Morgunblaðið - 06.04.1990, Side 28

Morgunblaðið - 06.04.1990, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1990 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1990 29 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Álitaefiii vegna fisk- veiðistjórnar Frumvarpið um stjórn fisk- veiða er mikilvægasta mál- ið sem nú liggur fyrir Alþingi. Þar er verið að móta reglur um nýtingu sjálfrar lífsbjargar þjóðarinnar, fisksins í sjónum. Er eðlilegt að þingmenn og raunar þjóðin öll vilji að allir þættir bessa flókna og við- kvæma máls séu sem best skil- greindir. Álitaefnin eru mörg og sum beinlínis lögfræðileg. Níu þingmenn úr öllum stjórn- málahreyfmgum sem eiga full- trúa á Álþingi nema Borgara- flokknum hafa farið þess á leit við Lagastofnun Háskóla ís- lands, að hún segi álit sitt á einstökurfy atriðum frumvarps Halldórs Ásgrímssonar sjávar- útvegsráðherra um stjórn fisk- veiða. í bréfinu sem þingmennimir undirrita er meðal annars vikið að því atriði sem mest varðar þjóðina alla, það er eignarréttin- um á fískimiðunum og er það gert með þessum hætti: „Þá óskast umsögn Lagastofnunar á því atriði frv. sbr. 1. gr. þess um sameign íslensku þjóðarinn- ar á nytjastofnum á íslandsmið- um, hvort tímabundinn og tak- markaður afnotaréttur físki- stofna myndi aldrei einstakl- ingsbundna og stjórnarskrár- varða eign og hvort það að væntanleg lög verði otímabund- in myndi ekki frekar neinn framtíðar eignarrétt.“ Það er eðlilegt að þingmenn kjósi að fá opinbert álit lög- fróðra manna um það hvað í þessu ákvæði 1. greinar frum- varpsins um stjóm fískveiða felst. Á tímum mikilla ríkisaf- skipta sem vonandi eru að renna sitt skeið með hruni kommún- isma og sósíalisma hafa hug- myndir manna um eignarréttinn brenglast frá því sem áður var. íslenska þjóðin hefur til þessa litið á fískinn í sjónum innan fiskveiðilögsögu sinnar sem sameign sína. Þessa sameign þarf að veija fyrir ásælni ríkis- ins eins og aðrar eignir og þá ekki síður að búa þannig um hnútana að ótvírætt sé að kvót- inn sé ekki framsal eignarréttar til þeirra sem hann fá og nota. Um varðveislu og vernd eignar- réttarins hafa myndast hefðir og reglur í aldanna rás og nái vilji þingmannanna níu fram að ganga myndi Lagastofnun væntanlega meta ákvæði frum- varpsins um stjóm fiskveiða í ljósi lögfræðilegra meginreglna og segja álit sitt á þeim grunni. Slík álitsgerð yrði gott vega- nesti fyrir þingmenn við lokaaf- greiðslu málsins og þeir fengju væntanlega með henni betri yfirsýn en ella yfir það að hverju atkvæði með eða á móti frum- varpinu stuðlaði. I fyrirspurn þingmannanna til Lagastofnunar er vikið að fleiri lögfræðilegum álitaefnum. Þingmennirnir hafa greinilega áhyggjur af því, hve mikið vald er fært í hendur sjávarútvegs- ráðherra með frumvarpinu. Undanfarin ár hefur sjávarút- vegsráðuneytið verið að breyt- ast í eitt helsta skömmtunar- og haftaráðuneyti landsins. Menn hafa séð þann kost vænst- an til að vemda takmarkaðar auðlindir sjávar að færa æ meira vald í hendur embættis- og stjórnmálamanna og þar með sjávarútvegsráðuneytisins. Mið- stýring á þessu sviði er ekki síður hættuleg en annars staðar og nauðsynlegt er að búa þann- ig um hnútana að réttur þeirra sem eiga allt sitt undir hinu opinbera valdi sé sem best tryggður og þar með málskots- réttur til annarra stjórnvalda eða aðila. í bréfí þingmannanna segir meðal annars: „í frv. þessu sem samið er á vegum sjávarútvegs- ráðherra og lagt fram af honum, er gert ráð fyrir heimild fyrir ráðherra til þess að ákveða með reglugerð þann heildarafla, sem veiða má úr nytjastofnum við landið sbr. 3. gr. Einnig er í 4. til 8. gr. frv. gert ráð fyrir því að ráðherra úthluti veiðiheimild- um til einstakra skipa og skipti þar með öllum þeim afla, sem hann hefur ákveðið að veiða megi við landið, og ákveði einn- ig veiðarfæri og veiðiheimildir ákveðinna skipagerða.“ Með hliðsjón af þessu „gífur- lega valdi“ eins og þingmenn- irnir orða það vilja þeir vita, hvernig réttaröryggi einstakl- inga verði best tryggt. Minna þeir meðal annars á nýlega dóma Hæstaréttar um verndun mannréttinda samkvæmt Evr- ópuráðssamningi, þar sem mælt er fyrir um skil milli rannsak- enda og dómenda í málum. Lagastofnun hlýtur að veita þessu erindi þingmannanna for- gang, þannig að sem fyrst liggi fyrir álit hennar á þessum mikil- vægu og forvitnilegu viðfangs- efnum, er snerta í senn þjóðina alla og höfuðatvinnuveg henn- ar. Hafskipsmál: Fjórir endurskoðendur telja óskylt að feera niður verð skipa LAGT hefiir verið fram í sakadómi Reykjavíkur í Hafskipsmálinu skjal með áliti fíögurra löggiltra endurskoðenda á ýmsum álitamálum sem uppi hafa verið i tengslum við viðamikla ákæruliði í málinu. Meðal annars telja þeir, að miðað við sambærilegar forsendur og í Hafskipsmáli, hafi ekki borið að að lækka verð skipastóls í ársreikn- ingi ársins 1984 en í ákæru er forstjórum og endurskoðanda Haf- skips gefið að sök að hafa ofinetið skipaeign félagsins um 40,6 millj- ónir króna. Þá telja þeir ekki unnt að fullyrða að sú aðferð, sem Hafskip viðhafði, að tekjufæra flutningstekjur við upphafsdag ferða jafnvel þótt ferð stæði fram yfir uppgjörsdag, sé röng. Málflutningur í Hafskipsmáli hefst 24. apríl. Jón Steinar Gunnlaugsson hrl, veijandi Helga Magnússonar fyrr- um löggilts endurskoðanda Haf- skips Hafskips, ritaði fjórum lögg- iltum endurskoðendum, Guðmundi Hannessyni, Sigurði Stefánssyni, Sveini Jónssyni og Þorsteini Har- aldssyni, bréf þar sem hann fór fram á álit þeirra á ýmsum álitaefn- um í málinu. Ekki var spurt beinlín- is um reikningsskil Hafskips heldur um ýmsar forsendur almenns eðlis, sem koma heim og saman við full- yrðingar sakborninga og verjenda um rekstur Hafskips. Spurningar lögmannsins til end- urskoðendanna lúta að færslu flutn- ingstekna og -kostnaðar miðað við upphafsdag skipaferða; eignfærslu upphafskostnaðar vegna Atlants- hafssiglinga; verðmætamat skipa- stóls og eignfærslu gáma og vöru- bretta. Endurskoðendumir skiluðu sameiginlegu áliti. Þar segir um tekjufærsluaðferðina að þegar vara sé komin um borð í skip og það lagt af stað á áfangastað sé félag búið að tryggja sér flutning á vör- unni. Ekki verði séð að nein óvissa sé til staðar varðandi tekjur af flutningunum. Fyrirtækið verði jafnframt að gjaldfæra á sama tíma allan kostnað við að afla þessara tekna. Þá sé jafnframt heimilt við gefnar forsendur að eignfæra kostnað sem fallið hefur til fyrir uppgjörsdag en gefur ekki af sér tekjur fyrr en á næsta upp- gjörstímabili. Rannsóknarendur- skoðendur í Hafkipsmáli hafa lýst því yfír að þessar aðferðir séu óheimilar. Þá segir að miðað við lýsingu lögmannsins á áætluðu umfangi Atlantshafssiglinganna og að um raunhæfar áætlanir sé að ræða, teljist ekki óeðlilegt að færa til eign- ar stofnkostnað vegna þeirra allt að 40 milljónir króna. Rannsóknar- endurskoðendur í Hafskipsmáli hafna því, að eins og á hafí staðið hjá Hafskip hafí verið heimiit að eignfæra stofnkostnað vegna þessa. I svari við dæmi því sem lögmað- urinn leggur fyrir endurskoðend- urna um matsverð kaupskipa fé- lagsins er niðurstaða þeirra sú að ekki beri samkvæmt ákvæðum hlutafélagalaga að lækka verð skipastólsins. Vísað er til tilgreinds mats skipamiðlara og sagt að enda þótt mat hans á einu skipa félags- ins hafí verið lægra en bókfært verð, hafí heildarmarkaðsverð skipastólsins samkvæmt upplýsing- um-miðlarans verið hærra en bók- fært verð. Endurskoðendurnir segj- ast þekkja eitt dæmi þess að bók- fært verð fastafjármuna hafí verið lækkað hjá íslensku fyrirtæki vegna ákvæða hlutaljárlaganna. Þar sé um að ræða 5% lækkun skipastóls Eimskipafélagsins hvort áranna 1985 og 1986. Hafskipsmenn eru ákærðir fyrir, í samræmi við niður- stöðu rannsóknarendurskoðenda, að hafa brotið gegn ákvæðum hlutafjálaga í ársreikningi 1984, með því að færa ekki niður mats- verð skipastóls þrátt fyrir fallandi heimsmarkaðsverð. í bréfí lögmannsins er einnig spurt um eignfærslu kaupleigu- greiðslna vegna gáma. Hafskip eignfærði frá 1982 greiðslur vegnna gáma sem fengnir voru að leigu frá sænsku fyrirtæki 1979. Hafskipsmenn telja að um kaup- leigusamninga hafi verið að ræða en rannsóknarendruskoðendur telja að um rekstrarleigu hafi verið að ræða, sem borið hafi að gjaldfæra. Endurskoðendurnir fjórir segja að á árunum 1982-1984 ræða hafi reikningsskilavenjur um meðferð kaupleigusamninga verið óljósar og í mótun hér á landi en það sé álit þeirra að kaupleigugi-eiðslur hafi þá undantekningarlaust verið gjald- færðar. Hafskipsmenn efu ákærðir fyrir að oftelja eignir félagsins um 12,7 milljónir með eignfærslu gáma. Loks segja endurskoðendurnir að miðað við lýsingar lögmannsins á ástandi, viðhaldi og gerð vöru- bretta, svokallaðra Hansa-bretta, sé ekki hægt að télja þá aðferð félagsins ranga að eignfæra þau. Hins vegar telji þeir frekar að flokka eigi umrædd bretti með rekstrarvörum en fastafjármunum. Hafskipsmenn eru ákærðir fyrir að oftelja eignir félagsins um 5,3 millj- ónir með eignfærslu bretta. Morgunblaðið/Sverrir Talið frá vinstri: Kristján Leósson, sem fékk 1. verðlaun í smásagnas- amkeppni Vöku-Helgafells og menntamálaráðuneytisins, Dagur B. Eggertsson, sem hlaut 2. verðlaun, og Þorkell Óttarsson, sem fékk 3. verðlaun. Smásagnasamkeppni: MR-ingar hlutu l.og2. verðlaun KRISTJÁN Leósson, nemandi í Menntaskólanum í Reykjavík, fékk 1. verðlaun í smásagnasamkeppni, sem Vaka-Helgafell og menntamála- ráðuneytið efndu til í framhaldsskólum í október síðastliðnum i tilefrii þess að þá voru 70 ár liðin frá því að fyrsta bók Halldórs Laxness, Bam náttúmnnar, kom út. Önnur verðlaun í samkeppninni hlaut Dagur B. Eggertsson, einnig nemandi í MR, en þriðju verðlaun fékk Þorkell Ottarsson, Verkmenntaskóla Austurlands. Svavar Gestsson menntamálaráðherra afhenti verðlaunin í íþöku, bókasafiii MR, á mið- vikudag. Fyrstu verðlaun í smásagnasam- keppninni voru 25 þúsund krónur, önnur verðlaun 15 þúsund krónur og þriðju verðlaun 10 þúsund krón- ur. Þeir, sem fengu þessi verðlaun, fengu einnig 24 bækur eftir Halldór Laxness. Veitt voru sjö aukaverð- laun, sem einnig voru verk eftir Halldór Laxness. Formaður dómnefndar var Þórður Helgason frá Samtökum móður- málskennara en aðrir nefndarmenn voru Þórarinn Friðjónsson útgáfu- stjóri Vöku-Helgáfells og Vigdís Grímsdóttir frá Rithöfundasam- bandinu. Dómnefndinni bárust alls um 60 smásögur eftir jafnmarga nemendur í framhaldsskólum um land allt en nokkrir skólar voru með forval, þannig að þátttakendur í samkeppninni voru mun fleiri en 60. Þórður Helgason sagði við verð- launaafhendinguna að margir þeirra, sem þátt tóku í samkeppn- inni, sýndu glæsileg tök á máli og stíl og beittu djarfri frásagnartækni og Svavar Gestsson menntamálaráð- herra sagði að ef til vill bæri þetta unga fólk íslenska lista- og menning- arstarfsemi inn í nýja öld. Við verðlaunaafhendinguna söng kór Menntaskólans við Hamrahlíð. Einnig lásu Jón Oddur Guðmundsson og Matthildur Sigurðardóttir, nem- endur í MR, úr verkum Halldórs Laxness. 30 ára afinælistón- leikar Fílharmóníu í tileftii af þrjátiu ára starfsafmæli sínu mun Söngsveitin Fílharm- ónía flytja „Ein Deutsches Requiem“ (þýska sálumessu) eftir Johann- es Brahms dagana 7. og 9. apríl nk. Brahms samdi „Ein Deutsches Requiem" um miðja síðustu öld fyr- ir stóran kór, tvo einsöngvara, og stóra hljómsveit. Þetta áhrifamikla verk var fyrst flutt í Leipzig árið 1869, og hefur síðan verið flutt víða um heim við góðar undirtektir. Áttatíu manna kór Söngsveitar- innar Fílharmóníu flytur þetta verk nú undir stjórn Úlriks Ólasonar, sem stjórnaði söngsveitinni í fyrra er hún flutti „Requiem“ eftir Moz- art. Einsöngvarar í þýsku sálumess- unni verða Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran, og ungur, efnilegur barítón, Loftur Eriingsson, sem er aðeins 21 árs gamall. Hljómsveit undir stjórn Simon Kuran annast undir- leik. Afmælistónleikar Söngsveitar- innar Fílharmóníu verða haldnir í Langholtskirkju kl. 16.30 7. apríl og kl. 20.30 9. apríl. Aðgöngumiðar fást í Bókabúð Lárusar Blöndal, Skólavörðustíg 2, og við innganginn. Morgunblaðið/Árni Sæberg Söngsveitin Fílharmónía mun flytja þýska sálumessu dagana 7. og 9. apríl í Langholtskirkju. .... , .. Morgunblaðið/Árni Sæberg Líkan af áhorfendasal Þjóðleikhússins sýnir fyrirhugaðar breytingar. Seð yfir ahorfendasal Þjoðleikhússms af sviðmu. Sætum hefúr verið fækkað og gangur kominn með sætaröðunum og einar svalir í stað tvennra. Afstaða húsameistara breyt- ir engu um Þjóðleikhúsið - segir Svavar Gestsson menntamálaráðherra MEÐAL þeirra arkitekta sem mótmælt hafa fyrirhuguðum breyting- um á Þjóðleikliúsinu, eru allir starfandi arkitektar við embætti Hú- sameistara ríkisins, að honuin meðtöldum, en embættið hefur unnið þær tillögur að breytingum, sem samþykktar hafa verið í byggingar- nefnd hússins. Að sögn Svavars Gestssonar, menntamálaráðherra, er það mjög óvenjulegt að opinber embættismaður gangi fram með þessum hætti. Ráðherra segir að afstaða húsameistara breyti ekki fyrri ákvörðunum um að halda verkinu áfram. „Ég staldra við þegar ég sé að húsameistari ríkisins, sem hefur sóst eftir því að vera aðal hönnuður verksins, skuli beita sér gegn þess- um framkvæmdum af þvílíkri hörku,“ sagði Svavar. Samkvæmt reglugerð um embætti húsameist- Hér er um að ræða hálft starf í hvoru fræðsluumdæmi og munu fulltrúarnir liafa starfsaðstöðu á skrifstofu fræðslustjóra og vinna undir stjórn þeirra. Þegar hefur verið ráðið í stöðu svæðisfulltrúa á Austurlandi. Þáttur Sjóvá- Al- mennra í tilrauninni er styrkur upp á 1 'A-2 milljónir króna til að standa straum af launum og öðrum kostn- aði. Með tilrauninni á meðal annars að reyna efla stuðning og ráðgjöf við kennara vegna umferðar- ara eru nokkur hús undir hans umsjón, þar á meðal Þjóleikhúsið. Sagði Svavar að áður en ákvörð- un var tekin um að húsameistari annaðist breytingarnar á Þjóðleik- húsinu, hafi bæði hann og fyrir- rennari hans í starfí Birgir ísleifur fræðslu, efla umferðarfræðslu og stefna að auknu samstarfi við aðila utan skóla. Ráðgert er að með þessum nýju störfum verði kennurum gert kleift að sinna umferðarfræðslu betur en áður og geta gert ráð fyrir henni við gerð skólanámskrár. Olafur B. Thors, framkvæmda- stjóri Sjóvá-Almennra, sagði að bætur sem tryggingafélögin hefðu þurft að greiða á árinu 1989 vegna umferðarslysa í gegnum bifreiða- tryggingar hefðu verið á fjórða milljarð króna. Hann sagði að það Gunnarsson, hugleitt þann mögu- leika að fá aðra arkitekta að verk- inu. „Það reyndist óframkvæman- legt vegna þessa reglugerðar ákvæðis og eftir nokkra togstreitu um málið þá ákvað ég að fallast á að húsameistari ríkisins hefði með það að gera,“ sagði Svavar. „Síðan er málið rætt og húsameistari legg- ur fyrir mig tillögur að endurbótum í júlí síðastliðnum. Þar var inni þessi tillaga um einar svalir, sem er aðal deiluefnið vegna þess að aðrar breytingar á húsinu skipta ekki máli. Ég skildi það svo og væri ljóst af þeim tölum að stefna bæri að aukinni umferðarfræðslu í skólum og fagnaði jafnframt sam- komulagi því sem tekist hefði með Sjóvá-Almennum og menntamála- ráðuneytinu. Hvað varðaði fram- hald á samstarfínu sagði Ólafur að reynslan af þessari tilraun yrði að skera úr um það. Svavar Gestsson, menntamála- ráðherra, sagði að samstarf fyrir- tækja og menntamálaráðuneytis væri ekki alveg nýtt af nálinni. Þannig stæði Járnblendiverksmiðj- an á Grundartanga straum af launakostnaði vegna prófessorsem- bættis í verkfræði við Háskóla ís- lands og Félag heimilislækna mun kosta prófessorsstöðu í læknadeild við Háskóla íslands. byggingamefndin líka að húsa- meistari væri að gera þessa tillögu að sinni. Þess vegna kemur það okkur í opna skjöldu þegar hann snýr við blaðinu í nóvember og seg- ir að hann vilji frekar taka annan kost en þann sem byggingamefndin valdi.“ Sagði Svavar að byggingar- nefndin teldi Þjóðleikhúsið betra leikhús með einum svölum og að húsið yrði betri rekstrareining þeg- ar hægt verður að selja öll sæti fullu verði. Þá mætti ekki gleyma því að Guðjón Samúelsson hafí jafn- vel sjálfur ráðgert að hafa einar svalir. „Það er því mjög harkalegt og mjög óvenjulegt að húsameistari ríkisins eða maður í hans stöðu gengur fram með þessum hætti,“ sagði Svavar. „Það er ekki hægt að líkja því við neitt annað en ef ráðuneytisstjórinn í menntamála- ráðuneytinu tæki þátt í opinberri undirskriftarsöfnun gegn því sem verið væri að vinna í ráðuneytinu. Þetta breytir engu um það að ég vil halda áfram með verkið. Það er ekkert hik á mér með það en mað- ur hlýtur að spyija sig og rannsaka það mjög nákvæmlega hvort þessi viðhorf geta haft áhrif á framgang verksins þegar þar að kemur.“ Höfundarréttur að Þjóðleikhús- inu er umdeildur og sagði Svavar að menn treystu sér ekki til að kveða upp úr með hann að öðru leyti en því að innréttingar hússins séu á ábyrgð eigenda, það er að segja menntamálaráðherra og þá húsameistara ríkisins. „Húsameist- ari segir síðan að hann vinni verkið sem húsameistari ríkisins eins og menntamálaráðherra ákveður að það skuli vera unnið og hann telur ekki að höfundarréttarmál standi í vegi fyrir að hann eigi að vinna það þannig," sagði Svavar. „Ég tel víst að ef hann teldi sig vera handhafa höfundarréttar Guðjóns Samúels- sonar þá myndi hann hafa beitt honum fyrir sig, vegna þess hversu honum virðist vera mikið í mun að bremsa framkvæmdirnar.“ Þrír tefla á móti í Lyon ÞRÍR íslenskir skákmenn taka þátt í opnu skákmóti í Lyon í Frakklandi sem hefst næstkomandi laugardag. Skákmennirnir eru Margeir Pétursson, Karl Þorsteins og Lárus Jóhannesson. Er talið að mótið verði vel skipað þar sem verðlaun eru há. Frá undirskrift samnings Sjóvá-Almennra og fi-æðslustjóra austurlandsumdæmis. Frá vinstri: Einar Sveins- son, framkvæmdastjóri Sjóvá-Almennra, Guðmundur Þorsteinsson, námsstjóri umferðarfræðslu, og Guð- mundur Magnússon, fræðslustjóri austurlandsumdæmis. Sjóvá-Almennar styrkja umferðaríræðslu í skólum TEKIST hefur samstarf með menntamálaráðuneytinu og Sjóvá- Almennar tryggingar hf. um tilraun með störf svæðisfiilltrúa í um- ferðarfræðslu á Austurlandi og Vesturlandi í eitt ár, frá og með 1. september næstkomandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.