Morgunblaðið - 25.04.1990, Page 42

Morgunblaðið - 25.04.1990, Page 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 1990 KARATE / ISLANDSMOTIÐ I KATA Þórshamar sigraði á fyrsta íslandsmótinu í kata Ikarate er keppt í tveimur ólík- um keppnisgreinum; kata og kumite. Kata er einstaklingssýn- ing á hinum ýmsu karate-æfing- um, en kumite er viðureign tveggja keppenda líkt og í júdó. Sigurvegari í kata karla var Helgi Jóhannesson, UBK, eftir harða keppni við Svan Þór Ey- þórsson új Þórshamri. Helgi, sem einnig er Islandsmeistari í kumite, hlaut 47,9 stig en Svanur Þór 47,5 stig. Sölvi Rafnsson, Baldri, varð þriðji með 47,5 stig og Halld- ór Narfi Stefánsson, Þórshamri, fjórði með 46,9 stig. íslandsmeistari í kvennaflokki varð Ingibjörg Júlíusdóttir, Þórs- hamri. Hún hlaut 46,7 stig. Odd- björg Jónsdóttir, UBK, varð önnur með 46,3 stig og Sigurdís Reynis- dóttir, UBK, í þriðja sæti með 45,3 stig. í hópkata, eða liðakeppni, var Þórshamar í tveimur efstu sætun- um. A-sveit Þórshamars sigraði nokkuð örugglega, hlaut 47,7 stig. B-sveit Þórshamars varð í öðru sæti með 46,6 stig og Hauk- ar, sem eru nýliðar, höfnuðu í þriðja sæti með 45,8 stig. í sigur- sveit Þórshamars voru þeir Svan- ur Þór Eyþórsson, ísak Jónsson og Grímur Pálsson. íslandsmeistaramótið í kumete fer fram í september í haust. Morgunblaðið/Einar Falur Helgi Jóhannesson, UBK, sigraði í kata karla eftir harða keppni við Svan Þór Eyþórsson. Ingibjörg Júlíusdóttir, burði í kvennaflokki. Morgunblaðið/Einar Falur Þórshamri, hafi nokkra yfir- ÍSLANDSMÓTIÐ í kata fór fram á vegum Karatesam- bands íslands í íþróttahúsi Seljaskóla um síðustu helgi. Þórshamar sigraði í hópk- ata, Helgi Jóhannesson, UBK, íkarlaflokki og Ingi- björg Júlíusdóttir, Þórs- hamri, í kvennaflokki. ÚRSLIT Golf Páskakeppni GV Haldin 15. apríl 1990 í Vestmannaeyjum. Keppendur voru 37. Með forgjöf: 60 67 67 Án forgjafar: 70 72 76 Sumardagskeppni GV Haldin 19. apríl 1990 í Vestmannaeyjum. Keppendur voru 30. Með forgjöf: 59 65 65 Án forgjafar: 77 81 83 83 Mallorcamót SL Golfmót meðal íslendinga á Mallorca á vegum Samvinnuferða/Landsýnar. Keppendur voru 49. Karlar, án forgjafar: Benedikt Jónsson, GMS 84 86 88 Karlar, með forgjöf: 72 74 Guðmundur Siguijónsson, GL 75 Konur, án forgjafar: Guðbjörg Sigurðardóttir, GK 98 Elísabet Gunnlaugsdóttir,. GR 98 Guðrún Eiríksdóttir, GR 105 Konur, með forgjöf: Margrét Vilhjálmsdóttir, GL 80 Sigríður Guðbrandsdóttir, GS 86 Guðný Sigurðardóttir, GS 87 Öldungar, án forgjafar: Eyjólfur Bjarnason, NK 92 Jóhann Gunnlaugsson, NK 93 Albert K. Sanders, GS 94 Öldungar, með forgjöf: Hannes Ingibergsson, GR 77 78 Viðar Þorsteinsson, GR 78 Skíði 15 km ganga karla á Skíðamóti íslands: klst. 1. Sigurgeir Svavarsson, Ó.........0:59.45 2. Haukur Eiríksson, A.............1:00.47 3. Rögnvaldur Ingþórsson, A........1:01.15 4. ÓlafurBjörnsson, Ó..............1:04.15 5. Sigurður Aðalsteinsson, A.......1:06.55 6. Ingþór Eiríksson, A.............1:07.29 7. Árni Antonsson, A............. 1:08.47 8. Elías Sveinsson, í..............1:16.15 VÍS-keppnin njgp í handbolta r FH - IBV í meistaraflokki karla miðvikudaginn 25. apríl kl. 20.30 í íþróttahúsi, Kaplakrika. Þetta verúur kveúluleikur þessara leikmuua. íslandsmeistarabikarinn afhentur í lok leiksins til FH. Hafnfirðingar og aðrir áhugamenn fjölmennum og gerum þessa stund eftir- minnilega. Það eru 5 ár síðan við urðum síðast íslandsmeistarar. Forleikur: FH- Víkingur í l.jlokki karla kl. 19.00. Sparisjðöur Hafnarfijarðar Strandgötu 8-10, sími 654000 Reykjavíkurvegi 66, sími 51515 MEISTARAMÓT ÍSLANDS / LANDSFLOKKAGLÍMAN Metþátttaka á meistaramótinu Landsflokkaglíman sem er íslands- meistaramót í glímu fór fram að Laugarvatni fyrir skömmu. 76 kepp- endur voru á mótinu og hafa aldrei verið fleiri. Skarphéðinsmenn voru sig- ursælir á mótinu, enda á heimavelli og hlutu þeir alls 9 íslandsmeistara í þeim 14 flokkum sem keppt var í. Þingeyingar hlutu 3 meistara og umf. Víkveiji og KR einn hvort félag. Nú voru konur í fyrsta sinn meðal keppenda en það hefur verið stefna Glímusambandsins undanfarin ár að opna þetta síðasta karlavígi landsins í íþróttum fyrir hið fríðara kyn. Fyrsti Islandsmeistari kvenna varð tvítug Laugarvatnsmær, Kristrún Sig- urfinnsdóttir, eftir harða baráttu við Jóhönnu Kristjánsdóttur frá Skútu- stöðum í Mývatnssveit. í meyjaflokki 14-15 ára sigraði hin fjölbrögðótta Erna Héðinsdóttir, HSÞ, en hún og bræður hennar tveir kepptu á mótinu og lentu öll í verðlaunasæt- um.. Kom enda víða fram á mótinu að glíman er ættgeng mjög. Ingveldur Geirsdóttir sigraði í telpnaflokki 12-13 ára enda stundað vel æfingar í vetur og sýnt framför. I yngsta flokknum, hnátuflokki 10-11 ára var hörð keppni. Þar kom á óvart nýliði, Katrín Astráðsdóttir, HSK, er sigraði alla andstæðinga sína með afgerandi brögðum. í yngsta flokki karla, hnokkaflokki 10-11 ára, var Oðinn Þór Kjartansson hinn öruggi sigurvegari enda þaulvan- ur glímumaður þótt kornungur sé. Óðinn beitti einkum hælkrók og leggj- arbragði til sigurs og glímdi af lipurð ogléttleika. í piltaflokki 12-13 ára var þrefaldur sigur hjá Skarphéðinsmönnum. Þar sigraði Ólafur Sigurðsson eftir harða keppni við félaga sína Torfa Pálsson, sem varð annar, og Magfiús Másson, sejn hlaut þriðja sæti. Undankerani var í þrem riðlum og sigruðu þeir hver í sínum riðli. Þeir Ólafur og Torfi eru skæðir hábragðamenn og beittu einkum lausamjöðm og klofbragði til sigurs. í sveinaflokki 14-15 ára var einnig þrefaldur sunnlenskur sigur. Jóhann R. Sveinbjörnsson sigraði af öryggi og notaði Ijölbreytt sigurbrögð og sjaldgæf. Gestur Gunnarsson kom talsvert á óvart er hann náði öðru sæti. Gestur glímdi við fjölmarga höfði hærri en hann sjálfur en sýndi að sá sem er góður varnarmaður og nýtir sín tækifæri getur náð langt og skipta þá kraftar og stærð ekki öllu máli. Ingibergur J. Sigurðsson umf. Víkveija var yfirburðasigurvegari í drengjaflokki 16-17 ára. Ingibergur er sterkur og snar og hefur yfir mik- illi tækni að ráða. Kæmi ekki á óvart þó hann blandaði sér í keppni þeirra bestu innan skamms. Helstu brögð Ingibergs eru leggjarbragð og klof- bragð og hælkrókar svo snarlega sótt- ir að vart festir auga á. Næstir komu þeir félagar Sigurbjörn Arngrímsson og Tryggvi Héðinsson og varð Sigur- björn annar eftir úrslitaglímu við Tryggva. Helgi Kjartansson, HSK, hreppti sigur í unglingaflokki 18-19 ára og glímdi að vanda af lipurð og snerpu. Helgi er mjög lunkinn glímumaður, verst vel og nýtir sín færi af krafti og öryggi. Helsta sigurbragð Helga er hælkrókur hægri á vinstri sem hann beitti gegn stórvaxnari andstæðingum með góðum árangri. Sigfurvegarinn frá í fyrra, Orri Björnsson, KR, tryggði sér annað sæti örugglega. Orri beitir mikið vinstri lausamjöðm til sigurs og einnig vinstra leggjarbragði, sjaldgæft bragð sem fáir varast. Þriðji var Sævar Þór Sveinsson, KR. Keppni í 5 þyngdarflokkum karla var helst til fámenn en hinn mikli íjöldi í yngri flokkunum gefur vonir um að það muni á næstu árum breyt- ast til batnaðar. Síðan flokkum var fjölgað úr þremur í fimm fyrir tveimur árum hefur keppendum fjölgað að sama skapi enda kjörið tækifæri fyrir þá minni og léttari að fá viðfangsmenn við hæfi. I -f 68 kg flokki sigraði hinn fjöl- hæfi íþróttakennarakennari Torfi R. Kristjánsson, HSK, sem er þó betur þekktur sem stangarstökkvari og blakfrömuður. í -f 74 kg flokki varð Yngvi R. Kristjánsson, HSÞ, hlutskarpastur, en í næsta flokki var það faðir hans, hinn gamalreyndi glímukappi Kristján Yngvason, sem bar sigurorð af and- stæðingum sínum. Skemmtileg tilviij- un og sýnir e.t.v. best þá breidd sem er orðin á glímukeppni í dag og að kynslóðabil fyrirfinnst hvergi. Glímukóngur Islands, Ólafur Hauk- ur Ólafsson, KR, var ekki í vandræðum með að innbyrða sigurinn í + 90 kg flokki og í þyngsta flokknum, + 90 kg, sigraði Jóhannes Sveinbjörnsson, HSK, einnig auðveldlega. Þeir tveir eru nú taldir sterkustu glímumenn landsins og verður forvitnilegt að sjá hvor leggur hinn að velli á næstu Is- landsglímu, 28. apríl nk. í heild bar mótið vott um grósku í þjóðaríþróttinni og er nú svo komið að rætt er um að takmarka þurfi kepp- endafjöldann sökum umfangs mótsins, nokkuð sem enginn hugleiddi fyrir fáum árum. Glímusamband íslands varð 25 ára 11. apríl og segja má að hin góða þátttaka á glímumótum sé besta af- mælisgjöfin því til handa á afmælisár- inu. Jón M. Ivarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.