Morgunblaðið - 06.04.1990, Side 40

Morgunblaðið - 06.04.1990, Side 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1990 STJORNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Þú ert glöggskyggn á allt sem varðar starf þitt. Nú er heppilegt að taka þátt í viðskiptaviðræð- um. Næðisstundir ýta undir ró- mantiskar tilfinningar. Naut (20. apríl - 20. mai) Þú átt auðvelt mcð að gera þér mat úr hæfileikum þínum i dag. Njóttu þess að tala við börnin þín og fara út i náttúruna. Fjár- hagshorfumar fara batnandi úr þessu. Tvtburar (21. maí - 20. júní) Þetta er heppilegur dagur til að hyggja að fasteignakaupum. Persónuleiki þinn kemur þér að góðu haldi í starfinu. Kannaðu málin niður í kjölinn áður en þú tekur ákvörðun. Krabbi (21. júni - 22. júlí) Taktu þátt í einhveiju hópstarfi I dag. NÚ er hagstætt að bregða undir sig betri fætinum og ferð- ast. Elskendur tala um trúnaðar- mál í kvöld. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Kynntu hugmyndir þínar fyrir þeim sem hafa áhrif. Þú afkast- ar miklu í vinnunni og færð launaauka vegna nýs verkefnis sem þér er fengið í hendur. Mayja (23. ágúst - 22. september) <J.-t Vinur þinn færir þér heppni í dag. Þú hugsar skýrt og kemur miklu í verk. í kvöld ákveður þú að gera eitthvað sem þú hef- ur aldrei borið við áður. Ró- mantíkin blómstrar. VOg n, (23. sept. - 22. október) Ástin blossar upp hjft þér á næstunni. Þér verður falið nýtt verkofni sem þér fellur vel i geð. Kvöldið verður ánægjulegt Sporódreki (23. okt. - 21. nóvember) Kannaðu alla þá möguleika sem þú átt til að fjárfesta skynsam- lega. Þú verð miklum tíma með börnunum á næstu vikum. I kvöld nýtur þú kyrrlátra næðis- stunda. Bogmaóur (22. nóv. - 21. desember) & Það verður gestkvæmt heima hjá þér á næstunni. Þú verður ánægður með árangur af við- ræðum sem þú tekur þátt í. Pjár- málahorfurnar fara batnandl. Steingeit (22. des. - 19. janúar) f&l Þú ráðgerir að fara í nokkrar helgarferðir. Leggðu áherslu á sköpunargáfu þína. Karðu á námskeið, taktu fram léreftið og málaðu eða skrifaðu skáld- sögu. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Hyggðu að fjármálunum. Þú færð ný hlunníndi vegna starfs- ins. Þú færð góðar hugmyndir þegar þér gefst gott tóm í kvöld. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Hresstu upp á útlitið á einhvem hátt í dag. Þér gengur vel í fé- lagsatarfi. Farðu á fund ættingja og vina í kvöld. AFMÆLISBARNIÐ á auðvelt með að taka þátt í hópstarfi og gegnir oftlega forystuhlutverki á þeim vettvangi. Það næði góð- um árangri ef það stæði í farar- broddi í baráttu fyrir málstað sem kæmi samfélaginu öllu til góða. Það skynjar að margir treysta á það í lífinu og verður sterkara fyrir bragðið. Það vill fara sínar eigin leiðir, en á stundum til að missa þolimæð- ina. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staöreynda. — | jlll jiM DYRAGLENS TOMMB OG JENNI eehelo \ AM LJTLA . ' 7/ÞtÆA>/G þé(Z V!E> TÍGf&S /CE Tr/-/(JG /A/Ai Wpr LJÓSKA 1 1 =====—==1 il rcirvuMVMiMU i — 1 ^ j * ReiR. , SMAFOLK ■ CVm- AfruvndtcC int /Ootvul atojiuL d&ýa/ Mroiírc dúabí- ■ CL 'VOU'RE WELCOME.^1 BUT I PIPN'T CARE FORTUE PART AB0UT 5TUPIP <a \A( Arrff/ < í | /-Tmrno&t 1-13 Hjálp! Ég er strönduð í vatnsdalli einhvers hundkjána! Padda. Verði þér að góðu ... en mér geðj- ast ekki að þessu með hundkjánann! BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Láglitageim eru í litiu uppá- haldi hjá tvímenningsspilurum. Sumir hafa slíka ótrú á þeim að þeir lyfta alltaf í sex ef þeir halda að þijú grönd gætu unn- ist. Suður hér að neðan var í þeim flokki. Vestur gefur; allir á hættu. Norður ♦ B VÁ3 ♦ D8653 ♦ D10872 Vestur ♦ KD97 VG85 ♦ G942 ♦ 65 Austur ♦ 1086432 VK1072 ♦ 107 4Á Suður ♦ ÁG VD964 ♦ ÁK ♦ KG943 Vestur Norður Austur Suður Pass Pass Pass 1 lauf Pass 3 lauf Pass 3 hjörtu Pass 5 lauf Pass 6 lauf Pass Pass Pass Útspil: spaðakóngur. Þrjú grönd eru sæmilega von- laus með spaðakóng út, svo kenningin er greinilega ekki skotheld. Og í sex laufum lítur út fyrir að tígullinn verði að liggja 3-3. Sem er ekki líklegt. Með vandvirkni má þó bæta vinningslíkurnar svolítið. Ef hjartakóngurinn er í fylgd með stökum trompás, þarf tígullinn ekki að skila fimm slögum. Suður leggur niður ÁK í tígli og trompar spaðagosa. Spilar síðan tíguldrottningu. Það er sama hvort austur trompar strax eða bíður með það, hann verður alltaf að spila frá hjartakóng eða spaða út í tvöfalda eyðu. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á Búnaðarbankamótinu um daginn kom þessi staða upp í skák stórmeistaranna Jóns L. Árna- sonar (2.520), sem hafði hvítt og átti leik, og hins unga sovézka stórmeistara Aleksei Dreev (2.605). Svartur lék síðast 18. — Ha8 — e8 og hafði greinilega í huga að bægja hættunni frá með 19. — f5. Hann fékk þó ekki tíma til þess: 19. Bxh7+! - Kxh7, 20. Dh5+ - Kg8, 21. Bf6! - gxf6, 22. Dg4+ - Kh7, 23. exfB - Kh6, 24. f4! og svartur gafst upp, því hann er óveijandi mát. Þessi skák kom sterklega til greina við veit- ingu fegurðarverðlauna á mótinu, en þau hreppti Helgi Ólafsson fyrir sigur sinn á Englendingnum Levitt i annarri umferð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.