Morgunblaðið - 25.04.1990, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 1990
Flugleiðir:
Skipt um
hreyfil
á Hafdísi
Védís væntanleg
á morgun
HAFDÍS, 757-200 vél Flugleiða
sem kom ný til landsins fyrr í
þessum mánuði, er nú á Heath-
rowflugvelli í London, en þar er
verið að skipta um annan hreyfil
vélarinnar hjá British Airways.
Að sögn Einars Sigurðssonar,
blaðafulltrúa Flugleiða, reyndist
hreyfillinn brenna meiri olíu en hinn
hreyfíll vélarinnar, og því hefði ver-
ið ákveðið að skipta um hann þar
sem ábyrgð væri enn á honum frá
verksmiðjunum.
NÝ Boeing 737-400 þota Flug-
leiða, Védís, er væntanleg til lands-
ins í fyrramálið, en það er þriðja
vélin af þessari gerð sem félagið
hefur fest kaup á. í næstu viku er
síðan Fanndís væntanleg til lands-
ins, en það er önnur Boeing 757-200
vélin sem Flugleiðir eignast.
Hækkun á
áburðarverði:
Ríkisstjórn-
inbauð
þetta að eig-
in frumkvæði
- segir Einar Odd-
ur Kristjáns-
son, formaður VSI
EINAR Oddur Kristjánsson, for-
maður Vinnuveitendasambands
íslands, segir að ríkisstjórnin
hafi í tengslum við gerð kjara-
samninga boðið það fram að
áburðaverð hækkaði ekki meira
en um 12%.
Einar segir að ríkisstjómin hafi
gert þetta að eigin frumkvæði en
ekki vegna þrýstings frá aðilum
vinnumarkaðarins og það sé hennar
að standa við gefin fyrirheit. „Þetta
var hluti af samkomulagi sem þeir
buðu að sínu eigin frumkvæði,“
sagði Einar Oddur.
Morgunblaðið leitaði eftir áliti
Einars vegna ákvörðunar stjómar
Áburðarverksmiðjunnar um að
hækka áburðarverð um 18%. Einar
sagðist ekkert vilja segja um þá
ákvörðun.
Skautasvellið
1 Laugardal:
Freon í stað
ammoníaks
BORGARRÁÐ hefúr sam-
þykkt að kaupa freon R22
frystikerfi fyrir skautasvellið
í Laugardal í stað ammon-
íaks kerfis. Jafhframt hefúr
verið samþykkt að taka 26,8
miiljóna króna tilboði í kæli-
kerfið frá Gram, sem Kæling
hf. hefur umboð fyrir.
Þetta er 117,2% af kostnaðar-
áætlun.
í greinargerð með tilboðun-
um er m.a. yfírlýsing frá Holl-
ustuvernd ríkisins, þar sem
kemur fram, að R22 er ekki á
lista yfir þau freonefni, sem
verið er að takmarka og banna
notkun á, og að efnið er ekki
í þeim hópi, sem Montrealsam-
þykktin svonefnda beinist gegn.
Ammoníak er talið óæskilegt
í þetta kælikerfí vegna þess að
það er eitrað og'eldfímt.
*
Sundlaug í Arbæjarh verfí
í Borgarráði hefur verið kynnt tillaga að nýrri sundlaug í Árbæjar-
hverfí við Fylkisveg. Um er að ræða 78 fermetra innilaug og 576
fermetra útilaug og er kostnaður vegna framkvæmdanna áætlaður
um 380 milljónir króna miðað við verðlag 1. apríl 1990. Tillagan hef-
ur þegar verið kynnt í íþrótta- og tómstundaráði og í skipulagsnefnd
var hún samþykkt samhljóða.
Eignarhaldsfélag Verslunarbankans:
Meíríhlutí sljóraar hafii-
aði kauptilboðinu í Stöð 2
Meirihluti stjórnar Eignarhaldsfélags Verslunarbankans ákvað í gær
að taka ekki kauptilboði í hlutabréf Stöðvar 2, sem barst síðastliðinn
föstudag. Stjórnarformaður félagsins segir að annarleg sjónarmið hafi
ráðið þessari ákvörðun en ekki hagsmunir Verslunarbankans en fuli-
trúi meirihlutans segir að hagsmunir bankans hafi verið hafðir að leið-
arljósi.
Kauptilboðið var tekið fyrir á
stjórnarfundi á mánudag og þá lögðu
Gísli V. Einarsson stjórnarformaður
Eignarhaldsfélagsins og Þorvaldur
Guðmundsson forstjóri fram skrif-
lega tillögu um að taka kauptilboð-
inu. Afgreiðslu málsins var frestað
um einn dag meðan upplýsinga var
aflað um hveijir stæðu að baki kaup-
tilboðinu, en það kom fram fyrir
milligöngu Jóns Magnússonar lög-
manns.
Á fundinum í gær lá fyrir bréf frá
Jóni Magnússyni þar sem gerð var
grein fyrir tilboðsgjöfum. Áður en
nöfn þeirra voru tilgreind kom fram
að Orri Vigfússon, Hannes Þ. Sig-
urðsson og Hilmar Fenger vildu
hafna tilboðinu án þess að heyra
nöfnin. Gísli V. Einarsson tók samt
ákvörðun um að láta lesa bréf Jóns
Magnússonar.
Að tilboðinu stóðu Gunnar Jó-
hannsson forstjóri með fleirum,
Gunnsteinn Skúlason verslunarmað-
ur og Hörður Jónsson forstjóri. Sóln-
ing hf., fyrirtæki Gunnsteins, á fyrir
18 milljóna króna hlut í Stöð 2, og
Hörður á 15 milljóna króna hlut, en
þeir voru í hóp með fyrri aðaleigend-
um Stöðvar 2, sem lagði samtals
fram 150 milljóna króna hlutafé.
Samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins, leitaði Gunnar Jóhannsson
eftir því í vetur að kaupa hlut í Stöð
2 þegar hlutafjáraukningin stóð yfír.
Gunnsteinn Skúlason vildi í gær-
kvöldi ekki tjá sig um tilboðið eða
ástæðurnar fyrir því að svo stöddu.
En einn af heimildarmönnum Morg-
unblaðsins sagði, að fyrir tilboðsgjöf-
um hafí vakað að opna hlutafélagið,
með tilstilli fyrri aðaleigenda, og leita
síðan eftir samningum við Sýn hf.,
sem er að hleypa nýrri sjónvarpsstöð
af stokkunum.
Eftir að stjóm Eignarhaldsfélags-
ins hafði hafnað kauptilboðinu létu
Gísli V. Einarsson og Þorvaldur Guð-
mundsson bóka þá afstöðu sína að
þeir teldu þessa niðurstöðu andstæða
hagsmunum Eignarhaldsfélagsins.
Kannast ekki við til-
lögur Almannavarna
- Segir Sighvatur Björgvinsson
SIGHVATUR Björgvinsson, for-
maður Ijárveitingarnefndar Al-
þingis, segist ekki kannast við
tillögur Almannavarna ríkisins
um frekari útbreiðslu viðvörun-
arkerfis Almannavarna. Eins og
skýrt var frá í Morgunblaðinu í
gær hefur reglugerðum um al-
mannavarnir ekki verið fram-
fylgt og eru viðvörunarkerfi að-
eins í þremur byggðarlögum.
„Það koma fjölmargar tillögur
frá hinum ýmsu stofnunum til
fjárveitingarnefndar á hveiju ári en
þær eru ekki allar samþykktar enda
væri þá tómt um að litast í ríkis-
kassanum. Það eru gildandi fjárlög
í landinu sem verður ekki breytt,“
sagði Sighvatur.
Sighvatur sagði að allar tillögur
sem bærust fjárveitirguneí'nd vörð-
uðu almannaheill og þetta umrædda
mál hefði enga sérstöðu að því leyti.
Hannes Þ. Sigurðsson lagði einnig
fram bókun þar sem hann skýrði
sjónarmið meirihlutans, en Morgun-
blaðinu tókst ekki að fá nánari upp-
lýsingar um efni hennar í gærkvöldi.
Gísli V. Einarsson sagði eftir fund-
inn, að annarleg sjónarmið hefðu
greinilega verið á bak við ákvörðun
meirihlutans. Þannig hefði Orri Vig-
fússon hingað til hvatt mjög til að
hlutabréf eignarhaldsfélagsins í Stöð
2 yrðu seld sem fyrst, og því væri
afstaða hans nú illskiljanleg en gæfí
til kynna að hann væri að vernda
þrönga hagsmuni.
Orri Vigfússon sagði við Morgun-
blaðið að hann hefði einmitt haft
hagsmuni félagsins að leiðarljósi. Sín
skoðun væri sú að að selja ætti hluta-
bréfin en hann hefði ekki verið tilbú-
inn til að gera það á nokkrum
klukkutímum, rétt fyrir aðalfund
eignarhaldsfélagsins. Eins og fram
hefði komið í Ijölmiðlum, væri kom-
inn talsverður kosningaskjálfti fyrir
fundinn. Því hefði sér þótt þetta til-
boð koma fram á óheppilegum tíma
en vel kæmi til greina að skoða til-
boðið eftir aðalfund Eignarhaldsfé-
lagsins.
„Þar fyrir utan flokkast það að
mínu mati ekki undir gott siðferði í
viðskiptum ef við snerum skyndilega
baki við aðilum sem hafa nýlega
keypt hlut í Stöð 2 fyrir hundruðir
milljóna í því skyni að endurreisa
fyrirtækið fjárhagsiega og tryggja
rekstur þess áfrarn," sagði Orri.
Gísli V. Einarsson sagði að sér
þætti það fráleitt að geta ekki tekið
málefnalega afstöðu til tilboðs, en
tengja það í staðinn öðrum málum.
„Menn eiga að geta tekið afstöðu á
málefnalegum grundvelli og þarna
eru hagsmunir Eignarhaldsfélagsins
í húfi fyrst og fremst,“ sagði Gísli.
Gísli sagði ennfremur ljóst, að
fimm aðilar réðu meirihluta atkvæða
á hluthafafundi Verslunarbankans
þótt 1.370 aðilar ættu þar hlut. „Því
eru ákvarðanir í stærstu hagsmuna-
málum Eignarhaldsfélags Verslunar-
bankans ekki teknar á aðalfundi fé-
lagsins heldur úti í bæ, rétt fyrir
aðalfund," sagði Gísli.
Faxalax hf.
gjaldþrota
Fiskeldisfyrirtækið Faxalax
hf. í Vogum var lýst gjaldþrota
í fyrradag að ósk stjórnar fyrir-
tækisins. Helstu eigendur Faxa-
lax eru Laxalón hf., sem er
stærsti aðilinn, Vogar hf., Lýsi
hf. og Mjólkurfélag Reykjavíkur.
Talið er að heildarkröftir í þrota-
búið séu hátt á. þriðja hundrað
inilljónir króna.
Að sögn Inga H. Sigurðssonar,
sem skipaður hefur verið bústjóri
þrotabúsins ásamt Jóni G. Briem,
er íslandsbanki langstærsti krofu-
hafínn í þrotabúið, en bankinn á
veð í eldisfiskinum, og eru það einu
veðkröfumar.
Faxalax hf. var stofnað fyrir
tæplega tveimur árum, og hefur
fyrirtækið alið lax og regnbogasil-
ung í sjókvíum út af Vogastapa.
Eignir fyrirtækisins eru svo til ein-
göngu fólgnar í eldisfiskinum og
flotkvíunum, en ekki er um neinar
fasteignir að ræða.
Skeijafjörður:
Olíustöðin er á útivistarsvæði
BORGARRÁÐ hefúr samþykkt, að fela borgarverkfræðingi, að hefja
viðræður við Olíufélagið Skeljung hf., um staðsetningu olíustöðvar
félagsins í Skerjafirði. Samþykktin er gerð í framhaldi af bókun, sem
samþykkt var samhljóða í skipulagsneftid, þar sem fram kemur að
svæði olíustöðvarinnar er sýnt sem útivistarsvæði í staðfestu Aðal-
skipulagi Reykjavíkur 1984 til 2004.
stafar af olíustöð Skeljungs hf. við
Skeijafjörð.
í Aðalskipulagi Reykjavíkur
1962 - 1983 var svæðið, þar sem
olíustöðin er, sýnt sem útivistar-
svæði og hefur svo verið alla tíð
síðan og staðfest. j Aðalskipulagi
Reýkjavíkur IfÍ84 - 2004.
I bókun formanns skipulags
nefndar, sem lögð var fram í borg-
arráði segir að: „í tengslum við
umræður undanfarið um hættu
vegna Áburðarverksmiðjunnar í
Gufunesi hefur komið fram m.a.
hjá framkvæmdastjóra Almanna-
vama rikisins, að veruleg hætta
Olíustöðin er við enda flugbraut-
ar og töluverð umferð er að henni
gegnum íbúðahverfi. Veruleg um-
hverfislýti eru að olíustöðinni, auk
þess sem hún er í vegi fyrir al-
mennri gönguleið, sem samkvæmt
skipulagi á að vera með ströndinni.
Skipulagsnefnd vekur athygli á,
að samkvæmt skipulagi ætti olíu-
stöðin löngu að vera farin úr Skeija-
firðinum og beinir því til borgarráðs
að. þegar verði gerð áætlun um
flutning hennar.“