Morgunblaðið - 06.04.1990, Síða 27

Morgunblaðið - 06.04.1990, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1990 27 Reuter Þegar múrar hrynja Egon Krenz, fyrrum leiðtogi austur-þýska kommúnistaflokksins, hefur birt endurminningar sínar. Kynnti hann bókina sem ber heitið Þegar múrar hrynja á blaðamannafundi í Frankfurt í Vestur-Þýskalandi í gær. Krenz tók við af Erich Honnecker þegar alþýðan reis upp gegn alræði kommúnistaflokksins og var flokksleiðtogi í nokkrar vikur eða þar til Berlínarmúrinn hrundi endanlega. Gorbatsjov beðinn um , kafbáta sem fuglaskýli Palau. Reuter. BÆJARSTJÓRINN í smábænum Palau á Spáni hefur beðið Míkhaíl Gorbatsjov, forseta Sovétríkjanna, um leyfi til að fá að nota kaf- báta sem rífa átti sem fuglaskýli. Bæjasjórinn Joan Payola sagði á þriðjudaginn að hann hefði skrif- að Gorbatsjov bréf til þess að fá að nota kafbáta sem átti að rífa niður í spænskum skipasmíða- stöðvum sem fuglaskýli. Kafbátarnir eiga að vera hvíldarstaðir fyrir farfugla. Ekkert svar hefur borist frá sovéska sendiráðinu. Andi hafsins Eftir Liu Hongbin Þeim söng hefur verið drekkt í boðaföllunum, í ljósinu sem ólgar og leiftrar hef ég fundið eigin rödd Því lífi hefur verið grandað Á brimbitnum kletti, hálfum í kafi hef ég fundið aftur uppruna minn Ég vil skapa nýtt líf Mávar hreiðra um sig í móðunni með draumavængina á lofti - tíminn er mávager, hefur sig til flugs og flýgur burt og hann er niður brimsins Ég er vitstola alda og skell á rifi splundrast samstundis til að sýna sprengingu ljóssins Brotin safnast saman og mynda djúphugult yfirborð, spegil sem bylgjast fyrir augliti okkar Ég er sæsvala í kvíslum sólarljóssins ég er fiskurinn sem leysist upp í hafinu ég er rauðeygður vitinn sem starir í fellibylinn ég er þjakað seglið sem safnar orku vindsins ég er stjórinn sem þráir rekkraft öldunnar Máninn skreytir hvítan marmara hann er að bráðna og tárin glitra hverfur svo undur hægt, hægt Blindi maðurinn rífur sólina í sundur Um liti náttdjúpsins flý ég að brún myrkursins klifra bláan stiga Ort 23. apríl 1982. Viðtalstimi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardögum í vetur frá kl. 10-12. Er þá tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum. Allir borgarbúar velkomnir. Laugardaginn 7. apríl verða til viðtals Páll Gíslason, formaður bygginganefndar aldr- aðra, sjúkrastofnana og veitustofnana, Helga Jóhannsdóttir, í stjórn umferðarnefndar og SVR, og Sigurjón Fjeldsted, formaður stjórnar SVR, í stjórn skólamálaráðs og fræðsluráðs. vatnsþytmanleg innimálning nolkunar á stein, ]ám og tre- HÖKPUSKIN HINN BJARTI HÖRPUTÓNN á stofuna, holið og herbergið.. • þekur mjög vel • ýrist ekki • auðþrífanleg • áferðarfalleg.. með gljáa sem helst. HARPA lífinu lit. AUK/SÍAK111-32

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.