Morgunblaðið - 25.04.1990, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.04.1990, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRIL 1990 19 Fjölmenni var við opnun listamiðstöðvarinnar. Listamiðstöðin Straumur. Listamiðstöðin Straumur formlega tekin í notkun TALIÐ er að á milli 600-800 manns hafí verið viðstaddir er lista- miðstöðin Straumur við Straumsvik var formlega opnuð i síðustu viku. Að sögn Sverris Ólafssonar, einn af aðstandendum Straums, verður gjörbylting á starfi og högum íslenskra listamanna með tilkomu listasafnsins. Húsnæðið er eitt þúsund fer- metrar að stærð en fyrirhugaðar eru stórar viðbætur við listamið- stöðina. í vor verður reist sérverk- stæði fyrir bronssteypu og ráð- gert er að reisa fleiri verkstæði. Hafnarfjarðarbær leggur til húsið og jörðina og hefur auk þess lagt til rúmar sjö milljónir króna til lagfæringa á húsinu Straumi. Sagði Sverrir að bæjar- yfirvöld hefðu verið einstaklega jákvæð fyrir þessu máli og sýnt íslenskum listamönnum ómetan- legan stuðning með framtakinu. Sverrir sagði að stöðugur straumur fólks hefði legið að Straumi alla síðustu helgi að skoða listamiðstöðina. Þar voru til sýnis verk eftir listamennina Andreas Green, Þjóðveija sem verið hefur gestalistamaður í Hafnarborg að undanförnu, Gunnlaug Stefán Gíslason, Val- gerði Bergsdóttur, Pétur Hall- dórsson; Borghildi Oskardóttur og Sverri Olafsson. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Sverrir Ólafsson, einn af aðstandendum Straums, tekur við pen- ingagjöf frá formanni soroptimistasamtakanna í Hafnarfirði, Lov- ísu Christiansen, í tilefni opnunar listamiðstöðvarinnar. Fyisti fundur samstarfsnefiidar Islands og EB um vísindamál FYRSTI fundur samstarfsneftidar íslands og Evrópubandalagsins um vísindamál var haldinn í Reykjavík á mánudag. A fundinum var farið yfir forsendur samvinnu á grundvelli rammasamnings milli Islands og EB um samvinnu á sviði vísinda og tækni, og fulltrúar beggja aðila veittu yfirlit um núverandi stöðu og forgangsverkefni. Rammasamningur um samvinnu á sviði vísinda og tækni milli ís- lands og Evrópubandalagsins var undirritaður í Brussel 30. október 1989, og staðfestur af hálfu fram- kvæmdanefndar EB 12. janúar 1990. Gert er ráð fyrir að samning- urinn verði fullgiltur af Alþingi fyr- ir þinglok í vor. A fundi samstarfsnefndarinnar voru samþykktar reglur um starfs- hætti, og samkomulag tókst um að stefna að því að samningur um fulla þátttöku íslendinga í áætlun sem miðar að greiðari samskiptum vísindamanna verði fullfrágenginn innan skamms. ísland á þess kost að tilnefna vísindamenn til þátttöku í ráðgjafarnefnd áætlunarinnar, og má hefja undirbúning umsókna frá vísindamönnum og stofnunum nú þegar. Enn hefur ekki verið ákveð- ið af íslands hálfu hvort sótt verði um fulla þátttöku í öðrum áætlun- um EB að svo stöddu, en samþykkt var að kanna á hvern hátt íslend- ingar gætu tekið virkan þátt í ein- stökum rannsóknar- og þróunar- verkefnum EB. Gert hefur verið samkomulag um þátttöku íslend- inga í verkefni innan svonefndrar FLAIR-áætlunar sem fjallar um rannsóknir á matvælum frá sjónar- hóli neytenda, og lýst hefur verið áhuga á að kanna möguleika á þátttöku í verkefnum áætlunar um framleiðslu- og efnistækn. Með tilliti til forgangssviða bæði íslands og EB gerir samstarfs- nefndin ráð fyrir að eftirfarandi svið séu vænlegust til samvinnu á næstu árum: Efnistækni, fiskveiða- og vinnslutækni, umverfisbreyting- ar og náttúruógnir, iðntækni er lýt- ur að framleiðslu fiskmetis og ann- arra matvæla, orkumál, líftækni og læknisfræðilegar rannsóknir og heilbrigðisrannsóknir. Gert er ráð fyrir að tilnefndur verði af Islands hálfu tengiliður fyrir hvert þessara sviða, en miðstöð upplýsingamiðl- unar verði hjá Rannsóknarráði ríkisins. Fund samstarfsnefndarinnar sátu af íslands hálfu fulltrúar frá Vísindaráði og Rannsóknaráði ríkis- ins, Háskóla íslands, menntamál- arðuneytinu og utanríkisráðuneyt- inu. Níu manna sendinefnd frá EB var undir forystu Philippe Bourde- au, framkvæmdastjóra umhverfis- og orkumála í vísindadeild banda- lagsins. Sveitarsjóður Grundarflarðar: Skuldir lækkaðar um helming HAGUR sveitarsjóðs Grundarijarðar hefur batnað verulega á síðustu fjórum árum og eru skuldir nú helmingur þess sem þær voru árið 1986. Ólafur Hilmar Sverrisson, sveiLarstjóri, segir að þennan árangur megi þakka samstilltu átaki meirihluta hrepps- nefiidar, sem ákvað í byrjun kjörtímabilsins að endurskoða rekst- ur sveitarfélagsins. Ársreikningur sveitarsjóðs í Grundarfirði fyrir árið 1989 var nýlega samþykktur. Heildarskuld- ir um síðustu áramót voru rúmar 50 milljónir króna, en voru rúmar 105 milljónir árið 1986, reiknaðar á verðlagi í desember síðastliðn- um. „Rekstur sveitarfélagsins var endurskipulagður í upphafi þessa kjörtímabils til að ná niður miklum fjármagnskostnaði, sem stóð framkvæmdum sveitarsjóðs fyrir þrifum," sagði Ólafur Hilmar Sverrisson, sveitarstjóri, í samtali við Morgunblaðið. „Það var ákveð- ið að ljúka þeim framkvæmdum, sem þegar voru hafnar, en fara sér hægt varðandi nýjar fram- kvæmdir og beita ítrasta aðhaldi. Við höfum náð góðum árangri ,og ætlum að halda í horfinu. Við höfum svigrúm til ýmissa fram- kvæmda og færum okkur svo smám saman upp á skaftið. Nú höfum við lokið við byggingu íþróttahússins, sem var hafin 1979, en það var fokhelt í upp- hafi kjörtímabilsins. Þá er lokið við hafnarframkvæmdir, sem hóf- ust 1982 og loks er núna unnið að byggingu miðlunargeymis fyrir vatnsveituna.“ Ólafur sagði að hlutfall heildar- skulda sveitarfélagsins af tekjum þess væru 71% og veltufjárhlutfal- lið hefði breyst úr 0,62 árið 1986 í 2,62 árið 1989. Rekstrarafgang- ur til fjárfestinga og afborgana af lánum nam í fyrra rúmum 24 milljónum króna. Morgunblaðið/Eyrún Snjóþyngsli í Mýrdal Fannfergi var með ólíkindum í Mýrdal í vetur og fóru ábúendur í Sólheimahjáleigu ekki varhluta af því. Snjóinn dreif í slíka skafla við bæinn, að þar var nánast allt á kafi um páskana, tijágróður, gróðurhús og snúrustaurar. Hún Jóna Sólveig Magnúsdóttir er ekki há í loftinu enda aðeins fjögurra ára en hún nær nærri jafn hátt og staurinn og róluna notar hún vara fyrr en um hvítasunnu þó sumarið sé komið samkvæmt almanakinu. ■ SVEITARSTJÓRN Bíldudals- hrepps fordæmir þau vinnubrögð, sem viðhöfð hafa verið við samein- ingu Auðkúlu- og Þingeyrar- hreppa. Einstrengingsleg viðhorf frú Jóhönnu Sigurðardóttur, fé- lagsmálaráðherra, stofna í stóra hættu þeim friði, sem ríkt hefir í Arnarfirði um aldir. Það er álit Bílddæla og annarra Arnfirðinga að stjórnvöldum beri skylda til að veija rétt hinna minnimáttar og beita hann hvorki ofríki né ofbeldi, segir_ íályktun_ _ frá sveitarstjórn Bíldudalshrepps. ■ NEYTENDASAMTÖKUNUM hafa borist fjölmargar kvartanir vegna lélegra kartaflna. Minnt er á, að Neytendasamtökin hafa stutt það að innflutningur á kartöflum og grænæmeti verði þá aðeins leyfður, að ekki sé fyrir hendi inn- lend gæðaframleiðsla á hóflegu verði. Ljóst er að gæði þeirra kart- aflna, sem nú eru á boðstólum, eru langt frá því að vera viðunandi. Þessvegna krefjast Neytendasam- tökin þess að þegar verði heimilað- ur innflutningur á gæðakartöflum, segfr’í Trétt' Tra ’sámfÖkúnúm."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.