Morgunblaðið - 25.04.1990, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.04.1990, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 1990 25 Fjögfurra milljóna sekt veg’iia söluskattsvika EIGANDI Vinnufatabúðarinnar í Reykjavík hefúr í sakadómi Reykjavíkur verið dæmdur til að greiða 4 milljónir króna í sekt vegna undandráttar sölu- ■ MYNDAKVÖLD Ferðafélags íslands verður í kvöld, miðvikudag- inn 25. apríl kl. 20.30 í Sóknarsaln- um, Skipholti 50a. Myndefnið verður að þessu sinni „Hvítá frá upptökum til ósa“. Hjálmar Bárð- arson sýnir myndir úr bók sinni um Hvítá og næsta nágrenni hennar. Hann sýnir kort og teikn- ingar af svæðinu ásamt bæði lit- og svarthvítum skyggnum. Þessi sýning Hjálmars tengist ferðum sem Ferðafélagið skipuleggur í sumar, meðal annars hluta afmælis- göngu í Hvítárnes og gönguleiðinni frá Hvítárnesi til Hveravalla. Margar þverár renna til Hvítár á leið hennar frá Hvítárvatni til sjáv- ar og leggur Hjálmar oft lykkju á leið sína með myndavélina til þess að skoða þær og umhverfi þeirra. skatts á árunum 1983-1985. Þá var hann einnig dæmdur í 6 mánaða fangelsi, en sú refsing fellur niður haldi hann almennt skilorð í tvö ár. Loks var eig- andinn sviptur verslunarleyfi í tvö ár. Verslunareigandinn var ákærð- ur fyrir að hafa dregið um 7,5 milljónir undan af söluskatti árin 1983-1985. Embætti ríkisskatt- stjóra gerði manninum að greiða sömu upphæð í viðbótarálögur. Nú hefur sakadómur dæmt mann- inn til greiðslu fjögurra milljón króna sektar að auki. Sonur verslunareigandans var dæmdur í 100 þúsund króna sekt fyrir sína aðild að málinu. Þá var endurskoðandi fyrirtækisins ákærður fyrir skjalafals, en sýkn- aður af þessu ákæruatriði. Dómur- inn komst að þeirri niðurstöðu að þar sem hann hefði látið hjá líða að kynna sér nægilega reikning- ana sem hann skrifaði undir hafi hann hins vegar brotið gegn lög- um, en sökin væri fyrnd. Loks var endurskoðandinn sýknaður að fullu af ákæru um hlutdeild í sölu- skattsbroti eigandans, þar sem það þótti ósannað með öllu. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort málinu verður áfrýjað til Hæstaréttar. Pétur Guðgeirsson, sakadómari og meðdómsmaðurinn Björn Óskar Björgvinsson, löggiltur endurskoð- andi, kváðu upp dóminn. FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM - HEIMA Morgunblaðið/Amór Mitsubishi jeppi og Toyota Co- rolla ultu á Reykjanesbraut í gærmorgun. farþegi í jeppan- um axlarbrotnaði. Báðir bílarn- ir eru mikið skemmdir. Bflar ultu í hálku á Reykjanesbraut ÞRIR bilar ultu á Reykjanesbraut í gærmorgun. Ohöppin eru rakin til of mikils aksturshraða miðað við aðstæður, en hálka var töluverð þá um morguninn. Óhöppin urðu um klukkan 7, rétt innan við Voga. Mitsubishi- jeppi valt og voru ökumaður og farþegi fluttir á slysadeild. Far- þeginn reyndist axlarbrotinn, en meiðsli voru annars lítil. Um svip- að leyti valt Toyota Corolla, en ökumaðurinn fékk að fara heim að lokinni læknisskoðun. Loks valt svo þriðja bifreiðin, en öku- maður og farþegar virðast hafa verið ómeiddir með öllu, því þeir kölluðu ekki til lögreglu, heldur yfirgáfu bílinn, sem er mikið skemmdur, líkt og hinir tveir. •i 24. apríl. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 79,00 75,00 78,46 12,080 947.765 Þorskur(óst) 84,00 54,00 72,55 56,230 4.079.482 Smáþorskur(ósi.) 64,00 40,00 50,13 1,268 63.540 Ýsa 110,00 60,00 103,53 4,807 497.649 Ýsa(ósl.) 125,00 79,00 105,22 0,251 26.410 Karfi 36,00 20,00 35,80 10,321 369.459 Ufsi 20,00 20,00 20,00 0,750 15.000 Ufsi(smár) 20,00 20,00 20,00 0,558 11.160 Steinbítur(ósl.) 45,00 45,00 45,00 1,846 83.048 Langa 47,00 47,00 47,00 0,278 13.066 Lúða 209,00 209,00 209,00 0,102 21.214 Koli 39,00 20,00 22,97 0,147 3.377 Skötuselur 120,00 120,00 120,00 0,102 12.240 Hrogn 150,00 150,00 150,00 0,160 24.000 Samtals 69,34 89,067 6.176.271 FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 106,00 59,00 74,61 14,981 1.117.715 Þorskur(óst) 89,00 42,00 66,94 26,382 1.766.131 Ýsa 119,00 75,00 94,42 20,466 1.932.449 Ýsa(óst) 112,00 68,00 84,12 8,162 686.569 Karfi 44,00 35,00 35,45 25,609 907.718 Ufsi 32,00 32,00 32,00 0,827 26.464 Hlýri+steinb. 46,00 43,00 43,93 6,347 278.847 Langa 31,00 31,00 31,00 0,132 4.092 Lúða 305,00 180,00 221,02 0,181 40.005 Grálúða 71,00 71,00 71,00 3,388 240.548 Keila 25,00 25,00 25,00 0,991 24.775 Rauðmagi 75,00 30,00 63,12 1,066 67.285 Kinnar 125,00 125,00 125,00 0,128 15.938 Gellur 294,00 294,00 294,00 0,032 9.261 Hrogn 80,00 80,00 80,00 0,072 5.760 Samtals 64,76 110,401 7.149.772 FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 94,00 57,00 70,31 59,063 4.152.461 Ýsa 117,00 58,00 86,26 21,477 1.852.528 Karfi 48,00 20,00 34,54 2,408 83.176 Ufsi 36,00 24,00 33,20 16,049 532.747 Steinbítur 47,00 39,00 41,55 5,115 212.543 Hlýri 45,00 45,00 45,00 0,138 6.210 Langa 49,00 34,00 47,18 0,395 18.635 Lúða 400,00 280,00 345,07 0,141 48.655 Skarkoli 58,00 35,00 44,11 1,267 55.886 Langa 49,00 34,00 47,18 0,395 18.635 Keila 29,00 19,00 26,79 1,343 35.983 Skata 178,00 70,00 145,21 0,056 8.132 Lýsa 29,00 29,00 29,00 0,035 1.015 Hrogn 186,00 154,00 181,64 0,132 23.976 Samtals 65,03 108,741 7,0701919 Selt var úr dagróðrabátum. f dag verða m.a. seld 30 tonn úr Skarfi GK. FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM - YTRA VESTUR-ÞÝSKALAND 24. apríl. Hæsta verð Lægsta verð (kr.) (kr.) Þorskur 97,1 1 71,93 Ýsa 130,91 Karfi 120,84 76,25 Ufsi 118,69 99,98 GÁMASÖLUR í BRETLANDI 24. apríl. Þorskur 169,11 135,61 Ýsa 167,52 121,25 Karfi 76,58 63,81 Ufsi 71,79 63,81 Bæjarmálafélag Selljarnar- ness stofiiað á grunni Nýs afls Anna Kristín Jónsdóttir flyst í 7. sæti Á STOFNFUNDI nýs stjórnmálafélags þeirra er aðild eiga að fram- boði Nýs afls í komandi sveitarstjórnarkosningum á Seltjarnar- nesi var gengið frá framboðslista í framhaldi af prófkjöri Nýs afls 8. apríl sl. Sú breyting varð að Björn Hermannsson, fræðslufull- trúi, tók sæti Onnu Kristínar Jónsdóttur I fjórða sæti en Anna Kristín tók sjöunda sætið sem Björn skipaði samkvæmt úrslitum í prófkjöri sem var bindandi fyrir þrjú efstu sætin. Tæplega 100 manns sátu stofn- fund hins nýja stjórnmálafélags og hlaut það nafnið Bæjarmálafélag Seltjarnarness. Félagið mun þó heyja kosningabaráttuna undir nafni Nýs afls. Formaður til eins árs var kjörinn Stefán Bergmann menntaskólakennari og að sögn Stefáns er það markmið félagsins að vera vettvangur umræðna um bæjarmálefni og að vernda manniíf og umhverfi Seltjarnarness. ' 7, ■ 'V, é r B ' ' W f®. ,i', • \m „Víkingurinn Erik“ er nýjasta inynd Bióhallarinnar. „Víkingurinn Erik“ sýndur í Bíóhöllinni BÍÓHÖLLIN hefur hafíð sýning- ar á kvikmyndinni „Víkingurinn Erik“. Meðal aðalleikenda eru Tim Robbins, Eartha Kitt og Mickey Rooney. Leikstjóri er Terry Jones. Villtir víkingar eru á ferð í þorpi Helgu og fara þar rænandi og rupl- andi.- Eiríkur er í forsvari fyrir víkingana og á í erfiðleikum með afskiptasemi Helgu. En heimsendir nálgast og Eiríkur fer ásamt liði sínu til Ásgarðs í þeim tilgangi að komast yfir Gjallarhornið, því nauð- syn er að þeyta það horn. Eiríkur og víkingarnir lenda í margvísleg- um ævintýrum á leið sinni til Háeyj- ar en þar erGjallarhornið að finna. Stefán sagði að Anna Kristín Jónsdóttir, sem skipaði 4. sæti á framboðslista Nys afls samkvæmt prófkjöri, hefði ekki talið sér fært að taka það sæti á listanum. Björn Hermannsson, sem tekur sæti Önnu Kristínar, 'hlaut 205 atkvæði í fyrstu sex sætin í prófkjöri Nýs afls. Arnþór Helgason, sem fékk 239 atkvæði í prófkjörinu í sex efstu sætin tekur níunda sæti á listanum.* Alls tóku 451 þátt í prófkjörinu en á kjörskrá á Seltjarnarnesi eru 2.944. Efstu fjórtán sætin á framboðs- lista Nýs afls skipa: 1. sæti Siv Friðleifsdóttir, 2. sæti Guðrún K. Þorbergsdóttir, 3. sæti Katrín Páls- dóttir, 4. sæti Björn Hermannsson, 5. sæti Sverrir Ólafsson, 6. sæti Páll Á. Jónsson, 7. sæti Anna Kristín Jónsdóttir, 8. sæti Hallgrím- ur Þ. Magnússon, 9. sæti Arnþór Helgason, 10. sæti Eggert Eggerts- son, 11. sæti Sunneva Hafsteins- dóttir, 12. sæti Guðmundur Sig- urðsson, 13. sæti Kristín Halldórs- dóttir og í 14. sæti er Guðmundur. Einarsson. ■ FÉLAG íslenskra fræða efnir til opins fundar í Skólabæ, á horni Suðurgötu og Kirkjugarðsstígs í kvöld, miðvikudaginn 25. april kl. 20.30. Svanhildur Óskarsdóttir, bókmenntafræðingur ræðir á þess- um fundi um trúar- og lífsviðhorf Guðmundar Arasonar, Hólabisk- ups. Svanhildur lauk BA-prófi 'frá Háskóla íslands 1988 og MA-prófi í iniðakiafræðum í Toronto í Kanada 1989. ■ M-HÁTÍÐ 1990 á sunnanverðu1 Snæfellsnesi heldur áfram uin helgina. Á laugardag, 28. aprfl í Breiðabliki kl. 21. mun Leikdeild ungmennafélags Stafholtstungna sýna Son skóarans og dóttur bak- arans eftir Jökul Jakobsson. Léik- stjóri er Jón Júlíusson. Sunnudag- inn 29. apríl í Breiðabliki kl. 16_ mun Stórsveit Vesturlands leika undir stjórn Daða Þórs Einarsson- ar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.