Morgunblaðið - 06.04.1990, Side 24

Morgunblaðið - 06.04.1990, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1990 Upplagseftirlit Verslunarráðs: Þjóðlíf út- breiddast tímarita sem taka þátt TÍMARITIÐ Þjóðlíf var út- breiddast þeirra tímarita sem taka þátt í upplagseftirliti Verslunarráðs Islands á tímabil- inu maí til september og októ- ber til janúar 1989/90 og upp- Iagið jókst um tæp 500 eintök á þessum tíma, að því er fram kemur í lréttatilkynningu frá samtökunum. Fjögur tímarit og fjögur lands- hlutafréttablöð taka þátt í upp- lagseftirlitinu. Útbreiðsla tímarits- ins Heilbrigðismál, sem eingöngu er dreift í áskrift, var 7.250 eintök á fyrra tímabilinu og 7.020 á því seinna. Tímaritið Heimsmynd var prentað í 9.760 eintökum, í áskrift var dreift 1.372 á fyrra tímabilinu og 1.806 á því seinna, en dreift í lausasölu var 8.333 á fyrra tíma- bilinu og 7.812 á því seinna. Þjóðlíf var prentað i 13.600 ein- tökum maí/september og í 14.500 eintökum október/janúar. í áskrift var dreift 10.833 og síðara tímabi- lið 11.388, en í lausasölu var dreift 2.743 og síðara tímabilið 2.712. Æskan var prentuð í 8.500 eintökum og síðan 8.333. í áskrift var dreift 7.319 (6.905) og í lausa- sölu var dreift 300 (240). Hafnfirska fréttablaðið er prentað í 5.500 eintökum, borið í hús og stofnanir 4.650 (4.600) og lagt fram til dreifingar í verslunum 780 (850). Samsvarandi tölur fyr- ir önnur landshlutafréttablöð, inn- an sviga er tímabilið október/jan- úar: Víkurfréttir prentað í 5.500 (5.634), borið út 3.896 (4.023) og lagt fram í verslunum 1.545 (1.470). Bæjarins besta er prentað í 3.600 (3.600), dreift í hús 2.370 (2.700) og lagt fram í verslunum 1.200 (850). Vestfirska fréttablað- ið var prentað í 3.600 (3.663), dreift í hús og stofnanir 3.371 (3.390) og lagt fram í verslunum í 190 (230) eintökum. Upplagseftirlit er einnig í boði fyrir útgefendur dagblaða. Morg- unblaðið hefur eitt dagblaða geng- ist inn á það, en tölur um dagblöð- in eru birtar sérstaklega. Langefstir og jafnir með 49 stig af 60 mögulegum voru Gunnar Páls- son, MA, og Kristján Leósson, MR, sem báðir voru í liði íslendinga á Olympíuleikunum í eðlisfræði síðasta sumar í Varsjá í Póllandi. í 3. og 4. sæti voru Kristján Valur Jónsson, MS og Höskuldur Hauksson, MR, og í 5. sæti var Magnús Stefánsson, MR. Morgunblaðið stendur straum af öllum kostnaði við framkvæmd og verðlaun Landskeppninnar. Verðlaunaafhending fór fram í Skólabæ, viðhafnarhúsnæði HÍ við Suðurgötu, að viðstöddum deildar- stjóra framhaldsskóladeildar menntamálaráðuneytisins og for- mönnum þeirra félaga, Eðlisfræðifé- lags íslands og Félags raungreina- kennara, sem standa að Lands- keppni í eðlisfræði. Hans Kr. Guð- mundsson, formaður framkvæmda- nefndar Landskeppni í eðlisfræði, rakti framkvæmd keppninnar og þátttöku íslendinga í Ólympíuleikun- um í eðlisfræði. Stærsta verkefnið framundan kvað hann vera ákvörðun um hvort íslendingar héldu Ólympíu- leikana í eðlisfræði hér á landi og tryggðu þannig rétt sinn til áfram- haldandi þátttöku í Ólympíuleikun- um á næsfy árum. Viðar Ágústsson, framkvæmda- stjóri Landskeppni í eðlisfræði, af- henti bókaverðlaun til 14 efstu kepp- enda i forkeppninni sem haldin var í febrúar síðastliðnum og peninga- verðlaun til 5 efstu keppenda í úrsli- takeppninni. Það var Einar Júlíus- son, formaður dómnefndar, sem kynnti úrslit keppninnar. Islendingum hefur þegar verið boðin þátttaka í Ólympíuleikunum í eðlisfræði sem fram munu fara í Groningen í Hollandi 5.-13. júlí næstkomandi og hefur menntamála- ráðuneytið þegið boðið fyrir hönd íslands. Framkvæmdanefnd Land- skeppni í eðlisfræði mun á næstunni velja lið íslendinga en það munu skipa allt að 5 efstu keppendurnir úr úrslitakeppninni. Þeir þurfa jafn- framt að uppfylla það skilyrði Ólympíuleikanna að vera yngri en 20 ára 30. júní nk. og hafa ekki hafið nám á háskólastigi. Stefnt er að því að veita liðsmönnum þjálfun í fræðilegri og verklegri eðlisfræði um 6 vikna skeið fyrir keppnina og auka þannig líkur á betri árangri VEGNA umræðna um vaxandi fíkniefnanotkun unglinga hefúr íþrótta- og tómstundaráð tekið höndum saman við Saga fílm, auglýsingastofúna Gott fólk og Ágúst Baldursson, kvikmynda- en ella, en ísland hefur á undan- förnum árum vermt eitt af neðstu sætunum meðal þeirra rúmlega 20 þjóða sem þátt taka í Ólympíuleikun- gerðarmann, um auglýsingaher- ferð til varnar fíkniefíianotkun. Þá hefúr Lions-hreyfíngin skorað á borgarsfjórn Reykjavíkur að kennsla verði hafín í öllum grunn- skólum borgarinnar á námsefninu Lagafrumvarp um raforkuver: Fyrst verð- ur virkjað í Fljótsdal SAMKVÆMT lagafrumvarpi iðaðarráðherra um raforkuver verður fyrst hafist handa við Fljótsdalsvirkjun, ef samið verður um byggingu nýs ál- vers. Síðan verði Búrfellsvirkj- un stækkuð og fímmta áfanga Kvíslaveitna lokið. Jón Sigurðsson iðnaðarráð- herra kynnti frumvarpið í ríkis- stjórninni á þriðjudag, og það er nú til meðferðar í ríkisstjórnar- flokkunum. I frumvarpinu er gert ráð fyrir að ofangreind virkj- anaröð verði staðfest og heimild- ir veittar til að hefja undirbúning á þessu ári. Landsvirkjun hefur gert ráð fyrir því að hafist verði handa við stækkun Búrfellsvirkjunar, áður en byijað verði á Fljótsdals- virkjun. Jón Sigurðsson sagði þó við Morgunblaðið, að ekki væri verið að breyta virkjunarröðinni með frumvarpinu. Ef framvinda samninga við Atlantalhópinn gefi tilefni til að hefja virkjanafram- kvæmdir á þessu ári, þá lægi mest á undirbúningsfram- kvæmdum við Fijótsdalsheiði, ef hún ætti að komast í gagnið 1994. Lions Quest, „Að ná tökum á tilve- runni.“ í frétt frá íþrótta- og tómstunda- ráði segir, að ætlunin með auglýs- ingaherferðinni sé að vekja ungt fólk til umhugsunar um áhrif fíkni- efna. Ágúst Baldursson hefur unnið auglýsingaefnið, í samvinnu við Saga film og Gott fólk og gefa allir aðilar vinnu sína við auglýsingarnar. íþrótta- og tómstundaráð greiðir birtingarkostnað í blöðum og sjón- varpi vegna átaksins. Þá segir í fréttinni, að það sé von þeirra sem að auglýsingaherferðinni standi, að hún verði til þess að almenningur geri sér Ijóst hve hræðilegar afleið- ingar fíkniefnaneyslu eru fyrir ungt fólk og jafnframt að átakið verði upphafið að enn meiri og kröftugri baráttu gegn fíkniefnum þar sem ástandið fari sífellt versnandi. Lionshreyfingin á íslandi hefur látið þýða og staðfæra Lions Quest kennsluefnið frá Bandaríkjunum, en í frétt frá hreyfingunni segir að það hjálpi unglingum meðal annars að lifa heilbrigðu lífi án vímuefna. Námsefnið er kallað „Að ná tökum á tilverunni". Það var kynnt á fundi í Reykjavík á þriðjudag og þar var einnig afhent áskorun til borgar- stjórnar Reykjavíkur, að hún taki höndum saman við menntayfirvöld í því skyni að kennsla verði hafin, i öllum grunnskólum borgarinnar, á námsefninu Lions Quest. „Jákvætt og uppbyggilegt forvarnarstarf er líklegast til árangurs. Byrgjum brunninn áður en barnið dettur ofan í,“ eru lokaorð áskorunarinnar. Vísindaritgerðir dr. Bjöms Signrðssonar gefiiar út HINN 7. apríl kemur út í einu bindi safn vísindaritgerða dr. Björns Sigurðssonar, læknis, fyrsta forstöðumanns Tilraunastöðvar Há- skólans í meinafræði að Keldum. Synir Björns, læknamir Jóhann- es og Sigurður Bjömssynir, gefa ritið úr. Prófessor Margrét Guðna- dóttir ritstýrði útgáfunni, sem styrkt var af eftirtöldum aðilum: Háskóla íslands, Tilraunastöð Há- skólans í meinafræði, Rannsókna- stofu Háskólans í veirufræði, Læknafélagi íslands og Rann- sóknaráði ríkisins. Ritgerðunum er skipt í 7 kafla. í fyrsta kafla eru verk um ýmis rannsóknaverkefni sem Björn vann að á námsárum sínum hérlendis og erlendis. Annar kafli er um rannsóknir á garnaveiki í búfé, þ. á m. um nýjar greiningaraðferðir. Einnig eru þar ritgerðir um nýtt bóluefni gegn garnaveiki, sem Björn bjó til. í þriðja kafla eru ritgerðir Björns um hæggengar veirusýk- ingar í íslensku sauðfé: votamæði, þurramæði, visnu og riðu. Fjórði, fímmti og sjötti kafli eru um rannsóknir Björns á bráðum veimsjúkdómum í fólki. í fjórða kafla em ritgerðir um inflúenzu- rannsóknir og gerð inflúenzubólu- efnis, sem hér var notað til að veijast fyrsta faraldrinum af Asíu-inflúenzu 1957. Fimmti kafli er um áður óþekktan sjúkdóm, Akureyrarveiki, sem um margt svipaði til lömunarveiki og olli far- aldri norðanlands 1948-1949. Sjötti kafli er um mænusótt og skylda sjúkdóma. Sjöundi kafli er safn ritgerða um smærri verkefni, þ. á m. fræðsluefni fyrir almenning. Bjöm Sigurðsson er einn þekkt- asti vísindamaður íslendinga á þessari öld. Meginhluti vísinda- starfa hans snerist um rannsóknir á veirusjúkdómum, en hann var einnig afkastamikill á sviði ann- arra smitsjúkdóma. Um miðjan sjötta áratuginn setti Björn fram byltingarkenndar hugmyndir um sérstök afbrigðþveirusýkinga, sem hann nefndi „annarlega hæggeng- ar veirusýkingar". Fljótlega kom í ljós, að tilgátur hans stóðust og standast enn. Kenningar Björns hafa skýrt mörg atriði í gangi þess- ara sýkinga og þannig meðal ann- ars flýtt fyrir og auðveldað rann- sóknir á alnæmi. Bjöm var óvenjulega afkasta- mikill á skammri starfsævi, en rit- Dr. Björn Sigurðsson verk hans í bókinni eru 103 að tölu og 830 blaðsíður. Dr. Björn Sigurðsson lézt 46 ára gamall, haustið 1959. (Fréttatilkynning) Morgunblaðið/Bjami 5 efstu keppendur í úrslitakeppni Landskeppni í eðlisfræði. Frá vinstri: Magnús Stefánsson, MR, Gunn- ar Pálsson, MA, Kristján Leósson, MR, Kristján Valur Jónsson, MS, og Höskuldur Hauksson, MR. Landskeppni í eðlisfi*æði: Olympíufarar síðasta árs flestir í úrslitakeppninni ÚRSLITAKEPPNI í Landskeppni í eðlisfræði hefur farið fram í 7. sinn. Keppendur voru 11 nemendur úr 4 framhaldsskólum sem bestum árangri höfðu náð í forkeppninni sem fram fór í febrúar síðastliðnum. Leystu þeir 4 verkefni í fræðilegri eðlisfí-æði og framkvæmdu 2 tilraun- ir og skrifúðu skýrslur um þær. um. Morgunblaðið/Sverrir Daníel Þórarinsson, Qölumdæmissljóri Lions á íslandi, afhendir Magnúsi L. Sveinssyni, forseta borgarsfjórnar, áskorun um að borgar- stjórn beiti sér fyrir því að kennsla verði hafin á námsefhinu Lions Quest í grunnskólum borgarinnar. Auglýsingaherferð og náms- eftii vegna vímuefiiavandans

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.