Morgunblaðið - 06.04.1990, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 06.04.1990, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1990 Er álver sókn til framtíðar? eftir Jóhann Rúnar Björgvinsson Yngvi Harðarson, hagfræðingur, ritaði grein í Morgunblaðið þann l. mars síðastliðinn undir heitinu „Al- "*yer, orkusala og sókn til framtíðar". í þeirri grein fullyrðir Yngvi að ýmsar ályktanir mínar í grein frá 14. febrúar orki tvímælis. Verður því hér reynt að svara einstökum ágreiningsatriðum okkar. Það eru einkum þijár spurningar sem koma upp í hugann þegar fjall- að er um ál- og orkuframkvæmdir. Hvernig standast slíkar fram- kvæmdir arðsemiskröfur? Hvernig falla þær að líklegri atvinnu- og efnahagsþróun í landinu, og hver eru líkleg áhrif þeirra á hagkerfið? Ágreiningur okkar Yngva felst eink- um í ályktunum er snerta síðari tvær spurningarnar, og verða þær því ^ megin viðfangsefnið hér. Æskileg staða þjóðarbúsins í grein minni fer ég nokkrum orð- um um líklega atvinnu- og efnahags- þróun á þessum áratug. Að fram- undan séu miklar breytingar í íslensku efnahagslífi vegna aukins efnahagssamstarfs við Evrópulönd- in, vegna endurskipulagningar í sjávarútvegi og landbúnaði, og vegna aðkallandi byggðavandamála. Að þær breytingar munu hafa í för með sér verulegt atvinnuleysi síðari hluta þessa áratugar að öðru ^ óbreyttu. í framhaldi af þessu er það mitt mat að mikilvægt sé að þjóðarbúið hafí gott svigrúm til að mæta þeim breytingum. „Að þjóðarbúið sé ekki njörvað niður af erlendri skuldasöfn- un og vaxtagreiðslum, að tiltölulega gott jafnvægi sé fyrir hendií þjóðar- búskapnum, s.s. varðandi verðbólgu- stig, og að vaxtakjör og lánshæfni séu sambærileg og samkeppnisaðilar í umheiminum njóta.“ Síðan álykta ég að miklar erlendar lántökur til orkuframkvæmda minnki óhjá- kvæmilega slíkt svigrúm, að þær hafi umtalsverð áhrif á verðbólgu- stigið, og að veruleg aukning í er- lendri skuldasöfnun ásamt miklum vaxtagreiðsium komi til með að draga nokkuð úr lánshæfni okkar á komandi árum, sem endurspeglast mun í hærri vöxtum og verri skilmál- um. Yngvi ályktar hér: „Hin æskiiega upphafsstaða er í raun einnig æski- leg fyrir svo miklar framkvæmdir sem ál- og orkuframkvæmdir eru. Ef veruleg skuldasöfnun er óhjá- kvæmileg er gott að skuldir séu sem minnstar í upphafi." Hér erum við ekki að tala um sama hlut. Ef aukin efnahagstengsl, uppstokkun í sjáv- arútvegi og landbúnaði yrði stað- reynd gæti reynst óhjákvæmilegt fyrir íslenskt atvinnulíf að taka er- lent lánsfjármagn í einhveijum mæli til að styrkja stöðu sína við hinar nýju efnahagsaðstæður. Ál- og orkuframkvæmdir eru hins vegar ekki óhjákvæmilegar. Þær getum við valið. Erlendar skuldir þjóðarinn- ar munu aukast verulega með nýju orkuveri, en þær eru nú rúmlega helmingur af landsframleiðslu eins árs eða 650 þúsund krónur á hvert mannsbarn í landinu. Ef síðan þyrfti að bregðast við ofangreindri at- vinnu- og efnahagsþróun með t.d. erlendu lánsíjármagni í einhveijum mæli verður skuida- og vaxtabyrði þjóðarbúsins hættulega mikil í mörgu tilliti. Gnægð aðfanga Yngvi ályktar: „Þjóð á að sérhæfa sig í framleiðslu afurða sem krefjast í miklum mæli aðfanga sem hún er rík af í samanburði við aðrar þjóðir. Verðlag þessara aðfanga er lágt miðað við verðlag aðfanga sem eru af skornum skammti og þjóðin hefur hlutfallslega yfirburði í framleiðslu afurðanna. Hér á landi eru þau að- föng sem gnægð er af orkan í fall- vötnum landsins ...“ Hér er um mikla einföldun að ræða. Það er ekki gnægð aðfanga sem skiptir máli heldur hversu aðgengileg þau eru til nýtingar. Ákveðið heims- markaðsverð er ráðandi á orkugjöf- um. Þjóð getur átt mikið af orku í fallvötnum sem dýrt er að beisla og jafnvel dýrara en hjá þjóðum sem hafa minni aðgang að slíkum auð- lindum. Þá getur stærðarhag- kvæmni skipt verulegu máli í þessu samhengi. Áuk þess eru virkjunar- möguleikar okkar ekki óþijótandi. Fórnarkostnaður þeirra er hár og vissar skyldur höfum við gagnvart komandi kynslóðum um að fórna ekki möguleikum þeirra. Að vinnuafl sé hér af skornum skammti tel ég ekki vera rétt þegar haft er í huga hið mikla dulda at- vinnuleysi í hagkerfinu, sem koma mun skýrar í ljós á næstu árum. Að mínu mati gæti atvinnuleysi orð- ið á bilinu 5—10% á síðari hluta þessa áratugar. Viðbótarhagnaður Yngvi fjallar um svokallaðan við- bótarhagnað sem þjóðfélagið ber úr býtum vegna' ál- og orkufram- kvæmda. Viðbótarhagnað sem kem- ur til vegna s.s. minna atvinnuleys- is, launagreiðslna álversins, kaupa þess á innlendri vöru og þjónustu, og svo framvegis. Færa má sterk rök fyrir því að slíkur viðbótarhagn- aður hjótist af hverri annarri nýrri atvinnustarfsemi sem stenst sam- Jóhann Rúnar Björgvinsson „Ég er þeirrar skoðun- ar að jaftivægi og stöð- ugleiki í eftiahagslífínu hafi í sér falda mikla hagvaxtarmöguleika þegar fram líða stundir. Að atvinnulífið sjálft finni sér sínar hagvaxt- arleiðir við slíkar að- stæður“ keppni og eðlilega arðsemiskröfu. Þá er líklegt að viðbótarhagnaðurinn verði verulega minni af ál- og orku- veri til lengri tíma litið en af ann- arri atvinnuuppbyggingu sem krefst jafnmikils íjármagns, þar sem ál- og orkuver þurfa mjög lítið vinnu- afl. í nýlegu riti mínu um þessi mál kémur fram að óbeinn kostnaður af framkvæmdunum eða hið þjóðhags- lega tap gæti orðið umtalsvert meira en afraksturinn af ál- og orkuveri. Ríkisforsjárhyggja Yngvi ályktar: „Staðreyndin er sú að frekari virkjanir á fallvötnum landsins og bygging álvers er eini vel kannaði kosturinn nú. Frestun í því skyni að kanna aðrar leiðir er því langt í frá sjálfgefin því að við vitum ekki útkomuna fyrirfram." Áhersla mín er sú að atvinnulífið sjálft muni finna sér sínar leiðir til aukins hagvaxtar, ef því er tryggt ákjósanlegt rekstrarumhverfi þar sem stöðugleikinn er í fyrirrúmi. Stjórnvöld eiga því fyrst og fremst að skapa slíkt umhverfi, en ekki að spilla fyrir með sinni ríkisforsjár- hyggju að það eigi að taka frum- kvæðið í atvinnuuppbyggingu með geigvænlegum erlendum lántökum og framkvæmdum sem eru alltof viðamiklar í því jafnvægisástandi sem þjóðarbúið er í nú. Við eigum að treysta okkar athafnamönnum og tryggja þeim hagstætt rekstra- rumhverfi. Skipbrotið í Austur-Evr- ópu og tíðarandinn styrkir einnig þá skoðun. Styrkir samningsstöðu þjóðarinnar Yngvi ályktar: „Viðskiptasam- vinna við fyrirtæki innan EB ætti að auðvelda samninga við EB, að styrkja samningsstöðu þjóðarinnar og að laða að aðila utan EB til sam- starfs.“ Miklar líkur eru á að ál- og orkuframkvæmdir valdi þenslu og verðbólgu. Það er mitt mat að stöð- ugleikinn sé ein meginforsenda þess að erlendir aðilar sýni innlendu rekstrarumhverfi áhuga og vilji byggja upp atvinnustarfsemi hér á landi. Samstarfið við EB verður á jafnréttisgrundvelli. Við tökum þátt í þeirra efnahagslífi og þeir í okkar; hér þarf enga undirgefni. Farsælast er að sýna skynsama hagstjórn og stöðugleika en ekki slæma hagstjórn með þenslu og samdrætti á víxl. Með þeim hætti vex tiltrúin á okkar efnahagsumhverfi og eftirleikurinn verður auðveldari. Auk þess getur samstarf við fyrirtæki innan EB komið fram með öðrum hætti en álframleiðsla. Hagsveiflur Ein meginröksemdin fyrir ál- og orkuframleiðslu hér á landi er að skjóta þurfi fleiri stoðum undir út- flutningsframleiðsluna. Að minnka vægi sveiflna í aflabrögðum og í markaðsverði fiskafurða erlendis. Margt er til í þessum röksemdum, en við erum samt sem áður í ríkum mæli hráefnisland í fiski, áli og orku. Álverð er mjög sveiflukennt, eins og verðþróun síðustu ára sýnir. Því er spurning hvort önnur atvinnustarf- semi, t.d. frekari fullvinnsla fiskaf- urða en nú er, myndi ekki frekar SVINAKJOT Senn líður að páskum og þá borða flestir kjöt, enda fostu að ljúka hjá mörgum þjóðum. Þá þarf steikin að vera sem best. Mér kemur í hug svínakjöt, enda er það orðið úrvalsvara hér á landi og með nýju kjötmati 1988 hefúr fítuþykkt minnk- að verulega í svínakjöti. En fleiri hátíðisdagar eru um páska en páskadagur og efalaust verða kjötmáltíðirnar fleiri en ein hjá flest- um. Upplagt er að breyta til með svínakjötið og hafa það bæði í steik og svo saltað eða reykt. Ég hefi átt þess kost að skoða svínasláturhúsið Grísaból en það sýndi Kristinn Sveinsson mér fyrir nokkru. Ég ræddi við Kristin um áhugamál hans, sem er svínarækt. Auk þess hefur hann um árabii verið umfangsmikill bygginga- meistari. Fyrsta grísinn eignaðist Kristinn 12 ára gamail, þá föður- laus drengur vestur í Dölum. Sárt var að farga þeim grís og ekki ósennilegt að oft síðan hafi Kristinn saknað dýranna sinna, en hann hugsar mjög vel um þau, enda er það aðalforsenda þess að kjötið sé gott. Kristinn sagði dýrin mjög greind og sagði mér sögu því til sönnunar. Hann lánaði eitt sinn frú í Reykjavík 5 vikna gris, sem hún hafði á heimili sínu sem gæludýr. Grísinn var nefndur Rósalind og hann lék sér við börnin á heimil- inu, fór í bað með þeim og svaf stundum hjá þeim. Hann gegndi nafni. Fjölskyldan fór með hann í bandi í sunnudagsgöngu um bæinn. En Rósalind óx og stækkaði og það kom að því að hún var send til baka á svínabúið til systkina sinna. Þá óttaðist Kristinn að þau vildu ekki líta við borgarbarninu, en þau fögnuðu henni eins og sönnum systkinum sæmir. Margir álíta að svín séu óþrifalegar skepnur, en á þessu heimili átti Rósalind sinn sandkassa og notaði hann alltaf. Nú er Kristinn að láta útbúa sturtu- bað fyrir svínin, en það sprautar úr öllum áttum — uppi, niðri og út á hlið — algjört dúndur. Ekkert er of gott fyrir svínin hans Kristins, en svona svínasturtubað er að öll- um líkindum éinsdæmi í veröldinni. En dýrin eru þakklát fyrir gott atlæti og launa það ríkulega. Kryddlegin svínasteik 3 kg biti úr læri, 30 g smjör eða smjörvi (2 smá- pakkar), 1 meðalstór laukur, 1 hvítlauksgeiri, börkur af hálfri appelsínu, 1 peli rauðvín, áfengt eða óáfengt, 1 dl kjúklingasoð eða vatn og teningur, 1 tsk. salt, 'Atsk. múskat, 'Atsk. negull, 1 lárviðarlauf, 10 græn piparkom (niðursoðin), 1—2 msk. hreinn ijómaostur. 1. Skerið þversum í fituvefinn að hoidinu þannig að það myndist ræmur í hann, u.þ.b. 2—3 sm breið- ar. 2. Bræðið smjörið og smyijið ailt lærið með því. 3. Blandið saman salti, múskati, negul, muldu lái’viðarlaufi og grænum piparkornum. Nuddið síðan kryddblöndunni inn í lærið. Setjið á fat, setjið lok eða plast- poka yfir og látið standa í kæliskáp í 1 sólarhring. 4. Afhýðið lauk og hvítiauk, skerið í sneiðar. Setjið í skál. 5. Takið börkinn af appelsínunni með hníf þannig að hvíta himnan sitji eftir. Skerið síðan börkinn í ræmur og setjið með lauknum. Meijið piparkornin og setjið saman við. Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON 6. Setjið rauðvín og kjúkiinga- soð út í. 7. Setjið lærið í plastpoka og hellið leginum með því sem er í honum í plastpokann. Setjið í kæli- skáp í 2 sólarhringa. Snúið tvisvar á dag eða oftar. 8. Takið kjötið úr pokanum 2 tímum fyrir steikingu og þerrið vel og látið standa á eldhúsborðinu þar til þið setjið það í ofninn. 9. Hitið bakarofninn í 180°C, blástursofn í 160°C, setjið kjötið í steikingarpott eða skúffuna úr eldavélinni og steikið í 1 ‘A—2 klst. 10. Aukið hitann í 220°C eða notið glóðarrist og brúnið kjötið í nokkrar mínútur. 11. Eitthvað rennur úr kjötinu og er gott að fjariægja það úr pott- inum öðru hveiju svo að það brenni ekki. Notið það síðan í sósu. 12. Síið löginn sem kjötið lá í, setjið í pott og látið sjóða í opnum potti við háan hita í 10 mínútur. Setjið soðið sem þið tókuð úr steik- ingapottinum saman við og jafnið þunna sósu. Setjið ijómaostinn út í sósuna og hrærið vel saman við. Meðlæti: Soðið grænmeti og bakaðar eða soðnar kartöflur. Hamborgarhryggur með grænmeti og smjöri 3 kg hamborgarhryggur með beini vatn svo að fljóti yfir hrygginn 2 lárviðarlauf 8 negulnaglar 1 msk. milt sinnep 1 msk. púðursykur 1. Setjið vatn, lárviðarlauf og negulnagla í pott eða steikingar- pott. Látið sjóða. 2. Setjið hrygginn ofan í vatnið, það þarf að fljóta yfir hann. Látið sjóða á hellu eða í bakaraofni í 30—40 mínútur. Hitinn þarf að vera mjög hægur og það má alls ekki sjóða ákaft í pottinum. 3. Takið hrygginn úr ofninum, leggið á grind, smyijið hrygginn með sinnepi og stráið púðursykri yfir. 4. Hitið bakaröfn í 250°C eða notið glóðarrist og steikið hrygginn þar til hann er gullinn og bólur hafa myndast í húðinni. Gætið vel að hryggnum, sérstaklega undir glóðarrist. Hann er fljótur að brenna. Meðlæti: Soðið blómkál, gulræt- ur og strengjabaunir, niðursoðinn aspas, kartöflustappa og brætt smjör. Gleðilega páska.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.