Morgunblaðið - 06.04.1990, Síða 46

Morgunblaðið - 06.04.1990, Síða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1990 félk f fréttum AFMÆLISVEISLA Eiginkonan glödd með Islandsferð áhugaljósmYndarans €1 Manfrotto Þnfætur fyrirmyndavélar og videoupptökuvélar i BARONSTIG 18 ZUl 101REYKJAVÍK ..OÍí ■ ■ //^a\nrt SÍMI (91)23411 COSPER W Ucadcrs Hópurinn sem kom hingað til að halda upp á afmæli Elizabeth Fisher. Sitjandi í fremri röð eru Leon- ard Marks, fyrrum yfirmaður USIA, upplýsingaþjónustu Bandaríkjanna, Zakhary Fisher, eigandi In- trepid-safnsins, og afmælisbarnið Elizabeth Fisher. í aftari röðinni eru tafið frá vinstri frú Marks, Will- iam Crovello, stjúpsonur Fishers og þekktur myndhöggvari, frú Crovello, Herbert J. Steefef, Garnett Stackelberg, barónessa og dálkahöfundur fyrir Palm Beach Life, Lousie Steefel, Ymelda Dixon, fyrrum dálkahöfundur fyrir Washington Star, frú Daly, dóttir Earls Warrens, fyrrum forseta Hæstaréttar Banda- rikjanna, og John Daly, fyrrum yfirmaður Voice of America. The Man Who Bought an Aircraft Carrier Þrílitir 9. kt. hringar kr. 2.500.- 4.500.- Stafahálsmen 14. kt. demant 1. punktur kr. 2.100.- án festi. Jön Slpunisson Sknrfppoverzlan LAUGAVEG 5 - 101 REYKJAVÍK SÍMI 13383 Tólf manna hópur frá Banda- ríkjunum kom hingað til lands í síðustu viku. í sjáifu sér ekkert óvenjulegt við það. Það óvenjulega er að hópurinn kom hingað fljúg- andi í einkaþotu og til helgardvalar gagngert til að halda upp á afmæli einnar konu í hópnum. Hún heitir Elizabeth og er eiginkona Zakhaiy Fisher, bandarísks athafnamanns og eiganda Intrepid-safnsins í New York. Safnið er kennt við flugmóð- urskipið Intrepid sem er aðal „sýn- ingargripur" safnsins. Þau hjónin - hafa haft það að venju að bjóða þessum hópi með sér í ferðaiag þegar annað hvort þeirra á afmæli og varð Island fyrir valinu í þetta skipti. Hópurinn kom til landsins síðasta föstudag og hélt aftur til Banda- ríkjanna á sunnudag. Ráðgert var að dvelja á íslandi til mánudags en vegna mikilvægs fundar, sem boð- . aður var fyrirvaralítið, þurfti Fisher að fara heim degi fyrr. Á meðan á Islandsheimsókninni stóð var meðal annars farið í skoðunarferð út á land og um Reykjavík, aðstaða varnarliðsins á Keflavíkuflugvelli var skoðuð, sótt boð hjá sendiherra Bandaríkjanna á íslandi og að sjálf- sögðu haldin vegleg afmælisveisla til heiðurs Elizabeth Fisher á laug- ardagskvöldið. Voru þau Vigdís Finnbogadóttir, forseti Islands, og Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðherra meðal gesta. Zakhary Fisher fæddist árið 1910. Hann hætti í skóla sextán ára gamall til að aðstoða föður sinn og bræður í byggingarfyrirtæki fjölskyldunnar. Eftir árás Japana á Pearl Harbour reyndi hann að kom- ast í herinn en var hafnað af heilsu- farsástæðum. Nokkrum árum áður hafði hann lent í vinnuslysi og skaddast illa á hné. í stað þess að þjóna sem hermaður vann hann á stríðsárunum í verkfræðingadeild flotans við að byggja varnarmann- virki. Eftir stríð hélt hann tengslun- um við flotann og styrkti meðal annars"samtök uppgjafarhermanna fjárhagslega samhliða því að reka mjög umsvifamikið byggingarfyrir- tæki. Þekktastur er Zakhary Fisher samt fyrir að hafa komið Intrepid- safninu í New York á laggirnar. Intrepid var eitt þekktasta flugmóð- urskip bandaríska flotans í síðari heimsstyijöldinni og tók meðal ann- ars þátt í að sökkva Muhashi, öðru af tveimur stærstu herskipum Jap- ana. Skipið sökkti eða skemmdi þar að auki 289 óvinaskip til viðbótar og flugvélar skipsins skutu niður rúmlega 600 óvinavélar. Síðar þjón- aði skipið í Víetnamstríðinu og var einnig gestgjafaskip flotans þegar haldið var upp á tvö hundruð ára —Ég ætla að taka höfuðleðrið af litla bróður, þegar hann er kominn með hár. sjálfstæði Bandaríkjanna í Fíla- delfíu. Árið 1976 var tekin ákvörðun um að leggja Intrepid þar sem það stóðst ekki lengur þær tæknilegu kröfur sem gerðar voru til flugmóð- urskipa. Rithöfundurinn Larry Sowinski, sem halda vildi uppi minningu skipsins, sem 300 banda- rískir sjóliðar höfðu látið Iífið á, skýrði örlög Intrepid fyrir nokkrum athafnamönnum á fundi árið 1978 og kynnti þeim þá hugmynd sína að skipinu mætti breyta í flotasafn. Einn þessara manna var Zakhaiy Fisher. Eftir heimsókn í skipið þar sem það var bundið í höfninni í Fíladelfíu ákvað hann að bjarga Intrepid. Honum tókst að beija málið í gegn eftir baráttu við kerf- ið og borgaryfirvöld í New York fengu skipinu stað við Hudson-fljó- tið. Var safnið opnað í ágústmán- uði 1982. Þetta var rándýr fram- kvæmd fyrir Fisher og þurfti hann að leggja ómælt fé í að koma safn- inu upp og halda því gangandi fyrstu árin. Hann reyndist hafa fjárhagslegt bolmagn til þess enda telur viðskiptatímaritið Forbes að hann sé meðal 400 auðugustu manna Bandaríkjanna. Zakhary Fisher segir íslands- ferðina vera hreina skemmtiferð. „Þegar ég eða konan mín eigum afmæli býð ég ávallt þessum hópi í ferðalag. Ferðinni hefur hingað til oftast verið heitið til Evrópu og Zakhary og Elizabeth Fisher við komuna til landsins ásamt Leonard Marks. COSPER sæmt Fisher heiðurstigninni aðmír- áll sem þökk fyrir störf hans. Intre- pid-safnið heimsækja nú 700- 800.000 gestir árlega en þar eru auk flugmóðurskipsins kafbátur og orrustuskip til sýnis. Einn gestanna í hópnum sem kom hingað með Fisher var John Daly, sem er þekktur sjónvarps- maður í Bandaríkjunum og fyrnim yfirmaður Voice of America. Hann sagði að þetta væri í stórum drátt- um sami hópurinn sem færi í þess- ar ferðir og hafi á síðasta ári verið farið til Veróna á Ítalíu. „Það eru núna tvær vikur síðan Fisher hringdi í mig og sagði að komið væri að því aftur. Ferðinni væri heitið til Islands. Þetta fannst mér mjög ánægjulegt. Ég kom tvisvar til Islands sem fréttamaður á stríðsárunum, vann þá fyrir CBS, en hef ekki komið hingað síðan. Það er því ekki hægt að segja að ég þekki vel til landsins. Mig hefur þó lengi langað til að sjá hvernig umhorfs er í Reykjavík í dag.“ Þeg- ar Daly var spurður hvernig honum fyndist að sjá Reykjavík aftur sagði hann umskiptin vera mjög mikil. Reykjavík væri nú orðin að nútíma- borg líkt og væri að finna annars staðar á Vesturlöndum. Daly sagði að hann hefði á sínum tíma þurft að vera nokkurn tima í Las Vegas vegna kjarnorkuvopnatilrauna sem þá var verið að framkvæma í Nevadafylki. Þá hefði einungis ver- ið þar eitt hótel, Desert Inn, og nokkur önnur í byggingu. Þetta hefði bara verið lítill bær í miðri eyðimörkinni. Allir vissu hvernig umhorfs væri í Las Vegas í dag. Borgin hefði tekið algjörum stakka- skiptum. Sagði Daly muninn á Reykjavík í dag og á stríðsárunum vera sambærilegan. er þetta fyrsta ferðin utan Banda- ríkjanna sem ekki er til meginlands Evrópu." Einn vina hans, Herbert J. Steefel, hefur komið reglulega til íslands undanfarin tuttugu ár vegna vinatengsla og hafa vinir hans hér séð um að skipuleggja heimsóknina. „Við erum mjög spennt vegna þessarar ferðar. Það fyrsta sem Bandaríkjamönnum dettur í hug þegar þú segist vera að fara til Islands er margra stiga frost og síðan spyija þeir „af hveiju í ósköpunum?““ Fisher segir tengsl sín við flotann líka hafa ráðið miklu um að ísland varð fyrir valinu. Hann hafí haft mikinn áhuga á að skoða varnar- stöðina á Keflavíkurflugvelli. Þess má geta að bandaríski flotinn hefur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.