Morgunblaðið - 25.04.1990, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.04.1990, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRIL 1990 Morgunblaðið/KAA Fulltrúar landshlutasamtaka á VestQörðum, Norðurlandi og AustQörðum segja frá aðgerðum, sem þeir kynntu þingmönnum, til að koma í veg fyrir mikla busetutilfærslur frá landsbyggðinni til höftiðborgar- svæðisins. Frá vinstri Áskell Einarsson framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Norðlendinga, Kristínn Jónsson varaformaður Fjórðungssambands Vestfirðinga, Einar Már Sigurðsson formaður Sambands sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi, Björn Sigurbjörnsson formaður Fjórðungssambands Norðlend- inga, Jóhann Bjarnason framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Vestfirðinga og Sigurður Hjaltason íram- kvæmdastjóri Sambands Sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi. Fulltrúar Landshlutasamtaka sveitarfélaga: Skilningur með þjóðinni á jákvæðri byggðastefhu „NÚ ER Iag með þjóðinni og skilningur á jákvæðri byggðasteftiu sem byggist á raunverulegu framtaki, en ekki tilfærslu, þar sem eitt er tekið af öðrum.“ Þetta sögðu fulltrúar landshlutasamtaka sveitarfé- laga á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og Aust- flörðum að afloknum fundi með alþingismönnum kjördæmanna á mánudaginn um tilefiii þess fundar. Helstu málefnin sem rædd voru eru áhyggjur vegna spár um mikla búferlaflutninga af landsbyggðinni á næstu árum, staðsetning álvers, virkjanir og samgöngumál. Fulltrúar landshlutasamtakanna kynntu efni viðræðnanna við alþing- ismenn á blaðamannafundi. Þeir vitnuðu til úttektar, sem gerð var á vegum Byggðastofnunar þar sem fram kemur að miðað við óbreytta búsetuþróun verði miklir flutningar fólks af landsbyggðinni til höfuð- borgarsvæðisins. Á höfuðborgar- svæðinu muni fjölga um 50 þúsund manns á næstu 20 árum um leið og um 24 þúsund manns flyttu brott af landsbyggðinni. Til þess að sporna við þeirri þróun sögðu þeir þurfa að staðsetja nýtt álver utan Faxaflóasvæðisins og voru Eyjafjörður og Reyðarfjörður nefndir sem vænlegir kostir. „Stað- setning stóriðju við Eyjafjörð eða Reyðarfjörð er gott tækifæri til að jafna búsetu í landinu í samræmi við þjóðarhag. Margfeldisáhrif stór- iðju á landsbyggðinni ná einnig til höfuðborgarsvæðisins, Stóriðja við Faxaflóa hefur hins vegar eingöngu margfeldisáhrif á höfuðborgarsvæð- inu, en aukna byggðaröskun á lands- byggðinni í för með sér. Sú þróun kemur höfuðborgarsvæðinu í koll um síðir,“ sagði Einar Már Sigurðsson foraður Sambands sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi. Þeir lögðu áherslu á mikilvægi jarðganga á Vestfjörðum, enda tæki sú framkvæmd ekkert frá öðrum vegaframkvæmdum og væri for- senda öflugrar byggðar á norðan- verðum Vestfjörðum, þar sem ísa- fjörður væri þjónustukjarni fyrir byggðirnar í kring. Ennfremur minntu þeir á að Alþingi hefði ákveð- ið virkjun í Fljótsdal, sem væri undir- staða margskonar uppbyggingar og framþróunar á Austurlandi. „Það er trú fulltrúa landshluta- samtakanna að með sterkri sam- stöðu á Alþingi og meðal þjóðarinn- ar verði tekið tillit til byggðahags- muna af hálfu stjórnvalda og hinna erlendu aðila þegar ákvörðun unm staðsetningu álvers verður tekin. Það er ekkert sem réttlætir upp- byggingu stóriðju á íslandi, þrátt fyrir að iðjuverið leiði til aukins hag- vaxtar, ef öðrum meginhagsmunum þjóðarbúsins er jafnhliða stefnt í hættu," sagði Einar Már. Fulltrúar landshlutasamtakanna gengu á fund iðnaðarráðherra síðdegis í gær og afhentu honum greinargerð þar sem framangreind atriði koma fram og kynntu honum sjónarmið sín. Landsmót hestamanna 1990: Norðlenskir hestamenn tilbúnir að taka á móti 15.000 mótsgestum BÚIST er við að 10-15.000 manns komi á landsmót hestamanna sem haldið verður á Vindheimamelum í Skagafirði 3.-8. júlí í sum- ar. Að sögn Ingimars Ingimarssonar sem sæti á í framkvæmda- neftid mótsins eru allar lramkvæmdir á svæðinu miðaðar við að hægt verði að taka á móti 15.000 gestum. Þegar hefur verið ákveðið að 125 félagar verði á bak við hvern hest í gæðinga og unglingakeppni. Miðað við félagaskrár hesta- mannafélaganna um síðustu ára- mót taka því 90 hestar þátt í keppni í hverjum flokki fyrir sig í A- og B-flokki gæðinga og barna- og unglingaflokki, eða 14-15 hest- um fleira í hveijum flokki en á siðasta landsmóti sem haldið var 1986. í fyrra var hafist handa við að steypa sökkla undir þær viðbygg- ingar sem ráðist verður í fyrir mótið. Veitingahúsið verður stækkað og stækkar salur þess um helming við breytinguna. Stóð- hestahúsið verður stækkað og mun rúma 50 hross. Nýr dómvöllur fyr- ir kynbótahross hefur verið gerður og áhorfendabrekkur lengdar. Einnig verður byggt við þá snyrt- iaðstöðu sem fyrir er á svæðinu. Á meðan á mótinu stendur verð- ur rekin nýlenduvöruverslun auk veitingasölu. Tjaldstæði og hjól- hýsastæði eru á svæðinu og þar verða reist vatnssalerni. Mótið hefst þriðjudaginn 3. júlí með kynbótadómum. Svæðið verð- ur opnað föstudaginn 29. júní og verður þá byijað að selja inn. Verð aðgöngumiða fyrir alla mótsdag- ana verður 4.500 krónur en lækkar á iaugardagskvöldið í 2.500 krón- ur. Boðið verður upp á hagabeit fyrir ferðahross og kostar sólar- hringurinn 100 krónur á hross. í nágrenni við mótsvæðið er mikið beitiland og sagði Ingimar að svo framarlega sem árferði yrði venju- legt ætti það að duga fyrir þann fjölda sem búist er við. Fjölbreytt dagskrá verður á landsmótinu svo sem kynbótadóm- ar, gæðingakeppni, unglinga- keppni og kappreiðar. Auk þess verður haldið alþjóðlegt mót þar sem keppt verður í ijórgangi og fimmgangi. Öllum aðildarlöndum alþjóðasamtaka eigenda íslenskra hesta, FEIF, er boðin þátttaka og er gert ráð fyrir að þau sendi lands- meistara sína árið 1989 á mótið. Keppendur munu væntanlega draga um hvaða hrossi þeir keppa á. Þá munu úrvalstöltarar keppa. Sett verða ströng skilyrði fyrir þátttöku og þurfa hestarnir að hafa hlotið 85 - 90 punkta á síðustu tveimur árum. Lágmarkstími hefur verið ákveðinn fyrir kappreiðahross og er hann sem hér segir: 150 m. skeið 16,5 sek., 250 m. skeið 24,5 sek., 250 m. stökk 19,5 sek., 350 m. stökk 26,0 sek., 800 m. stökk 63,5 sek. og 300 m. brokk 40 sek. Lokadagur skráningar er 5. júní nema fyrir kynbótahross. Skrán- ingarblöð liggja frammi hjá hesta- mannafélögunum og stánda for- menn þeirra skil á skráningum. Þess má geta að lokum að for- seti íslands frú Vigdís Finnboga- dóttir mun heiðra mótsgesti með nærveru sinni á landsmóti hesta- "manna 1990. Fagnaðarkonsert eftir Pál P. Pálsson: Tónverk í þakklætis- skyni og* einleikur á gítar Ljósm./JÁ. Mynd tekin á æfingu í Háskólabíói. Frá vinstri: Werner Schulze kontrabass sarrúsaphonleikari, Páll P. Pálsson tónskáld, Karsten Andersen hljómsveitarstjóri og Arnaldur Arnarson gítarleikari. eftir Rafn Jónsson Á áskrifatartónleikum Sin- fóníuhljómsveitarinnar í Há- skólabíói fimmtudaginn 26. apríl kl. 20.30 verða flutt þijú verk: Concerto di Giubileo, eftir Pái P. Pálsson, Concierto de Aranjuez eftir Joquin Rodrigo og Sinfónía nr. 8 eftir Dvorák. Concerto di Giubileo, Fagnað- arkosert, samdi Páll P. Pálsson í tilefni af 40 ára afmæli Sinfóníu- hljómsveitarinnar í mars. Annað verkið hefur heldur ekki heyrst áður hérlendís, Concierto de Ar- anjuez eftir Joaquin Rodrigo. Ein- leikari í þessu verki verður Am- aldur Arnarson, sem leikur nú í fyrsta sinn einleik með Sinfóníu- hljómsveitinni. Þriðja verkið verð- ur svo Sinfónía nr. 8 eftir An- tónín Dvorák. Dvorák samdi þetta verk 1888, skömmu eftir að hann hóf störf á Englandi. Þakklætísvottur til hljómsveitarinnar Páll P. Pálsson var í leyfi frá störfum með Sinfóníuhljómsveit- inni í fyrra, en hann hefur verið fastráðinn stjómandi hennar frá 1971. Hann hefur þó starfað með hljómsveitinni allt frá stofnun hennar 1950, er hann var nýkom- inn til landsins frá Austurríki, þar sem hann er fæddur. Hann dvaldi í fæðingarbæ sínum, Graz, í Con- certante, sem íslenska hljómsveit- in frumflutti í maí í fyrra með einleikurunum Ásgeiri Steingr- ímssyni, Þorkeli Jóelssyni og Oddi Björnssyni. í stuttu spjalli um nýja verkið Concerto di Giubielo, eða Fagnað- arkonsertinn, sagði Páll að þetta væri þakklætisvottur til hljóm- sveitarinnar fyrir að fá að starfa með henni frá upghafi. Um verkið sagði hann: — Ég samdi þetta verk með Sinfóníuhljómsveit ís- lands í huga og einstaka hljóð- færaleikara. Það eru kaflar í verk- inu, sem era mjög krefjandi tíl sérhvers hljóðfærahóps. Ég hlakka til að hiusta á verkið und- ir stjórn Karstens Andersen. Við þekkjumst vel frá því hann var hér aðalstjómandi og sem gestur. Annars skiptist verkið í þrjá sam- tengda þætti og tekur um 20 mínútur í flutningi. Einn aust- urrískur hljóðfæraleikari bætist í hóp hljómsveitarmanna. Hann heitir Werner Schulze og leikur á kontrabass sarrúsaphon, sem er bláturshljóðfæri með dýpri tón en þekkist í blásturshljóðfærum hér. — Fríið, sem ég fékk hjá hljóm- sveitinni, var kærkomið, sagði Páll. Það var gott að komast í burtu og semja tónlist í fullkomn- um friði. Þótt ég hafi verið í fæð- ingarbæ mínum Graz, í fríinu, fannst mér ég þó vera kominn heim, þegar ég kom hingað aftur, enda verið búsettur hérlendis í meira en 40 ár. Einleikarinn og stjórnandinn Einleikarinn Arnaldur Arnar- son er búsettur í Barcelona á Spáni. Hann er rúmiega þrítugur og hefur stundað gítarleik frá því hann hóf gítamám í Svíþjóð 10 ára gamall. Hann stundaði einnig nám í Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar og lokapróf tók hann frá Royal Northern College of Music í Manchester á Englandi 1982. Meðal kennara hans þar var John Williams. Þá stundaði hann einnig frarrthaldsnám á Spáni. Arnaldur stundar kennslu í tónlistarskóla í Barcelona og hefur haldið tónleika þar í landi, auk Englands og flestum Norður- landanna. Rodrigo samdi gítar- konsertinn 1940. Þetta er hefð- bundinn konsert í þremur þáttum og langþekktastur allra gítarkon- serta. Stjómandi á tónleikunum á fimmtudaginn verður Karsten Andersen, sem er íslendingum að góðu kunnur. Hann var aðal- stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar- innar um fjögurra ára skeið á árunum 1973-77 og hefur stjórn- að nokkrum sinnum hér síðan. Hann var aðalstjórnandi Harmon- inen í Bergen í Noregi um árabil uns hann fór á eftirlaun. Hann er nú prófessor við Tónlistarhá- skólann í Osló. Öll starfsemi Sinfóníunnar í Háskólabíó í þessari viku standa yfir flutn- ingar á starfsemi Sinfóníuhljóm- sveitarinnar úr Gimli yfir í Há- skólabíó. Hljómsveitin fær til ráð- stöfunar húsnæðið, sem Lands- bankinn var áður í. Símanúmer er óbreytt, en afgreiðsla aðgöngu- miða verður framvegis daglega í Háskólabíói frá kl. 13.00-20.00. 9. sinfónía Beethovens á síðustu áskriftartónleikum Síðustu áskriftartónleikar Sin- fóníunnar verða 17. maí í vor. Upphaflega stóð til að flytja óper- una Turandot eftir Puccini, en horfið hefur verið frá því af sparn- aðarástæðum. í staðinn hefur ver- ið ákveðið að flytja 9. sínfóníu Beethovens, en nú eru nokkur ár síðan það verk var síðast flutt hérlendis. Auk hljómsveitarinnar munu einsöngvararnir Sylvia Larsson, Sigríður E. Magnúsdótt- ir, Garðar Cortes, Guðjón Óskars- son og Fílharmóníukórinn taka þátt í flutningi verksins. Höfundur er kynningarfulltrúi Sinfómíuhljóms veitar íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.