sumar af
Sambandi íslenskra kristniboðsfé-
laga í tilefni _af 60 ára afmæli
samtakanna. Á þeim tímamótum
var nýr samkomusalur vígður.
Það gladdi kristniboðsvini mikið,
að þau hjónin skyldu geta séð sér
fært að þiggja boðið. Þá prédikaði
sr. Felix við hátíðarguðsþjónustu
í troðfullu safnaðarheimili Grens-
ássóknar.
„Það þarf mikið hug-
rekki borið uppi af
sterkri trú til að vera
fyrstur til að fara út í
óvissuna, kanna að-
stæður og nema nýtt
land. Það er alltaf
erfitt að vera braut-
ryðjandi og berjast við
erfið ytri skilyrði og
fordóma þeirra, sem
skilja ekki rök og
ástæður kristniboðs-
starfsins. En Guð lét
það falla í hlut Felixar
og Kristínar í
Eþíópíu.“
athygli innfæddra. Þau voru öðru
vísi en þeir og höfðu með sér
ýmsan varning, sem aldrei hafði
sést á þessum slóðum. Það voru
því mörg augun, bæði á gluggum
og í sprungum hússins, sem fylgd-
ust: sífellt með þeim. Fáir geta
gert sér í hugarlund álagið, sem
það hlýtur að hafa haft í för með
sér að geta aldrei um fijálst höfuð
strokið án þess að fylgst væri með
þeim.
Byijunin var erfið og hefði
getað rænt einhvern kjarkinn.
Strax á 6. degi eftir komuna til
Konsó, veiktist Felix svo heiftar-
lega af malaríu, að hann var oft
meðvitundarlaus. Þau hjón höfðu
orðið að skilja mikið af varningi
sínum eftir í Addis Abeba, þar á
meðal flest húsgögnin sín. Fyrsta
heimilið þeirra var því frumstætt.
Felix lýsir því í einni bóka sinna.
Sr. Felix Ólafsson 60 ára
Sr. Felix varð 60 ára 20. nóv-
ember sl. Hann er fæddur og
uppalinn í Reykjavík, þar sem
hann sótti KFUM sem drengur.
Varð hann handgenginn sr.
Magnúsi Runólfssyni fram-
kvæmdastjóra KFUM og Ólafi
Ólafssyni kristniboða. Jóhannes,
sonur hins síðarnefnda, varð ná-
inn vinur hans, en hann starfaði
sem læknir um 20 ára skeið í
Eþíópíu á vegum Sambands
íslenskra kristniboðsfélaga.
Þau hjón eiga 3 börn.
Sr. Felix skrifaði licentiatrit-
gerð um líf og starf Skotans
Ebenezers Henderssonar, er
stofnaði Hið íslenska biblíufélag
fyrir 175 árum.
Undirritaður vill fyrir hönd
Sambands íslenskra kristniboðs-
félaga og kristniboðsvina á íslandi
þakka þeim hjónum fyrir ómetan-
legt brautryðjendastarf í þágu
kristniboðsmálefnisins. Þau eru
og munu verða fyrirmynd og
hvatning fyrir ókomnar kynslóðir
til starfa að útbreiðslu kirkju
Krists, bæði hér á landi og í heið-
ingjalöndum, jafnvel þótt það
kosti miklar fórnir.
Höfundur er kristniboði.
Kristniboðsstöðin í Konsó skömmu fyrir 1970. Þarna hófu sr. Felix Ólafsson og írú Kristín Guðleifs-
dóttir kristniboðsstarf við mjög frumstæðar og erfiðar aðstæður.
Þau voru búin að eignast sitt
fyrsta barn. „Ekkert er þama
innanstokksmuna utan rúm, litla
vaggan, sem við án árangurs
reynum að veija fyrir veggjalú-
sinni, lítið borð, nokkrir stólar og
kassar. Eldavélin er utan dyra,
og hefur verið reist skýli yfir
hana.“ (Bókin um Eþíópíu, bls 68.)
Erfiðar aðstæður
Þau þurftu ekki að kvarta
undan verkefnaskorti. Við þessi
erfiðu skiíyrði hófu þau að kanna
Ljósmynd/Sr. Kjartan Jónsson
Sr. Felix Ólafsson og frú Kristín Guðleifsdóttir í hinum nýju húsa-
kynnum Sambands íslenskra kristniboðsfélaga. Þau voru heiðurs-
gestir á 60 ára afmæli samtakanna í byrjun september á síðast-
liðnu ári.
Lj6smynd/Sr. Kjartan Jónsson
Sóknarprestar Grensássafnaðar frá upphafi. Frá vinstri: Sr. Hall-
dór Gröndal, núverandi sóknarprestur, sr. Jónas Gislason pró-
fessor og vígslubiskup og sr. Felix Ólafsson, fyrsti sóknarprestur
safhaðarins.
kristna trú í Konsó, var einn af
leiðtogum þeirra í andlegum efn-
um, seiðmaðurinn Berrisja Germó.
Hann var búinn að fá nóg af
andadýrkun sinni og kukli og var-
friðvana maður. Með honum hófst
trúarvakning, sem staðið hefur
allt fram á þennan dag.
Nýr starfsvettvangur
Árið 1958 sneru þau hjónin
heim til íslands. Það varð hlut-
skipti annarra að halda_ verki
þeirra áfram. Heima á íslandi
lagði Felix stund á guðfræði við
Háskóla íslands og var vígður
sem fyrsti sóknarprestur Grensás-
sóknar. Þar féll það í hans hlut
að byija aftur á nýju uppbygging-
arstarfi. Síðan barst leiðin til
Noregs, þar sem hann var í mikl-
um tengslum við Lovisenberg,
eina af miðstöðvum líknarþjón-
ustu norsku kirkjunnar, en hann
hafði mikinn áhuga á slíku starfi,
diakoni. Það eru Danir, sem hafa
síðan fengið að njóta starfskrafta
þeirra hjóna síðustu áratugina.
Felix var um árabil sjúkrahús-
prestur á St. Lukasstiftelsen, þar
til hann tók við embætti sóknar-
prests í Stenlöse.
betur aðstæður í hérað-
inu í kring og þreifa
sig áfram með kristni-
boðsstarfíð. Ekki leið á
löngu, þar til Felix var
búinn að setja á stofn
barnaskóla. Þau hjón
höfðu með sér nokkrat-
birgðir af lyfjum. Fólk
leitaði mikið til þeirra
allt frá fyrstu stund
með alls kyns sjúk-
dóma. 19. júní 1955
skrifar Kristín í bréfi
til íslands: „Við höfum
haft svo mikið að gera
í lækningastarfi hér,
að það er alveg að fara
með okkur. Daglega er
fullt af fólki, sem vill
fá hjálp. Hvern morg-
un, er við vöknum, situr
fjöldi fólks og bíður.
Eg get ekki talið allar
þær sprautur, sem ég
hef orðið að gefa síðan
við komum hingað til
Konsó. Það er svo
margt, sem maður er
neyddur til að gera
hér, en maður myndi
aidrei láta sér detta í
hug að gera heima.“ (Bókin um
Eþíópíu, bls. 226.) Síðar þetta
sama ár var Ingunn Gísladóttir
hjúkrunarfræðingur komin til
starfa í Konsó og létti því mikið
á Kristínu og Felix. Hún fékk líka
nóg að gera, enda var engin
önnur heilbrigðisþjónusta af neinu
tagi í öllu Konsóhéraði.
Felix tókst að fá leigða Ióð til
30ára fyrir kristniboðsstarfið.
Þar voru byggð íbúðarhús fyrir
kristniboðana, sjúkraskýli og
skóli. Það var mikið verk að
byggja stöðina upp. Þarna var
miklu betra fyrir kristniboðana
að búa, því þeir gátu verið meira
út af fyrir sig.
Kirkjustarfið hófst strax og
þau fluttu til Konsó. Það fór hægt
af stað, en jókst jafnt og þétt.
Margir af frammámönnum í
kirkju og samfélagi Konsómanna
nú á dögum voru drengir Felixar
á þessum fyrstu árum. Nú eru
liðin rúm 35 ár síðan þetta starf
hófst. 35 söfnuðir hafa verið
stofnaðir með um 13.000 meðlim-
um. Margs konar þróunar- og
hjálparstarf fer þar einnig fram.
Það vóg þungt á metunum, að
fyrsti maðurinn, sem játaði
Berrisja Germó og fjölskylda. Hann var
seiðmaður um árabil. Hann játaði fyrstur
Konsómanna kristna trú. Það var upphaf
trúarvakningar, sem staðið heíúr allt
fram á þennan dag.