Morgunblaðið - 25.04.1990, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 1990
18 aðilar í ferðaþjónustu:
Bjóða átta þýskum blaða-
mönnum til Akureyrar
ÁTTA blaðamenn frá nokrum af
stærstu blöðum og tímaritum í
Vestur-Þýskalandi eru væntan-
legir til Akureyrar, en hingað
koma þeir í boði 18 aðila sem
vinna við ferðaþjónustu á Akur-
Hrepparnir fram-
an Akureyrar:
Skoðanakönn-
un um samein-
ingu hrepp-
anna þriggja
SAMEIGINLEGUR fundur
hreppsnefndanna þriggjat i
Hra&iagils-, Saurbæjar og Öng-
ulstaðahreppum var haldinn í
Laugaborg í gærkvöldi. Á dag-
skrá fundarins var sameiningar-
mál þessara þriggja hreppa.
eyri. Koma blaðamannanna hing-
að er til komin í kjölfar sam-
starfs hóps um ferðamál á Norð-
urlandi.
Markmiðið með ferðinni er að
sögn Þorgríms P. Þorgrímssonar
hjá Ferðaskrifstofunni Nonna að
byggja Akureyri og Norðuriand upp
sem ferðastað á vetrum ekki síður
en yfir sumarmánuðina. Komið
verður til Akureyrar 25. apríl og
stendur ferðin til 30. apríl, eða í
fímm daga. Farið verður í ýmsar
ferðir, m.a tveggja daga skíðaferð
sem farin verður á vélsleðum og
fjailabílum, að Laugafelli eða að
Lamba eftir því hvernig viðrar. Þá
verður Hlíðarfjall kynnt og einnig
verður farið í dorgveiði að Ljósa-
vatni eða Másvatni, skoðunarferð
um Mývatn og í Hrísey og Akur-
eyri og þá verður flogið til Grímseyj-
ar. Einnig verður hinum vestur-
þýsku blaðamönnum boðið að
snæða á veitingastöðum utan bæjar
og innan.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Stjóm Fóðurstöðvarinnar á Dalvík hefur óskað eftir því að stöðin verði lýst gjaldþrota.
Fóðurstöðin á Dalvík:
Óskað eftir gjaldþrotaskiptum
STJÓRN Fóðurstöðvarinnar á
Dalvík lagði inn beiðni til
skiptaráðanda bæjarfógeta-
embættisins á Akureyri í gær
um að stöðin verði tekin til
gjaldþrotaskipta. Fóðurstöðin
var innsigluð vegna vangold-
inna opinberra gjalda í lok
síðasta mánaðar.
Arnar Sigfússon skiptaráðandi
sagðist búast við að úrskurðað
yrði um málið fljótlega. Fóður-
stöðin á Dalvík var innsigluð síðari
hluta marsmánaðar vegna van-
goldinna opinberra gjalda og frá
þeim tíma hafa loðdýrabændur í
Eyjafirði fengið fóður frá Mel-
rakka á Sauðárkróki.
Fyrsta uppboð Fiskmiðlunar Norðurlands á Dalvík:
15,5 tonn af fiski seld-
ust á fimmtán mínútum
Líst vel á þessa starfsemi, segir Rúnar Sigvaldason fískkaupandi frá Ólafsfirði
Húnbogi Þorsteinsson skrifstofu-
stjóri í félagsmálaráðuneytinu kom
á fundinn og skýrði sjónarmið ráðu-'
neytisins og sagði frá sameiningu
annarra sveitarfélaga, sem átt hafa
sér stað undanfarin misseri. Ákveð-
ið var á fundinum að gera skoðana-
könnun í komandi sveitarstjórnar-
kosningum þar sem menn geta lýst
vilja sínum varðandi sameiningar-
mál.
Einnig kom á fundinn Áskell
Einarsson framkvæmdastjóri Fjórð-
ungssambands Norðlendinga og
svaraði fyrirspurnum. Sveitar-
stjórnir þessara þriggja hreppa
munu nú á næstunni boða til kynn-
ingarfundar þar sem kostir og gall-
ar sameiningarinnar verða kynntir
fyrir íbúum hreppanna. Almenningi
mun þá einnig gefast kostur á að
leggja orð í belg varðandi þessi mál.
Söltunarfélag
Dalvíkur:
Finnbogi
Baldvinsson
ráðinn fram-
kvæmdastjóri
FINNBOGI Baldvinsson hefúr
verið ráðinn framkvæmdasljóri
Söltunarfélags Dalvíkur. Finn-
bogi tekur til starfa hjá félaginu
um næstu mánaðamót.
Finnbogi hefur verið fram-
kvæmdastjóri Hraðfrystihúss
Ólafsfjarðar í rúmt ár. „Markmið
stjórnar og nýrra eigenda fyrirtæk-
isins er að reka rækjuverksmiðjuna
af fullum krafti og því markmiði á
að ná með því að ná inn 1.500 tonn-
um af rækju á þessu ári til vinnsl-
unnar.
Kaupfélag Eyfirðinga sem átt
hefur 64% hlut í Söltunarfélaginu
ætlar að selja Samherja hf. á Akur-
eyri hlut sinn.
GOTT verð fékkst á fyrsta upp-
boðinu sem Fiskmiðlun Norður-
lands hélt á fiski fjögurra báta
írá Dalvík og Grímsey og frá
einu fyrirtæki á Dalvík. Meðal-
verð á slægðum fiski var 74,5
krónur fyrir kílóið og á óslægð-
um tæplega 70 krónur. Hæst var
boðið 89 krónur í kílóið af
óslægðum þorski úr Sindra EA.
Uppboð á fiski er nýr þáttur í
starfsemi Fiskmiðlunar Norður-
lands, um er að ræða svokallað-
an gólfinarkað og er fyrirmynd-
in sótt til Fiskmarkaðar Suður-
nesja. Alls voru seld 15.522,5
kíló af fiski og seldist hann upp
á 15 mínútum.
Himar Daníelsson fram-
kvæmdastjóri Fiskmiðlunar sagði
að ákveðið hefði verið að gera til-
raun með rekstur gólfmarkaðarins,
en slíkur markaður hefði marga
kosti framyfir þá aðferð sem fyrir-
tækið hefði áður viðhaft við sölu
á fiski. Ætlunin er að kaupendur
annars staðar en á Dalvík getj
tengst markaðnum um símalínu
og á þann hátt boðið í þann fisk
sem til sölu er hverju sinni. Þá er
einnig fyrirhugað að setja upp út-
stöðvar á öðrum stöðum á Norður-
landi þar sem fiskur yrði seldur
með sama hætti. „Þetta byggist
allt á því að seljendur sjái sér hag
í því að selja fiskinn á markaðnum.
Ég hef þá trú að í framtíðinni verði
aukning á þeim afla sem seldur er
á þennan hátt og að þróunin verði
sú að útgerð og fiskvinnsla verði
ekki i eins miklu mæli rekin á einni
hendi og nú er,“ sagði Hilmar.
Alls voru seld á markaðnum í
gær rúm 15,5 tonn af físki, þorski,
ýsu, ufsa, karfa og lúðu. Aflinn
var úr Grímseyjarbátunum Nonna
EA og Kristínu EA og Dalvíkurbát-
unum Haraldi EA og-Sindra EA
og einnig var seldur fiskur frá Rán
hf. á Dalvík. Hallsteinn Guðmunds-
son hjá Fiskmiðlun Norðurlands
sagði að verðið sem fékkst á mark-
aðnum hafi verið gott, en meðal-
verð á slægðum fiski var 74,5
krónur og á óslægðum tæplega 70
krónur. Hæsta verð fékkst fyrir
óslægðan þorsk úr Sindra EÁ frá
Dalvík, 89 krónur fyrir kílóið. Kíló-
ið af ýsu var selt á 80 krónur,
Á aðalfundinum kom fram að
rekstrartekjur félagsins á árinu
1989 námu 1.579 milljónum króna,
en voru 1.289,8 milljónir á árinu
á undan og nemur hækkunin á
milli ára því 23,1%, sem er 1,1%
raunvirðishækkun rekstrartekna.
Rekstrargjöld án fjármagnsgjalda
og afskrifta námu 1.212,2 milljón-
um króna á síðasta ári á móti
983,4 milljónum árið á undan, sem
er 23,3% hækkun milli ára, eða
1,3% raunvirðishækkun. Afskriftir
námu 133,1 milljón króna ag var
hagnaður fyrir fjármagnsliði 233,7
milljónir króna. Fjármagnsliðir
nettó námu 138,8 milljónum króna
og hagnaður til ráðstöfunar eftir
karfi fór á 39 krónur kilóið og
ufsi á 35 krónur kílóið. Ein níu
kílóa lúða var einnig seld á mark-
aðnum og í hana var boðið 350
krónur fyrir kílóið.
Allir kaupendanna voru heima-
menn, utan Rúnar Sigvaldason frá
Sigvalda Þorleifssyni hf. fiskverk-
un í Ólafsfirði sem keypti 3,8 tonn
eignarskatt að upphæð 3,4 milljón-
ir króna er því 91,4 milljónir.
Heildareignir félagins í árslok
voru bókfærðar á 2.142,2 milljónir
króna. Skuldir námu 1.362 milljón-
ir og eigið fé í árslok því 780,2
milljónir. í ársskýrslu félagins
kemur fram að skuldastaðan hefur
batnað, skuldir í árslok voru minni
en í ársbyijun og er um að ræða
raunlækkun skulda að upphæð 162
milljónir króna.
Rekstur ÚA var með hefðbundn-
um hætti á síðasta ár, félagið rak
5 ísfisktogara og einn frystitogara.
Úthaldsdagar voru 1952 og afli
ríflega 22 þúsund tonn og var verð-
mæti hans 839,7 milljónir króna.
af þorski úr Kristínu EA. „Þetta
var ágætis fiskur," sagði Rúnar,
en þorskinn keypti hann á 68 krón-
ur kílóið. „Mér líst vel á þessa
starfsemi og vona að hún lukkist.
Ég býst fastlega við að við munum
nota okkur það að kaupa fisk á
þessum markaði og það hafa ör-
ugglega fleiri fiskverkendur í Ól-
afsfirði líka,“ sagði Rúnar.
Þrír togarar félagins voru reknir
með hagnaði á árinu 1989, Kald-
bakur skilaði 16,9 milljóna króna
hagnaði, Svalbakur 14,3 milljóna
og Harðbakur 6,6 milljóna. Hinir
togararnir þrír voru reknir með
tapi, Sólbakur með 20,7 milljóna,
Hrímbakur 19,7 milljóna og frysti-
togarinn Sléttbakur með 20,4
milljóna tapi. Frystihúsið skilaði
123,5 milljóna króna hagnaði,
skreiðarverkun 2,7 milljóna og
saltfiskverkun 3,8 milljóna.
Samþykkt var á fundinum að
greiða starfsmönnum orlofsupp-
bót, samtals 10 milljónir króna
þannig að um 25 þúsund krónur
koma í hlut starfsmanns í fullu
starfi og einnig var samþykkt að
greiða hluthöfum 3% arð,,samtals
9,9 milljónir.
í stjórn félagsins voru kjörin,
Pétur Bjarnason, Sverrir Leósson,
Halldór Jónsson, Sigurður Jóhann-
esson og Þóra Hjaltadóttir.
Hlutafé ÚA aukið um 100
milljónir í almennu útboði
123,5 milljóna króna hagnaður af rekstri frystihússins
SAMÞYKKT var að auka hlutafé Útgerðarfélags Akureyringa um
ríflega 100 milljónir króna á aðalfundi félagsins sem haldinn var
í fyrrakvöld. Hlutafé ÚA er nú 329,4 milljónir og var sljórn félags-
ins veitt heimild til að auka það um 100,5 milljónir króna, þannig að
í heild verði hlutaféð 430 milljónir króna. Núverandi hluthöfum,
sem forkaupsrétt hafa að bréfunum, var veittur íjögurra vikna frest-
ur til að auka hlut sinn, en að þeim loknum verða þau seld hverj-
um þeim sem kaupa vill.