Morgunblaðið - 06.04.1990, Side 33

Morgunblaðið - 06.04.1990, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1990 33 Sljórnarfrumvarp: Lánasýsla ríkisins Fram hefur verið lagt stjórnar- frumvarp um Lánasýslu ríkisins. Hún skal fara, fyrir hönd fjár- málaráðherra, með lántökur ríkisins og ríkisstofiiana innan lands og utan, útgáfu og sölu ríkisskuldabréfa á innlendum markaði og aðra skuldaumsýslu fyrir ríkissjóð, svo sem endurlán lánsfjár og ríkisábyrgðir. Starfsemi Lánasýslu ríkisins skiptist í þijú meginsvið: 1) Abyrgða- og endurlánadeild, en starfrækja skal ríkisábyrgðarsjóð sem deild við Lánasýslu ríkisins. 2) Sölu og innlausn innlendra mark- aðsverðbréfa ríkissjóðs og ríkis- víxla. Lánasýslu skal heimilt að starfrækja þjónustumiðstöð fyrir kaupendur innlendra markaðsverð- bréfa ríkissjóðs og ríkisvíxla. 3) Erlend lánamál. í störfum sínum skal Lánasýsla ríkisins stefna að eftirfarandi: 1) Halda erlendum og innlendum vaxta- og fjármagnskostnaði ríkis- ins í lágmarki. 2) Dreifa gengis-, vaxta- og verð- lagsáhættu á sem hagkvæmastan hátt. 3) Draga úr áhættu ríkissjóðs vegna ábyrgða og endurlána. 4) Efla markað fyrir ríkisverðbéf. 5) Efla lánstraust íslenzka ríkisins á erlendum lánsfjármörkuðum. í greinargerð kemur fram að áætluð fjármagnsgjöld A-hluta ríkissjóðs 1990 nema röskum 9.000 m.kr., eða sem svarar tíunda hluta heildarútgjalda hans. Skýrsla um starf ríkisendurskoðunar: Bylting í eftirliti með framkvæmd flárlaga - segir forseti neðri deildar Alþingis Starfsskýrsla ríkiscndurskoðunar 1989 fékk góðar undirtektir í sam- einuðu þingi í gær. Arni Gunnarsson, forseti neðri deildar, sagði að sú ákvörðun, að ríkisendurskoðun starfaði á vegum Alþingis í stáð þess að heyra undir fi-amkvæmdavaldið eins og áður var, liafi í raun verið bylting hvað varðar allt eftirlit með framkvæmd fjárlaga og meðferð opinberra íjármuna. Reynslan iif þessari tilhögun hafi þegar sannað ágæti sitt. Árni Gunnarsson. Starfsemi Ríkisendurskoðunar er þríþætt, sagði forseti neðri deildar í framsögu með skýrslu stofnunarinn- ar: 1) fjárhagsendurskoðun, 2) þjón- usta við Alþingi, fjái-veitinganefnd og yfirskoðunarmenn Alþingis, 3) stjórnsýsluendurskoðun. Þjónustan við þingnefndir, sérstaklega fjárveit- inganefnd, er mikil og mikilvæg. Stjórnsýsluenciurskoðun hjá ríkisfyr- irtækjum og stofnunum og skýrslu- Eiður Guðnason alþingismaður: Megum ekki rústa Þjóðleikhúsið Sjónlínur, hlustun og öryggisleiðir kalla á breytingarnar, sagði Árni Johnsen Eiður Guðnason (A-Vl) mælti í gær fyrir tillögu til þingsálykt- unar, þess efnis, að hætt skuli við fyrirhugaðar stórbreytingar á svölum og sal Þjóðleikhússins. Við höfum ekki leyfi til að rústa Þjóðleikhúsið, sagði hann. Nær er að lagfæra ytra borðið og sinna nauðsynlegu viðhaldi, sem alltof lengi hefúr verið vanrækt. 122 íslenzkir arkitektar hafa sent Alþingi áskorun um að sam- þykkja tillögu Eiðs. Hún fékk bæði með- og mótbyr í fyrri umræðu sem fram fór í samein- uðu þingi í gær. Eiður Guðnason (A-Vl) sagði sjálf- sagt að endurbæta Þjóðleikhúsið og viðhalda vel, svo það fái gegnt hlutverki sínu með reisn. Það sé ' hins vegar rangt að staðið að ..byggja nýtt hús innan í hinu gamla“ og ganga freklega á höf- undarrétt arkitekts hússins, Guð- jóns heitins Samúelssonar. Húsið má varðveita í upphaflegri mynd, sagði þingmaðurinn, þótt nauðsyn- legt viðhald fari fram. Hann vitnaði til umsagnar rúmlega 120 arkitekta og fleiri aðila, sem vara við fyrir- huguðum breytingum og skora á þingheim að samþykkja tillöguna. Stuttar þingfréttir ■ 1250% HÆKKUN VIÐUR- KENNINGAR Á LÆKNIS- MENNTUN: Guðrún Agnarsdóttir (SK-Rv) krafði fjármálaráðherra svara um, hvaða forsendur liggi til grundvallar 1250% hækkun á gjaldi fyrir viðurkenningu á starfsmennt- un ungra lækna og sérfræðinga. Einar K. Guðfinnsson (S-Vf) vakti athygli á því að fjármálaráðherra hafi og hækkað gjald fyrir atvinn- uskírteini stýrimanna og skipstjóra, sem endurnýja þurfi á 5 ára fresti, úr kr. 2.000 í kr. 12.000. Fjármálaráðherra sagði að Al- þingi hafi ákveðið, við afgreiðslu fjárlaga 1990, að auka tekjur ríkis- sjóðs fyrir leyfisgjöld um 200 m.kr. Sú ákvörðun Alþingis hafi m.a. verið útfærð með þessum hætti. ■ ENGIN FISK VINNSL U- STEFNA: Jóhann A. Jónsson (SJF-Ne) bar fram fyrirspurn til sjávarútvegsráðherra: hvað hefur ráðherra gert til að hrinda í fram- kvæmd skýlausum ákvæðum stjórnarsáttmálans um mörkun sérstakrar fiskvinnslustefnu, við hlið sérstakrar fiskveiðistefnu. Sjávarútvegsráðherra sagði mál málanna að tryggja sjávarútvegi viðunandi rekstrargrundvöll. Hann rakti nefndarstörf, sem varða fyrir- komulag fiskvinnslu, reglugerð um útflutning á flökum og undirbúning reglugerðar um útflutning á óunn- um fiski, sem og stofnun sérstakrar Aflamiðlunar. Ekki megi skerða um of ftjálsræði þeirra er störfuðu í fiskvinnslu. Fyrirspyijandi sagði ljóst að ráð- herra stefndi ekki að mótun-sér- stakrar fiskvinnslustefnu, eins og stjórnarsáttmálinn mælti fyrir um. ■ UTANRÍKISRÁDHERRA hefur mælt fyrir nokkrum staðfest- ingartillögum: 1) á rammasamningi milli íslands og Evrópubandalags- ins um samvinnu á sviði vísinda og tækni, 2) á Evrópusamningi um varnir gegn pyndingum, 3) á samn- ingi um viðureknningu á niðurstöð- um prófana (á vörum), 4) á breyt- ingu á samningi um stofnun Fríverzlunarsamtaka Evrópu og 5) á alþjóðasamþykkt um stefnu í at- vinnumálum. ■ SVÖRT A TVINNUSTARF- SEMI: Guðni Ágústsson (F-Sl) krafði fjármálaráðherra svara um til hvaða aðgerða ríkisstjórnin hygðist grípa til að tryggja sem bezt skil á virðisaukaskatti og til að koma í veg fyrir „svarta atvinnu- starfsemi", sem sumir teldu að aukizt hafi með staðgreiðslukerfi og virðisaukasaktti. Fjármálaráðherra sagði inn- heimtuöryggi meira með virðisauka en söluskatti. Engu að síður myndi fjármálaráðuneytið gangast fyrir sérstakri herferð á næstu vikum til að tryggja betur virka innheimtu virðisaukaskatts, en fyrsti gjalddagi hans væri í dag (5. apríl 1990). Þá þyrfti að efla eftirlit hins almenna neytanda gegn nótulausum við- skiptum og tilheyrandi skattsvik- um. ■ ATVINNUVANDI LANDS- BYGGÐARKVENNA: Hjá ríkis- stjórninni liggja tvær ráðherra- skýrslur um atvinnuvanda lands- byggðarkvenna. Steingrímur Her- mannsson, forsætisráðherra, hefur upplýst, í svari við fyrirspurn frá Danfríði Skarphéðinsdóttur og Málmfríði Sigurðardóttur, að ríkis- stjórnin hafi fallizt á hugmyndir um 15. m.kr. fjárframlag, atvinnuráð- gjöf og starfsmenntun (námskeið) til úrbóta í atvinnumálum lands- byggðarkvenna. Fjárveitingavaldið hafi hins vegar hafnað þessum til- lögum að sinni. Forsætisráðherra sagði og að Byggðastofnun hafi með atvinnumál landsbyggðarinnar að gera. Málmfríður Sigurðardóttir (SK- Ne) sagði m.a. að það væri ríkis- stjórnarinnar að móta eigin stefnu í þessu vandamáli. Til lítils væri að velta vandanum yfir á Byggða- stofnun nema henni væri jafnframt tryggt fjármagn til einhverra úr- bóta. Hún ítrekaði og tillögu Sam- taka um kvennalista um sérstaka kvennadeild við Byggðastofnun. Þórhildur Þorleifsdóttir (SK- Rv) mótmælti því að gengið væri á höfundarrétt Guðjóns Samúelsson- ar. Þvert á móti væru breytingarn- ar í samræmi við fyrri teikningar hans, þótt hann hafi síðar breytt þeim. Breytingarnar stuðla að því, sagði Þórhildur, að gera húsið svo úr garði, að listræn starfsemi þess og áhorfendur standi betur að vígi eftir en áður. Árni Johnsen (S-Sl) sakaði flutningsmann tillögunnar um að flytja misskilning og fordóma inn í þingsali. Það eru sjónlínur, hlustun, öryggisleiðir og- breyttar kröfur til starfsaðstöðu sem kalla_ á þessar breytingar, sagði hann. Árni sagði húsameistara ríkisins hæfan starfs- mann, um það þyrfti ekki að deila, en í þessu máli minni misvísandi viðbrögð hans á vindhana. Jóhannes Geir Sigurgeirsson (F-Ne) sagði að Borgarleikhúsið nægði til að halda uppi myndarlegu stofnanaleikhúsni í höfuðborginni. Óþarfi er, sagði hann efnislega, að halda úti tveimur slíkum. Þjóðleik- húsið getur þó haft ærin verkefni á sviði leiklistar: í þágu áhugaleik- hópa, leikfélaga er sækja Reykjavík heim, í tónlistarlífi, til ráðstefnu- halds o.s.frv. Þessu hlutverki má vel gegna þótt húsnæðið, listaverk Guðjóns Samúelssonar, haldi svip sínum innan húss sem utan. Jó- hannes taldi þá röksemd haldlitla að höfundur hafi á einhveiju vinnslustigi teikninga sett á blað eitthvað sem svipaði til fyrirhug- aðra breytinga nú. Ásgeir Hannes Eiríksson (B-Rv) sagði að stórbreytingar inn- anhúss væru ekki þær einu sem hengju á spítunni. Áform eru rædd um að byggja utan á Þjóðleikhúsið annað hús, á stærð við Borgarleik- húsið, og kaupa í því sambandi 8 lóðir og 7 fasteignir í næsta ná- grenni. Það vill stundum gleymast að við erum ekki 25 milljónir heldur 250 þúsund. Eggert Haukdal (S-Sl) lýsti yfir stuðningi við tillögu Eiðs. Ekki eru komin fram nógu sterk leikhús- fræðileg rök fyrir ráðgerðum stór- breytingum til að réttlæta skýlaust höfundarréttarbrot á Guðjóni heitn- um Samúelssyni. Þetta eru og dýr mistök sem gætu dregið úr öðrum framlögum til leiklistar, því getan er takmörkuð. Fleri tóku til máls, þótt ekki verði frekar rakið. gerð til Alþingis um ýmsa þætti ríkis- búskaparins er vaxandi þáttur í starfinu. Þingdeildarforseti sagði að í fyrstfc grein laganna um Ríkisendurskoðun væri kveðið á um að hún skuli hafa eftirlit með framkvæmd fjárlaga. í því sambandi væru gerðar tvær til þijár skýrslur á4ri, fyrst þegar fy'ár- lagaárið er hálfnað, síðan þegar liðn- ir eru 9 mánuðir og loks eftir lok ársins. Það kom fram í máli framsögu- manns að starfsmenn Ríkisendur- skoðunar væru 38: 4 löggiltir endur- skoðendur, 14 viðskipta- og hag- fræðingar, 1 lögfræðingur og 19 aðrir starfsmenn, sem vinna að end- urskoðun, tölvuþjónustu og almenn- um skrifstofustörfum. Málmfi-íður Sigurðardóttir (SK-Ne) sagði að Alþingi þyrfti að hafa nauðsynlegt eftirlit með fram- kvæmdavaldinu. Ríkisendurskoðun væri mikilvægur hluti þess eftirlits. Það er mín skoðun, sagði þingmaður- inn, að það að færa ríkisendurskoðun undir Álþingi hafi verið með því markverðasta sem gert hefur verið í ríkisfjármálum frá því lýðveldið var stofnað. Alexander Stefánsson (F-Vl) tók í sama streng. Hann sagði allt sam- starf fjárveitinganefndar og ríkis- endurskoðunar hið ágætasta. Ekki mætti skerða í neinu sjálfstæði ríkis-- endurskoðunar í mikilvægu eftirlits- starfi stofnunarinnar. Fjárlagaárið 1989: 182 milljóna kr. yfir- vinna í ráðuneytum Á síðasta ári vóru greiddar samtals 181.815.650 krónur í yfirvinnu í 15 ráðuneytum. Fjármálaráðuneytið var athafnasamast að þessu leyti með 56,7 m.kr. í yfirvinnu, menntamálaráðuneytið næstdrýgst með 25,5 m.kr. og utanríkisráðuneytið þriðja í röðinni með 17,4 m.kr. Þetta kom fram í svari félagsmálaráðherra við fyrirspurn frá Danfríði Skarp- héðinsdóttur (SK-Vl). Yfírvinnugreiðslur annarra ráðu- neyta 1989 vóru sem hér segir: heil- brigðis- og tiyggingaráðuneytið 11,3 m.kr., Hagstofan 9,8 m.kr., dóms- og kirkjumálaráðuneytið 8,9 m.kr., Fjárlaga- og hagsýslustofnun 7,4 m.kr., viðskiptaráðuneytið 7,3 m.kr., landbúnaðarráðuneytið 7,2 m.kr., sjávarútvegsráðuneytið 7,1 m.kr., félagsmálaráðuneytið 6,9 m.kr., iðn- aðarráðuneytið 6,7 m.kr., forsætis- ráðuneytið 5,5 m.kr:, samgöngu- ráðuneytið 3,2 m.kr. og umhverfis- ráðuneytið (vegna undirbúnings) 0,4 m.kr. í svarinu kemur fram að stöðu- gildi í stjórnarráðinu, þ.e. í ráðuneyt- um, eru samtals 452. í svarinu eru og tíunduð starfsheiti í einstökum ráðuneytum og skipting þeirra á milli kynjanna. Tvö dæmi: 1) Sextán og hálft stöðugildi eru í forsætisráðu- neytinu. Karlastörf, níu talsins, hafa þessi heiti: ráðuneytisstjóri, skrif- stofustjóri, efnahagsráðgjafi, fram- kvæmdastjóri, fulltrúi, ráðherrabíl- stjóri, umsjónarmaður. Kvennastörf- in, fjögur talsins, hafa þessi heiti: skrifstofustjóri, deildarstjóri, stjóm- arráðsfulltrúar og fulltrúi. 2) í fé- lagsmálaráðuneytinu eru 16,75 stöðugildi. Stöðuheiti karla eru skrif- stofustjóri og deildarstjórar. Stöðu- heiti kvenna eru: ráðuneytisstjóri, stjórnarráðsfulltrúi, deildarsérfræð- ingur, deildarstjórar, fulltrúar. ELLEN BETRIX VORLITIR Með hœkkandi sól koma vorlitirnir frá ELLEN BETRIX. „Modem Venus.“ Heillandi litir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.