Morgunblaðið - 25.04.1990, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 25.04.1990, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRIL 1990 35 Minninff: Högni Helgason á Isafirði - Minning voru mjög samrýndar og er því missir hennar mjög mikill eins og allrar fjölskyldunnar. Það er sárt að kveðja en minningin um yndis- lega og góðhjartaða stúlku mun ætíð hlýja okkur. Henni hefur gi-einilega verið ætlað annað hlut- verk og ég veit að góður Guð og afí hennar munu taka vel á móti henni. Elsku Dabbi bróðir, Hrafnhild- ur, Sandra og Sunna litla. Megi Guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Nína Hrönn Rakel var mjög skemmtileg og falleg stelpa. Hún var alltaf hress og til í að gera eitthvað skemmti- legt. Hún flutti ásamt mömmu sinni, pabba og tveimur systrum til Svíþjóðar þar sem þau bjuggu í rúm þijú ár. Þau komu aftur til íslanas síðari hluta sumars 1989. Rakel Bára dvaldi oft hjá ömmu okkar í Breiðholti og bjó ég þar rétt hjá. Við vorum mikið saman meðan hún var hjá ömmu. Við áttum margar góðar stundir sam- an og var alltaf gaman að vera með henni. Tveimur eða þremur mánuðum eftir að hún kom til Is- ' lands flutti hún á Stokkseyri með íjölskyldu sinni. Við höfðum þó alltaf símasamband. Svolítið seinna fór ég í heimsókn til henn- ar og hún ætlaði svo að koma í heimsókn til mín þangað sem ég var flutt upp í Mosfellsbæ og hlakkaði ég mjög mikið til að hún kæmi. En um tvöleytið þann 18. mars sagði pabbi mér að Rakel hefði látist í bílslysi á hádegi sama dag. Ég átti erfitt með að trúa því. Hún var ung og full af lífsgleði og hafði löngun til að gera svo margt í lífinu. Það var gaman að hafa fengið að vera með henni þessar stundir sem við áttum sam- an. Það er mikill söknuður að missa hana og of erfitt að trúa því að hún sé farin, að eilífu. Mér þótti mjög vænt um hana og þyk- ir enn. Ég lifi í minningunni um hana. En hún er horfin á braut og komin á vit hins ókunnuga. Ég vil þakka Rakel fyrir þær góðu stundir sem við áttum sam- an. Hvíli hún í friði. Hennar frænka og vinkona, Svava Margrét. Fæddur 26. september 1916 Dáinn 14. apríl 1990 Þann 14. apríl sl. lést afi okkar, Högni Helgason, á gjörgæsludeild Borgarspítalans. Okkur langar að minnast hans með nokkrum orðum. Afi fæddist á ísafirði, 26. septem- ber 1916, og ólst upp í Odda hjá foreldrum sínum Helga Ketilssyni og Láru Tómasdóttur ásamt stórum systkinahóp, þeim Magnúsi, Maríu, Hauki, Helgu og Láru en einn bróðir er hét Helgi lést í frumbernsku. Eftir- lifandi áf þeim systkinum eru María, Haukur og Helga. Oddi var mikið menningarheimili á þeim tíma og þar var tónlist í hávegum höfð ásamt bókmenntum. Afi gekk menntaveg- inn og útskrifaðist frá Menntaskólan- um á Akureyri 1937. Þaðan lá leiðin til Svíþjóðar til náms í hagfræði en 1939 varð hann frá að hverfa vegna styrjaldarinnar. Afi giftist ömmu, Kristínu Halldórsdóttur, árið 1940 og eignuðust þau 4 börn sem uxu upp. Elst var Guðrún, en hún lést 1969, þá Ketill, svo Hildur og að lokum Haukur. í fyrstu bjuggu afi og amma á ísafirði en fluttust svo í Kópavoginn og þaðan eigum við sys- turnar margar góðar og skemmtileg- ar minningar. Þegar við systurnar vorum yngri rifumst við oft um það hver fengi að sofa hjá ömmu og afa í Kópavogi, því amma var svo góð og afi svo skemmtilegur. Þegar fjöl- skyldan kom saman var afi alltaf hrókur alls fagnaðar og fór oft svo að afi tók lagið og við hin rauluðum með. Afi átti ógrynni bóka sem hann var búinn að lesa Qg læra enda var það svo þegar svar vantaði við ein- hveiju þá var leitað til hans og var ekki komið að tómum kofunum. Eftirminnilegast er okkur systrun- um aðfangadagskvöld undanfarinna ára þegar afi og amma komu um sexleytið og afi var búinn að setja upp svarta harðkúluhattinn sem var eingöngu settur upp af því tilefni, enda sagði einhver okkar að það yrðu engin jól ef afi kæmi ekki með hattinn. Það verður því tómlegt á næstu jólum, enginn afi, enginn hatt- ur. Eins og áður sagði var afi mjög söngelskur og hafði góða söngrödd.- I hvert skipti sem tenórsöngur hljóm- aði í útvarpinu heyrðist alltaf í ein- hvetjum: „Hann afi syngur miklu betur en þetta.“ Við jarðarför afa í Kópavogskirkju þann 23. apríl síðastliðinn var sunginn hluti af fað- irvorinu og héldum við eitt augnablik að afi væri að syngja og skildum þá fyrst að við myndum ekki hiitast aftur í þessu lífi. Aldrei datt okkur systrunum í hug að afi kveddi svo fljótt sem raun varð. Það eru því orð að sönnu að „Þá fyrst skiljum vér dauðann er hann leggur hönd sína á einhvern sem vér unnum“ (Madame de Stael). Afi var svo fullur af lífskrafti og sífellt á ferðinni. Á skíðum, í sundi og í gönguferðum. Ferðaðist hann bæði hér heima og erlendis. Aðeins fáum dögum áður en afi fór á spítal- ann ók hann út fyrir bæinn og fékk sér göngu á skíðunum sínum. Það var síðasta skemmtiferðin hans í þessu lífi en önnur ferð hefur hafist þar sem hann mun sameinast Guð- rúnu dóttur sinni, foreldrum og öðr- um látnum ástvinum. Við óskum elsku afa góðrar ferðar og þökkum samfylgdina. Kristín, Anna Guðrún og Þórhildur. Haraldur Runólfsson, Hólum - Minning Fæddur 27. apríl 1902 Dáinn 16. marz 1990 Haraldur Runólfsson? Eg sé hann ljóslifandi fyrir mér. Hann stendur á landareign sinni með reist höfuð, tignarlegur öldungur, og bendir hendinni á eitt eða annað kennileiti í ríki sínu. Öll hafa þau sitt nafn og sína sögu, en Haraldur segir þannig frá, að engum stendur á sama. Meistari þjóðlegrar munn- menntar kann listina að grípa hug hlustenda. Ég heyri hina þróttmiklu rödd Haralds. Hún brýzt upp úr djúpuin sálar, mögnuð, af kímni eða hatri, skopi eða hlýleika hins skapmikla manns. Andlit hans, merkt rúnum langrar lífsreynslu, ljær orðunum aukinn þunga eða léttleika eftir því sem við á. Brúnir hans hnyklast, augun leiftra, og fyrr en varir, er svipur hans breyttur og röddin önn- ur. Ilann hefur leitt á svið sögunn- ar kunningja sinn og hermir eftir honum svo vel, að ég þekki mann- inn, þegar ég hitti hann. Já, ég sé Harald og ég heyri rödd hans. Minningin er svo sterk, að hún skyggir á staðreyndina, sem er tilefni þessara skrifa. Haraldur hefur Iifað hinzta dag sinn hér á jörð. Laugardaginn 24. marz var hann jarðsettur í heimagrafreit konu sinnar, á bæjarstæði Lofts Sæmundarsonar fróða, þess sem hafði átt norska kóngsdóttur og var faðir Jóns Loftssonar. Hveijum fornkappa sem er væri boðlegt að vera heygður, þar sem sér um jafn víða vegu, frá Krýsuvíkurbergi lengst í vestri alla leið upp á gíga á Heklutindi. Haraldur hóf lífsferil sinn for- eldralaus, með tvær hendur tómar. Eftir harða æsku barst hann til Næfurholts, kvæntist heimasætu, kostakonunni Guðrúnu Ófeigsdótt- ur, bjó fyrst í Næfurholti en' reisti sér bæ þar á landareigninni, á Hól- um. Þar kynntist ég honum í eldgos- inu 1947 og, eins og svo margur annar, naut frábærrar gestrisni ljöl- skyldu hans. Þá sat Haraldur á frið- arstóli, vinsæll fræðaþulur og hjálp- arhella óforsjálum ferðalöngum. En fáum leyndist, að stundum hafði sópað að honum, þegar misboðið hafði verið réttlætiskennd þessa geðríka manns. Og honum varð ekki skotaskuld úr því að svara fyrir sig, svo að sveið undan. Á dauðastundu og dómsins tíð mun hann viðurkenna eins og fornt skáld: „Ungr vask harðr í tungu.“ En dómsorðinu þarf hann ekki að kvíða. Dómarinn er langlyndur en ekki langrækinn, reiðist ekki, er góðviljaður, breiðir yfir öllu og umber allt. Svo segir Páll, forn- kunningi okkar Haralds. Kári Valsson Frá sýningu íslenska dansílokks- ins á Vorvindum í Borgarleikhús- inu. M ÍSLENSKI dansflokkurinn frumsýndi sl. fimmtudag Vor- vinda í Borgarleikhúsinu. A efnis- skránni eru fjórir ballettar eftir 3 sænska danshöfunda, þau Birgit Cullberg, Vlado Juras og Per Jonsson. Gestadansarar í sýning- unni eru þeir Joacim Keusch, Per Jonsson og Kenneth Kvarnström. Vegna þess hve gestadansararnir eru tímabundnir er einungis mögu- leiki á að hafa fimm sýningar að þessu sinni og eru síðustu sýning- arnar um næstu helgi; föstudaginn 27. apríl og sunnudaginn 29. apríl. Sýningunni hefur verið vel tekið jafnt af áhorfendum og gagnrýn- endum, segir í fréttatilkynningu. Seiðandi rökkurtónar Kvikmyndir Amaldurlndriðason Baker-bræður („The Faboulus Baker Brothers"). Synd í Há- skólabíói. Leikstjóri: Steve Kloves. Kvikmyndataka: Mic- hael Ballhaus. Aðalhlutverk: Jeff Bridges, Michelle Pfeiffer og Beau Bridges. Baker-bræður, fyrsta mynd leikstjórans Steve Kloves, þótt ótrúlegt sé, segir frá tveimur miðaldra bræðrum sem skemmt hafa alla sína ævi á fínni börum og hótelum sem píanóleikarar en hafi þeir einhverntímann verið eitthvað númer er sannarlega tekið að halla undan fæti hjá þeim núna. Þeir eiga erfitt með að fá sig bókaða jafnvel í verstu búllur þar til annar þeirra fær þá hugmynd að ráða söngkonu. Súpersexí Michelle Pfeiffer kem- ur þeim aftur á skrið með eggj- andi hreyfingum og flauels- mjúkri rödd en allt kemur fyrir ekki. Blossinn er löngu slokknað- ur. Leikstjórinn Kloves leiðir okk- ur með miklu sjálfsöryggi um veröld ljúfra rökkurtóna með djúpri tilfinningu eftirsjár bæði glataðra drauma og glæstrar fortíðar aðalpersónanna. Sagan er framsett á verulega þekkileg- um nótum með ögn af kómík í hægri hrynjandi en myndin ger- ist að mestu að næturlagi föng- uðu í seiðandi myndatöku Micha- els Ballhaus. Hér er fullkomið samræmi í lágstemmdum stílnum og þægilegri, látlausri framvindunni sem grípur þig áreynslulaust sterkum tökum. I miðpunktinum er uppgjör bræðranna sem vita að löngu er kominn tími á skemmtiatriðið sem hangir varla mikið lengur saman á bræðraþelinu einu. Þeir eru útdauðir í heimi dinnertón- listarinnar og neðar er varla hægt að ná. Hjá öðrum (Jeff Bridges) er það framtaksleysi að hætta ekki og leyfa hæfileik- um sínum að þróast þangað sem þeir sækja. Hann ber þreytuna utan á sér og deyr alltaf svolítið meira á hveiju kvöldi. Hjá hinum og hæfileikasnauðari bróðurnum (Beau), sem er fjölskyldumaður, er þetta spurning um að hafa ofan í sig og á. Bræðurnir Beau og Jeff eru frábærir en nýja aðdráttaraflið í skemmtiatriðinu þeirra er líka aðdráttarafl myndarinnar. Það er Michelle Pfeiffer. Hún kemur inn í þátt þeirra og rífur hann upp með söng en mætir aðeins meiri lífsleiða og kaldranalegri firringu Jeffs þegar ástarævin- týri þeirra verður að engu. Pfeif- fer eignar sér myndina á köflum sem hin kynæsandi og töfrandi Súsí Diamond og sannarlega í hvert sinn sem hún grípur í hljóð- nema og myndavél Ballhaus tek- ur að leika um hana; söngatriðið uppi á píanóinu við undirleik Jeff Bridges stendur eitt og sér í minningunni um góða mynd. Stórmyndin sem aldrei varð Stórmyndin („The Big Picture"). Sýnd í Bíóhöllinni. Leikstjóri: Christopher Guest. Aðalhlut- verk: Kevin Bacon. Stónnyndin með Kevin Bacon tekur fyrir oft með nöpru háði kvik- myndaiðnaðinn í Hollywood eins og hann getur litið út frá sjónar- hóli efnilegs leikstjóra sem nýskrið- inn er úr kvikmyndaskóla. Allir vilja eiga hann að vini, umboðs- menn sitja um hann, stórglæsilega unga leikkonan tælir hann og forstjóri kvik- myndaversins klapp- ar honum á bakið og hleður á hann lofi áður en hann tekur svolítið barnalega en heiðarlega hugmynd hans um fullorðins- lega ástarsögu og breytir henni í gal- tóma strandpartý- mynd fyrir„þá sem kaupa bíómiðana" eða aldurinn 14 til 24 ára. Og efnilegi leikstjórinn gleypir agnið. Þetta er saga um hégómagjarna lista- manninn með stjörnur í augum sem selur sál sína fyrir örlítið lof og fyrirheit um glamúrveröld drauma- verksmiðjunnar áður en hann vakn- ar til raunveruleikans og sér að lífið er ekki svona einfalt. Fallið kemur hraðar en Porsche-inn nær uppí hundrað. Myndin hefur kappnóg af kald- hæðni í lýsingu á þeirri Hollywood sem maður á auðvelt með að ímynda sér að geti verið til en grínið í henni er varla upp á nema svona tvo hlátra sem kemur á óvart þegar haft er í huga t.d. að hún á aðheita „grínmynd stórmyndanna" eins og segir í auglýsingunni. Per- sónurnar eru staðlaðar eftir kunn- uglegri formúlu og gegna litlu hlut- verki nema sem annaðhvort slæm- ar og falskar eða góðar og sannar: Forstjórar kvikmyndafyrirtækj- anna á framúrstefnulegu skrifstof- unum sínum fylla auðvitað fyrri hópinn en fornvinir unga leikstjór- ans þann seinni. Tónlistarmynd- bandi er skotið inn í miðja mynd sennilega fyrir „þá sem kaupa bíó- miðana“ og handritið er svo húm- orslaust á stórum köflum þegar hin löngu fyrirsjáanlegu umskipti verða á aðalpersónunni og myndin leiðist út í vellu, að maður fer að velta því fyrir sér hvort maður hafi gert rangt í því að taka ekki vasaklútinn með. ímyndanir Kevins Bacons eru oft sviðsettar með góðum árangri og fræg nöfn eins og Roddy McDowall, Elliot Gould og John Cleese eru gestaleikarar. Ekkert kemst þó í hálfkvisti við frábæran Martin Short í hlutverki umboðs- manns sem er gersamlega út úr heiminum. Myndin hefði gott af meiri slíkri klikkun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.