Morgunblaðið - 06.04.1990, Side 26

Morgunblaðið - 06.04.1990, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1990 Hermenn við öryggisgæslu á götum Lima, höfuðbrogar Perú. Á sunnudag verða forsetakosningar í landinu. Skæruliðar vinstri sinna hafa hótað ofbeldisverkum a kosningadaginn. Yargas Llosa nýtur mests fylgis í Perú Lima. Perú. PERUMENN ganga að kjörborði nk. sunnudag og kjósa sér forseta í rantes, frambjóðandi kosninga- skugga hryðjuverka og aukinnar fátæktar. Búist er við rótttækum bandalags sósíalista og annarra aðgerðum í efnahagsmálum að kosningum loknum. vinstri flokka. V estur-Þýskaland: A-þýskir njósnarar ganga erinda KGB Bonn. Reuter. AUSTUR-ÞÝSKA leyniþjónustan, sem opinberlega var lögð niður eftir fall kommúnistastjórnar landsins, hefúr látið sovésku leyniþjón- ustunni, KGB, í té bestu njósnara ins Die Welt. Leyniþjónustan stundar enn símahleranir og hefur um árabil hlerað símtöl að minnsta kosti 10.000 háttsettra Vestur-Þjóðverja, þar á meðal Helmuts Kohls kansl- ara, að því er sagði í grein, sem birtist í Die Welt í dag, föstudag. Blaðið segir að fráfarandi forsæt- isráðherra kommúnista, Hans Modrow, hafi boðið KGB að taka við njósnaneti Austur-Þjóðveija, meðal annars í Vestur-Þýskalandi. Austur-þýskir njósnarar hafa hlustað á símtöl Richards von Weiz- sáckers, forseta Vestur-Þýska- lands, Kohls kanslara og annarra ráðherra, svo og stjórnmálamanna, yfirmanna í hernum og kaupsýslu- manna, að sögn blaðsins. „Þessum njósnum hefur verið haldið áfram eftir kosningarnar í Austur-Þýskalandi 18. mars, án til- lits til breytinganna sem átt hafa sér stað í landinu að öðru leyti,“ segir í greininni. „Símahleranadeild leyniþjónustunnar hefur ekki verið lögð niður, heldur fengin í hendur austur-þýska hernum (NPA).“ sína, að sögn vestur-þýska blaðs- Die Welt sem er íhaldsblað og hefur oft verið fyrst með fréttir úr myrkviðum austur-þýskrar njósna- starfsemi, sagði enn fremur að kommúnistar í Austur-Þýskalandi ynnu nú að skipulagningu eigin njósnakerfis og Lýðræðislegi sósíal- istaflokkurinn (fyrrum kommún- istaflokkur landsins) hefði ráðið fyrrverandi starfsmenn hinnar ill- ræmdu öryggislögreglu Stasi sem lífverði og snuðrara fyrir flokks- broddana. Færeyjar: Karsten Hoy- dal látinn Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun* fréttaritara Morgunblaðsins. KARSTEN Hoydal, skáld og fyrr- um landsstjórnarmaður í Færeyj- um, er látinn. Hann var á 79. aldursári. Svíþjóð: Hnefal eikahetj a endur- hæfir eiturlyflaneytendur Stokkhólmi. Reuter. Mario Vargas Llosa, heimsþekkt skáld, nýtur mesta fylgis frambjóð- enda samkvæmt skoðanakönnun- um. Hefur hann einsett sér að koma verðbólgu niður úr rúmlega 2.000 prósentum í 10% og koma á jöfnuði í ríkisfjármálum með því að skera niður ríkisútgjöld. Hyggst hann í því skyni fækka ráðherrum úr 15 í átta. Vargas Llosa er fyrrum jafnaðar- maður en nú hægrisinni og hefur haldið því á lofti að kapítalismi sé eina leiðin út úr efnahagsvanda þjóðarinnar. Hyggst hann selja öll ríkisfyrirtæki, þ.á m. ríkisolíufélag- ið PetroPeru og ríkisflugfélagið, AeroPeru. En hver sem sigrar tekur við erfiðu búi vegna gífurlegra efna- hagsörðugleika og borgarastyijald- ar þar sem eigast við skæruliðar maóista og stjórnarherinn. Átökin hafa kostað 17.000 mannslíf frá 1980. Samkvæmt skoðanakönnunum nýtur Vargas Llosa 45% fylgis. Ólíklegt er þó talið að hann hljóti meirihluta atkvæða í fyrri umferð og nái þar með kjöri. Þurfí önnur umferð að koma til er líklegt að þá verði kosið milli hans og Luis Alva Castros, frambjóðanda stjóm- arflokksins, Apra, sem er jafnaðar- mannaflokkur. Alva Castro nýtur 15% fylgis, samkvæmt könnunum, eða örlítið meira en Alfonso Bar- Fyrrum heimsmeistari í þunga- vigt í hnefaleikum, Svíinn Ingem- ar Johansson, hefúr fengið nýtt starf sem felst í því að hjálpa eitur- lyfjasjúkiingum. Hann á að koma þeim í gott form og endurbyggja andlegt þrek þeirra. Johansson segir að það sé fyrir öllu að vera í góðu formi. „Manni finnst maður geta allt og þá þarf maður ekki vímuefni.“ Endurhæfingin hefur verið s.am- þykkt af heilbrigðisyfirvöldum og búið er að velja sjö eiturlyfjaneytend- ur á aldrinum 18 til 27 til meðferðar sem byija á með daglegu skokki. Ungmennin munu ferðast til eynnar Mallorku þar sem Johansson býr. Hoydal tók þátt í starfi Lýðveldis- flokksins og var fulltrúi flokksins í landsstjórninni 1962-66 og á fær- eyska lögþinginu 1966-70. Hann var fyrst í framboði í kosningum 1960 og var þá á óháðum lista manna sem andsnúnir voru því að byggð yrði eftirlitsstöð fýrir Atl- antshafsbandalagsins (NATO) í Færeyjum. Karsten Hoydal var kunnur fyrir ritstörf og hlaut m.a. bókmennta- verðlaun sem kennd eru við Emmu Jacobsen. Hann var um tíma for- maður færeyska rithöfundasam- bandsins. Kínverskt skáld um ástandið í Kína: Fólkið fer að lokum með sigur af hólmi ÞÓTT kínverska skáldið Liu Hongbin sé aðeins 27 ára gamalt hefúr hann þegar fengið sinn skammt af mótlæti og rúmlega það. Faðir Lius var sakaður um að vera gagnbyltingarsinni, dæmdur til dauða og tekinn af lífi í menningarbyltingunni. Fjölskylda hans sætti stöðug- um ofsóknum allt frá því. Liu var sjálfur ákærður árið 1983 fyrir að „smána Kína“ með því að ræða við bandarískan prófessor og honum var veitt hörð áminning. í lok ársins 1986 skipulagði hann þó „námskeið í sjálfstjáningu" á menn- ingardegi æskunnar. Öryggislög- reglan yfírheyrði hann vegna þess að hann hafði boðið tveimur banda- rískum kennurum að flytja þar fyrir- lestra. Eftir námsmannamótmæli í byij- un ársins 1987 var Liu kominn á skrá yfir „hættulega landráðamenn“ og fylgst var rækilega með gerðum hans. Óll bréf til hans voru opnuð og lesin. Bókmenntaboðberinn, tímarit sem Liu ritstýrði á þessum tíma, var einnig bannað. Siðar sama ár var honum haldið í fangelsi í sólar- hring vegna þess að hann hafði rætt við bandarískan prest. Blóðbaðið í fyrra Síðan tók Liu þátt í'mótmælunum í fyrra, sem lyktaði með því að kínverski herinn framdi fjöldamorð á Torgi hins himneska friðar í byijun júní. Hann hvatti námsmenn til að taka þátt í lýðræðisbaráttunni. Hann flutti ræður, þar sem hann lagði meðal annars út af setningunni: „Þor til að segja sannleikann er rétta leiðin til að sýna þjóðinni hollustu." Fjögur ljóð eftir hann voru hengd upp á torginu. 29. maí, aðeins sex dögum áður en fjöldamorðin voru framin, hitti Liu háttsettan kínverskan embættis- mann í Peking, sem hvatti hann til að flýja land þegar í stað. Hann hélt þó kyrru fyrir í Kína til að leggja námsmönnunum lið. Eftir að þúsundir námsmanna voru myrtar á Torgi hins himneska friðar gölritaði Liu fréttabréf um blóðbaðið, sem hann byggði á frétt- um erlendra útvarpsstöðva, svo og símbréfum frá Hong Kong. Betra að deyja Hann hafði áður sótt um vega- bréfsáritun til Bretlands, en þangað hafði honum verið boðið sem gisti- kennara. Hann fékk þó ekki áritun- ina fyrr en í lok júlí. „Ég varð fyrir svo hryllilegri lífsreynslu í Kína eftir fjöldamorðin að það hefði á margan hátt verið betra fyrir mig að vera á torginu nóttina sem morðin voru framin," segir Liu: „Það var næstum því óbærileg reynsla að lifa við stöðugan ótta við að einhver væri að veita manni eftirför." Hann var yfírheyrð- ur í tíu daga og beðinn um að ,játa“ þátttöku sína í mótmælunum. Liu tókst að lokum að flýja Kína. „Vinur minn, sem er kínverskur embættismaður, sagði mér að ég hefði verið „stóri fiskurinn sem slapp úr netinu". Ég er því heppinn að hafa komist undan.“ Lygar og áróður Liu segir að kínverskir fjölmiðlar hafí aðeins birt lygar eftir fjölda- morðin. „Hvert einasta blað birti ekkert annað en áróður og var al- gjörlega á bandi kommúnistaflokks- ins.“ Lýðræðissinnana segir hann hafa verið brennimerkta sem „gagn- byltingarsinnaða uppreisnarmenn“ og ekkert hafi verið minnst á drápin á Torgi hins himneska friðar. Hann segir þó að Kínveijar trúi ekki þessum frásögnum og vilji helst ekki lesa blöð stjómvalda. „Ég reyndi að skrifa sannleikann. Stundum varð það vitaskuld til þess að ég gagnrýndi stjórnvöld. Árið 1988, þegar ástandið hafði skánað örlítið, skrifaði ég grein þar sem ég Liu Hongbin fyrir framan Pek- ing-háskóla, þar sem námsmenn hófu baráttu sína fyrir lýðræði fyrir ári. gagnrýndi stjórnina en ekkert var gert við því. Éf einhver myndi skrifa þannig grein í dag væri hann í alvar- legum vanda,“ segir Liu. Rödd fólksins bönnuð Liu mun eflaust aldrei ná sér að fullu eftir harmleikinn í fyrra en hann á sér saint góðar minningar frá Torgi hins himneska .friðar. „Þegar ég fór í Peking-háskólann til að örva námsmennina til dáða gerði ég mér grein fyrir að þetta var í fyrsta sinn sem ég gat tjáð mig opinskátt og sagt allt sem mér bjó í bijósti. Þetta var dásamlegur tími fyrir mig og alla félaga minna. Ég var tíu daga og nætur á Torgi hins himneska friðar. Það var eitthvað gríðarlega áhrifamikið að gerast. Allt fólkið stóð saman,“ segir hann. „Sem skáld vil ég ekki gefa mig að stjórnmálum. En þegar menn lifa í þjóðfélagi eins og því kínverska er það óhjákvæmilegt. Sem blaðamað- ur var ég bæði þátttakandi og sjón- arvottur. Það er sorglegt að blaðamenn skuli hafa neyðst til að fara út á götur til að mótmæla. Þeir iyftu myndavélunum upp fyrir höfuð, höfðu linsurnar lokaðar og settu plástra fyrir munninn til að sýna hvernig stjórnvöld þögguðu niður í fjölmiðlunum. Fuglum er fijálst að kvaka en rödd fólksins er bönnuð í Kína.“ Baráttan heldur áfram Liu er þrátt fyrir allt bjartsýnn á framtíð Kína. „Breytingar verða til batnaðar. Gömlu mennirnir deyja og þeir ungu taka við. Kína hefur opnað dyrnar fyrir umheiminum á undanförnum ára- tug. Hugmyndir hafa streymt þang- að og fólkið veit hvað er að gerast utan landsins. Það er ógjörningur að loka dyrunum alveg. Fólkið mun alltaf beijast fyrir frelsi og lýðræði og að lokum fer það með sigur af hólmi. Þetta tekur tíma, eins og í Austur-Evrópu, en ég trúi því að það gerist. ■ Þetta er eins og eldfjall. Fyrr eða síðar gýs það. Réttlát reiðin yfir framfaraleysinu í Kína brýst út.“ Heimild: IPI Report.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.