Morgunblaðið - 06.04.1990, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 06.04.1990, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1990 11 Ragna Sigurðardóttir Fallegri en flugeldar Ljóðabók eftir Rögnu Sigurðardóttur FALLEGRI en flugeldar nefnist nýtt safn ljóða eilir Rögnu Sig- urðardóttur. Bókin inniheldur nítján ljóð, ort á síðastliðnum tveimur árum. í ljóðunum er Qali- að um sambönd fólks við hvert annað, veruleikann og innra Iíf á myndrænan og næman hátt. Fallegri en flugeldar er prentuð í Maastricht í Hollandi þar sem Ragna nemur við Jan van Eyck myndlistarakademíuna og er upp- lag bókarinnar takmarkað við eitt hundrað eintök. Fyrstu 25 eintökin eru tölusett og gefin út í hand- gerðri öskju ásamt blýantsteikn- ingu, grafíkverki og klippimynd eftir Rögnu, en almenna útgáfan er saumuð og bundin í hvítt. Ragna Sigurðardóttir hefur áður gefið út smásagnasafnið Stefnu- mót, 1987, og ljóð eftir hana hafa birst í samansafnsbókum og tíma- ritum. (Fréttatilkynning) Ragnheiður Jónsdóttir sýnir í Norræna húsinu. Ragnheiður Jónsdóttir: Sýnir í Nor- ræna húsinu RAGNHEIÐUR Jónsdóttir opnar sýningu á teikningum í Norræna húsinu á morgun, laugardaginn 7. apríl. Ragnheiður hefur haldið tólf einkasýningar auk þess sem hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga hér heima sem erlendis. Að þessu sinni sýnir hún teikningar, kol á pappír. Sýningin er opin daglega frá kl. 14—19 og lýkur 29. apríi. V^terkurog O hagkvæmur auglýsingamiðill! ■ JÓ/VGröndal, bæjarfulltrái, varð efstur í prófkjöri Alþýðuflokks- félags Grindavíkur sem haldið var um helgina. Hann hlaut 181 atkvæði í fyrsta sæti og 350 tilnefningar alls í 1.-12. sæti. Alls kusu 406 í prófkjör- inu en í kosningum 1986 hlaut Al- þýðuflokkurinn 301 atkvæði. Annar varð Kristmundur Ásmundsson, heilsugæslulæknir, með 183 atkvæði í 1.-2. sæti og 345 alls og Sigurður Gunnarsson, vélstjóri, varð í þriðja sæti með 120 atkvæði í 1.-3. sæti og 262 alls. Röð næstu manna varð sem hér segir, atkvæði alls í sviga: 4. Petrína Baldursdóttir, forstöðu- maður, 157 atkv. (241), 5. Kolbrún Björg Tobíasdóttir, húsmóðir, 178 atkv. (235), 6. Ásgeir Magnússon, skipstjóri, 184 atkv. (232), 7. Garðar Páll Vignisson, kennari, 147 atkv. (186), 8. Álfheiður Hörn Guð- mundsdóttir, verkakona, 175 atkv. (196), 9. Fanný Þóra Erlingsdótt- ir, starfsstúlka, 147 atkv. (166), 10. Jósef Kristinn Olafsson, sölustjóri, 142 atkv.(155), 11. Arnór Valdi Valdimarsson, skipstjóri, 138 atkv. (138), 12. Árni Björn Björnssson, veitingamaður, 134 atkv. (134). Sig- urður Ágústsson, formaður Alþýðu- flokksfélags Grindavíkur, sagði að ijöldi þeirra sem kusu í prófkjörinu væri ánægjulegur og gæfí byr undir báða vængi. Að sögn Sigurðar mun félagsfundur ákveða endanlega nið- urröðun á framboðslista. Alþýðu- flokkurinn hefur tvo bæjarfulltráa í bæjarstjórn Grindavíkur og er í minnihluta ásamt einum fulltrúa Al- þýðubandalags. Magnús Ólafsson, bæjarfulltrúi, gaf ekki kost á sér í prófkjörið. FÓ HUÓNIPLÖTUMARKAÐUR GULLALDARPOPP, SAFNGRIPIR, NÝHIETI 06 HUðMHEKI 20-70% afsláttur af sérinnfluttum hljóm- plötum og geisladiskum með mörgum af bestu og merkilegustu flytjendum rokksögunnar. Rokk, metal, danstónlist, blues, jass, nýbylgja, country, popp. Margar sögulegar upptökur nú í fyrsta sinn fáanlegar á geisladiskum. Einnig bjóðum við fullkomna hljómtækjastæðu með geislaspilara á ótrúlegu tilboðsverði, 39.800 stgr. GULLALDARPOPP GÆÐA „COUNTRY1 Byrds Roy Orbinson Dionne Warwick Kinks Platters Nancy Sinatra Little Richard Ray Charles Ritchie Valens Carl Perkins Yardbirds James tírown PaulAnka Louis Prima GÆÐA „BLÚS“ Lightning Hopkins Slim Harpo John Lee Hooker Lightnin’ Slim Bobby Bland Big Bill Broonzy Junior Wells Otis Rush Buddy Guy Elmore James B.B. King Patsy Cline Johnny Cash NÝMETI Pixies Beautiful South Erasure ■> SOwwtPMO C3 s SKIPHOLT 7 - SÍMI62 25 55 - 62 60 29

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.