Morgunblaðið - 25.04.1990, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.04.1990, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRIL 1990 Loðdýrabændur: Umboðsmaður Alþing- is kanni réttarstöðu Aðaldal. Á AÐALFUNDI Búnaðarfélags Reykdæla, sem nýlega var haldinn, var samþykkt tillaga um að óska eftir því við umboðsmann Alþingis að hann kanni réttarstöðu loðdýra- bænda gagnvart stjórnvöldum. Flutningsmaður tillögunnar, Ámundi Loftsson bóndi í Lautum, segir að tillögunni sé ekki beint gegn neinum sérstökum, en henni sé fyrst og fremst ætlað að vekja athygli á ábyrgð ríkisvaldsins á þeirri pólitísku ákvörðun að fá bændur til að hætta í hefðbundnum landbúnaði, afsala sér réttindum og fara út i loðdýrarækt. í greinargerð með tillögunni segir að það hafi verið stefna stjómvalda um miðjan níunda áratuginn að hvetja til bændur til loðdýraræktar með beinum áróðri og öðrum afskipt- um í formi styrkja og hagstæðra stofnlána. Spuming sé hvort þær upplýsingar sérfræðinga sem bændur fengu í upphafi um bjarta framtíð loðdýraræktar hafi verið byggðar á nægilega ábyggilegum athugunum, og hvort þeir loðdýrabændur sem nú standa frammi fyrir algerum eigna- missi eigi með þeim hætti að axla ábyrgð á fyrrgreindri stjómarstefnu, eða hvort stjórnvöld beri ekki ábyrgð að sínum hluta. Ámundi Loftsson telur að það sé ekki réttlætanlegt að því fólki sem fór í loðdýraræktina verði ekki bjarg- að úr þeirri fjárhagslegu úlfakreppu sem það er komið í, en í mörgum tilfellum sé það búið að glata öllum eignum sínum og setja fjárhagslega afkomu vina og vanöamanna í hættu. Hann álítur að þær aðgerðir sem ríkisvaldið hefur nú tekið ákvörðun um í málefnum loðdýrabænda séu aðeins frestun á vandanum, og bænd- ur eftir sem áður gjaldþrota. St.Sk. Kvíar Haflax og Áburðarverksmiðjan í baksýn. Morgunblaöiö/Sverrir Fiskadauði vegna meintrar ammóníaksmengunar frá Aburðarverksmiðjunni: Búið að útiloka alla aðra möguleika - segir framkvæmdastjóri Haflax hf. „ÞEGAR við urðum fyrir þessu slysi fyrir tveimur árum, þá var fyrst sagt að þetta hlyti að vera ammóníak frá Áburðarverksmiðj- unni, en því var samt neitað strax af þeirra hálfu, þannig að aðrir VEÐUR v / DAG kl. 12.00: Heimild: Veðurstofa íslands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gæt} I/EÐURHORFUR I DAG, 25. APRIL YFIRLIT í GÆR: Sunnan- og suðvestanátt um mest allt landið, víðast gola eða kaldi, en stinningskaldi á stöku stað. Él voru vestan- lands, en úrkomulaust um austanvert landið. Á Norðurlandi var víða léttskýjað. Hlýjast var á Hjarðarnesi, 7 stiga hiti, en kaldast á Hveravöllum, 5 stiga frost. SPÁ: Gengur í norð- og norðvestanátt, víða allhvasst þegar líður á daginn. Éljagangur um norðanvert landið og dálítil él á stöku stað vestanlands en bjart verður að mestu um suðaustanvert landið. Frostlaust að deginum um sunnan- og austanvert landið en annars vægt frost. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTUDAG: Norðanátt, víða nokkuð hvöss. Éljagang- ur og frost um norðanvert landið en frostlaust um hádaginn og bjart veður sunnanlands. Fer að lægja með kvöldinu, fyrst vestan- lands. HORFUR Á FÖSTUDAG: Suðvestanátt og víða bjart veður norðaust- antil á landinu en vaxandi suðaustanátt, þykknar upp og fer að snjóa og síðar rigna sunnanlands og vestan. Hlýnandi veður. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað t. Hálfskýjað a Norðan, 4 vindstig: " Vindörín sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * r * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * 10° Hitastig: 10 gráður á Celsíus ý Skúrir * V a = Þoka = Þokumóða ’, » Súld CXD Mistur —j- Skafrenningur Þrumuveður %m VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 3 úrk.ígrennd Reykjavík 2 þokaigrennd Björgvin 14 skýjað Helsinki 16 skýjað Kaupmannah. 17 léttskýjað Narssarssuaq +13 heiðskírt Nuuk +12 snjókoma Ósló 18 léttskýjað Stokkhólmur 17 mistur Þórshöfn 8 skýjað Algarve 18 léttskýjað Amsterdam 16 mistur Barcelona vantar Berlfn 10 aiskýjað Chicago 19 alskýjað Feneyjar 15 þokumóða Frankfurt 15 skúrásið.klst. Glasgow 16 mistur Hamborg 15 skýjað Las Palmas 20 skýjað Lundúnir 17 léttskýjað Los Angeles 12 heiðskírt Lúxemborg 13 skýjað Madrid vantar Malaga 19 léttskýjað Mallorca vantar Montreal 7 léttskýjað NewYork 10 skýjað Orlando 19 heiðskírt París 13 skýjað Róm 15 skýjað Vfn 14 skýjað Washington 16 mistur Winnipeg 8 þoka möguleikar voru auðvitað skoðað- ir líka. Það er búið að útiloka þá alla og eftir stendur þetta,“ sagði Hallgrimur Ingólfsson fram- kvæmdastjóri Haflax hf. í samtali við Morgunblaðið i gaer. Haflax hf. hefur stefot Áburðarverk- smiðju ríkisins vegna fiskadauða af völdum ammóníaksmengunar í kvíum fyrirtækisins skammt frá Gufunesi í júlí 1988. Hákon Björnsson forstjóri Áburð- arverksmiðjunnar sagði um þetta mál í Morgunblaðinu í gær, að amm- óníak myndaðist í fiskhræjum og því sé það engin sönnun þess að ammón- íaksmengun frá Áburðarverksmiðj- unni hafi valdið fiskdauðanum. Hallgrímur segir að þetta hafi verið kannað ítarlega. „Það er rétt hjá honum, en það er bara í mun minna mæli heldur en fannst í þessum fiski sem drapst úr ammóníakseitrun frá verksmiðjunni. Það var vitaskuld kannað því að við vissum að það gæti gerst. Mörg sýni voru tekin, mismunandi og við mismunandi að- stæður og þetta var okkar niður- staða, að fara í mál,“ sagði Hallgrím- ur. Hann segir að þær stofnanir sem hafa rannsakað þetta slys séu Vinnueftirlit ríkisins, fisksjúkdóma- nefnd á Keldum, einnig Hafrann- sóknarstofnun, auk sérfræðinga og stofnana í Noregi og Skotlandi. „Við viljum ekki fara út í að lýsa smáatriðum á þessu stigi, en þetta er mjög vel rannsakað og mjög vel ígrundað áður en út í málarekstur er farið, enda þefur þetta tekið tvö ár. Alvaran er' það mikil á bak við þetta að við erum tilbúnir að fara út í dýra málshöfðun," sagði Hall- grímur. Hann sagði einnig að ákvörðun um málshöfðun hafi verið tekin áður en óhappið varð á páska- dag, þegar kviknaði í ammóníaks- geymi Aburðarverksmiðjunnar, það sé algjörlega óskyít mál. „Nema auðvitað að ef eitthvað er, þá styrk- ir þetta óhapp okkar mál." Haflax hf. krefst 20 milljóna króna bóta frá Áburðarverksmiðj- unni fyrir þau 20 tonn af laxi sem drapst í kvíunum. Grundarfl örður: Allur fiskur slapp úr búrum hjá Snælaxi Grundarlirði. .LJÓST er að miklar skemmdir urðu á laxabúrum hjá íaxeldisfyr- irtækinu Snælaxi í Grundarfirði í óveðrinu sem gekk yfir Snæ- fellsnes á sumardaginn fyrsta, en fyrirtækið var lýst gjaidþrota í byijun ársins. Að sögn Gísla Kjartanssonar lögfræðings, bú- stjóra þrotabúsins, er talið að allur fiskur sem var í búrunum hafi sloppið. Skemmdimar komu fyrst í Ijós síðastliðinn mánudagsmorgun þeg- ar farið var út að búrunum sem eru sjö talsins, en þau eru öll rneira og minna brotin og höfðu netin lagst niður. Enginn fiskur sást í búrunum og því útlit fyrir að hann hafi allur sloppið. Milli 60 og 90 þúsund 200-400 gr seiði voru í sex bú- ranna, en í einu búri voru 6-8 tonn af 1-2 kg matfiski. Ekki þykir unnt að meta tjónið að svo stöddu, en eignir Snælax fyrir utan fiskinn sem nú er glatað- ur voru metnar á 60 milljónir króna. Alls hafa borist kröfur að upphæð 140 milljónir í þrotabúið, en búist er við að skiptum ljúki seint á þessu an. Ragnheiður Borgarráð: Almaimavarnarnefiid meti hættu á stórslysum TILLAGA minnihlutans í borgar- ráði um að Almannavarnarnefnd Reykjavíkur verði falið að kanna og meta þá staði aðra en Áburð- arverksmiðjuna, þar sem hætt er við stórslysum, var samþykkt á fundi ráðsins í gær. Tillagan gerir ráð fyrir að kann- aðir verði þeir staðir, þar sem hætta getur stafað af olíu-, bensín eða gasgeymum eða öðrum áhættuþátt- um, sem nú eru þekktir svo sem starfræksla flugvallar inni í miðri borg. í bókun Davíðs Oddssonar borg- arstjóra, vegna tillögunnar kemur fram að sérstakt áhættumat fari nú fram vegna flugvallarins og að Almannavarnarnefnd Reykjavíkur hafi fyrir nokkrum misserum fengið Almannavarnamefnd ríkisins til að kortleggja hættuleg svæði í borg- inni. Bent er á að allmargir þættir sem tillagan tekur til heyri undir aðila á vegum ríkisins svo sem Vinnueftirlisins. í ljósi þessa er lagt til að tillagan verði samþykkt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.